Morgunblaðið - 17.09.1999, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Möguleikhúsið
með þrjú ný
barnaleikrit
Snuðra og Tuðra verða á leikferð um Austurland í haust.
Möguleikhúsið er nú að hefja
tíunda Ieikár sitt, en síðasta
leikár var eitt hið aðsóknar-
mesta í sögu Ieikhússins, að
sögn aðstandenda þess, en alls
voru áhorfendur um 18.000
talsins. „Að venju einskorðar
leikhúsið sig við sýningar fyrir
áhorfendur af yngri kynslóð-
inni og verður boðið upp á sjö
mismunandi sýningar, þrjár
frumsýningar og fjórar frá
fyrra leikári," segir Pétur Eg-
gerz höfundur, leikstjóri og
leikari í Möguleikhúsinu.
„Leikárið hefst á Ieikferð um
Austurland með barnaleikritið
Snuðru Og Tuðru, sem sýnt
var á siðasta leikári við miklar
vinsældir. Leikritið er byggt á
sögum Iðunnar Steinsdóttur
um systurnar Snuðru og
Tuðru. Sýningar eru nú þegar
orðnar rúmlega 120 talsins og
er þegar orðið fullbókað á 20
sýningar í leik- og grunnskól-
um á Austurlandi. Leikarar í
sýningunni eru Drífa Amþórs-
dóttir og Helga Vala Helga-
dóttir, sem tekið hefur við
hlutverki Tuðru. Leikstjóri og
höfundur leikmyndar er Bjarni
Ingvarsson, Katrín Þorvalds-
dóttir sá um búninga og brúðu-
gerð og tónlist er eftir Vil-
hjálm Guðjónsson,“ segir
Pétur.
Langafí prakkari
Fyrsta frumsýning leikársins
er Langafí prakkari sem er
leikrit eftir Pétur Eggerz
byggt á sögum Sigrúnar Eld-
járn. „Langafi hennar Onnu er
alveg ofsalega skemmtilegur.
Hann passar hana alltaf á dag-
inn þegar pabbi hennar og
inamma era í vinnunni. Þá
gera þau ýmislegt skemmtilegt
saman. Þau skoða mannlífið,
baka drullukökur, veiða lan-
gömmur og fleira skemmti-
Iegt,“ upplýsir Pétur Eggerz
sem jafnframt leikstýrir sýn-
ingunni. Leikarar eru Bjarni
Ingvarsson og Hrefna Hall-
grímsdóttir, búninga gerir
Katrín Þorvaldsdóttir og tónl-
ist er eftir Vilhjálm Guðjóns-
son.
f lok nóvember frumsýnir
Möguleikhúsið nýtt jólaleikrit
sem heitir Jónas týnir jólunum.
„Hér er um að ræða fjöruga
jólasýningu ætlaða 2ja til 9 ára
böraum. Þar segir frá Jónasi
sem situr við tölvuna sína á að-
fangadag, eins og hann gerir
raunar alla daga ársins. Hann
er svo upptekinn af því sem
hann er að fást við að hann má
ekki vera að því að halda jól.
Himinþöll jólaengill er send af
stað frá jólastjörnunni til að
kanna hvort nokkur sé að
gleyma að halda jólin. Þegar
hún kemur til Jónasar þarf hún
að ná athygli hans og hjálpa
honum að finna jólin í hjarta
sér. Það reynist erfiðara en
það virðist í fyrstu, segir Pétur
sem er höfundur og annar leik-
enda í sýningunni ásamt
Hrefnu Hallgrímsdóttur. Leik-
stjóri er Bjarni Ingvarsson.
Frumsýna Völuspá
„Síðasta frumsýning leikárs-
ins verður Völuspá í nýstár-
legri leikgerð Þórarins Eld-
járns. Völuspá er jafnan talin
eitt merkasta kvæði forn-
bókmenntanna og birtir sýn
inn í hina mögnuðu heimsmynd
norrænnar goðafræði. Kvæðið
hefur þó löngum þótt torskilið
á köflum og ekki verið talið
fýsilegt til fiutnings fyrir börn.
Hér er leitast við að gera efni
kvæðisins aðgengilegt og lif-
andi um leið og ýmsar vísanir
sem þar er að finna verða nýtt-
ar til að veita áhorfendum sýn
inn í hinn ævintýralega goð-
sagnaheim,“ segir Pétur sem
sér um flutninginn ásamt tónl-
istarmanni. Leikstjóri er Peter
Holst, sem kemur sérstaklega
frá Danmörku til að leikstýra
sýningunni. „Völuspá er fyrsta
sýningin á 10 ára afmælisári
Möguleikhússins og er unnin í
samstarfi við Listahátíð í
Reykjavík og Reykjavík Menn-
ingarborg Evrópu árið 2000.
Auk Snuðru og Tuðru verða
þrjár sýningar teknar upp frá
fyrra leikári; Einar Áskell læt-
ur sjá sig í takmarkaðan tíma í
október, boðið verður upp á
sýningar á Hafrúnu fyrir skóla
og jólaleikritið Hvar er Stekkj-
arstaur? verður á ferðinni í
desember. Einnig verður boðið
upp á tónleika fyrir börn, en
þeir verða kynntir nánar síð-
ar,“ segir Pétur Eggerz hjá
Möguleikhúsinu.
Einkamál og myndmál
Ljóðatónleikar
í Stykkishólmi
BJÖRG Þórhallsdóttir sóprans-
öngkona og Daníel Þorsteinsson
píanóleikari halda ljóðatónleika í
Stykkishólmskirkju í kvöld, föstu-
dag kl. 20.30 og í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði á sunnudaginn 19. sept-
emþer kl. 17.00.
A efnisskránni er eingöngu
trúarleg tónlist sem spannar yfir
300 ár í tónlistarsögunni. Meðal
höfunda eru Árni Thorsteinsson,
Sigvaldi Kaldalóns, Jón Leifs,
HAndel, Schubert, Dvorák, Barber
og Copland.
Björg og Daniel fluttu sömu efn-
isskrá við setningu Kristnihátíðar á
íslandi á Kirkjulistaviku í Akureyr-
arkirkju sl. vor.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Oðuntv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
BÆKUR
Ljóðaörsögur
KVEDDU MIG
Eftir Davíð Stefánsson. Nykur
1999.
KVEDDU MIG er önnur bók Da-
víðs Stefánssonar, sem sendi frá
sér ljóðabókina Orð sem sigra
heiminn fyrir þremur árum. Hér
er um að ræða bók í smáu broti
(réttnefndu vasabroti) sem skipt-
ist í tvo meginhluta; í fyrri hluta
eru ljóð og seinni hlutinn samans-
tendur af 27 örsögum.
Það sem einkennir texta bókar-
innar framar öðru er afar pers-
ónuleg tjáning. Bæði ljóð og prós-
ar hafa mælanda sem talar í 1.
persónu og eru sett upp sem áv-
arp til 2. persónu. Þetta „ég-þú“
samband sem allur textinn bygg-
ist á veldur því að reynslan sem
lýst er verður á stundum eins og
einkamál mælanda og viðmæl-
anda sem ekki er alltaf auðvelt
fyrir lesandann að tengja sig við.
Annað einkenni á texta Davíðs
er að hann er fremur einfaldur,
höfundur virðist forðast að nota
myndmál og líkingar eru ílestar
beinar og augljósar. Þar sem ljóð-
formið er framar öðru form
myndrænnar tjáningar er ekki
laust við að einfaldleiki textans
leiði til ákveðins litleysis í þeirri
ljóðrænu tjáningu sem hér er á
ferðinni:
þú
sem
segist lifa
þú
sem þorir
að gera
án þess að hugsa
Öll ljóð fyrri hluta bókarinnar
eru í þessu formi, þ.e. viðmæla-
ndinn er ávarpaður og á eftir
kemur fullyrðing, hugsun eða lýs-
ing á „þér“ eða „mér“. Stöku sinn-
um tekst þó að hefja textann upp
úr hinu hversdagslega máli og
frjóvga hann með skemmtilegum
myndum:
þú
ert marr
mitt í snjó
þú
ert hnefi
í borð
þú
ert högg
mittájörð
Örsögur síðari hluta skiptast í
tvo kafla. Sá fyrri nefnist „Hér er
ég“ og hefur að geyma 24 sögur
sem flestar fjalla um samband
tveggja, um upphaf og endalok,
um góðar stundir og aðrar verri.
Eins er með þessa texta og ljóð
fyrri hlutans að flestir lýsa þeir
einkareynslu sem ekki er auðvelt
að tengja sig við. Áhrifamesti
textinn hér er sá sem fremst
stendur og nefnist „Skrámur".
Hann er falleg ástarjátning föður
til dóttur sinnar. Síðari hluti ör-
sagnanna ber sama titil og bókin,
Kveddu mig, og samanstendur af
þremur stuttum samtölum, á milli
konu og karls, karls og konu, og
tveggja karla. Sá fyrsti ber af hin-
um og einmitt fyrir það sem bók-
ina í heild skortir, ríkt myndmál:
... Ég get lagst afturábak í sóf-
ann og teygt tærnar til þín og þú
getur líkt þeim við páfuglsfjaðrir
eða góða spilahönd. Ég get sýnt
þér iljar mínar og þú munt sjá þar
sandöldur og lágreist klettabelti;
þröng gil og nýsleginn grashól. Ef
þú biður um skal ég reisa mig upp
svo stinn brjóst mín minni þig á
spælegg eða jarðarber og súkkul-
aði...
Davíð Stefánsson (hinn nýi)
ætti að leyfa sér meiri dirfsku í
myndmálssköpun því þar sem
texti hans er bestur í þessari bók
kemur glöggt fram að hann hefur
hana á valdi sínu. Einfaldleikinn
er vandmeðfarinn og verður að
hefja sig yfír hið hversdagslega til
að hitta í mark.
Soffía Auður Birgisdóttir
Gunnar Gránz með eitt
verka sinna.
Haustsýn-
ingin I lok
aldar í Eden
NÚ stendur yfir myndlistarsýning
Gunnars Gránz alþýðulistamanns í
Eden í Hveragerði. Þar sýnir
Gunnar 50 verk í litum og formi úr
listasmiðju sinni. Þessa sýningu til-
einkar hann nýrri öld með von um
gott gengi íslensku þjóðarinnar,
segir í fréttatilkynningu.
Verk eftir Kolbrúnu S. Kjarval
Kolbrún S.
Kjarval sýnir í
Stöðlakoti
KOLBRÚN S. Kjarval opnar
sýningu á leirmunum í Stöðla-
koti við Bókhlöðustíg á morgun,
laugardag kl. 15. Kolbnín hefur
unnið í leir síðastliðna áratugi
og rekur nú eigin vinnustofu að
Ránargötu 5. Hún hefur einnig
stundað kennslu og kennir nú
við Myndlistarskólann í Reykja-
vík. Kolbrún hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga og haldið
nokkrar einkasýningar hér
heima og erlendis.
Sýningin stendur til 3. október
og er opin alla daga frá kl. 14-
18.
LISTMUNAUPPBOÐ
SUNNUDAGSKYÖLDIÐ 19. SEPTEMBER KL. 20.00 Á HÓTEL SÖGU
VINSAMLEGA KOMIÐ OG SKOÐIÐ VERKIN í GALLERÍI FOLD, RAUÐARÁRSTÍG 14,
í DAG KL. 10.00-18.00, Á MORGUN KL. 10.00-17.00 EÐA Á SUNNUDAGINN KL. 12.00-17.00.
SELD VERÐA UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA
ART CALLERY
Rauðarárstíg 14,
sími 551 0400.