Morgunblaðið - 20.05.1999, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 20.05.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 59 t Endurgreiðsla á tannlæknakostnaði fatlaðra og langveikra barna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Landssamtökunum Þroskahjálp: „Aö undanfömu hafa staðið yfir deilur vegna þátttöku Trygginga- stofnunar ríkisins í kostnaði við tannlækningar fatlaðra bama. Af þvl tilefni vilja Landssamtökin Þroskahjálp taka fram eftirfarandi í reglum um kostnað við tann- lækningar vegna alvarlegra afleið- inga fæðingargalla, sjúkdóma og slysa frá 1996 var að finna ákvæði um að stofnunin skuli greiða 90% tannlæknakostnaðar þeirra barna sem skilgreind hafa verið fötluð eða langveik og falla undir 1. og 2. flokk reglugerðar um umönnunar- bætur. Við endurskoðun á reglun- um um síðustu áramót var börnum sem fá umönnunarbætur skv. 3. flokki bætt í hóp þeirra sem fá 90% endurgreiðslu tannlækna-kostnað- ar þannig að nokkur fjölgun var á þeim sem njóta þessa réttar. Sam- kvæmt sömu reglum greiðir Tryggingastofnun einnig 90% tannlæknakostnaðar þeirra þroskaheftra 17 ára og eldri sem búa á vistheimilum eða sambýlum. Þátttaka Tryggingastofnunar í tannlæknakostnaði án umsóknar takmarkast við kr. 30.000 á ári. Ekki eru aðrar takmarkanir á greiðslunum, hvorki er varðar flú- ormeðferð né aðrar forvarnir og tekið skal fram að Þroskahjálp veit ekki um dæmi þess að umsóknum vegna endurgreiðslu á kostnaði yf- ir kr. 30.000 hafi verið hafnað. Athygli Landssamtakanna Þroskahjálpar var vakin á því fyrir nokkru að Tryggingastofnun hefði hafnað greiðslum á tilteknum reikn- ingum og að það væri ekki í sam- ræmi við áðurnefndar reglur. Sam- tökin óskuðu skýringa frá Trygg- ingastofnun vegna þessa og trygg- ingayfirtannlæknir upplýsti að greiðslur á tannlæknakostnaði þessa hóps væru samkvæmt settum lögum og reglum enda hefði það aldrei vakað fyrir stofnuninni að skerða réttindi eða þjónustu fatl- aðra bama. Samtökin fengu síðar til athugunar nokkra reikninga frá tannlæknum sem Tryggingastofnun hafði hafnað greiðslu á og er nánari upplýsinga var óskað frá stofnun- inni kom fram bæði frá trygginga- yfirtannlækni og hjá lögfræðingi sjúkratryggingadeildar TR að svo virtist sem mistök hefðu verið gerð og reikningum frá tannlæknum hafnað sem stofnunin hefði með réttu lagi átt að greiða og að það yrði kannað þá þegar og leiðrétting- ar gerðar. Landsamtökin Þroskahjálp fengu síðar skýrslu Trygginga- stofnunar um ítarlega athugun á afgreiðslu reikninga vegna tann- læknakostnaðar 913 fatlaðra og langveikra barna frá upphafi árs 1997. I skýrslunni kemur fram að afgreiðsla Tryggingastofnunar á þessum reikningum var samkvæmt settum reglum með örfáum undan- tekningum og var niðurstaða at- hugunarinnar sú að mistök við af- greiðslu umræddra reikninga voru langtum færri en óttast var í upp- hafi. Þess ber þó að geta að sam- tökunum er kunnugt um nokkra reikninga sem var hafnað við fram- vísun tannlækna og eru enn í þeirra vörslu en ekkert er nú til fyrirstöðu að þeir verði greiddir. Einnig kann það að hafa gerst að tannlæknar hafi hagað meðferð með öðrum hætti vegna þess að þeir töldu að forvarnaliðir fatlaðra barna færu eftir ákvæðum al- mennrar reglugerðar. Á fundi Þroskahjálpar og Tryggingastofn- unar var það sameiginlegt mat að- ila að fara þyrfti yfir verklagsregl- ur Tryggingastofnunar til að tryggja en betur örugga og rétta afgreiðslu reikninga vegna tann- læknakostnaðar fatlaðra og einnig að nauðsynlegt væri að endurskoða reglur um þessar greiðslur. Landssamtökin hafa bent á tvennt sem breyta þyrfti. Annars vegar að afnema úr reglum það há- mark sem sett er á greiðslur án sérstakrar umsóknar og hins vegar að 90% endurgreiðslur verði óháð- ar búsetu þannig að þeir sem eru eldri en 16 ára og búa utan sam- býla og vistheimila eigi einnig þennan rétt. Landssamtökin Þroskahjálp vita ekki til þess að nokkur atriði hvað varðar endurgreiðslu tannlækna- kostnaðar fatlaðra barna séu nú óljós og deila sú sem uppi hefur ver- ið hljóti því að vera úr sögunni. Samtökin munu síðar taka upp við- ræður við Tryggingastofnun um breytingar á reglum þessum.“ UNDIR- FATALÍNA Wg/l p 1 gjg m » j ■pg§ ■ %:?;j Dýnur sem eru tilvaldar í bústaðinn, tjaldið eða tjaldvagninn. i SVAMPDÝNUR 25% afsl. 70x200x12 EGGJABAKKADÝNUR 5,700 kr. - margar stærðir verfl frá. 2.100 kr BREIÐASTA OG MÝKSTA Sérstakt kynningarverð Á VIÐARRÚMUM RAFMAGNS- RÚMB0TNAR FJAÐRADÝNUR SVEFNHERBERGIS- HÚSGÖGN TILB0Ð GESTADÝNUR 190x70x9 m/áklæði 3,800 kr. SÉRVINNUM ÚR SVAMPI pullur, púða o.fl. ÚRVAL LANDSINS AF DÝNUM OG RÚMUM Lystadún-Snæland býður upp á mjög fjölbreytilegt úrval dýna af öllum stærðum og gerðum. Þú lætur okkur vita hvað þig vantar og við eigum það til eða sníðum það fyrir þig. Heiisukoddarnir frá HEILSU- DUnlOplllO LATEXDÝNUR VERSLUNIN Skútuvogí 11» Sími 568 5588 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.