Morgunblaðið - 27.08.1999, Qupperneq 54
154 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Ástkær frænka mín,
ÞÓRA SÓLVEIG RÖGNVALDSDÓTTIR,
Brúarlandi, Eyjafjarðarsveit,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 24. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sveinn Bjarnason.
+
Fljartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
DAGBJÖRT FINNBOGADÓTTIR,
Selbraut 9,
Seltjarnarnesi,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðju-
daginn 17. ágúst, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 30. ágúst kl. 13.30.
Hrafnkell Eiríksson,
Valgerður Franklínsdóttir,
Eiríkur Kristinn Hrafnkelsson,
Patrick Hrafnkelsson,
Ragnar Ingi Hrafnkelsson,
Ingunn Gyða Hrafnkelsdóttir.
Elísabet F. Eiríksdóttir,
Þórleifur Jónsson,
Dagbjört Þórleifsdóttir,
Eiríkur Þórleifsson,
Unnur Þórleifsdóttir,
HARALDUR
ÁGÚSTSSON
Haraldur
Ágfústsson húsa-
smíðameistari
fæddist í Reykjavík
25. september 1926.
Hann Iést 18. ágúst
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Rannveig Einars-
dóttir frá Strönd í
Meðallandi, d. 4.
mars 1990 og Ágúst
Jónsson frá Holtum
í Hrunamanna-
hreppi, d. 28. júní
1945. Systkini Har-
aldar: Ágústa, Jón,
d. 1996, Hjörtþór og Sverrir, d.
1982. Þórlaug, Einar og Reynir
dóu ung.
Haraldur kvæntist á sumar-
daginn fyrsta 1954 Sigríði Dag-
mar Jónsdóttur frá Syðri-Grund
í Svarfaðardal, f. 6. desember
1922, d. 5. maí 1983. Börn þeirra
eru: 1) Rannveig, f. 10.8. 1954,
maki Gústaf Gústafsson. Þeirra
synir eru: a) Haraldur, kvæntur
Láru B. Gunnars-
dóttur. Börn þeirra
eru Rannveig Lóa
og Sonja Hhn. b)
Gústaf, hans börn
eru Hilmar og Soff-
ía. c) Ófeigur. 2) Sig-
rún, f. 16.9. 1955,
maki Jón Gunnar
Þorkelsson. Þeirra
börn eru: Hildur og
Sigurjón Páll. 3)
Helga, f. 8.5. 1957,
maki Markús
Ulfarsson. Þeirra
börn eru: Karób'na
og Dagmar. 4) Dag-
mar, f. 1.4. 1964, maki Pétur
Pétursson. Þeirra börn eru:
Tara og Pétur Mar.
Haraldur útskrifaðist frá Iðn-
skólanum í Reykjavík og vann
við húsa- og trésmíðar. Allt sem
hann gerði var vel gert, enda
mikill lista- og hagleiksmaður.
Utför Haraldar fer fram frá
kirkju Óháða safnaðarins í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
HALLDÓR GUNNSTEINSSON
frá Nesi,
Vallarbraut 1,
Seltjarnarnesi,
sem lést á hjartadeild Landspítalans laugar-
daginn 21. ágúst, verður jarðsunginn frá
Seltjarnarneskirkju mánudaginn 30. ágúst
kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er
bent á líknarstofnanir.
Pálína S. Magnúsdóttir,
Guðmundur S. Halldórsson, Brynhildur R. Jónsdóttir,
Magnús Halldórsson,
Erlendur Þ. Halldórsson,
Gunnsteinn Halldórsson,
Sólveig A. Halidórsdóttir,
Halldór Halldórsson,
Hildur Árnadóttir,
Sesselja M. Blomsterberg,
Magnús H. Magnússon,
Sigríður Níní Hjaltested,
barnabörn,
Sigríður Gunnsteinsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐNIÓLAFSSON
útgerðarmaður og skipstjóri,
Brimhólabraut 30,
Vestmannaeyjum,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn
20. ágúst, verður jarðsunginn frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum á morgun, laugardaginn 28. ágúst, kl. 14.00.
Gerður Guðríður Sigurðardóttir,
Agnar Guðnason, Svanhvít Yngvadóttir,
Sigurður Óli Guðnason, Rannveig Þyri Guðmundsdóttir,
Bjarki Guðnason,
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir
og barnabörn.
Sagt er að maður viti ekki hvað
átt hefur fyrr en misst hefur. Núna
veit ég að það er satt.
Halli minn. Ég kynntist þér fyrir
15 árum, í júní 1984, þegar ég varð
ástfanginn af dóttur þinni, henni
Dagmar. Ég man hvað það var gott
að koma á Rauðalækinn til ykkar,
þín og Dagmarar. Mér leið strax
vel í návist þinni. Það gekk á ýmsu
hjá mér á þeim tíma, en alltaf varst
þú við mig eins og besti vinur. Þú
varst minn besti vinur og tengda-
faðir í 15 ár.
Ég veit að líf þitt var bæði ham-
ingjuríkt og erfitt, sérstaklega þeg-
ar þú misstir ástina þína, hana
Döggu, langt um aldur fram. En
aldrei heyrði ég þig kvarta. Þú sást
alltaf björtu hliðamar á málunum.
Þú varst ríkasti maður sem ég
þekkti, ekki i peningum heldur í ást
á fólki sem þú þekktir og kynntist
út um allt. Þú gafst börnunum mín-
um, þeim írisi, Töru og Pétri Mar,
svo mikið. Þau muna það alla tíð.
Að vera með afa var alltaf yndisleg-
ur tími. Fyrir þá ást þakka ég þér,
Halli minn.
Þú varst hluti af tilveru minni og
ég er ríkari eftir og ég mun alltaf
minnast þín í hjarta mínu. Oft sát-
um við tveir saman og töluðum um
Döggu. Alltaf fann ég hvað þú
elskaðir hana og saknaðir hennar
mikið. Ég veit að þú ert núna hjá
henni og svífur um með hana í
fanginu í dansi, brosandi út að eyr-
um.
Halli minn. Þú varst mikill
áhugamaður um fótbolta og golf.
Einu sinni sem oftar vorum við úti
á golfvelli og þá sagðir þú við mig
að þú værir til í að deyja á golfvell-
inum. 18. ágúst síðastliðinn man ég
eftir þér sitjandi milli tveggja
góðra drengja í golfbfl hlæjandi eft-
ir góðan brandara, keyrandi eftir
kúlunum okkar. Ég man þegar ég
horfði á ykkur þar sem ég labbaði á
eftir golfbflnum og hugsaði hvað
þér hlyti að líða vel og hvað þú
skemmtir þér vel.
Allir sem ég þekki hafa sagt við
mig eftir að hafa kynnst þér:
„Rosalega er þetta góður karl.“
Einmitt, Halli minn. Þú varst sá
besti. Veröldin mín er orðin fátæk-
ari, en í minningunni er ég orðinn
ríkari. Ég á sem betur fer allar
þessar góðu stundir okkar saman í
15 ár. Þær minningar eru mér dýr-
mætar.
Ég veit það, Halli minn, að þú ert
hjá Döggu þinni núna, kannski að
fá þér í nefið, eftir að vera búinn að
kyssa hana og faðma.
Elsku Halli minn. Við eigum eftir
að klára þennan hring einhvern
tíma seinna, með bros á vör og í
golfbfl.
Ég elska þig, Haraldur Ágústs-
son, og þakka þér fyrir allar stund-
ir okkar saman, sem ég hefði óskað
að yrðu miklu fleiri.
Élsku Dagmar mín Haraldsdótt-
ir. Þú gafst pabba þínum alla þína
ást og hann elskaði þig af öllu sínu
hjarta, sem var mjög stórt. Minn-
ingin sem hann á í þér er yndislega
falleg og ég veit að hann fann hana
alla daga alltaf.
Elsku Helga og Markús, Rann-
veig og Gústaf, Sigi-ún og Jón
Gunnar, börn og barnabörn. Hann
Halli elskaði ykkur öll og var
óskaplega stoltur af ykkur. Megi
Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Halli minn. Kysstu Döggu frá
okkur.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 669 1116, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGVAR FRIÐRIKSSON
bóndi,
Steinholti,
er lést miðvikudaginn 11. ágúst, verður
jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn
v- 28. ágústkl. 11.00.
Karólína Sigurborg Ingvarsdóttir, Alfreð Steinar Rafnsson,
Guðný Valgerður Ingvarsdóttir,
Friðrik Ingvarsson, Sigurbjörg Ásta Guðmundsdóttir,
Haukur Ingvarsson, Aðalheiður Sigurlín Óskarsdóttir,
Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir, Þráinn Skarphéðinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður og afa,
HELGA ENOKSSONAR
rafvirkjameistara,
Skúlaskeiði 42,
Hafnarfirði.
Helga Helgadóttir,
Heba Helgadóttir, Kristján ívar Ólafsson
og barnabörn.
í gegnum tárin geisli skín,
gleði og huggun vekur,
göfugandansáhrifþín,
enginn frá mér tekur.
(Erla)
P.S. Ég veit hvað þú vildir að ég
gerði.
Þinn besti vinur og tengdasonur,
Pétur Pétursson.
Elsku besti afi minn. Ég sakna
þín alveg rosalega mikið og ég vildi
óska að þú værir hérna. En ég veit
að þú ert hjá elskunni þinni, sem þú
hefur saknað svo lengi eins og ég
sakna þín. Mér þykir alveg ofboðs-
lega vænt um þig! Ég var að sjá
ljóð sem þú samdir um mig þegar
ég varð 14 ái-a og langar mig að
senda þér það ljóð til þín um þig:
Stjaman afi, skært hún skín
og sendir geisla bjarta,
þannig var ætíð ævi þín,
þú vermdir okkar hjarta.
(Haraldur/Tara)
Ég sakna þín svo mikið að það er
alveg ólýsanlegt. Ég fæ svo skrýtna
tilfinningu og mér finnst allt vera
svo tómt. Afsakaðu tárin, þau bara
flæða út um allt.
Æ afi! Það er svo erfitt að lifa án
þín og brandaranna þrnna og þess
sem þú kenndir mér. Ég gleymi því
aldrei, aldrei, aldrei... Þúsund, millj-
ón, trflljón þakkir fyrir að vera
svona góður afi, fyrir að hjálpa mér
þegar ég þurfti svo mikið á einhverj-
um að halda og fyrir að hafa ein-
hvern tfl að tala við. Þú hefur verið
tfl staðar allt mitt yndislega líf, en
núna allt í einu þá ertu bara floginn
á braut. Ég vona að þú komir tfl mín
í draumi og segir mér að það sé allt í
fína og að þér líði svo vel og hvernig
það sé að vera uppi í himnariki. Þú
veist hvað ég er forvitin!
Ég man að alltaf þegar þú hlóst
þá leið mér svo vel og ég faðmaði
þig og fannst þá lífíð vera svo full-
komið. Það voru alltaf allir í kring-
um mig að segja að ég væri svo
heppin að eiga svona góðan og
besta afann. Ef afi ársins væri val-
inn þá værir þú alltaf í fyrsta sæti!
Ég elska þig afi minn.
Þín ástkæra stelpa,
Tara Pétursdóttir.
Hvert blóm sem grær við götu mína
er gjöf frá þér.
A þig minnir allt hið fagra
sem augað sér.
Sól og jörð og svanir loftsins
syngjaumþig.
Hvert fótspor sem ég færist nær þér
friðar mig.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku afi, þú varst alltaf
skemmtilegur og góður. Ég mun
alltaf sakna þín. Passaðu þig á
„bönkernum" í Himnaríki. Þú
manst, afi.
Þinn afastrákur
Pétur Mar Pétursson.
Elsku Halli minn. Það er svo sárt
að hugsa til þess að eiga ekki eftir
að hitta þig aftur í þessu lífi, fá
kröftugt faðmlag frá þér og koss á
kinn.
Þú varst ekki bara tengdafaðir
Péturs bróður míns. Þú varst vinur
hans og félagi.
Þú varst ekki bara pabbi dætra
þinna fjögurra, Dagmarar, Helgu,
Sigrúnar og Rannveigar. Þú varst
vinur þeirra og félagi.
Þú varst ekki bara afi bama-
barnanna þinna. Þú varst vinur
þenra og félagi.
Þú varst ekki bara pabbi mág-
konu minnar. Þú varst vinur minn
og félagi.
Elsku Halli minn. Þú varst ein-
staklega góður og hlýr maður og ég
þakka fyrir að ég og fjölskylda mín
fengum tækifæri til að kynnast þér.
Allir sem kynntust þér fundu hlýj-
una þína. Guð varðveiti þig.
Elsku Dagmar og Pétur, Helga
og Markús, Sigrún og Jón Gunnar,
Rannveig og Gústaf, börn, barna-
börn og aðrir aðstandendur. Guð
styrki ykkur í sorginni.
„Fimmta stelpan þín,“
Margrét Rósa Pétursdóttir.