Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ ÚR VERINU Fiskréttarverksmiðja á Rifí Tekur til starfa í haust FYRIRHUGUÐ er stofnun fiskrétt- averksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi og er áætlað að framleiðsla hefjist í verksmiðjunni í haust. Stofnað hefur verið félag um rekstur verksmiðj- unnar og er nú unnið að frekari und- irbúningi. Að stofnun verksmiðjunnar standa Humall ehf., Frostfiskur ehf., Klumba ehf. og Hraðfrystihús Hell- issands. Þegar hafa verið fest kaup á húsnæði á Rifi sem hýsa mun starf- semina. Afkastar 5-7 tonnum á dag Humall ehf. hefur framleitt til- búna fískrétti í 20 ár og segir Bjami Bærings, framkvæmdastjóri og aðal- eigandi fyrirtækisins, að með stofn- un fiskréttaverksmiðjunnar sé fyrir- tækið að færa út kvíamar. Verk- smiðjan muni taka við rekstri Humals ehf. og halda áfram þeirri framleiðslu sem Humall hafi staðið að undanfarin ár, auk þess sem áhersla verði lögð á frekari þróun fiskrétta. Hann segir að miðað við þær áætlanir sem uppi séu muni af- köst verksmiðjunnar verða veruleg, líklega um 5 til 7 tonn af tilbúnum fiskréttum á dag og hún verði vænt- anlega komin í full afköst næsta haust. Bjami segir verksmiðjunni hafa verið valinn staður við Breiða- fjörð vegna góðs aðgengis að hráefn- is til framleiðslunnar. „Þar kemur fiskurinn að landi ferskastur og best- ur,“ segir Bjarni. Með fullfermi eftir þrjá daga ISFISKTOGARARNIR Haraldur Böðvarsson AK og Sveinn Jónsson KE fengu sín 100 tonnin hvor af þorski og vom á leið til Akraness í gær eftir þriggja daga túr. Sturlaugur Sturlaugsson, útgerð- arstjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf., sagði að bátar fyrirtækisins hefðu verið fengsælir að undan- förnu því auk fyrrnefndra togara hefði gengið vel hjá öðrum. „Við er- um að landa úthafskarfa úr frysti- skipinu Höfrungi 111 og er aflaverð- mætið um 60 milljónir króna eftir þriggja vikna túr á Reykjanes- hryggnum. Jón Gunnlaugs hefur verið á fiskitrolli og gengið mjög vel en hann var í sama mokinu í þorsk- inum sem ísfisktogararnir komust nú í.“ Morgunblaðið/Sigurgeir GULLBERG VE kemur til Vestmannaeyja í fyrsta sinn en skipið fer væntanlega á sfldveiðar um helgina. Keypt vegiia kolmunna- veiða en byrjar á síldinni GULLBERG VE 292 kom til Vest- mannaeyja í fyrsta sinn í fyrradag og er gert ráð fyrir að skipið fari á síldveiðar um helgina. Ufsaberg ehf., útgerðarfyrirtæki skipsins, á fyrir skip með sama nafni sem til stendur að selja en nýja skipið er það þriðja sem útgerðin eignast. Að sögn Eh'nborgar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Ufsabergs, var nýja skipið keypt í Noregi en það var SHHSjg I mm Auglýsendur! Laugardaginn fyrir hvítasunnu mun Morgunblaðið gefa út blaðauka sem heitir Garðurinn og verður gefinn út í miðformsstærð. Meðal efnis: • Skipulag garðsins • Sólpailar og verandir • Tré, runnar, blóm og matjurtir • Sáning, umhirða og klipping • Leiðir til að halda illgresi í skef|um • Vinnuaðstaða garðáhuga- mannsins • Lýsing I garði • Sólstofur • Viðhald garðhúsgagna • Vistvæn garðyrkja • Hellulagnir • O.fl. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. Skilafrestur auglýsingapantana ertil kl. 16 föstudaginn 14. maí. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is smíðað 1988 og burðargeta þess er milli 1.200 og 1.300 tonn. Gamla Gull- bergið, sem var smíðað fyrir útgerð- ina 1974 og hefur verið mikið endur- nýjað síðan, var á loðnu í vetur en fyrst og fremst á að gera nýja skipið út á síld, loðnu og kolmunna. Kvót- inn á loðnunni var um 22.000 tonn á liðinni vertíð en skipið fékk úthlutað 3.440 tonnum úr norsk-íslenska síld- arstofninum á nýhafinni vertíð. „Gamla skipið var ekki nógu öfl- ugt til að fara í kolmunnann en það er það sem allir mæna á í dag,“ sagði Elínborg. „Þess vegna var þetta skip keypt því það er með mjög öflugar vélar en sennilega byrjar það á síldinni um eða upp úr helgi. Vonandi er sfldin fundin og gangi sæmilega verður hún fljót- tekin því kvótinn er ekki það mik- ill.“ I Sfldarsmuguna af kolmunnaveiðum ELLIÐIAK var rétt ókominn á sfld- armiðin í gær eftir að hafa verið á kolmunnaveiðum milli Færeyja og Skotlands að undanfömu og senni- lega fer Bjarni Ólafsson AK líka í Síldarsmuguna í næsta túr en hann er væntanlega á landleið með um 500 tonn af kolmunna. „Það er kaldaskítur og leiðinlegt að eiga við þetta,“ sagði Runólfur Run- ólfsson, skipstjóri á Bjama Ólafssyni, við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist vera kominn með um 500 tonn í þremur hölum og allt benti til að veið- in yrði ekki öllu meiri þar sem stefnt væri að því að fara í Sfldarsmuguna eftir að hafa landað því sem komið væri, væntanlega á Seyðisfirði. Óli í Sandgerði AK fékk um 250 tonn í einu hali í fyrradag, Hákon SU var kominn með milli 400 og 500 tonn og Sighvatur Bjarnason VE um 300 tonn en Sveinn Benediktsson SU var nýkominn á miðin. 5,6% fíta í sfldinni SAMKVÆMT niðurstöðum mælinga í gær er fituinnihald fyrstu sfldarinn- ar, sem barst á land í gær og fyrra- dag úr Sfldarsmugunni, 5,6% en þurrefnið um 17 til 18%. Að sögn Magnúsar Bjamasonar, fram- kvæmdastjóra Hraðfrystihúss Eski- Qarðar, er þetta á svipuðum nótum og í fyrstu sfldarförmunum í fyrra. „Þetta er heldur lágt en lagast ört eftir því sem á líður og upp úr miðj- um júní má gera ráð fyrir að fitan verði 16 til 18%.“ Emil Thorarensen útgerðarstjóri steikti sér sfld í hádegismat og sagði að hún hefði verið mjög góð. „Það er synd að hún skuli þurfa að fara í bræðslu," sagði hann. Samningur um fískveiðar í Barentshafí Samningurinn undirritaður ÞRÍHLIÐA samningur íslands, Noregs og Rússlands um fiskveiði- heimildir í Barentshafi verður að öllum líkindum undirritaður í Pét- ursborg á laugardag á samstarfs- fundi utanríkisráðherra Norður- landanna, Eystrasaltsríkjanna og Rússlands. Samningurinn öðlast hinsvegar ekki gildi fyrr en þjóð- þing landanna hafa samþykkt hann. Gert er ráð fyrir að Alþingi samþykki samninginn þegar þingið kemur saman í júní og sömuleiðis er búist við að norska stórþingið samþykki samninginn innan skamms. Ekki er talið að bera þurfi samninginn undir rússnesku Dúmuna, heldur nægi að ríkis- stjóm Rússlands staðfesti hann. Hjá Fiskistofu er nú unnið að út- hlutun þorskaflahlutdeildar til ís- lenskra fiskiskipa í Barentshafi. Samkvæmt reglugerð sem sjávarút- vegsráðuneytið gaf út sl. mánudag verður heimildum úthlutað til skipa á grundvelli veiðireynslu þeirra í þorski miðað við þrjú bestu ár þeirra á undangengnum sex árum, frá og með árinu 1993 að telja. Fiskistofu ber, samkvæmt reglu- gerðinni, að senda útgerðum þeirra skipa sem veiðireynslu hafa tilkynn- ingu um hver afli skipsins hefur verið á viðmiðunarárunum. Utgerð- ir hafa síðan frest til 15. júní nk. til að koma athugasemdum á framfæri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.