Morgunblaðið - 27.08.1999, Page 16

Morgunblaðið - 27.08.1999, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Metár í heimsóknum landans til Grímseyjar Grímsey. Morgunblaðið ÓVENJU marg-ir íslendingar, alls staðar að af landinu og þó sérstak- lega frá höfuðborgarsvæðinu, hafa sótt Grímsey heim í sumar, að sögn Sigrúnar ðladóttur, sem rekur nyrsta gistiheimili Islands, gisti- heimilið Bása í Grímsey. „Ég heyri það að fólk vill komast úr stressinu og hefur það almennt verið alsælt yfir kyrrðinni og fegurðinni sem eyjan býr yfir.“ Sigrún hefur rekið Gistiheimilið Bása í níu ár og segir þetta metár hvað varðar heimsóknir íslenskra ferðamanna tO Grímseyjar. Hún segir að orðið hafi aukning á ferða- mönnum frá fyrra ári og að sumar- ið hafi verið gott. Sigrún tekur á móti ferðamönnum frá öllum heimshornum og má þar nefna lönd eins og Japan, Ástralíu, Nýja-Sjá- land, Bandaríkin og flest lönd Evr- ópu. Hún býður upp á gistingu og fæði og leiðsögn um eyjuna og er mikið um að litlir hópar ferðist til Grímseyjar og stoppi í einn til tvo daga. Auk þess koma ferðalangar til eyjarinnar á eigin vegum til að skoða eyjuna en með tilsögn frá Sigrúnu og stoppa þá jafnvel ein- göngu í eina klukkustund. Helsta aðdráttaraflið er það að komast norður fyrir heimskautsbaug, skoða fuglalífið og sjá fegurð og finna kyrrð eyjarinnar. Sigrún bætti við að í sumar hafi verið minna um hópa en áður og meira um að fólk komi á eigin vegum. Frá stofnun Bása hefur Sigrún verið í stöðugu sambandi við Ferðaskrifstofuna Nonna á Akur- eyri, BSÍ fyrir sunnan og Umferð- armiðstöð Akureyrar. Einnig er hún í sambandi við Tour Office á Keflavíkurflugvelli og bókar nú a.m.k. einn hóp á ári frá Ferða- skristofunni Atlantic. „Sem dæmi má nefna að hingað komu 100 Italir sumarið 1997 og voru hér tíu flug- Morgunblaðið/Margit Elva Sigrún Óladóttir í leiðsögn með erlenda ferðamenn frá Bandaríkj- unum og Sviss, en hún fer með þá að norðurheimskautsbaugi og yfír hann. vélar samtímis sem er afar óvenju- legt,“ sagði Sigrún. Húsið mikið endurbætt Frá stofnun Bása hefur Sigrún leigt húsið en hún festi kaup á því í vor. „Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og ég er enn að vinna í þeim. Húsið var klætt að ut- an í sumar með múrhúðunarefni og þakið verður teldð í vetur og öll pípulögn. Þá var húsið mikið endur- bætt að innan fyrir þremur árum.“ Gistiheimilið Básar, sem rúmar mest 13 manns í gistingu, verður opnað með fullri þjónustu síðustu vikuna í maí og er opið til 1. sept- ember en að sögn Sigrúnar er húsið opið yfir veturinn en án þjónstu. „Draumur minn er að markaðssetja Bása yfir veturinn sem góðan stað fyrir listamenn sem vilja sinna vinnu sinni í kyrrð og ró.“ Sigrún Óladóttir er með BS gráðu í ferðamálafræði frá Hawaii Pacific University og lauk námi í janúar 1993. Á vetuma rekur hún ásamt eiginmanni sínum, Birgi Pálssyni, Ljósmyndabúðina í Sunnuhlíð á Akureyri en tekur sér frí þaðan á sumrin til að reka Bása. Menningarnótt verður haldin á laugardag Höfðum til hins almenna bæjarbúa AKUREYRINGAR eiga þess nú kost í fyrsta sinn að upplifa menning- arnótt, í líkingu við þá sem haldin hef- ur verið í Reykjavík síðastliðin ár. Að sögn Magnúsar Más Þorvaldssonar er þetta tilraunaframtak sem vonandi tekst það vel að það verði að árlegum viðburði. Menningamóttin verður sett í Lystigarðinum á Akureyri kl. 14 laugardaginn 28. ágúst og síðan taka ýmsir viðburðir við. Lokapunktur há- tíðarinnar verður síðan flugeldasýn- ing við Leirutjamir um miðnættið. Magnús Már sagði í samtali við Morgunblaðið að skipuleggjundur menningarnæturinnar renndu nokk- uð blint í sjóinn með framtakið. „Þetta er náttúrulega einhvers kon- ar tilraun og er enn í þróun, en ein- hvers staðar verður að byrja. Annars eru það bæjarbúar sem fyrst og fremst gera þessa hátíð að veruleika. Við erum að reyna að höfða til þeirra og vonum að þeir mæti sem flestir og gæði bæinn okkar lífi. Eins höfum við átt í viðræðum við eigendur fyrir- tækja í miðbænum um að þeir hafi opið um kvöldið fyrir gesti og gang- andi og bjóði kannski upp á lítils háttar hressingu. Þannig getum við gætt miðbæinn lífi. Mörg fyrirtækin tóku vel í þetta og þarna mun t.d. vera tískusýning og þjóðdansar,“ sagði Magnús Már. V erðlaunaafhendingar Hátíðin verður sett kl. 14 í Lysti- garðinum en kl. 10 um morguninn mun lúðrasveit fara um bæinn til að vekja bæjarbúa. Ýmislegt verður síðan að gerast um daginn t.d. í Listagilinu, en framkvæmdanefndin hefur átt ágætissamstarf við þá að- ila. Þar mun meðal annars Akureyr- ar Akademían veita ýmsum bæjar- búum fjölbreytileg verðlaun fyrir störf þeirra á öldinni. Verðlaunaf- hendingin fer fram í Ketilhúsinu kl. 22 um kvöldið. Aðaldagskrárliðirnir verða þó um kvöldið og má þar nefna skrúðgöngu sem farin verður að Leirutjörnum kl. 23:30. Þar munu börn fleyta kertum. Magnús Már sagði að skipulagn- ing Menningarnætur kostaði tals- vert fé en framkvæmdanefndin hefði verið svo lánsöm að fá til liðs við sig fimm styrktaraðila sem eru Tal hf., KEA, Sparisjóður Norðurlands, Tu- borg léttöl og Akureyrarhöfn. „Eins og ég sagði áðan vonast ég til þess að Menningarnótt verði árviss við- burður og verði ekki síðri en nafna hennar í Reykjavík.“ Safnahúsið á Húsavík ÞORRI Hringsson heldur mál- verkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík dagana 28. ágúst til 5. september. Þorri nefnir sýning- una „Sumamótt í Aðaldal" en hér er um olíumálverk að ræða. Sýn- ingin verður opnuð laugardaginn 28. ágúst kl. 16. Opnunartími sýn- ingarinnar verður annars kl. 13- 18 alla daga. Morgunblaðið/Jónas Baldursson Nýr leikskóli byggður á Grenivík Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Furulundur/Hrísalundur Akurgerði Munkaþverárstræti Melasíða/Múlasíða Huldugil Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. ► I Morgunblaðið I Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Börnin hófu framkvæmdir Grjrtubakkahreppi. Morgunblaðið. BÓRNIN á leikskólanum á Greni- vík tóku á dögnnum fyrstu skóflustungumar að nýjum leik- skóla í sveitarfélaginu. Skólinn er hannaður af Arkitekta- og verk- fræðistofu Hauks á Akureyri og er um 150 fermetrar að stærð. Samið hefur verið um verkið og verður Jónas Baldursson byggingarmeist- ari þess. Gert er ráð fyrir að nýi leikskólinn verði tekinn í notkun í byrjun apríl á næsta ári. Leikskóli hefúr verið rekinn á Grenivík í gömlu verslunarhúsnæði Kaupfé- lags Eyfirðinga á staðnum sl. 16 ár og var honum í upphafi ætlað að vera til bráðabirgða í því húsnæði. Á myndinni em leikskólabömin sem hófu framkvæmdir við verkið og eins og sést era þau vel vopnum búin. Ferðafélag Akureyrar Gengið á Kerlingu FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir gönguferð á Kerlingu í Eyja- firði laugardaginn 28. ágúst. Lagt verður af stað frá skrifstofu Ferðafélagsins við Strandgötu kl. 9, ekið að Finnastöðum, gengið upp á fjallið að suðaustanverðu og komið sömu leið til baka. Skráning í gönguna fer fram á skrifstofu félagsins og skal henni lokið í síðasta lagi föstudaginn 27. ágúst. Skrifstofan er opin frá kl. 16-19 og síminn er 462-2720. mbl.is Afnot af íbúð í Davíðshúsi, Akureyri Eins og áður hefur komið fram, þá gefst fræðimönnum og listamönnum kostur á að sækja um 1—6 mánaða dvöl í lítilli íbúð í Davíðshúsi, til að vinna að fræðum sín- um eða listum. Ákveðið hefur verið að frestur til að skila umsóknum um afnot af íbúðinni árið 2000 renni út 20. september nk. Umsóknir ber að senda til: Akureyrarbær, c/o Ingólfur Ármannsson, skrifstofu menningarmála, Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar á skrifstofu menningarmála, sími 460 1461. k í: r L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.