Morgunblaðið - 27.08.1999, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Allied Resource Corp. vill byggja tvær verksmiðjur á Austurlandi
Aðstæður
kannaðar um
mánaðamót
Grímu-
klæddur
þjófur á
ferð
GRANNUR, svartklæddur
maður með grímu reyndi að
skríða inn um glugga á bak-
hlið húss við Ingólfsstræti um
klukkan fjögur í fyrrinótt.
Kona, sem býr í íbúðinni,
vaknaði við innbrotstilraun-
ina og kom að manninum þar
sem hann var kominn hálfur
inn um gluggann. Þegar mað-
urinn gerði sér grein fyrir því
að hann var ekki einn hrökkl-
aðist hann í burtu og lét sig
hverfa. Kallað var á lögregl-
una og sendi hún nokkra lög-
reglubíla á staðinn til að leita
í nánasta umhverfl en ekki
tókst að hafa hendur í hári
innbrotsþjófsins.
FULLTRÚI bandaríska fyrirtækis-
ins Allied Resource Corp. er vænt-
anlegur hingað til iands um næstu
mánaðamót til skrafs og ráðagerða
með fulltrúum Lífeyrissjóðs Aust-
urlands um möguleika á byggingu
kísilmálmverksmiðju á Austurlandi,
og einnig til að kanna aðstæður fyr-
ir slíka framkvæmd. Viðræður þess-
ara tveggja aðila hófust 20. maí síð-
astliðinn að sögn Gísla Marteins-
sonar, framkvæmdastjóra Lífeyris-
sjóðs Austurlands, en sjóðurinn á
um 10% hlut í Allied Resource.
Gísli segir fullan vilja fyrir því að
reisa slíka verksmiðju á Austur-
landi og er þá verið að horfa til
byggingar tveggja verksmiðju, þ.e.
annars vegar kísilmálmverksmiðju
og hins vegar úrvinnsluverksmiðju
sem vinnur frekar úr hráefninu.
Byggist á orku
„Þessar hugmyndir byggjast al-
farið á að við fáum orku. Við þurfum
500 gW-stundir á ári til að búa til
aðalverksmiðjuna og 150 í úr-
vinnsluverksmiðjuna. Það þarf
kannski 250.000 kW-stundir til að
framleiða eitt tonn, þannig að við
erum aðeins að tala um örfá tonn.
Við getum notað afgangsorku því að
við getum slökkt á ofnunum í slíkri
verksmiðju með tíu mínútna fyrir-
vara og haft þá lokaða í allt að þrjá-
tíu daga samfleytt," segir Gísli.
Hann segir að bæði hafi verið rætt
við Landsvirkjun og iðnaðarráðu-
neytið í sambandi við málið og eigi
að hefja frekari rannsóknir í sam-
bandi við þessi áform innan
skamms. „Við ætlum að ljúka við
skýrslu í byrjun október sem við
sendum iðnaðarráðuneytinu og í
kjölfarið skýrast þessi mál frekar,"
segir hann.
Að sögn Gísla myndi verksmiðj-
an sem um ræðir veita á annað
hundrað manns vinnu en úr-
vinnsluverksmiðjan þrjátíu til
fjörutíu manns. Hann segir menn
ekki bundna af því að hafa þessar
verksmiðjur á sama stað og sé
horft til ýmissa staða á Austur-
landi í sambandi við þessar hug-
myndir, m.a. til Reyðarfjarðar þar
sem hægt væri að samnýta hafnar-
aðstöðu, orkulínur og mötuneyti
svo eitthvað sé nefnt með álverk-
smiðju. „Kísilmálmur er fram-
leiddur við 1.400 til 1.600 gráðu
hita og settur í stangir sem síðan
eru notaðar t.d. sem þéttiefni, í
gúmmí, í gervibrjóst, í sólarsellur
sem settar eru á þök til orkufram-
leiðslu fyrir heimili og margt
fleira,“ segir Gísli.
Hann kveðst þekkja persónulega
þá aðila sem tengjast málinu er-
lendis og hafa verið í tengslum við
þá síðan 1993. Vegna starfs síns
sem framkvæmdastjóri lífeyris-
sjóðsins viiji hann að sjóðurinn
njóti góðs af þessum tengslum.
Stærsti eigandi Allied Resource er
Safeguard Scientifícs Inc., sem
veltir um tveimur milljörðum doll-
ara á ári og er eitt af 500 stærstu
fyrirtækjum í Bandaríkjunum.
Nokkrir íslenskir aðilar fyrir utan
lífeyrissjóðinn eiga smáa hluti í
Allied Resource, sem kaupir, rek-
ur, breytir, bætir og selur fyrir-
tæki sem eru á byrjunarreit í ein-
hverri tækni. Allied Resource á
ásamt Eignarhaldsfélaginu Al-
þýðubankanum hf. hlutafélagið
Allied Efa hf., sem á helmings hlut
í norska fyrirtækinu Promeks A.S.
Einn helsti forkólfur fyrirtækisins
er austurríski athafnamaðurinn
Heinz Schimmelbusch.
, Morgunblaðið/Halldór
Margir hafa rétt Lettunum hjálparhönd. I gærkvöldi var þeim t.d. boðið í mat á Café Óperu.
Kirkjan styrkir
skipveija Odincovu
STJÓRN Hjálparstarfs kirkjunn-
ar hefur ákveðið að gefa áhöfn
togarans Odencovu, sem liggur í
Reykjavíkurhöfn, um þrjú hund-
ruð þúsund króna aðstoð í formi
matvæla og fjármuna. Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra segir
að stjórnvöld geti lítið gert skip-
verjunum til aðstoðar, umfram
það sem þeim hefur þegar verið
boðið, að greiða fyrir þá fargjald
heim.
í fréttatilkynningu frá'Hjálpar-
starfi kirkjunnar segir að ósk um
aðstoð til handa lettneskri áhöfn
Odencovu hafí borist gegnum Gylfa
Jónsson, héraðsprest Reykjavíkur-
prófastsdæmis vestra, og Toshiki
Toma, prest nýbúa, sem verið hafí í
sambandi við skipverja og kynnt
sér aðbúnað þeirra.
Nefnd hefur verið skipuð undir
forystu forsætisráðuneytis til að
vinna að málefnum áhafnarinnar.
í henni eru einnig fulltrúar fé-
lagsmála- og dómsmálaráðuneyt-
is. „Við erum búnir að bjóðast til
að kosta þá heim til sín, en þeir
vilja ekki fara,“ segir Páll Péturs-
son félagsmálaráðherra. „Við höf-
um lítil ráð með að hjálpa þeim.
Ekki getum við farið að borga
kaupið fyrir Sæmund [Árelíusson,
eiganda Odincovu]. Við erum allir
af vilja gerðir til að hjálpa þessum
mönnum við að ná rétti sínum, en
félagið er skráð úti í Lettlandi og
aflinn er í Kanada, og þangað til
búið er að gera hann að peningum
fá þeir ekki neitt.“
Páll segir að það hefði varhuga-
vert fordæmisgildi ef ríkið greiddi
laun skipverjanna. „Þá myndu
hugsanlega aðrir skáka í því skjól-
inu, og spila á það. Það er því ekki
nothæft fordæmi."
fslendingar taki þátt í mótmæl-
um áhafnarinnar
Tveir útvarpsmenn á útvarps-
stöðinni X-inu, þeir Snorri Jóns-
son, sem jafnframt er eigandi tíma-
ritsins Undirtóna, og Eldar Ást-
þórsson, hafa sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem þeir hvetja ís-
lendinga til að ganga í lið með skip-
verjum Odincovu sem staðið hafa
fyrir mótmælum í miðborg Reykja-
víkur frá byrjun mánaðarins. Til-
gangurinn er sá, eftir því sem fram
kemur í fréttatilkynningunni, að
sýna þeim samstöðu, og einnig til
að „þrýsta á íslensk stjórnvöld um
að leysa þetta mál strax með þeim
hætti að þeir fái laun sín greidd og
geti snúið aftur til Lettlands."
Akureyrarbær
hafnar tilboðiVÍS
í hlutabréf ÚA
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti
í gær að hafna tilboði Vátrygginga-
félags íslands í hlutabréf Akureyr-
arbæjar í ÚA að nafnverði 4 milljón-
ir króna. Bæjarráð felur þess í stað
bæjarstjóra að leita tilboða í hluta-
bréfin hjá aðilum sem hafa óskað
eftir að kaupa bréfin eftir að aug-
lýstur tilboðsfrestur rann út. Ásgeir
Magnússon, formaður bæjarráðs,
sagði í viðtali við Morgunblaðið að
ekki væri hægt að gefa upp að svo
stöddu hvaða aðilar það væru.
„Strax eftir að þessum tilboðs-
fresti lauk höfðu samband við okk-
ur nokkrir aðilar sem lýstu áhuga
sínum á þessum bréfum en höfðu
með einum eða öðrum hætti ekki
getað boðið í þau áður en fresturinn
rann út. Það var álit okkar að rétt
væri að leita eftir hversu mikill
áhugi þessara aðila væri áður en
farið yrði út í að selja bréfin í
smærri skömmtum," sagði Ásgeir.
Aðspurður sagði Ásgeir að ekki
hefði komið til tals að láta verð-
bréfafyrirtæki sjá um sölu bréf-
anna fyrir Akureyrarbæ. „Það
kemur vissulega til greina, án þess
að það hafi verið rætt. Við viljum
einfaldlega kanna hug þessara aðila
og taka endanlega aðstöðu til
þeirra tilboða. Ef út úr því kemur
ekkert viðunandi munum við ein-
faldlega selja bréfin í smáum
skömmtum. Okkur liggur ekkert
á,“ sagði Ásgeir Magnússon.
♦ ♦♦-----
Fjárveitingar til eftir-
iits við Mýrdalsjökul
Tekið upp á
ríkisstjórn-
arfundi
STEFNT er að því á vegum Vatna-
mælinga Orkustofnunar að setja upp
sjálfvirkar vöktunarstöðvar með
fjarskiptabúnaði í fleiri ár sem koma
frá Mýrdalsjökli svo mögulegt sé að
gefa út aðvaranir ef verulegar hrær-
ingar verða í jöklinum. Ekki hefur
tekist að setja upp slíkan búnað
vegna skorts á fjárveitingum.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra sagði aðspurður í gær að er-
indi þetta hefði borist til sín fyrir
nokkrum dögum og hann hygðist
taka það fyrir á ríkisstjórnarfundi
nk. þriðjudag.
Andlát
INGILEIF
ÓLAFSDÓTTIR
INGILEIF Ólafsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og
fræðslufulltrúi Krabba-
meinsfélags Reykjavík-
ur, lézt á líknardeild
Landspítalans í fyrri-
nótt.
Ingileif var 45 ára,
fædd í Reykjavík 19.
janúar 1954, dóttir
hjónanna Ólafs Einars-
sonar, sem er látinn, og
Ásu Friðriksdóttur.
Ingileif útskrifaðist
frá Hjúkrunarskóla ís-
lands 1978, lauk nómi í
uppeldis- og kennslu-
fræði frá Kennaraháskóla íslands
1991 og BS-prófi í hjúkrun 1997.
Hún starfaði lengst af að fræðslu-
störfum og forvörnum gegn reyk-
ingum hjá Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur og
Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur. Hún tók
þátt í rannsóknum á
þessu sviði og fjallaði
um þessi mál í ræðu og
riti. Meðal þess sem
hún vann að var stofn-
un Félags hjúkrunar-
fræðinga gegn reyk-
ingum.
Ingileif Ólafsdóttir
sat í ýmsum nefndum,
sótti ráðstefnur og hélt
námskeið víða um
land.
Hún var gift Ágústi
Inga Jónssyni, fréttastjóra á Morg-
unblaðinu, og eignuðust þau tvö
börn; Ólaf Bjarka, 20 óra, sem er að
hefja háskólanám, og önnu Dröfn,
14 ára, grunnskólanema.