Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 4'
kemur næst.“ Þetta gladdi mig og
sendi ég henni fingurkoss meðan
lyftan var að lokast.
Þegar ég hafði heyrt andlát Ingu
fletti ég upp í Biblíunni og dró Dav.
100.4-5.
Gangið inn um hlið hans með þakkargjörð
í forgarða hans með lofsöng;
lofið hann, vegsamið nafn hans,
því að Drottinn er góður, miskunn hans varir
að eilífu
og trúfesti hans frá kyni til kyns.
Dómhildur Jónsdóttir.
Þær eru svo margar og bjartar
minningarnar sem tengjast Ingu.
Eg sé hana fyrir mér brosandi með
hressilegan glampa í augum. Glað-
lyndi og kátína voru einkennandi
fyrir hana og hún kallaði það besta
fram í öllum með hlýleika og já-
kvæðu viðhorfi til lífsins.
Það var svo notalegt að sitja í eld-
húskróknum hjá henni á Freyjugöt-
unni. Þegar ég var unglingur og
kom í heimsóknir til höfuðborgar-
innar gisti ég hjá Ingu. Það var
alltaf tilhlökkunarefni að koma til
hennar. Ég man að hún var eitt sinn
með pizzu í matinn handa okkur og
ég vissi að þá var hún að hugsa um
hvað mér þætti best. Þetta lýsir
henni vel. Hún var rík af hugulsemi
og gjafmildi á andleg verðmæti. Oft
hef ég hlustað á mömmu rifja það
upp þegar þau pabbi voru með okk-
ur krakkana lítil í tjaldferðalagi á
Suðurlandi. Það rigndi dag eftir dag
og á endanum hringdi mamma í
Ingu, sem þá bjó í Hveragerði. Inga
tók strax af skarið og vildi fá okkur
öll til sín.
Mikið var notalegt að koma inn á
hlýtt og kærleiksríkt heimili og ekki
spillti hangikjötsilmurinn sem lagði
um húsið. Þau hjónin, Inga og
Gunnar, tóku einstaklega vel á móti
okkur og hjá þeim leið okkur öllum
vel. Enn man ég hvað mér fannst
mikið ævintýri að fara með Ingu í
gróðurhúsið þar sem hvert okkar
fékk að velja sér blóm. Hún var svo
skemmtileg og hress að ég fékk
strax sérstakt dálæti á henni.
Tæpum tíu árum síðar fluttist ég
til Reykjavíkur til að fara í Háskól-
ann. Þá var það sem fyrr Inga sem
var stoð mín og stytta. Ótal sinnum
kom ég í mat til hennar eða kíkti inn
í kaffi. Það var eins og maður fyllt-
ist friði hjá henni, enda þótt aldrei
væri langt í gamansemina. Hún
hafði alltaf nægan tíma og við sát-
um í fallegu stofunni hennar og
ræddum lífið og tilveruna. Það kom
fyrir að gripið var í spO en Inga var
snjall spUamaður og hafði mjög
gaman af spUamennsku eins og svo
mörgu öðru. Hún kunni að njóta
þess smáa og gleðjast yfir því sem
ánægjulegt var. Hún var mér í senn
góð vinkona og frænka. Það var
auðvelt og gott að deUa með henni
því sem var í huga manns á hverri
stundu. Alltaf mætti ég skilningi og
hlýju. Við gátum setið lengi og rætt
um viðhorf okkar tU lífsins og þeirra
verkefna sem skolaði að ströndu
hverju sinni. Með því að gefa mér
hlutdeUd í sínum lífsskUningi
kenndi hún mér margt. Að geta
skilið aðalatriðin frá því sem ekki
skiptir máli, að vera glaðlyndur og
sinna sínu vel. Vera má að henni
hafi á stundum fundist ég helst tU
föst í áherslum þeim sem löngum
hafa einkennt menntakerfið hér á
landi sem annars staðar því að oft
sagði hún við mig: „Sigga mín! Það
er ekki greindin sem skiptir mestu
máli, það er lundin." Þessi orð Ingu
hafa greypst í lífsviðhorf mitt eins
og svo margt annað sem okkur fór á
milli. Ég sé hana fyrir mér segja
þetta - halla sér fram á borðið í eld-
húsinu - brosa sínu sterka brosi og
létt lundin fyllir allt af notalegum
straumum. Inga hafði mikinn og
skemmtilegan húmor og oft var
hlegið mikið og gert að gamni sínu
með alla mögulega hluti. Bjarta
brosið hennar náði alltaf til augn-
anna.
Elsku Inga, ég er þér svo þakklát
fyrir hversu vel þú reyndist mér og
fyrir öll gullkornin frá samveru-
stundum okkar sem eru hluti af lífi
mínu í dag.
Sigríður Iiulda Jónsdóttir.
+ Gerður fæddist í
Árgerði á Kleif-
um í Olafsfirði 11.9.
1929 og ólst þar
upp. Hún lést á
Fj ó rð u rigssj ú k ra-
húsinu á Akureyri
18. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
Gerðar: Sigurður
Gunnlaugur Bald-
vinsson, útgerðar-
maður, f. 15.3. 1896,
d. 19.8. 1975 og
Kristlaug Kristjáns-
dóttir, húsmóðir, f.
28.8. 1904. Systir
Gerðar er Bj-ynja, f. 25.11. 1939,
húsmóðir í Ólafsfirði.
Gerður giftist 22.9. 1953
Svavari Guðna Gunnarssyni,
kennara, f. 10.7. 1931, syni Þór-
hildar S. Kjerúlf húsmóður, f.
11.8. 1896, d. 10.2. 1960 og
Gunnars Eiríkssonar, bílasmiðs
í Reykjavík, f. 30.9. 1901, d.
25.9. 1980. Börn Gerðar og
Svavars Guðna eru: 1) Sigurður,
vélfræðingur, f. 26.3. 1954, k.
Peggy Lynn Berry. Barn Jó-
hann Már Jóhannesson. 2)
Gunnar Þór, bakaram., f. 22.7.
1956, k. Steinunn Ásta Zebitz.
Barn: Kolbrún Þórhildur. 3)
Elsku mamma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþvi
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ijós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Börnin þín og fjölskyldur þeirra.
Elsku Gerður mín.
Mikið á ég eftir að sakna þín. Ég
minnist þess þegar þú komst inn í líf
mitt. Yið hittumst fyrst í sumarbú-
stað fyrir sunnan. Þú tókst mér og
syni mínum opnum örmum og þá
fann ég hvað þú varst góð kona. Syni
mínum var tekið eins og einu af ykk-
ar barnabörnum og alltaf hafðir þú
tíma fyrir hann. Það var yndislegt að
eiga þig að, þú varst mér stoð og
stytta þegar ég og sonur minn vor-
um ein heima. Alltaf gat ég leitað til
þín, elsku Gerður mín, hvort sem það
voru uppskriftir og þess háttar, góð
ráð eða andlegur stuðningur á erfið-
um tímum. Þú varst svo góð við okk-
ur, og þegar við komum í heimsókn á
Mýrarveginn tókstu alltaf á móti
okkur opnum örmum þrátt fyrir erf-
ið veikindi þín í seinni tíð.
Elsku Gerður mín, þakka þér fyrir
allt, Guð blessi þig. Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Peggy Lynn Berry.
Gerður Sigurðardóttir, vinkona
okkar, er látin. Hún hafði þjáðst af
illvígu meini undanfarin ár. Samt
vonuðum við, samt langaði okkur svo
til þess, að njóta einstakra persónu-
töfra hennar lengur.
Við hittumst aðeins fyi*ii' nokkrum
dögum á Akureyri og nutum notan-
legra samvista eins og mörg undan-
farin ár. Vinahópur okkar varð til ekki
síst vegna frumkvæðis Gerðar. Hún
hvatti okkur, vinkonur sínar, til þess
að hittast á morgunfundum á Akur-
eyri, þegar við bjuggum þar, Rósa,
Rúna og hún. Síðar urðu þessir morg-
unfundir stofn að stærri vinahópi sem
hittist og átti saman dýrlega sumar-
daga víðs vegar um landið á hverju ári
sl. tólf ár, auk menningarfunda norð-
an og sunnan heiða á vetrum, þegar
við heimsóttum leikhús, söfn o.fl.
Þessir viðburðir í lífi vinahópsins,
Kristlaug Þórhild-
ur, leikskólastjóri, f.
23.1. 1960, í samb.
með Bernard
Zuidema. Börn:
Gerður T ryggva-
dóttir og Katrín
Björg Þrastardóttir.
4) Ari, grafískur
hönnuður, f. _ 22.4.
1964, k. Ágústa
Gullý Malmquist.
Börn Ara: Birna
Ósk og Hera Björt.
Gerður lauk
gagnfræðaprófi frá
Gagn fræ ð as kó 1 a
Akureyrar 1947. Útskrifaðist frá
Húsmæðraskólanum að Löngu-
mýri í Skagafirði 1950, Kenn-
araskóla Islands sem handa-
vinnukennari 1953 _og tók stúd-
entspróf frá Öldungadeild
Menntaskólans á Akureyri 1984.
Hún stundaði framhaldsnám við
Danmarks Lærerhöjskole í
Kaupmannahöfn 1987.
Gerður var kennari við Lund-
arskóla frá stofnun hans og þar
til hún lét af störfum vegna
veikinda 1997.
Útför Gerðar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
„Morgunfrúá' sem nefndur var eftir
upphafsfundunum, þótt við makar
þeirra fengjum þar að fljóta með,
urðu eftirminnilegir, notalegir og
umfram allt skemmtilegir vegna
Gerðar sem var uppspretta græsku-
lauss gáska, lífsgleði og yndisleg-
heita á þessum samverustundum.
Ekki spillti þegar hún kastaði fram
kviðlingum í gamansömum tón af
þeirri snilli sem henni var einni lag-
ið, eða las úr ritgerð sinni um Berg-
þóru húsfrú, á Bergþórshvoli, þegar
við skoðuðum Njáluslóðir sl. sumar.
Fyrir þá ritgerð fékk hún hæstu ein-
kunn sem hægt er að gefa þegar hún
lauk stúdentsprófí frá Menntaskól-
anum á Akureyri á efri árum. Sú
staðreynd ein lýsir mannkostum
Gerðar afar vel, en hún var skarp-
greind kona og víðlesin.
Vináttuböndin sem ella hefðu ef-
laust máðst og losnað treystust með
hverju ári vegna þessara samveru-
stunda og það eigum við ekki síst
Gerði okkar og Svavari, eiginmanni
hennar, að þakka, en þau kunnu svo
sannarlega að bjóða húmorinn vel-
kominn í vinahóp okkar.
Þau Gerður og Svavar voru svo in-
dæl saman, jafnt í góðlátlegu gamni
sem alvöru. Því síðara gerðum við
okkur ekki síst grein fyrir, vinir
þeirra, þegar Gerður þurfti að stríða
við erfið veikindi síðustu ár.
Við sendum Svavari, börnum
þeirra Gerðar, eftirlifandi móður
hennar og systur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
blessa okkur öllum minningu Gerðar
Sigurðardóttur.
Rósa, Rúna, Gugga, Hörður,
Lárus og Kristinn.
Haustið 1975 lágu leiðir okkar
saman, Gerður. En þann vetur
kenndum við báðar níu ára bekkjum
í Lundarskóla á Akureyri ásamt
Helgu Björgu Yngvadóttur. Vikuleg-
ir samstarfsfundir okkar þriggja í
Lundarskóla þennan vetur eru mér
ógleymanlegir. Glampandi greindar,
gáska og vinnugleði þinnar, Gerður,
nutum við Helga Björg þessar björtu
samverustundir.
Þarna bundumst við þrjár vináttu-
böndum sem urðu jafn sjálfsagður
þáttur tilverunnar gegnum árin eins
og haust fylgir sumri. Að jafnaði
hittumst við nokkrum sinnum á ári,
þá var stundum gantast, stundum
gátur lífsins ræddar af dýpstu al-
vöru. Af þessum fundum fórum við
ætíð ríkari og sáttari við tilveruna.
Nemendur Lundarskóla nutu
hæfni þinnar og krafta og ég veit að
dóttir mín Amhildur sem bar gæfu til
að vera í þínum umsjónarbekk minn-
ist þín ætíð með þakklæti og virðingu.
Þá eru mér minnisstæð skemmti-
legu kaffiboðin, þar sem hlýjan og
lífsgleðin réðu ríkjum á þínu gest-
risna heimili.
Þú gafst þér ávallt tóm fyrir sam-
ferðamenn þrátt fyrir ærin viðfangs-
efni og illvígum sjúkdómi mættir þú
af æðruleysi og kjarki.
Þótt ég flytti suður yfir heiðar og
þú ættir við veikindi að stríða sleppt-
ir þú ekki af mér hendinni, við rædd-
um síðast saman nú snemmsumars
um allt milli himins og jarðar með
bjartsýnina að leiðarljósi að vanda.
Kæra Gerður. Hjartans þökk fyrir
samíýlgdina.
Fjölskyldu þinni votta ég dýpstu
samúð.
Björkin hafði fellt laufið, lind táranna
var blinduð, söng lofsöngva
hófst reis og efldist
og varð þúsundrödduð.
(Hannes Sigfússon.)
Dómhildur Sigurðardóttir.
I dag er okkur Inner-Wheel-kon-
um á Akureyri harmur í huga er við
kveðjum í hinsta sinn kæra vinkonu
og klúbbfélaga, Gerði Sigurðardótt-
ur.
Hún gekk í klúbbinn á jólafundi
árið 1991 við hátíðlega athöfn en því
miður gat hún ekki starfað af fullum
krafti vegna langvarandi veikinda,
sem tóku sig upp aftur og aftur.
Við sem fengum að kynnast eðlis-
kostum Gerðar vissum að hún var
góðum gáfum gædd, átti auðvelt með
að kasta fram vísukorni í góðra vina
hópi þannig að allir í kringum hana
hrifust af frásagnarstíl hennar og
skopskyni. En fyrst og fremst átti
hún mikla hjartahlýju og réttlætis-
kennd.
Við erum þakklátar fyrir að hafa
kynnst henni, hún gaf okkur meira
en við gátum endurgoldið.
Innilegar samúðarkveðjur sendum
við eiginmanni hennar, Svavari, börn-
um, barnabömum, tengdabörnum,
systur og aldraðri móður í Ólafsfirði.
Orð
millivina
gerir daginn góðan.
Það gleymist ei
en býr í hjarta þér
sem lítið fræ.
Það lifir
ogverðuraðblómi.
Og löngu seinna
góðan ávöxt ber.
(Gunnar Dal.)
Guð blessi minningu Gerðar Sig-
urðardóttur.
Inner-Wheel-konur á Akureyri.
Það voru fjörmiklar og kátar
stúlkur víðsvegar af landinu sem
hittust í Húsmæðraskólanum á
Löngumýri í Skagafirði haustið
1949. Ein af þeim var Gerða, kát og
fjörug stúlka frá Ólafsfirði. Bar með
sér hlýjan blæ, birtu og gleði. Skóla-
árið leið við nám og leik en leiðir
skildu þegar því lauk. Löngu seinna
birtist Gerða ásamt Svavari, manni
sínum, og börnum á Akureyri. Tók-
um við þá aftur upp vinarþráðinn
sem myndaðist forðum á Löngu-
mýri. Vinátta þeirra hjóna var
skemmtileg, gefandi og notaleg. Við
minnumst með gleði ferðalaga okkar
til Italíu og annarra stunda sem við
áttum saman hér heima.
Gerða hafði ríka þörf fyrir að
fræðast og miðla til annarra. Það var
því vel við hæfi þegar hún settist á
skólabekk og lærði til kennara. Hún
naut þess að umgangast börn, fræða
þau og veita þeim leiðsögn.
Við kveðjum vinkonu okkar með
sorg í hjarta, full þakklætis fyrir að
hafa þekkt og fengið að njóta sam-
vista við hana. Svavari og fjölskyld-
unni allri sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð
að veita þeim styrk á erfiðum tíma-
mótum.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þ.S.)
Blessuð sé minning þín.
Jóhanna og Sigurbjörn.
Gerður systir mín er látin, hún
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri hinn 18. ágúst.
Hugurinn reikar rúm fimm ár aft-
ur í tímann, síminn hringir og
heyri rödd systur minnar: „Ég ætla
að láta ykkur mömmu vita að ég
þarf í smá aðgerð.“ „í aðgerð," hálf-
hrópa ég. „Já, það er eitthvað sem
þarf að fjarlægja og ég vil fara
strax.“ Þetta mein reyndist vera ill-
vígur sjúkdómur sem hún hefur
þurft að berjast við. Stundum var
hann á undanhaldi og átti hún þá
góðar stundir með fjölskyldu sinni
sem studdi hana dyggilega.
Ég minnist systur minnar sem
hressilegrar og glaðværrar konu
sem var hrókur alls fagnaðar í
mannfagnaði. Við systurnar vorurn*’
samrýndar þrátt fyrir tíu ára ald-
ursmun og við áttum góðar stundir
saman. Oft minntumst við æskuár-
anna á Kleifum og tímans sem hún
bjó í Ólafsfirði. Móðir okkar, sem er
okkur kær, lifir nú í hárri elli á dval-
arheimilinu Hornbrekku í Ólafs-
firði. Þegar við mæðgurnar komum
saman var skrafað og hlegið dátt.
Við systurnar ferðuðumst saman í
hóp til Finnlands og austantjalds-
landa 1992 og var það ógleymanleg
ferð. Eftir þá ferð vorum við búnar
að tala um að ferðast til frændfólks-
ins í Ameríku en sú ferð var aldrei
farin.
Vikan sem við áttum saman í
Reykjavík líður mér seint úr minni^.
Hún lét veikindin ekki aftra sér frá
því að takast á við það sem hún vildi
gera ef hún mögulega gat. Baráttu-
þrek hennar var aðdáunarvert.
Elsku systir, nú heyri ég ekki
lengur þína hressilegu rödd þegar
ég hringi: „Já, það er bara allt gott
að frétta,“ og við tölum ekki lengur
um helstu áhugamál okkar og
barnabörnin sem við erum stoltar
af.
Kæri Svavar, þú varst ávallt
hennar stoð og stytta, megi guð vera
með þér og fjölskyldu þinni í sorg-r
ykkar.
Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.
Vor sál er svo rík af trausti og trú
að trauðla mun bregðast huggun sú.
Þó ævin sem elding þjóti,
Guðs eih'fð blasi oss móti.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
- Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur síðar.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Blessuð sé minning þín.
Brynja Sigurðardóttir.
Það var hress og umfram allt
bjartsýnn hópur kennara sem hóf
kennslu við nýjan skóla haustið
1974. Lundarskóli byrjaði við afleit-
ar aðstæður þar sem reyndi á þolin-
mæði og velvilja kennara. í þessum
góða hópi var hún Gerður. Starfs-
fólk Lundarskóla komat fljótt að því
að Gerður var ekki bara hláturmild
og lífsglöð, heldur var hún einnig já-
kvæð og tillögugóð. Kennarar völdu
hana því oft sem fulltrúa sinn í
kennararáð og í ýmis önnur trúnað-
arstörf.
Gerði fylgdi ævinlega góður and^k
og drifkraftur. Hún átti oft frum-
kvæði að náms- og kynnisferðum
kennara. Án Gerðar er óhugsandi að
við hefðum nokkurn tíma farið í
skólaheimsóknir til Glasgow eða
Reykjavíkur.
Gerður kenndi handmennt við
Lundarskóla í ríflega 20 ár og hún
var vinsæl af nemendum sínum, ekki
síður en samstarfsfólki. Hún hafði
alltaf gott lag á nemendum og tókst
að virkja þá í námi og leik. Við sem
þekktum Gerði sjáum hana gjarnan
fyrir okkur með títuprjóna og tvinna
í pilsinu að segja frá spaugilegu.nlB)
atvikum sem gerst höfðu í kennslu-
stundum. Þá var hún í essinu sínu og
gerði ekki síst grín að sjálfri sér.
Mikið væri veröldin betri ef fleiri
væru gæddir jákvæðni og skopskyni
í jafn ríkum mæli og Gerður.
Svavari og fjölskyldu allri sendum
við okkar innilegustu samúðarkveél^—
ur.
Starfsfólk Lundarskóla.
GERÐUR
SIG URÐARDÓTTIR