Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 20

Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tónlistarskólinn á Akureyri Byggingaframkvæmdir samþykktar á umdeildu svæði Fjöldi tónleika TVENNIR tónleikar verða á vegum Tónlistarskólans á Akureyri í dag, fímmtudaginn 13. maí. Hinir fyrri verða í blómaskálanum Vín kl. 14.30 þar sem Suzuki-nemendur leika fyrir gesti. Síðar um daginn, eða kl. 16, verða tónleikar alþýðutónlistardeild- ar í veitingahúsinu Græna hattinum. Þrennir tónleikar verða á laugar- dag, 15. maí í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Þeir fyrstu verða kl. 14, en það eru tónleikar Vilhjálms Inga Sigurðarsonar sem er að ljúka 8. stigi í trompetleik. Vortónleikar yngri nemenda skólans verða kl. 16 og eldri nemendur efna til vortón- leika kl. 18. Tvennir útskriftartónleikar verða í Safnaðarheimilinu á sunnudag, en söngdeild skólans mun útskrifa tvo nemendur með 8. stig, þær Bjar- keyju Sigurðardóttur og Sigrúnu Arngrímsdóttur. Tónleikar Bjar- keyjar verða kl. 17 á sunnudag og Sigrúnar kl. 18. Slagverksdeild skólans heldur tón- leika að Hólum, sal Menntaskólans á Akureyri kl. 14 á sunnudag, 16. maí. Bæjarráð um kjaradeilu tónlistarskólakennara Viðræðum slitið BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um kjaradeilu við kennara Tónlistarskólans á Akur- eyri. Lítur bæjarráð svo á að túlka verði samþykkt kennarafundar tón- listarskólans frá því í liðinni viku á þann veg að þeim viðræðum hafi ver- ið slitið sem í gangi voru um þetta mál milli kennara skólans og kjara- nefndar bæjarins. Fundur kennara, sem haldinn var siðastliðinn fóstu- dag, hafnaði því sem hann nefndi „smánarlegt tilboð" kjaranefndar en kennarar telja engin rök réttlæta að tónlistarkennarar njóti ekki sömu kjara og aðrir í kennarastétt Málþing Kynning á lokaverkefnum hjúkrunarfræðinema við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri mánudaginn 17. maí 1999 í Oddfellowhúsinu Akureyri. 13.00 Setning: Elsa B. Friðfinnsdóttir, lektor og settur forstöðumað- ur heilbrigðisdeildar HA. 13.05 Stuðningur við foreldra andvana fæddra barna - Hrafnhildur Rós Gunnarsdóttir og Magna Lilja Magnadóttir. 13.20 Stuðningur/stuðningsleysi við aðstandendur iangveikra barna Friðgerður Ólöf Jóhannsdóttir. 13.35 Rannsóknaráætlun: Viðhorf hjúkrunarfræðinga til eigin þekk- ingar og hæfni i endurlífgun - Jóhanna Júlíusdóttir. 13.50 Leikir og leikmeðferð barna - Nína Hrönn Gunnarsdóttir. 14.05 Hlé. 14.10 Spegill, spegill herm þú mér: Notkun speglunar f hjúkrun - Helgi Þór Gunnarsson og Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir. 14.25 Karlmenn og ófrjósemisaðgerðir - Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir. 14.40 Frjósemi - frjósemisvitund - Friðrikka Jóhanna Jakobsdóttir. 14.55 Hlé: Hollt og gott fyrir sál og líkama. 15.15 Fræðsluþarfir þungaðra unglingsstúlkna - Hrafnhildur Gríms- dóttir og Hrafnhildur Ólafsdóttir. 15.30 Fræðsluþarfir og líðan feðra á barneignatímabilinu - Aðal björg Albertsdóttir og Fjóla Sveinmarsdóttir. 15.45 Að hika er sama og tapa: Viðhorf og líðan kvenna í tengslum við leghálskrabbamein og krabbameinsskoðun - Halldóra Karlsdóttir og Jenný Guðmundsdóttir. 16.00 Hlé. 16.05 Bak við luktar dyr: Reynsla hjúkrunarfræðinga á Norðurlandi af ofbeldi gegn öldruðum - Brynhildur Smáradóttir, Erla Guðlaug Sigurðardóttir og Helga Sif Friðjónsdóttir. 16.25 Örvun meðvitundarlausra - Elín Hjaltalín Jóhannesdóttir. 16.40 Starfsaðlögun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga: Áhrif á festu í starfi - Eyrún Ólafsdóttir. 16.55 Ráðstefnuslit. Veggspjöld: Rannsóknaráætlun, þekking og endurmenntun hjúkrunar- fræðinga í endurlífgun - Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir. Fræðsla um næringu til verðandi mæðra - Guðrún Valdimarsdóttir. Málþingsstjóri: Sigfríður Inga Karlsdóttir lektor. Allir hjartanlega velkomnir - aðgangurókeypis - Málið verður kært til úrskurðarnefndar MEIRIHLUTI skipulagsnefndai- Akureyrar samþykkti á fundi sín- um í vikunni tillögu þess efnis að leyfa byggingu tveggja 5 hæða íbúðarhúsa með lyftu og bílakjall- ara, vestan Mýrarvegar og norðan Akurgerðis, með alls um 30 íbúð- um. Vilborg Gunnarsdóttir, for- maður skipulagsnefndar, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Ibúar í næsta nágrenni við bygg- ingarsvæðið hafa haft uppi hávær mótmæli gagnvart fyrirhuguðum framkvæmdum og m.a. átt viðræð- ur við bæjaryfirvöld vegna málsins. Tryggvi Þór Haraldsson, íbúi í Kotárgerði, sagði að ef tillaga meirihluta skipulagsnefndar yrði samþykkt í bæjarstjóm, væri eini möguleiki íbúanna að kæra málið til úrskurðarnefndar skipulags- mála, „og við munum gera það. Það er mikil óánægja meðal íbúa með þessa hæð húsanna en flestir eru þeir tilbúnir að sættast á að þama verði byggð hús til samræmis við önnur hús á svæðinu, tveggja til þriggja hæða. Aðrir íbúar era al- farið á móti því að þama verði byggt nokkuð“, sagði Tryggvi Þór. fbúðir fyrir fullorðið fólk Ámi Ólafsson skipulagsstjóri sagði að tillagan sem samþykkt var væri í meginatriðum eins og aug- lýst var upphaflega en um er að ræða breytingu á deiliskipulagi. Hins vegar vom í upphafi hug- myndir um að byggja 7 hæða hús og talsvert sunnar. „Það hafa ýms- ar lagfæringar verið gerðar, húsin lækkuð, bilið milli þeirra breikkað og tillögum um bílastæði frá því sem auglýst var verið breytt. Það era ekki bílastæði við Mýrarveg lengur, heldur inni á lóð og þá er megnið af bílastæðunum í bílakjall- ara neðan jarðar.“ Árni sagði að meginþorri íbúa á svæðinu hefði sent frá sér harðorð- ar athugasemdir við þessar hug- myndir og að margar þeirra væra vissulega réttmætar, enda um að ræða miklar breytingar. „Nefndin velur hins vegar þá hagsmuni þyngra að gera búsetumöguleika í hverfinu fjölbreyttari og verða við óskum um sérhæfðar íbúðir fyrir fullorðið fólk.“ AKO/PLASTOS augiýsti eftir starfsfólki Tæplega 90 um- sóknir bárust GÍFURLEGUR áhugi er fyrir störfum hjá AKO/PLASTOS á Akureyri. Fyrirtækið auglýsti ný- lega eftir fólki til starfa í nýjum framleiðsludeildum í bænum og bárust tæplega 90 umsóknir. Her- mann Herbertsson aðstoðarfram- leiðslustjóri sagði þennan mikla áhuga mun meiri en hann hefði gert ráð fyrir. Hermann sagði stefnt að því að ráða 4-5 starfsmenn strax en þeim myndi svo fjölga enn frekar næsta haust. Hann sagði að tæplega helm- ingur starfsumsóknanna væri frá fólki sem þegar væri í fastri vinnu en vildi breyta til. Umsækjendur era á besta aldri, af báðum kynjum og búa á Akureyri og í næsta ná- grenni bæjarins. AKO/PLASTOS, sem varð til við sameiningu Akoplasts á Akureyri og Plastos-umbúða í Garðabæ, er að flytja framleiðsludeildir fyrir- tækisins frá Garðabæ til Akureyr- ar og hefur komið fram í máli for- svarsmanna fyrirtækisins að við það muni störfum í bænum fjölga um 50. Fyrirtækið hefur keypt SUMAR ’99 er yfirskrift sýningar sem verður í íþróttahöllinni á Akur- eyri um helgina, eða dagana 15. og 16. maí. Sýningin verður opin frá kl. 11 til 17 báða dagana. Á sýningunni kennir margra grasa, en aðaláherslan er lögð á ým- islegt það sem viðkemur sumrinu eins og nafnið bendir til. Tvö bfla- umboð sýna, Hekla og Honda, þá verða fellihýsi, tjaldvagnar og upp- sett tjöld á sýningarsvæðinu. Útivi- starfatnaður, garðáhöld og garðhús- FÉLAGAR í unglingadeildum Slysavamafélagsins á Dalvík og á Árskógsströnd ætla að dvelja í gúmmíbjörgunarbáti í einn sólar- hring utan við höfnina á Dalvík, frá nk. fóstudegi til laugardags. Tilgangurinn er að safna pening- húsnæði Rafveitu Akureyrar við Þórsstíg, þar sem starfsemin verð- ur í framtíðinni öll undir sama þaki. 2.000 fermetra viðbygging Húsnæði Rafveitunnar er um 1.800 fermetrar að stærð og hefur AKO/PLASTOS þegar fengið hluta þess afhent. Innan skamms verður íyrirtækið komið með allt húsnæðið undir starfsemi sína nema skrif- stofuhúsnæðið. í næsta mánuði er svo stefnt að því að hefja fram- kvæmdir við 2.000 fermetra við- byggingu, sem tilbúin verður í haust. Ráðgert er að lokið verði við flutning framleiðslusviðsins norður fyrir næstu áramót. AKO/PLASTOS auglýsti jafn- framt eftir íbúðum til leigu í bænum eða næsta nágrenni fyrir þá starfs- menn og fjölskyldur þeirra sem eru að flytja til bæjarins. Lítil viðbrögð urðu við þeirri auglýsingu og fyrir- tækið hafði ekki erindi sem erfiði. Það má því ætla að ekki sé mikið um lausar íbúðir á leigumarkaðnum. gögn, fjórhjól og grill af margvís- legu tagi verða einnig sýnd. Vörar verða kynntar og gestum gefst kostur á að bragða á góðgæti. Krakkahorn verður á sýningar- svæðinu þar sem boðið verður upp á bamapössun og afþreyingu fyrir yngstu gestina sem einnig geta tek- ið þátt í teiknimyndasamkeppni. Gestir geta tekið þátt í getraun þar sem vegleg verðlaun era í boði. Að- gangur að sýningunni er ókeypis og eru allir velkomnir. um í ferðasjóð vegna fyrirhugaðrar ferðar á landsmót unglingadeilda björgunarsveita í sumar. Alls taka um 20 ungmenni þátt í verkefninu en ekki er ætlunin að hópurinn dvelji allur um borð í einu, heldur munu ungmennin skiptast á. Tónlistarskóli Eyjafjarðar Vortón- leikar VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Eyjafjarðar era nú að hefjast en þeir verða sjö talsins á þremur stöðum, í Þelamerkurskóla, á Grenivík og í Freyvangi. Tvennir tónleikar verða í Frey- vangi vegna fjölda nemenda í Eyja- fjarðarsveit, hinir fyrri vora í gær- kvöld, en þeir seinni verða á laugar- dag, 15. maí kl. 14 þar sem yngri nemendur koma fram. Tónleikarnir á Grenivík verða fóstudagskvöldið 14. maí í Gamla skólahúsinu og hefj- ast þeir kl. 20.30. Tónleikamir í Þelamerkurskóla verða kl. 11 á laug- ardag, 15. maí. Skólaslit verða í Möðruvallakirkju í Hörgárdal fóstudagskvöldið 21. maí næstkomandi. Þar verða prófskír- teini afhent og tónlistaratriði flutt. -------------- Þroskahjáip á Norðurlandi eystra Fundur um atferlismótun FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra verður á Fosshóteli KEA á sunnu- dag, 16. maí, frá kl. 11 til 14. Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræð- ingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fjallar um atferlismótun ein- hverfra og bama með skyldar þroskahamlanir. Sigríður Magnús- dóttir foreldri segir frá reynslu sinni af því að vinna með barn sitt í atferl- ismótum. Að lokum verða fyrir- spurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn og er þátttökugjald 1.000 krónur, léttur hádegisverður er innifalinn. -----♦-♦-♦---- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Kyrrðar- og fyrirbænastund fellur niður í dag, uppstigningardag. Guðsþjónusta verður kl. 14. Kór aldraðra syngur undir stjóm Guðjóns Pálssonar. Sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup predikar. Sóknarnefnd býður eldri borgurum til kaffiveitinga í Safnaðar- heimili eftir guðsþjónustu. Rúta fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð og Kjarnalundi. GLERARKIRKJA: Messa í dag, uppstigningardag, kl. 14 á degi aldr- aðra. Sr. Om Friðriksson, fyrrver- andi prófastur, predikar. Kirlg'ukaffí verður í safnaðarsal að messu lokinni. Kór Glerárkirkju gleður kirkjugesti með léttum söng í kirkjukaffinu. LAUFÁSPRSTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 16. maí kl. 21. Sýning í íþróttahöllinni Sumar ’99 Fjársöfnun á Dalvík I björgunarbáti í sólarhring

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.