Morgunblaðið - 17.09.1999, Side 6

Morgunblaðið - 17.09.1999, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Islands, segir verðlagsþróunina áhyggjuefni Mjög mikilvægt að halda verðbólgunni í skefjum Morgunblaðið/Jim Smart Lennart Meri, forseti Eistlands, renndi meðal annars fyrir Iax í Rangá í gær ásamt eiginkonu sinni. Hún setti í vænan lax en missti hann. Fisk- arnir stukku hins vegar í kringum forsetann án þess að bíta á hjá honum. / Island traustur vinur í miðju Atlantshafi GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Ai- þýðusambands íslands, segir að það sé áhyggjuefni öðrum þræði hvað verðbólgan sé orðin há og Alþýðu- sambandið hafí haft uppi aðvörunar- orð í upphafí ársins um að ýmis teikn væru á lofti sem bentu til verð- lagshækkana. Hins vegar væri rétt að hafa í huga að tveir þættir réðu þarna mestu um, annars vegar hækkun á bensíni og olíu, sem stjómvöld gætu haft áhrif á, en rík- issjóður væri að hafa tekjur af hækkuninni langt umfram það sem gert hefði verið ráð fyrir við gerð fjárlaga. Hinn þátturinn væri veru- legar breytingar á fasteignaverði hér á höfuðborgarsvæðinu. Hvomg- ur þessara þátta væri hefðbundinn verðbólguvaldur hér á landi. „Síðan er því ekki að neita að það er kannski ekki síður áhyggjuefni að verð á matvælum hefur verið að hækka mjög mikið, jafnvel meira en nemur heildarhækkun vísitölunnar," sagði Grétar. Hann sagði að það væri eðhlegt að menn veltu fyrir sér skýringum í þessum efnum. Hann liti ekki þannig á að sjálfgefíð væri að tengsl væm á milli þessara hækkana og minni samkeppni á matvömmark- aði, en auðvitað vekti það athygli þegar á sama tíma gerðist annars vegar að það ættu sér stað umtals- verðar hækkanir á matvömverði og hins vegar að aðilum á þessum markaði fækkaði. Það ætti ekki að skaða neinn að það yrði skoðað hvort eitthvað væri hægt að skerpa á samkeppnislöggjöfinni. Erfítt að segja fyrir um áhrif Hann sagði erfitt að segja fyrir um það á þessu stigi hvaða áhrif auknar verðlagshækkanir kæmu til með að hafa á þá kjarasamninga sem framundan væm. Ekki lægi fyrir hvað ríkisstjómin hygðist fyrir í einstökum atriðum í þessum efn- um, þó fram hefði komið að tekið yrði á málinu við gerð fjárlaga. Hvernig það yrði nákvæmlega gert hefði ekki komið fram og myndi væntaniega ekki gera fyrr en fjár- Forseti Alþýðusam- bands Islands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af verðlags- þróuninni öðrum þræði og að mjög mikilvægt sé að halda verðbólg- unni í skefjum. lagafmmvarpið yrði lagt fram í byijun október. „Ég held að það séu fáir sem deila um það lengur að það er auðvitað mjög mikilvægt að halda verðbólg- unni í skefjum. Það er svo mikill ör- lagavaldur fyrir fólk á svo mörgum sviðum,“ sagði Grétar ennfremur. Hann sagði að fólk innan Alþýðu- sambandsins væri almennt tiltölu- lega sátt við síðustu kjarasamninga og hverju þeir hefðu skilað. Fólk væri hins vegar mjög ósátt við þá þróun sem átt hefði sér stað í kjöl- farið, þ.e.a.s. samninga ríkisins og margra sveitarfélaga við hluta af sínu fólki um annað og meira og í sumum tilvikum langtum meira en samið var um á almennum vinnu- markaði. Þetta væri að koma í ljós núna hvað varðaði kaupmáttarþróun hjá hinum ýmsu stéttum. Síðan væru þetta meginrök Kjaradóms fyrir ákvörðunum sínum. „Þetta er okkar fólk ákaflega ósátt við, ekki vegna þess að það sé eitthvað að öfundast yfir kjömm annarra, heldur hitt að það er bara þetta samhengi að það hefur áhrif á kjör annarra á vinnumarkaðnum þegar hlutimir gerast með þessum hætti,“ sagði Grétar. Hann nefndi sem dæmi að um tvö síðastliðin áramót hefðu velflest sveitarfélög sem ekki hefðu þegar verið komin með hámarksút- svarsprósentu fikrað sig í þá átt og jafnvel hefði verið fitjað upp á nýj- um gjaldaliðum. „Það er meðal ann- ars til þess að bregðast við ákvörð- unum sem hafa verið teknar í sam- bandi við gerð kjarasamninga. Þetta er ekki með jafn augljósum hætti hjá ríkinu, en í eðli sínu það sama,“ sagði Grétar. Kröfugerðir í næsta mánuði Hann sagði að þessi forsaga myndi örugglega hafa áhrif á gerð næstu kjarasamninga og myndi ekki verða td þess að auðvelda þá. Aðspurður hvort menn væru famir að huga að nýjum samningum, en þeir em yfir- leitt lausir um miðjan febrúar í vetur, sagði Grétar að auðvitað væru menn famir að undirbúa þá og væntanlega myndu kröfugerðir fara að líta dags- ins ljós í næsta mánuði. Hann gerði ráð fyrir að svipaður háttur yrði hafður á og í mörgum undangengn- um samningum, að í meginatriðum yrðu samningar á forræði hvers landssambands fyrir sig, auk ein- hven-a félaga sem sæju sjálf um sín mál. Hins vegar væri ekki búið að taka neinar ákvarðanir í þessum efn- um eftir þvi sem hann best vissi. Samtök atvinnulífsins vora stofn- uð á miðvikudaginn og sagði Grétar aðspurður hvernig honum litist á að auðvitað yrði reynslan að svara því hvemig samskiptin við hin nýju samtök atvinnurekenda yrðu. Fyrir- fram sæi hann enga ástæðu til að samskiptin yrðu eitthvað erfiðari en við þau samtök sem þama væra að sameinast. Grétar sagðist hafa hlýtt á orð forsætisráðherra á stofnfundi Sam- taka atvinnulífsins og þau hefðu vakið athygli hans. Aðvöranarorð hans og nýju samtakanna varðandi næstu kjarasamninga hefðu ekki komið honum á óvart. Hann liti nán- ast á það sem náttúralögmál að launafólk væri upplýst um það nokkram mánuðum fyrir kjara- samninga að það væri h'tið til skipt- anna. „Hins vegar sýnist mér að það standi eiginlega forsætisráðherra og ríkisstjóm nær að líta í eigin barm áður en lagðar era einhverjar línur fyrir launafólk á almennum vinnu- markaði um hvað það megi ganga langt,“ sagði Grétar ennfremur. OPINBERRI heimsókn forseta Eistlands, Lennart Meri, og Helle Meri, eiginkonu hans, lauk seint í gærkvöld. Meri sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri þakklátur íslensku þjóðinni og heimsóknin hefði sýnt honum og eistnesku þjóðinni að hér ætti hún vin sem á væri að treysta. „Heimsóknin hafði þýðingu að því leyti að við sáum hve traust- an vin við eigum hér í miðju Atl- antshafínu á brúnni milli Amer- íku og Evrópu. Hver einn og ein- asti íbúi Eistlands veit að Eist- land, Lettland og Litháen skulda íslendingum þakklæti fyrir þann stuðning sem þeir sýndu okkur þegar við börðumst fyrir sjálf- stæði okkar. Við munum aldrei gleyma því en nú lítum við til framtíðar og höfum miklar vænt- ingar til hennar. Ég vonast til þess að Islendingar heimsæki Eistland svo þeir geri sér grein fynrir að þar eigi þeir mjög góðan vin,“ sagði Lennart Meri í gær- kvöldi. Hljómsveitin Quarashi á æfíngu síðastliðið vor. Utgáfa smáskífu Quarashi á mbl.is MORGUNBLAÐH) á Netinu, mbl.is, og Quarashi gefa út nýjustu smá- skífu Quarashi á Netinu. Lagið er gefíð út á MP3-sniði, sem er vin- sælasta dreifíngarform á tónlist á Netinu í dag, að því er segir í frétta- tilkynningu. Gestir mbl.is geta sótt sér lagið frá hádegi og spilað á eigin tölvu með ókeypis hugbúnaði eða brennt það á disk hafí þeir aðgang að geisladiska- brennara. Einnig má sækja umslag smáskífunnar, prenta út og setja í hylki geisladisksins. Þetta verður í fyrsta sinn sem útgáfu lags er þannig háttað hér á landi, en líklegt verður að teljast að fjölmargir eigi eftir að fara sömu leið. Yfirlýsing frá framleiðendum Holtakjúklings vegna kamphylobaktersýkinga Unnið gegn mengun- inni frá því í mars UMGENGNISREGLUR í kjúklingabúum Holtakjúklings hafa verið hertar til muna til þess að vinna bug á kamphylobakter meng- un sem upp kom í búunum. I yfirlýs- ingu frá framkvæmdastjóra Reykja- garðs segir að strax í mars hafi verið hafist handa við að vinna gegn kamphylobaktermengun í búum fyr- irtækisins, um leið og stjórnendur fyrirtækisins gerðu sér grein fyrir vandanum. Hér á eftir fer yfirlýsing Bjama Ásgeirs Jónssonar, framkvæmda- stjóra Reykjagarðs hf.: ,fyð gefnu tilefni vill Reykjagarð- ur hf., framleiðandi Holtakjúklings í Mosfellsbæ og á Asmundarstöðum í Ásahreppi, koma á framfæri eftirfar- andi athugasemdum. Því miður hefur kamphylobakt- ermengun komist inn í kjúklinga- ræktun á Islandi eins og gerst hefur í nágrannalöndum okkar. Okkur þykir miður að neytendur hafi orðið fyrir óþægindum af völdum kamp- hylobaktermengunar. Vitað hefur verið um kamp- hylobaktermengun í umhverfinu á Islandi í langan tíma. í mars síðast- liðnum var hafist handa við að leita orsaka kamphylobaktermengunar á búinu. Við gerðum okkur grein fyrir vandanum og gripum strax til að- gerða, þ.e. áður en fjölmiðlar hófu að fjalla um málið. Nú þegar hefur náðst umtalsverður árangur. Mark- miðið er að uppræta mengunina á búinu sem allra íyrst. Unnið er í nánu samstarfi við dýralækna, Sýni ehf., rannsóknarþjónustu og erlenda sérfræðinga. Losun úrgangsefna tekin fastari tökum Byrjað var á því að kanna hvaðan mengunin kemur og unnið er að því að finna leiðir til að koma í veg fyrir að hún berist í kjúklingahúsin. Sýni sem tekin era reglulega gefa ótví- ræða vísbendingu um að starf það sem unnið hefur verið í hreinlætis- og mengunarvarnamálum hefur skil- að árangri. Kerfið sem notað er við þrif á húsunum og umgengni við kjúklingana til varnar salmonellu- mengun er mjög strangt. Sýnt þykir að sama kerfi dugar ekki gegn kamp- hylobakter. Því hafa allar umgengn- isreglui- verið hertar til mikilla muna. Losun úrgangsefna hefur verið tekin fastari tökum í samvinnu við Gámastöðina ehf. í stað stórra gáma sem áður vora notaðir undir úrgang eru notaðir minni plastgámar. Þeir era losaðir og sótthreinsaðir þrisvar í viku. Gámarnir era klæddir að inn- an með plastdúk sem kemur í veg fyrir að úrgangurinn snerti þá. Enn- fremur hefur innra hreinlætiseftirlit verið hert til muna til þess að stöðva smitleiðir. Reykjagarður hf. rekur háþróaða og tæknivædda kjúklingaframleiðslu. Gæði íslenska kjúklingakjötsins eru meiri en víðast hvar erlendis. Það er stefna okkar að framleiðsla búsins verði áfram jafnvinsæl og eftirsókn- arverð matvara og fram að þessu. Kjúklingaframleiðsla á íslandi hefur orðið fyrir tímabundnu áfalli og við fullvissum neytendur um að allt sem í okkar valdi stendur verður gert til þess að leysa vandamálið."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.