Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 63

Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 63 UMRÆÐAN 20% grunnskólanema í Reykjavík án tann- læknisþj ónustu MEÐ breytingu á lögum um almanna- tryggingar 1992 og 1993 var forráðamönn- um gert skylt að greiða hluta tannlæknakostn- aðar vegna grunnskóla- nemenda, en skóla- tannlækningar höfðu áður verið þeim að kostnaðarlausu. Jafn- framt var sett reglu- gerð um að sjúkra- tryggð börn og ung- lingar, 16 ára og yngri, skyldu hafa einn ábyrgðartannlækni og greiðslur sjúkratrygg- inga fyrir almennar tannlækningar takmarkast við að ábyrgðartannlæknir viðkomandi barns eða unglings hafí unnið tann- læknisverkið. Frá 1. september 1993 varð því sú breyting á starf- semi skólatannlækna í Reykjavík að einungis þeir nemendur sem óskað hafði verið eftir að fengju þjónustu Skólatannlækninga Reykjavíkur voru kallaðir inn til skoðunar. Áður höfðu allir grunnskólanemar í Reykjavík verið skoðaðir af skóla- tannlækni minnst einu sinni á ári. Sá tannlæknir sem undrritaði fyrsta reikning til Tryggingastofnunar vegna tannviðgerða einstaklings eftir 1. sept. varð sjálfvirkt skráður ábyrgðar-tannlæknir þess einstak- lings, óháð því hvort um bráðahjálp eða fullnaðartannviðgerð var að ræða. Og dæmi voru um að tann- læknar vissu ekki um sína skjól- stæðinga. Kannað var hjá Tryggingastofn- un ríkisins tveimur árum eftir breytinguna hverjir grunnskóla- nema hefðu fengið endurgreidda reikninga frá einkatannlæknum, einn eða fleiri, og þar með skráðan ábyrgðartannlækni. Við samanburð á lista yfir þá nemendur sem skóla- tannlæknar sinntu kom í ljós að um fimmtungur grunnskólanema í Reykjavík, alls 2.800 böm og ung- lingar, hafði enga tannlæknisþjón- ustu fengið þetta tíma- bil. Seinni kannanir staðfestu þá tölu. Skólatannlækningar hafa verið stundaðár í Reykjavík frá 1922 sem liður í heilsugæslu skólabama. Vegna tannlæknaskorts urðu þó tannviðgerðir lengi vel færri en svo að full- nægðu þörfum, of margar tennur voru dregnar úr og fyrir- byggjandi aðgerðir vom í lágmarki. Það var fyrst eftir 1980 að skólatannlæknar náðu yfirhendinni í barátt- unni gegn tannskemmdum, holur vom fylltar og fáar tennur voru dregnar úr. Nú gátu skólatannlæknar snúið sér í auknum mæli að fyrirbyggj- Tannlækningar Skólatannlækningar, segir Stefán Yngvi Finnbogason, eru hluti af heilsuvernd í skólum. andi aðgerðum, skorufyllum og flú- orlökkun. Eftir þetta dró mjög hratt úr tannskemmdum og fylling- um fækkaði. Árið 1992, síðasta árið sem skóla- tannlæknar skoðuðu öll skólaböm, vom 20% grannskólanema í Reykjavík með allar tennur heilar og óviðgerðar en tíu ámm áður taldi þessi hópur innan við 3%. Nú er að- eins vitað um tannástand þeirra barna sem em undir eftirliti skóla- tannlækna, því engar skýrslur em gerðar um þá nemendur sem ganga til einkatannlækna. Aðalstarf skólatannlæknis er nú eftirlit og fyrirbyggjandi aðgerðir, en var tannfylling og tannúrdráttur fyrir tuttugu ámm. í starfsreglum um Skólatannlækningar Reykjavík- ur sem giltu fyrir 1. sept. 1993 seg- ir: „Allir nemendur grannskólanna skulu skoðaðir af skólatannlækni minnst einu sinni á ári. Mæti bam ekki til tannskoðunar eða tannvið- gerðar þegar því ber skal með að- stoð skólahjúkmnarfræðings og/eða kennara leita orsakanna og ráða bót á.“ Eftir síðustu breytingar á lögum um almannatryggingar geta þessar starfsreglur ekki gilt og viss hópur lendir utanveltu. Heilsuvemd í grunnskólum er ásamt ungbarnaeftirliti og mæðra- vernd undirstöðuþáttur í heilbrigð- iskerfi hverrar þjóðar. Heilsugæsla í skólum hefur verið lögbundin hér á landi síðan snemma á öldinni. Læknir skoðar vissa ald- urshópa, mæld er hæð og þyngd, sjón og heym prófuð, gert er berklapróf og bólusett gegn mænu- sótt og rauðum hundum. Áherslur hafa breyst þar með árunum án þess að dregið hafi verið úr þjón- ustu. Lögð er aukin áhersla á að sinna bömum sem era í áhættuhópi vegna llkamlegra, andlegra og fé- lagslegra vandamála, eins og segir í starfsreglum frá Landlæknisemb- ættinu. Engum dettur í hug að inn- heimt verði gjald fyrir heilsuvernd í skólum. Skólatannlækningar era hluti af heilsuvernd í skólum. Þeirra hlut- verk er eftirlit með tannheilsu og tannþroska barnanna, fyrirbyggj- andi aðgerðir og ekki síst að finna áhættueinstaklinga sem þurfa á aukinni tanngæslu að halda. Gjaldtaka í skólatannlækningum mglar það skipulag sem komið var á, dregur úr þjónustunni og stjakar til hliðar þeim börnum sem ef til vill þurfa mest á þjónustunni að halda. Höfundur er yfirskdlatannlæknir í Reykjavík, sérfræðingur í bamatannlækningum. Opið hús í dag! Til söiu björt og falleg 107 fm efri sérhæð í þessu húsi. Sérinngangur. Parket á gólf- um, endurnýjað baðherbergi og eldhús. Stórar og góðar stofur með svölum í suður. Góð staðsetning. Áhv. 6,0 millj. Verð 11,9 millj. Marinó og Harpa taka á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16. Gimli fasteignasala, Þórsgötu 26, s. 552 5099. SUMARFATNAÐUR sá ✓ *# ** áé oJLMJaA oXÁMA, SÍMI 553 3366 G L Æ S I B Æ Falle?ri höð. hár o? ne?lur Ef þú vilt bæta húð þína, hár og neglur reyndu þá Silica Forte - þú finnur stóran mun eftir 3 til 6 mánuði! C O S M E T I C f* ' * BÆTT MEÐ O VÍTAMÍNI Kísill (Silica) er eitt mikilvægasta steinefnið fyrir líkamann. Hann fyrirfinnst meðal annars í elftingu og kísilþörungum. Silica Forte inniheldur einstakt kísilþykkni sem er mjög auðugt af flavóníðum. kynningarafsláttur dagana 13.-22. mai dlsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri ’r 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.