Morgunblaðið - 17.09.1999, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BRIDS
Umsjún Arnúr G.
R a g n a r s s o n
Úrslit í bikarkeppni
Bridssambandsins
UNDANÚRSLITIN í bikarkeppni
Bridssambandsins verða spiluð á
morgun, laugardag. Þá mætast
sveitir Stillingar og Strengs annars
vegar og sveit Landsbréfa og Jó-
hannesar Sigurðssonar hins vegar.
Spilaðar eru fjórar 12 spila lotur.
Úrslit verða spiluð á sunnudag,
fjórar 16 spila lotur. Sýningartafla
verður í gangi alla helgina og áhorf-
endur hvattir til að fjölmenna.
Spilamennska hefst kl. 11.00 báða
dagana. Keppnisstjóri verður Jakob
Kristinsson.
Brldsdeild FEBK
Bridsdeild FEBK, Gullsmára 13,
spilaði tvímenning mánudaginn 11.
september. Tuttugu pör mættu til
leiks. Keppnisstjóri var Hannes AI-
fonsson. Efst voru:
N.S.:
Dóra Friðleifsd. - Guðjón Ottósson 225
Guðraundur Pálss. - Kristinn Guðmundss. 215
Auður Jónsd. - Bjami Guðmundsson 184
AV.:
Jóhanna Jónsd. - Magnús Gíslason 225
Sigrún Sigurðard. - Guðm. Þorgrímss. 199
Stefán Jóhannsson - Halldór Jónsson 178
Bridsfélag Akureyrar
Vetrarstarf félagsins hófs þriðju-
daginn 14. sept með tveggja kvölda
tvímenningi.
Sextán pör mættu á þetta fyrsta
mót vetrarins. Eftir fyrra kvöldið
eru Grettir Frímannsson og Pétur
Guðjónsson efstir með 214. Svein-
bjöm og Hans Viggó eru í öðm sæti
með 191 og jafnir í 3.-4. sætieru
annars vegar Gylfi og Helgi en hins
vegar Haukur og Pétur J. með 185.
Næsta mót er Greifatvímenning-
ur og hefst það 27. sept.
Mörkinni 6 • Sími 588 5518
Nýjar vörur
Leðurjakkar 2siddir-st3&42
Pelsjakkar
Kápur
Úlpur
Ullarjakkar stórarstærðir
Hattar og húfur
SKÓLASKÓR FRÁ
KangaROOS
Hlýir flottir, sterkir,
með TEX-vatnsvarnarfilmu
Tegund: Shock
Litir: Rauðir og svartir
Stærðir: 30-40
Verð frá kr. 5.495
DOMUS MEDICA
við Snorrabraut - Reykjavík
Sími 551 8519
STEINAR WMGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Reykjavík
Sími 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Gjaíavara — malar og kaffistell.
Állir veróílokkdr.
Gæðavara
Heimsfrægir hönnuöir
m.a. Gianni Versace.
P VERSLUNIN
Lnngavegi 52, s. 562 4244.
PP
&CO
ÞAKVIÐGERÐAREFNI
A -ÞOK - VEGGI - GOLF
Rutland þéttir,
bætir og kætir
þegar þakið
fer að leka
Rutland er einn
helsti framleiðandi
þakviðgerðarefna í
Bandaríkjunum
Veldu rétta efnið - veldu Rutland!
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 5681100
I' DAG
VELVAKAJMPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
„Þúsöld“
í RÚMA viku hef ég
reynt að venja mig við og
melta tillögur um götu-
nöfnin á Grafarholti, sem
birt hefur verið alþjóð, en
ég er jafnóánægð, hvernig
sem ég reyni. Það er eink-
um hin ábúðamikla „Þús-
öld“ sem bögglast fyrir
brjósti mínu. Reyndar var
það nú svo, þegar ég
heyrði fréttamann sjón-
varps lesa þetta upp og ég
var eitthvað að bjástra, að
mér heyrðist hann segja
„húsönd“ og hugsaði
snöggt að þetta yrði víst
sannkallað Andríki, hverf-
ið á ég við, og kennt svo
við ýmsar fleiri andateg-
undir en heyrði svo út-
skýringuna og féll frá
þessari villu.
Eitthvað finnst mér
hjákátlegt að hugsa til
fyrirsagna í fréttum á
þessa leið: „Harður
árekstur á Þúsöld“ eða
„Loka varð Þúsöld í gær
vegna...“ Ég get svosem
látið hinar nafngiftirnar í
friði, enda veit ég af
reynslu að fólk kærir sig
kollótt um við hvem eða
hvað nöfn gatna eru
kennd er frá líður, en mér
finnst gengið framhjá
Þorgeiri Ljósvetninga-
goða í þessu sambandi.
Ég er fædd og uppalin í
jaðri þessa holts, á þar
ótal spor í leik og starfi og
er ekki alveg sama um af-
drif þess.
Mér datt si svona í hug
hvort hverfið nýja gæti
bara ekki kallast Alda-
mótahverfi og aðkomugat-
an Aldamótabraut, nú
þegar Aldamótagarðarnir
við Vatnsmýrina em ekki
lengur til og ekki nafngift-
in heldur. Þá sleppum við
því að steypa eða malbika
„Þúsöldina“.
Kristrún Hreiðarsdóttir,
Sólheimum 27.
Blöskrar áherslur
sjónvarps
OFT hefur mér blöskrað
áherslur sjónvarpsstöðv-
anna í fréttaflutningi.
Sjaldan þó eins og sl.
laugardag þegar fyrstu 10
mínútur frétta ríkissjón-
varpsins vom notaðar til
að fjalla um það að eitt
sparklið landsins slysaðist
til að vinna eitt af þeim
bikar- eða Islands- eða
meistaramótum sem lík-
lega era í gangi. Síðan var
notuð 1 mínúta til að segja
frá stærsta eiturlyfja-
smygli sem upp hefur
komist hérlendis.
Ég held að þeir hjá
Sjónvarpinu ættu að horfa
á nokkra fréttatíma í BBC
og reyna að læra eitthvað.
Ragnhildur
Kristjánsdóttir.
Tapað/fundið
fþróttataska týndist
í Hraunbæ
ÁSDÍS sem er 10 ára
missti íþróttatöskuna sína
á gangstétt við Hraunbæ,
nálægt Árbæjarskóla,
mánudaginn 4. septem-
ber. Taskan er svört og
gul með myndum, frekar
lítil. í henni var nýr sund-
bolur og handklæði ásamt
tómu gleraugnahylki.
Sundbolurinn er grænn
með hvítum og gulum
blómum og á honum er
pils. Það sást til konu á
rauðum bíl stoppa og taka
töskuna og er hún beðin
um að hafa samband í
síma 567 8926.
Dýrahald
Fress týndist
í Garðabæ
DÖKKUR fress með ljósu
hringmunstri og háa hvíta
sokka á afturfótum og
lága hvíta á framfótum
týndist í Garðabæ sl.
föstudag þar sem hann
var í pössun og ratar hann
því ekki heim. Hann er
ómerktur. Þeir sem hafa
orðið varir við hann hafi
samband í síma 565 6541.
Kettlingar fást gefins
ÞRÍR gullfallegir 8 vikna
kettlingar fást gefins á
góð heimili. Tveir þeirra
em kolsvartir, en hinn er
svartur með hvítar dopp-
ur. Upplýsingar í síma
699 6746.
sumar. David Marciano
IZ (2.525) hafði hvítt og átti
L3KVrI. J.V leik gegn Y. Benitah
-------------------- (2.380).
IJmsjón Margeir 29. Rf5! - exf5 30. Rxg6+ -
Pétnrsson Rxg6 31. Hxe7 - Rxe7 32.
Dc7 - Hc6 33.
Dd8+ - Rg8 34.
g3 - Hc2 35. b4 -
Hd2 36. Dxd5 - f4
37. gxf4 - Hd3 38.
a4 - Ha3 39. a5 -
b6 40. Dd8 - bxa5
41. bxa5 - Ha4
42. f5 og svartur
gafst upp.
Undrabarnið
Etienne Bacrot
sigraði á mótinu,
en Marciano varð
annar. Joel Lauti-
er, stigahæsti
skákmaður
STAÐAN kom upp á Frakka, varð að sætta sig
franska meistaramótinu við fimmta sætið að þessu
sem fram fór í Besancon í sinni.
HÖGNI HREKKVÍSI
~ l/fltu p/ey/wo- f>€ssa/t fU/gu -?'
Hvítur leikur og vinnur.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJI las nýlega athyglis-
vert viðtal við forstjóra Össur-
ar hf., sem framleiðir gervilimi.
Fyrirtækið mun vera í fremstu röð í
heiminum í sinni grein og ljóst að
það er hugvitið, sérþekkingin, sem
því veldur en ekki einhverjar
óvenjulegar aðstæður eða náttúm-
auðæfi hér.
Ef einhver efast um að þetta sé
rétt lýsing á stöðu fyrirtækisins á
heimsmarkaði er nóg að benda á
frásögn forstjórans af iðnaðamjósn-
um sem uppgötvuðust fyrstu dag-
ana eftir að Össur flutti í nýtt hús-
næði í fyrra. Engin tjöld vom enn
þá fyrir gluggunum. Óþekktur ljós-
myndari var dögum saman á lóðinni
og tók fjölda mynda af því. Ástæð-
an? Þegar málið var kannað kom í
ljós að maðurinn hafði verið sendur
hingað til lands af bandarískum
keppinaut Össurar til að „fiska“ at-
vinnuleyndarmál.
Þótt þessar aðferðir séu ekki til
fyrirmyndar í viðskiptum er líkiega
skynsamlegra fyrir okkur að líta á
atvikið sem jákvætt teikn um að við
getum fleira en að veiða fisk og
eyða um efni fram.
xxx
LEIKURINN við Makedóníu-
menn (Víkverja finnst það
kjánalegt að kalla þjóðina Ma-
kedóna) á sunnudaginn var spenn-
andi, fram á síðustu mínútur virtist
allt geta gerst. Jafnvel þeir sem
finnst allur annar bolti en fótbolti
vera vandræðaleg eftirlíking gátu
hrifist með. Vonandi tekst Þorþirni
og mönnum hans að halda sínum
hlut í útileiknum.
En það var annað sem vakti at-
hygli og gerði Víkverja svolítið
gramt í geði. Auglýsingar á keppn-
isstað eru óhjákvæmilegar en ein-
hvers staðar verður að staldra við.
Flennistórar auglýsingar em mál-
aðar á gólf salarins. Nú sjáum við
líka auglýsingar sem þekja alla hlið-
ina á heilum strætisvagni, með
tæknibrellum em meira að segja
rúðurnar hluti af myndinni. Auglýs-
ingar eru áreiti og þegar þær era
orðnar svona fyrirferðarmiklar
kemur að því að einhverjir fá nóg og
meira en það.
Sums staðar í Bandaríkjunum er
hart deilt á þá sem raða risastórum
skiltum upp við þjóðvegina og
hindra þannig vegfarendur í að sjá
annað en hvatningar frá framleið-
endum gosdrykkja og sælgætis.
Landslagið er gert að homreku.
Kannski er það ekki annað en nöld-
ur að benda á að við getum verið að
hafna í ófæm.
Víkverji ætlar samt að vera leið-
inlegur og endar kannski sem nátt-
tröll. En hann vill fá frið stöku sinn-
um fyrir kaupmennskunni og segir
eins og tröllin við Guðmund biskup
góða þegar hann vígði bergið í
Drangey: „Vígðu nú ekki meira,
Gvendur, einhvers staðar verða
vondir að vera.“
xxx
EINN af viðmælendum Víkverja
rakst á áþreifanlegt merki um
að verðbólgan er að hnykla
vöðvana. Hann fór á bensínstöð til
að kaupa sér ryðleysi og á hillunni
var verðið: 160 krónur. En þegar
hann hugðist greiða fyrir vörana
sýndi tölvan allt annað verð, nefni-
lega 200 krónur. Brúsinn var nú
skoðaður í krók og kring og þá
fannst á honum lítill miði með
þriðju útgáfunni, 185 krónum!
Þegar viðskiptavinurinn yfirgaf
staðinn heyrði hann afgreiðslumann
brýna fyrir félaga sínum að hann
yrði að muna að breyta alltaf sam-
tímis verðinu á öllum þrem stöðum.
Verst er að eftir nokkurra ára
sælutíð í þeim skilningi að verð-
breytingar hafa verið sáralitlar eða
jafnvel niður á við erum við neyt-
endur komnir úr æfingu. Við erum
ekki lengur á varðbergi og þess
vegna er stundum hægt að lauma
hækkunum að án þess að við tökum
strax eftir því.