Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR Afl lita og forma Mikilsháttar sýning á verkum Þor- valdar Skúlasonar (1906-1984) í Listasafni Islands, er hlotið hefur nafnið Hreyfíafl litanna, varð Braga Ásgeirssyni tilefni ýmissa hugleið- inga. Veigurinn er að nú í aldarlok er rétti tíminn til að þróun framsækinn- ar íslenzkrar samtímalistar sé sett í rétt og hlutlægt samhengi og ekkert dregið undan. Er mikið og verðugt hlutverk fyrir metnaðarfullar lista- stofnanir á næstu misserum og árum. MÁLVERK, oh'a á léreft, 1978. HVÍT birta, olía á léreft, 1966. AÐ er í rökréttu sam- hengi við mikil tíma- hvörf, að Listasafn Is- lands stendur fyrir sýningu á verkum Þor- valdar Skúlasonar (1906-1984), þeim sem komu frá pentskúf hans síðustu áratugina. Einmitt nú í aldarlok skiptir miklu að rekja sögu málverksins á hlutlægan hátt, taka hana fyrir í rökréttu samhengi svo úr verði heildstæð og marktæk íslenzk sjón- menntaasaga. í því skyni verður að huga að öllu gildu og fram- sæknu sem gerðist á tímaskeiðinu og setja í rétt samhengi. Til þess eru borgar- og þjóðlistasöfn, að ýta undir þroska sem fæst með samanburði, síður vera vettvangur naflaskoðana og einhæfrar, þröngrar og hlutdrægrar mark- aðssetningar. Þetta er einkum mikilvægt meðan ekki er til bygg- ing sem hýsir íslenzka myndlist í sögulegu samhengi líkt og allar Norðurlandaþjóðirnar eiga, og hér eru jafnvel Færeyingar betur settir. Ekki gengur að sumir mál- arar séu yfírmarkaðssettir og í þá veru að verk þeirra verða að vana og hætta að hreyfa við mönnum, en aðrir settir til hliðar eins og þeir séu ekki til. Vani og sér- hyggja sem fæðir af sér andvara- leysi er ótvírætt helsti dragbítur gildra viðbragða, og á síðari árum hefur það gerst að fólk er hætt að kippa sér upp við hluti sem reistu stórsjóa í orðræðunni hér áður fyrr. Jafnvel klastrið, siðleysið og afglapahátturinn hafa þegjandi og hljóðlaust haldið innreið sína í musteri listanna sem fullgild tjá- form í nafni frelsisins, en það er nokkuð önnur tegund frelsis á vettvangi skapandi athafna en barist var fyrir á árum áður og miklu fórnað til. Þetta er hollt að hugleiða er sjónum skal beint að einum helsta brautryðjanda samtímalistar á Is- landi, því þegar hann og félagar komu fyrst fram með nýstárleg verk sín eftir seinni heimsstyrjöld- ina, spruttu upp afdrifaríkustu deilur í sögu íslenzkrar myndlistar og eiga sér vart hliðstæðu á seinni tímum. Eftir á að hyggja var rimman í hæsta máta eðlileg í ljósi hins íhaldssama bændaþjóðfélags og einangrunar á skerinu lengst úti á Ballarhafi, sem síst minnkaði í síðari heimsstyrjöldinni þótt her- setan boðaði nýja tíma, meginland Evrópu lokað. í allri samanlagðri sjálfstæðis- baráttunni var ekki tekin mörkuð stefna varðandi uppbyggingu þessa ákveðna þáttar í burðar- grind og framningu jarðtengds þjóðríkis. Frekar að stefnumörkin væru engin og flestar hliðar sjón- mennta fyrir borð bornar, sem væru þær undirmáls og hafa mætt afgangi í hálfa öld eftir fengið frelsi, er líkast sem siðaskiptin standi enn í ráðamönnum. Táknræn- asta dæmið má vera, að sá maður sem sumir nefna stundum Leon- ardo da Vinci íslenzkra sjónmennta, hinn and- heiti hugsjónamaður, Sigurður Guðmundsson málari, lést aðeins 41 árs að aldri. Úr vosbúð, bjúgi og tæringu stuttu eftir þjóðhátíðina 1874, sem hann hafði átt þátt í að undirbúa. Vakning- arstarf hans um ris ís- lenzkrar þjóðmenningar og þjóðernisvitundar vanmetið, hvöss og metnaðarfull rýni hans á geispandi embættis- menn og sofandi al- menning illa tekið, hann nefndur málaraaumingi, uppskafningur, ónytj- ungur... Ekki var feitan gölt að flá í þeirri viðleitni að ryðja braut nýhugmynd- um eftir heimsstyrjöld- ina síðari, öðrum en sköruðu lágmenninguna, viðhorfum sem höfðu verið að gerjast í álfunni alla öldina og voru þegar komnar hingað inn um bakdyrnar. Nýsköpun í myndlist hafði haft ómæld áhrif á listiðnað hvers konar, sem sá stað í list notagildis eins og gluggatjöldum og það kunnu ýmsar nýjunga- gjamar húsmæður vel að meta. Eðlilega þekkti almenningur ekki þróunarsöguna, samhengið né víxlverkun myndlist- ar og hönnunar og fyrir kom að abstrakt málverk væru kölluð gardínulist. Og hingað rataði flest annað frá Bandaríkjunum, en þær hræringar hámenningar sem þar áttu sér stað, að meginhluta runn- ar frá Evrópu. Þorvaldur Skúlason var há- menntaður listamaður, skólaður hjá úrvals lærimeisturum í Kaup- mannahöfn, Ósló og París, en ekki hugnaðist bænda- og seinna tonna- landinu að meta þessa hlið mennt- unar og hagnýta fyrir þjóðfélagið frekar en raunin var um fyrirrenn- ara hans. Ranghugmyndir í þjóðfé- laginu ásamt einsýni á kjama gildrar grunnmenntunar kemur svo meinlega fram í því, að ungir í dag þekkja margir ekki þessa frumherja, jafnvel ekki þeir sem útskrifast úr listaskólum og er þá mælirinn fullur. Þegar Þorvaldur kom heim í stríðsbyrjun, vom aðrir tímar en þegar Sigurður Guðmundsson lifði, peningar á hverju strái og Is- land á leið að verða ríkasta þjóð Evrópu, möguleikarnir til viður- væris ólíkt meiri. En nýfrjáls og nýrík þjóð tók þá stefnu að sóa auðinum á altari Mammons, með sókn í allt sem eyðist og hverfur, hismi og hjóm, frekar en að reisa hof og hörg yfír varanleg gildi, þjóðmenningu og þjóðernisvitund. Flest það mætti afgangi sem hef- ur forgang meðal gróinna menn- ingarþjóða eins og Ijóslega kom fram er borgir risu úr rústum heimsstyrjaldarinnar, og aldrei meir en nú á tímum sameiningar Evrópu. Hér vom metnaðarfullir íslenzkir listamenn þó með á nót- unum, þótt andbyrinn væri mikill, almenningur rétt farinn að viður- kenna útlagana Jón Stefánsson og Júlíönu Sveinsdóttur, og alls óvið- búinn því flóði nýviðhorfa er nú barst að utan. Samt tóku íslend- ingar því opnum vakandi huga, kannski með eðlilegri forvitni sveitamannsins, þá abstrakt lista- verk vom fyrst sýnd í Lista- mannaskálanum gamla við Kirkju- stræti 1945, var þar á ferð Svavar Guðnason nýkominn frá Kaup- mannahöfn. Seinna kom hann aft- ur með félögum sínum í lista- mannahópnum Helhesten, sem fljótlega myndaði kjarnann í Cobra. Sýningarnar ollu engum blaðadeilum, en svo er innlendir listamenn létu hrífast af sams konar nýviðhorfum sprakk blaðr- an, nú sáu menn ekkert nema lita- klessur og stælingar. Þorvaldur hafði áður kynnst skyldum hræringum í París fyrir stríð, borgin þá suðupottur heims- listarinnar. En hinn hlutlægi vett- vangur var þó áfram á oddinum, og sá kafli í samanlögðum þróun- arferli listar hans sem er jarð- tengdastur íslenskum veruleik og hvunndegi. Þar er hann eðlilega að vinna úr þeim áhrifum og lærdómi sem hann hafði viðað að sér í út- löndum. Engum innvígðum duldist að fram var kominn þroskaður listamaður með nýja og persónu- lega sýn á liti og form, að nýr og sterkur málari hafði kvatt sér hljóðs. Aldrei höfðu hús, bátar, sjómenn, hestar eða börn að leik verið máluð á jafn óformlegan og frjálslegan hátt, og þó mátti kenna handbragð hins þroskaða og gagn- menntaða málara á bak við hverja pensilstroku. Sýningar Svavars og Helhestsins höfðu mikil áhrif á Þorvald og næstu árin er hann upptekin við að vinna úr þeim, ennþá mátti þó vel greina sterk og nærtæk náttúruhrif í bland. En svo kemur strangflatamálverkið til sögunnar og má orða það svo að listamaðurinn hafi þá fært trön- urnar frá glugganum og snúið baki að allri náttúrusýn um leið. Fram koma áhrif víða að, helst frá París, en einnig Bauhaus-málurunum svo sem Lazlo Moholy-Nagy. Þetta voru að vísu heillavænleg áhrif og enn sem fyrr mátti kenna lyndis- einkunn og pensilfór Þorvaldar. Það sem íslenzkum listamönnum yfírsást var að sitthvað fleira var að gerast í núlistum í París, t.d. óformlega málverkið, art informel. Menn afneituðu svo ekki endilega náttúrunni og fortíðinni en þróuð- ust smám saman í átt til óhlutlægs myndmáls á afar lífrænan og rök- rænan hátt, svo sem sér stað hjá Mondrian og Herbin. Sporgöngu- menn þeirra voru þó til muna harðari í fræðunum og afneituðu náttúruhrifum með öllu, dyggilega studdir og hvattir af róttækum listsögufræðingum og listpáfum; málverkið tjáir alls ekkert nema sig sjálft var nú heróp þeirra, pein- ture pure. Því mótmælti þó höfuð- paur óformlega málverksins, Jean Fautrier; engin listgrein er fær um að miðla ef hún er ekki hluti þess raunveruleika sem hún hrær- ist í. Undarleg var sú rökræða er einkenndist annars vegar af því að vera á móti landslagshefðinni, svo og hlutlægri sýn, og hins vegar að vera á móti abstrakt og huglægu tjáferli. Abstraksjón, eins og eitt fagorðið nefnist, finnst einmitt ríkulega í landslagsmálverkum aldarinnar og tilvísun í línur landslagsins má greina í óhlutlæg- um málverkum Mondrians og Herbins svo og iðandi kviku jarð- ar í málverkum Fautriers og Wols. Hér gerðust báðir hóparnir sekir um þröngsýni og útkjálka- mennsku í rökræðunni og ósjálfrátt voru hérlendir núlista- menn komnir í skó íslenskra emb- ættismanna fyrri aldar er helst máttu ekki heyra neitt íslenzt nefnt án þess að geispa. Fyrir og eftir miðjan sjöunda áratuginn gerðust miklar upp- stokkanir í myndlist er poppið svo- nefnda kom fram og hvers konar hliðarútgáfur óformlegrar tjáning- ar. Ahrifa þessara hræringa sá einnig stað í málverkinu, hjá Þor- valdi Skúlasyni, í þá veru að augu hans beindust aftur að náttúrufyr- irbærum, ekki þó endilega þeim sýnilegu og áþreifanlegu, heldur huglægum hrifum; raforkunni, straumiðu Ölfusárósa, titringi og síkvikulum ljósbrigðum í lofti og gróandi. Iðnbylting og efnafræði nítjándu aldar komu úrvali bjartra ljósþol- inna lita á litaspjald málaranna og vélaöld hófst. Hvorttveggja boðaði mikil hvörf í sköpunarferli allra þeirra sem vildu vera virkir í sam- tíð sinni, hugtökin áhrifastefna og módernismi urðu til. Þær gagn- geru uppstokkanir í þjóðlífinu sem í kjölfarið fylgdu höfðu ómæld áhrif á framþróun sjónlista, að við- bættum uppgötvun röngtengeisl- anna í lok aldarinnar. Alla tuttug- ustu öldina hafa framsæknir lista- menn svo endurspeglað þjóðfélags- hræringar og tækniframfarir tím- anna og nú í aldarlok er tæknin hótar að eyða náttúrunni hefur fag- urfræðin öðlast nýtt vægi, því hlut- verk listarinnar er að yrkja háleit grómögn. Við hvörfín í list Þorvaldar Skúlasonar á sjöunda áratugnum, sem greinilega koma fram í mynd- inni Hvít birta frá 1966 var lista- maðurinn aftiu’ á upphafsreit en á öðrum forsendum. Það hafði svo margt verið að gerast í heiminum árin á undan, geimöld hafin með nýrri afstöðu mannsins til um- heimsins og jarðarinnar um leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.