Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hyggjast
klífa hæsta
fjall Græn-
lands
Allnokkuð hefur verið um innbrot í heimahús að undanförnu
Húseigendur gangi sem
tryggilegast frá híbýlum
ÞRIGGJA manna íslenskur leið-
angur á Gunnbjörnsfjall, sem er
hæsta fjall Grænlands 3.700 m,
hófst með því að leiðangurs-
menn flugu með skíðaflugvél að
rótum fjallsins í fyrradag.
Fjallamennirnir hyggjast einnig
klífa Einar Mikkelsen fjall sem
er hæsta ókiifna fjall landsins en
það er 3.308 metrar að hæð.
Leiðangursmenn eru Leifur
Orn Svavarsson, 32 ára jarð-
fræðingur og fjallaleiðsögumað-
ur, Guðjón Marteinsson, 34 ára
flugvirki, og Edward Mcnaugh,
29 ára grafískur hönnuður, en
allir hafa þeir áralanga reynslu
af fjallaklifri.
Gunnbjörnsíjall er ekki talið
tæknilega erfítt en gangan er
löng, að mestu leyti á skíðum, og
bratt. Síðasti spölurinn er eftir
bröttum snjóhrygg þar sem nota
þarf mannbrodda.
Einar Mikkelsen fjall er um 60
km gang frá Gunnbjörnsfjalli.
Búist er við að fjallið krefjist
erfíðs ísklifurs sem taki tvo
daga eftir að tekist hefur að
fínna bestu leiðina. Munu leið-
angursmenn ganga umhverfís
fjallið til að ákveða hvar á að
freista uppgöngu en Iitlar upp-
lýsingar eru til um fjallið.
SAMKVÆMT upplýsingum lög-
reglunnar í Reykjavík hefur að
undanfórnu verið tilkynnt um all-
nokkur innbrot í heimahús, bæði í
einbýlishús og íbúðir fjölbýlishúsa.
Maður var nýlega úrskurðaður í
gæsluvarðhald vegna gruns um að-
ild að sumum málanna. I fórum
hans fannst þýfi úr nokkram inn-
brotum og hefur því að mestu verið
komið til skila.
Tveggja annari-a manna er enn
leitað vegna þessara mála.
Aðferðir þær sem notaðar hafa
verið í framangreindum innbrotum
eru aðallega tvenns konar; læsing
er snúin í sundur eða farið er inn
um opinn glugga eða glugga, sem
spenntur hefur verið upp.
Að sögn Omars Smára Ár-
mannssonar aðstoðaiyfirlögi'eglu-
þjóns þurfa eigendur húsnæðis að
sjá til þess að rósettur um læsingar
séu ekki þynnri en þær er nemur
einum millímetra til að draga úr
líkum á innbrotum. Þá ætti fólk,
sem þarf að bregða sér af bæ, að
loka gluggum og gæta þess að á
þeim séu traust læsingajárn.
Innbrotum fækkað í Reykjavík
Omar Smári segir að tilkynntum
innbrotum á starfssvæði lögregl-
unnar í Reykjavík hafi fækkað úr
1878 árið 1996 í 1288 árið 1998.
Brotist sé inn á lokaða og læsta
staði, fyrirtæki, bíla, íbúðir, báta
og jafnvel kirkjur. Varningi sé
stolið úr verslunum og úr bílum,
reiðhjólum sé stolið á almannafæri
og þannig mætti lengi telja.
„Þjófarnir eru í fæstum tilvikum
að safna til elliáranna," segir Omar
Smári. „Þeir reyna að koma þýfinu
umsvifalaust í verð, annaðhvort í
skiptum fyrir annað, t.d. fjármuni
eða nota það sem gjaldmiðil í við-
skiptum. Stundum era kaupend-
urnir fyrirfram ákveðnir en oft eru
þeir venjulegt fólk, verktakar,
verkstæðiseigendur, verslunaraðil-
ar og aðrir einstaklingar."
Hann segir að sumir kaupi þýfi
vitandi vits, en aðrir í einfeldni
sinni og því sé hollt að hafa í huga
að kaupi fólk þýfi, sé veraleg hætta
á að góssið kunni að verða tekið
bótalaust af því aftur ef upp kemst.
„I hegningarlögunum er gert ráð
fyrir að hægt sé að refsa þeim, sem
í gáleysi kaupir eða tekur við hlut-
um sem hafa verið fengnir með
auðgunarglæp, með sektum eða
varðhaldi," segii' Ómar Smári. „Það
FYRIRTÆKIÐ Flúðasveppir ehf.
er að stækka húsnæði sitt um tæp-
lega fjórðung, en nýhafnar eru
framkvæmdir á 1.200 fermetra við-
byggingu við núverandi húsnæði.
Búist er við því að hluti byggingar-
innar verði tekinn í notkun í júlí.
Ræktunarklefamir verða stækkað-
ir þannig að framleiðslugeta fyrir-
tækisins mun aukast úr 8 tonnum
af sveppum á viku í rúmlega 10
tonn, en einnig er búist við að
fjölga þurfi starfsfólki um fjóra, úr
25 í 29.
„Við þurfum að framleiða meira
og því eram við að ráðast í þessar
endurbætur," sagði Ragnar Krist-
er nauðsynlegt að búa þannig um
hlutina að fólk standi raunveralega
frammi fyiTr þeim kosti, áður en
það kaupir þýfi, að gera það upp við
sig hvort „reyfarakaupin“ séu raun-
verulega þess virði. Þetta er eðlilegt
í ljósi þess að flestir þjófar stela á
meðan einhver vill kaupa. Auk þess
sem stolið er frá verslunar-, fyrir-
tækiseigendum og opinberam aðil-
um er almenningur ekki síður lík-
legri til að verða fómarlömb þjófa.“
Sóst eftir verkfærum
í nýbyggingar
Að undanfórnu hefur verið nokk-
uð um innbrot í nýbyggingar,
vinnuskúra og verkstæði og þjófn-
aði af vinnusvæðum. Hafa þjófarn-
ir helst verið að sækjast eftir verk-
færum og vélum, s.s. hjólsögum,
borvélum og brotvélum. Þá hafa
þeir einnig sóst eftir verkfærakist-
um og áhöldum.
Við húsleit lögreglumanna í
Reykjavík í bílskúr í austurborg-
inni fyrir síðustu helgi fundu þeir
talsvert magn af handverkfærum
og vélum.
Að sögn Ómars Smára var gran-
ur var um að þar kynni að finnast
þýfi úi' innbrotum. Þrír ungir menn
inn Kristjánsson sveppabóndi. „Við
eram að slá nokkrar flugur í einu
höggi, því við eram í leiðinni að
skipta um loftræstikerfi og tölvu-
stýrikerfi og gera ákveðnar endur-
bætur á ræktunarklefunum.
Það er verið að hanna um leið og
það er verið að byggja, þannig að
kostnaður liggur ekki fyrir, en það
fara einhverjir tugir milljóna í
þetta.“
Flúðasveppir áttu 15 ára afmæli
þann 19. mars síðastliðinn og sagði
Ragnar að markaðurinn hefði tekið
miklum breytingum frá því í upp-
hafi, en þá var ætlunin að rækta
um 500 kíló af sveppum á vikum.
vora yfirheyrðir vegna málsins og
hefur komið í ljós að um er að ræða
hluti úr a.m.k. fimm innbrotum,
sem tilkynnt hefur verið um.
I framangreindu tilviki hafði
tekist að sanna að um þýfi væri að
ræða því mörg verkfæranna voru
merkt viðkomandi fyrirtækjum eða
eigendum. Þá segir Ómar Smári að
það hafi hjálpað til að verslun, sem
selt hafði verkfæri árið 1990, hafði
skráð hjá sér númer þeirra og
geymt gögnin þannig að auðvelt
var að rekja þau til eigendanna.
Lögreglan hefur tölvufærða
munaskrá á landsvísu yfir hluti og
muni, sem tilkynntir era stolnir
eða hún hefur lagt hald á. Hjá lög-
reglunni er nú unnið að endurbót-
um á þeirri skrá þannig að mun
auðveldara verði í framtíðinni að
tengja muni í vörslu lögreglu til-
kynntum brotum eða eigendum
þeirra.
Ómar Smári segir það vera mjög
mikilvægt að eigendur muna merki
þá og skrái hjá sér heiti þeirra og
númer svo auðvelda megi lögreglu
að koma munum, sem stolið hefur
verið, til skila, t.d. á verkfærum,
vélum, myndbandstækjum, sjón-
vörpum o.fl.
Skipaðir
í háskóla-
ráð HÍ
BJÖRN Bjamason mennta-
málaráðherra hefur lögum
samkvæmt skipað tvo fulltrúa
í nýtt háskólaráð Háskóla Is-
lands til næstu tveggja ára.
Fulltrúar skipaðir af
menntamálaráðherra í há-
skólaráð HÍ era: Hörður Sig-
urgestsson, forstjóri Eim-
skipafélags Islands, aðalmað-
ur, dr. Armann Höskuldsson,
forstöðumaður Náttúrustofu
Suðurlands aðalmaður, Gunn-
ar Jóhann Birgisson hrl. vara-
maður og dr. Eyjólfur Arni
Rafnsson verkfræðingur,
varamaður.
Morgunblaðið/RAX
FJALLAMENNERNIR þrír sem ætla að klífa hæstu fjöll Grænlands. Frá
vinstri: Edward Mcnaugh, Guðjón Marteinsson og Leifiir Öm Svavarsson.
Flúðasveppir ehf.
stækka við sig
„Urskurður forvals-
nefndar siðlaus, órök-
studdur og ólögmætur“
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi greinargerð frá Stefáni
Kjærnested, framkvæmdastjóra
Atlantsskipa, vegna úrskurðar for-
valsnefndar:
,Ákvörðun forvalsnefndar utan-
ríkisráðuneytisins um meint van-
hæfi Atlantsskipa til þess að upp-
fylla kröfur um flutninga fyrir
Vamarliðið hefur komið mjög á
óvart. Ljóst er að forvalsnefnd hef-
ur með úrskurði sínum farið út fyrir
valdsvið sitt og forsendur þess að
útiloka Atlantsskip frá flutningum
fyrir Vamarliðið hafa hvorki stoð í
lögum né reglugerðum.
Atlantsskip geta
flutt tvöfalt meira magn
I fundargerð nefndarinnar eru
tilgreindar þrjár ástæður fyrir því
að útiloka Atlantsskip og allar eru
þær byggðar á afar hæpnum for-
sendum og kröfum sem ekki voru
gerðar í forvalinu. Forvalsnefnd til-
greinir að Atlantsskip hafi ekki
nægilega „varaflutningsgetu" til
þess að „bregðast við ófyrirséðum
áíollum í flutningum er tryggt geti
sjóflutninga til íslands". Staðreynd-
in er sú, að Atlantsskip hafa ekki
aðeins næga flutningsgetu til þess
að annast um flutninga fyrir Varn-
arliðið, heldur getur skip félagsins
flutt tvöfalt meira magn en samn-
ingurinn við Vamarliðið kveður á
um. í því tilviki þegar Vamarliðið
óskaði eftir aukaflutningum milli Is-
lands og Bandaríkjanna brugðust
Atlantsskip við með að taka á leigu
skip án nokkurra vandkvæða. Það
er vel þekkt meðal íslenskra skipa-
félaga, sem og skipafélaga um allan
heim, að taka skip á leigu við sér-
stakar aðstæður. Félagið hefur því
ekki einungis næga flutningsgetu,
heldur langt umfram fyrirséðar
þarfir Varnarliðsins.
íslensk stjóm og stjómendur
Forvalsnefnd telur að Atlantsskip
hafi ekki þau „tengsl við Island sem
nauðsynleg eru til að inna af hendi
sjóflutninga fyrir Vamarliðið með
fullnægjandi hætti“. Þessi staðhæf-
ing er sérkennileg í meira lagi. Atl-
antsskip er íslenskt skipafélag sem
uppfylir öll skilyrði íslenskra laga
um hlutafélög, þar með talin skrán-
ing félagsins og kröfur sem gerðar
era um stjóm og stjórnendur. Fjár-
hagsstaða Atlantsskipa er sterk.
Eiginfjárhlutfall Atlantsskipa er yf-
ir 80% og á þessu ári er félagið þeg-
ar farið að skila hagnaði. Atlants-
skip er í eigu íslenskra ríkisborgara
að helmingi. Stjórnarformaður fé-
lagsins, Símon Kjæmested, fer með
meirihluta í stjóm.
Sterk fjárhagsstaða
Atlantsskipa
Undarleg er staðhæfing forvals-
nefndar þess efnis að fjárhagsstað-
an sé veik og tilgreint að félagið hafi
verið rekið með 10% halla á síðast-
liðnu ári og_ hafi litla reynslu af
flutningum. Á síðastliðnu ári hafði
félagið tekjur í aðeins tvo mánuði og
allur stofnkostnaður var gjaldfærð-
ur. Félagið hefur samning um flutn-
inga fyrir Varnarliðið í tvö ár með
möguleika á framlengingu til
þriggja ára til viðbótar. Það sem af
er þessu ári hefur félagið verið rek-
ið með hagnaði og starfsfólk þess
býr yfir víðtækri reynslu á sviði
skipaflutninga og annarri verktöku
fyrir Varnarliðið til margra ára.
Flutningar hafa gengið mjög vel
það sem af er árinu og allar áætlan-
ir staðist. Samstarfið við Varnarlið-
ið hefur gengið vel.
Atlantsskip veita
harða samkeppni
Atlantsskip halda uppi siglingum
milli íslands og Bandaríkjanna á 12
daga fresti. Félagið býður allt að
67% lægri farmgjöld en önnur félög
milli íslands og Ameríku á almenn-
um markaði og stuðlar þannig að
samkeppni á hafinu, að ekki sé talað
um lægra vöruverði á Islandi. Það
er illskiljanlegt að íslensk stjórn-
völd hafi uppi tilburði til þess að
bregða fæti fyrir hið unga skipafé-
lag, þó ekki komi það á óvart ef mið
er tekið af fyrrþafskiptum stjórn-
valda af málinu. í gildi er samning-
ur Atlantsskipa við flutningadeild
bandaríska hersins. Atlantsskip
hafa uppfyllt öll ákvæði samnings-
ins og átt mjög ánægjulegt sam-
starf við hina bandarísku aðila. Fé-
lagið mun kappkosta að halda sama
kúrs.
Nefndin fer út
fyrir valdsvið sitt
Lögmaður Atlantsskipa hefur
fengið í hendur fundargerð forvals-
nefndar, sem er í hæsta máta ófull-
nægjandi. Lögmaðurinn fór fram á
rökstuðning nefndarinnar en fékk
einungis bókun af nefndarfundi, þar
sem enginn lögformlegur rökstuðn-
ingur er fyrir úrskurði nefndarinn-
ar. Synjunin er órökstudd, órétt-
mæt og ólögmæt. Nefndin fer út
fyrir valdsvið sitt og dylgjar í garð
Átlantsskipa. Það má leiða að þvi
sterkar líkur að nefndin hafi ekki
lögsögu í málinu. Samningur Atl-
antsskipa er við flutningsdeild
bandaríska hersins vestanhafs, en
ekki Varnarliðið. Stjórnendur Atl-
antsskipa munu leita réttar síns
innan stjórnsýslunnar og íhuga að
skjóta útskurði nefndarinnar til
Samkeppnisstofnunar.“
|
I
f
I
I '