Morgunblaðið - 27.08.1999, Side 41

Morgunblaðið - 27.08.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 4 # Kúmendagar í Viðey NÚ ER kúmenið að mestu orðið fullþroska í Viðey. Því er nú besti tíminn til að afla sér birgða fyrir veturinn. Ráðlegt er að hafa með sér plastpoka og skæri, klippa sveipina af jurtinni og setja þá í poka. Þegar heim er komið er gott að setja fræin í ofnskúffu og verma þau til að þurrka þau og jafna þroskann. Kúmenið vex víða í eynni, en auðveldast er að afla þess með- fram vegum og stígum. Á morgun, laugardag, verður að venju gönguferð um Viðey. Farið verður frá kirkjunni kl. 14.15, haldið austur fyrir gamla túngarðinn og meðfram honum yfir á norður- strönd eyjarinnar. Henni verður fylgt austur á Sundbakka og „Stöð- in“ skoðuð, þorpið sem var þarna á árunum 1907-1942. Þarna er margt að sjá, bæði rústir og á ljósmynda- sýningunni í skólanum. Ennfremur verður litið inn í Tankinn, hið skemmtilega félagsheimili Viðey- inga, sem þarna er í gömlum 150 tonna steyptum vatnsgeymi. Þaðan verður svo haldið heim að Stofu aft- ur. Gangan tekur rúma tvo tíma. Gjald er ekki annað en ferjutollur- inn, sem er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Á sunnudag verður staðarskoðun, sem hefst í kirkjunni kl. 14.15. Ljósmyndasýningin í Viðeyjar- skóla, sem rekur sögu Stöðvarinnar á Sundbakkanum, er opin alla virka daga klukkan 13:30-16:10, en til 17:10 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Þetta er síðasta sýningar- helgin og næsta vor verður opnuð ný sýning undir yfirskriftinni Klaustur á íslandi. Gestir geta fengið lánuð reiðhjól, en þau standa mönnum til boða án endurgjalds og eru geymd við enda bryggjunnar í Bæjarvör. Hestaleigan er enn að störfum, en henni verður lokað um mánaðamótin. Veitingahúsið í Við- eyjarstofu verður opið til 5. septem- ber. Bátsferðir um helgina hefjast kl. 13 og verða á klukkustundar fresti til klukkan 17, en til lands er siglt á hálfa tímanum. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaíi Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 AT V I NNUAUGLYSING Æ hSQDQ Framtíðarstörf í boði fyrir jákvæða, duglega og reglusama einstakimga í verslun okkar, NETTÓ í Mjódd, vantar nú þegarfólktil almennra afgreiðslustarfa. Um er að ræða heilsdags- og hlutastörf. Við- komandi þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Leitað er eftir jákvæðum, duglegum & reglusömum einstaklingum sem em til- búnir til að veita viðskiptavinum verslun- arinnar góða þjónustu. Ágæt laun í boði fyrir réttu einstaklingana! Nánari upplýsingar veitir Lovísa, verslunar- stjóri NETTO í Mjódd, sími 699 1748. Umsóknum ber að skila til verslunarstjóra. Starfsmannastjóri KEA. Álftanesskóli Bessastaðahreppi Grunnskólakennarar Álftanesskóli óskareftir kennara í bekkjar- kennslu, 70—100% starf. Álftanesskóli er einsetinn grunnskóli frá 1.—7. bekk. Fjöldi nemenda er 215. f skólanum er unnið öflugt og metnaðarfullt skólastarf sem gerir kröfurtil starfsmanna með áherslu á náttúru og umhverfi. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og HÍK við Launanefnd sveitarfélaga. Auk þess var gerður samningur við kennara um við- bótargreiðslur sem gildir til 31. des. 2000. Umsóknir berist til skólastjóra. Upplýsingar um störfin veita Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri, í síma 565 3662 eða 565 3685 og Ingveldur Karlsdóttir, aðstoð- arskólastjóri í símum 565 3662 og 565 2657. Smiðir óskast Vanir húsasmiðir/húsgagnasmiðir óskast sem fyrst Upplýsingar veitir Gísli Jónsson ísíma 587 9322 SliÐASTOFAN Tangarhöfða 11 112 Reykjovík sfmi 587 9322 CAFF SóLQN IsLANDUS óskar eftir vaktstjóra í fullt starf. Góð laun í boði. Einnig vantar þjóna í sal. Dag- og/eða kvöld- vaktir. Upplýsingar veitir Jón í síma 551 26667 og 898 0863 eða á staðnum. Sólon hefur verið starfraekturfrá árinu 1992 og þótti við hæfi að skira hann í höfuðið á listamanninum Sölva Helgasyni. Sólon íslandus er listamannsnafn Sölva Helgasonar (1820—1889) og er staður þeirra, sem vilja hvíla sig frá erli og amstri hins íslenska samfélags, njóta góðra veitinga og listviðburða, hitta vini og ókunnuga, ræða listir, heimspeki og stjórnmál. ÍSAFJARÐARBÆR Grunnskólar ísafjarðarbæjar Suðureyri Kennara vantartil starfa næsta skólaár. Um er að ræða kennslu yngri barna og sérkennslu. Frekari upplýsingargefurskólastjóri í síma 456 6119 (heima) og 456 6129 (skóli). Flutningsstyrkur — staðaruppbót/ niðurgreidd húsaleiga Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 1999. íslandspóstur hf Bílstjórar Vegna aukinna umsvifa vantar starfsmenn í útkeyrsludeild. Um er að ræða föst störf eða tímavinnu (t.d. með skóla) við akstur póstsend- inga á höfuðborgarsvæðinu. Miðað er við að umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára, sam- viskusamir og hafi góða framkomu. Nánari upplýsingar gefa Ragna Jóna Helga- dóttir og Dagný Arnarsdóttir í síma 580 1025. Umsóknum skal skilað til starfsmannaþjón- ustu, Pósthússtræti 5,101 Reykjavík, á eyðu- blöðum sem þar fást. NSBflHfljy vesturbæ Afgreiðslustarf Björnsbakarí vesturbæ vill ráða duglegan starfskraft í afgreiðslu nú þegar. Vinnustaður Austurströnd 14. Vinnutími frá kl. 13.00—19.00 auk helgarvinnu. Upplýsingar gefa Kristjana eða Margrét í símum 561 1433 og 699 5423. Blaðbera vantar á Álftanesi, Bessastaðahreppi: Bjarnastaðavör — Litlabæjarvör — Sviðholtsvör. Upplýsingar gefnar í síma 569 1122 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaöið á íslandi sem er i upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaösins. Ertu metnaðargjarn/gjörn? Elskarðu að ferðast? Ertu samviskusamur/söm og áreiðanleg/ur, en ert ekki með þau laun sem þú vildir hafa? Viltu geta vaxið með fyrirtæki í sífelldum vexti á heimsmælikvarða? Ef þetta á við þig, hafðu þá samband í síma 881 6230. Þekking á interneti og tungumálum mjög æskileg. Verkamenn Óskum eftir að ráða verkamenn í byggingavinnu. Næg verkefni framundan. Upplýsingar í síma 892 2588. ÍSTAK Ármannsfell ht Verkamenn Verkamenn vantar til starfa á Stórhöfða. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 897 3772 og á skrifstofu í síma 577 3700. Ferðamannaverslun í miðbænum óskar eftir starfsfólki til afgreiðslu- og lager- starfa. Um er að ræða bæði heilsdags- og hlutastörf. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl., merktar: „Ferðamannaverslun", fyrir 3. september. Söngfólk óskast Kór Hafnarfjarðarkirkju auglýsir eftir söngfólki í allar raddir, sérstaklega karlaraddir. Spennandi verkefni framundan. Kórinn er launaður kór. Allar upplýsingarveitir Natalía Chow, kórstjórL* í símum 555 1346 og 699 4613.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.