Morgunblaðið - 17.09.1999, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 59
FÓLK í FRÉTTUM
FJÖLHÆFNI söngkonunnar,
dansarans og leikkonunnar
Jennifer Lopez er síst eindæmi.
En það sem fádæma þykir er
hversu farsæld hennar er mikil
í öllum þessum listgreinum.
Óhætt er að segja að ijöldinn
allur af listamönnum hefur
fengist bæði við tónlist og kvik-
myndaleik en fáir hafa komist
með tærnar þar sem Lopez hef-
ur hælana. Sú staðreynd, að
hún er svo að segja nýliði á báð-
um sviðum, gerir velgengni
hennar jafnvel enn eftirtektar-
verðari en ella.
Byrjaði að dansa
á unga aldri
Lopez er fædd í Bronx-hverf-
inu í New York 24. júlí 1970.
Ung að aldri ákvað hún að
stefna á skemmtanaiðnaðinn og
strax á leikskólaaldri fór hún
að læra dans. Alveg fram á
unglingsár deildi Lopez kröft-
Jennifer Lopez eru
allir vegir færir
um sinum milli kaþólska skól-
ans sem hún gekk í og smárra
hlutverka í hverfisleikhúsum
þar sem hún tók þátt í upp-
færslum sýninga á borð við
Oklahoma og Jesus Christ
Superstar. Framlag hennar til
leikliússins gerði henni einnig
kleift að ferðast til útlanda og
leika og syngja í ýmsum söng-
leikjum í Japan og Evrópu.
Undir lok unglingsáranna
kom Lopez oft fram sem dans-
ari í hipp-hopp tónlistarmynd-
böndum. Fyrsti vendipunktur-
inn á ferli hennar varð hins
Nr. vor • vikuri Diskur i Flytjandi i Útgefandi
1. NÝ i 2 i Live Aus Berlin : Rommstein : Universal
2. 1 1 14 i Ágætis byrjun ! Sigurrós i Smekkleysa
3. 2:14: Pottþétt 16 : Ýmsir | Pottþétt
4. 5 16: Notting Hill i Úr kvikmynd i Universal
5. 4 : 6 : A Little Bit o( Mambo i Lou Bega i BMG
6. 3 i 8 J Kondí fíling i Tvíhöfði i Fínn miðill
7. 7 i 12 i Significunt Other i Limp Bizkit i Universal
8. 14 i 4 i Bluck Cat, White Cat ; Úr kvikmynd i Universal
9. 6 i 33 i My Love Is Your Love 1 Whifney Houston ÍBMG
10. 10 i 12 i Matrix 1 Úr kvikmynd ! Warner
11. 9:14: Californication i Red Hot Chili Peppers i Warner
12. 11 : 12: Ricky Martin i Ricky Martin i Sony Music
13. 26 i 8 i Landkönnuðir i Gunni & Felix i Skifan
14. 8 i 10 ; Svona er sumarið 99 i Ýmsir i Skífan
15. 12 i 43 i Sehnsucht ; Rommstein i Universal
16. 25 i 40 i Miseducation of Lauryn H II i Lauryn Hill ; Sony
17. 28 i 28 i Fanmail ÍTLC i BMG
18. 13 i 14 i Skítamórall 1 Skítamórall i Sepfember
19. 29 i 8 ! On The 6 ! Jennifer Lopez : Sony
20. 17 ! 12 : Surrender ! Chemical Brothers : EMI
21. 19 : 10 : Britney Spears i Britney Speors i EMI
22. 18 ; 14 i Litla hryllingsbúðin i Úr söngleik i Skífan
23. 24 i 4 i Juxtapose i Tricky - DJ Muggs i Universal
24. NÝ i 2 i Machine He-The Burning Red i Machine Head : Roadrunner
25. NÝ i 2 i Slipknot-Silpknot Digi : Slipknot ! Roadrunner
26. 38 i 2 i l've Been Expecting You : Robbie Williams : EMl
27. NÝ : 2 : Simple Pleasure 1 Tindersticks : Universal
28. 31 1 2 : Writings on the Wall ! Destinys Child i Sony
29. 20 : 8 : Ladies Only - Various i Various _[BMG
30. 23 : 10 : No Boundaries (Kosovo Benefil Albumji Ýmsir iSony
Unnið of PricewaterhouseCoopers í samstorfi við Sombond hljómplötuframleiðenda og Morgunbloðið.
Fjölhæfnl Lopez þykir með ein-
dæmum en hún er vinsæl söng-
kona, þekkt leikkona og fær
dansari.
vegar 1991 þegar hún tók þátt í
áheyrnarprófí og var valin einn
af dönsurum í hinn vinsæla
bandaríska sjónvarpsskemmti-
þátt, In Living Color. Vinsældir
þáttanna auðvelduðu Lopez að
koma sér á framfæri og fékk
hún smáhlutverk í hinum ýmsu
sjónvarpsþáttum.
Útgeislun Lopez vekur athygli
Áður en leið á löngu voru
kvikmyndaleikstjórar og fram-
leiðendur farnir að gefa Lopez
auga og veita athygli útgeislun
hennar á sjónvarpsskjánum og
upp úr því fóru tilboðin að
streyma inn.
Hún lék á móti Jimmy Smits í
myndinni Mi Familia árið 1995
og ásamt Woody Harrelson og
Wesley Snipes í Money Train.
Það var þó ekki fyrr en hún
fékk aðalhlutverkið í kvik-
myndinni Selena, sem byggð er
á ævi suður-amerískrar söng-
konu sem myrt var við dyr al-
heimsfrægðar einungis 23 ára
að aldri, að hjól Lopez fóru að
snúast. Samningurinn hljóðaði
upp á eina milljón dollara, eða
sjötíuogþijár milljónir íslenskra
króna, sem var hæsta upphæð
sem leikkona af suður-amerísk-
um ættum hafði hlotið fyrir
kvikmyndaleik.
Upp frá þessu tók hún að sér
hlutverk í kvikmyndunum
Anaconda, Blood and Wine, U-
Turn og Out of Sight. Hlutverk
hennar í Selenu hafði hins veg-
ar kynt undir tónlistaráhuga
Jennifer Lopez tekur á móti
verðlaunum fyrir leik sinn í
kvikmyndinni Out of Sight í
aprfl síðastliðinn.
hennar og staðráðin í því að
feta í fótspor átrúnaðargoða
sinna, Diönu Ross, Barbru
Streisand og Ritu Moreno,
ákvað hún að leggja sig alla
fram við að þroska hæfileika
sína.
í viðtali í tímaritinu Ocean
Drive segir hún: „Ég vissi að
mig langaði til að syngja, dansa
og leika - það var draumur
minn. Ég byrjaði á því að
syngja og dansa, en þá tók leik-
ferillinn algjörlega við, það
bara æxlaðist þannig. Þegar ég
var að leika í Selenu hugsaði
ég, „Guð, hvað ég sakna þess
að vera ekki að syngja og
dansa og deila því með öðru
fólki.“„
Náði platínusölu
á tveimur mánuðum
Jennifer Lopez gerði síðan
samning við Sony hljómplötu-
fyrirtækið sem veitti henni tölu-
vert listrænt frelsi. Á síðasta
ári hóf hún að vinna að fyrstu
hljómplötu sinni sem kom út í
júní s.l. og ber nafnið On the 6.
Platan náði platínusölu einung- '*
is tveimur mánuðum eftir að
hún kom út en titilinn fékk
Lopez að láni frá neðanjarðar-
lestinni sem flutti Lopez og
móður hennar frá Bronx til
Manhattan.
On the 6 er nú í 19. sæti á
Tónlistanum íslenska og hefur
fært sig upp um 10 sæti frá því
í síðustu viku. Meðal þeirra sem
aðstoðuðu hana við gerð plöt-
unnai' eru Emilio Estefan, Rod-
ney Jenkins og Sean „Puffy“
Combs en hún hefur verið
sterklega orðuð við hinn síðast-
nefnda að undanförnu.
Lopez fékk íjölmargar til-
nefningar á MTV-verðlaunahá-
tfðinni nú fyrir skömmu þrátt
fyrir að hafa ekki hlotið sigur
úr býtum í neinum flokki.
Síðastliðið vor var hún sæmd
verðlaunum suður-amerískra
listamanna fyrir hlutverk sitt í
kvikmyndinni Out of Sight.
Lopez hefur fengið nokkuð
að fínna fyrir ágangi gulu
pressunnar að undanförnu. Eft-
ir gerð myndarinnar um Sel-
enu, giftist hún Ojani Noa sem
var þjónn á kúbverskum veit-
ingastað Gloriu Estefan á Mi-
ami. Hjónaband varð þó ekki
langlíft, enda skildu þau innan
árs.
Eftir skilnaðinn voru uppi
miklar vangaveltur um ástarlíf
Lopez og hefur hún verið orðuð
við Mottola, forstjóra Sony
hljómplötufyrirtækisins, Marc
Anthony, suður-ameríska popp-
stjörnu og síðast Sean „Puffy“
Combs. Nýlega sviptu Lopez og
Combs þó hulunni af sambandi
sínu og viðurkenndu opinber-
lega að þau eru meira en „bara
vinir“.
Þrátt fyrir að vera á kafi í
vinnu við nýjustu mynd sína
The Cell hefur Lopez gefið það
sterklega í skyn að til greina
komi að fara í tónleikaferð ein-
hvern tíma á næstu sex mánuð-
um.
9{(Ztur£aíinn
Smiðjuvegi 14, ‘Kópavogi, sími 587 6080
Dans- og skemmtistaður
í kvöld og laugardagskvöld leika
Hilmar Sverrisson og
Þuríóur Sigurðardóttir
Opið frá kl. 22—3
Næturgalinn — alltaf lifandi danstónlist fyrir fólk á öllum aldri
Tónlistinn
Land-
könnuðir
á uppleið
ÞÝSKU gaurarnir í Rammstein
koma af fullum krafti með nýja
diskinn sinn „Live aus Berlin" inn á
listann þessa vikuna, eins og þeim
einum er lagið, og hlamma sér beint
í fyrsta sætið. Það var lagið! Þar
með verður Sigur rós með „Ágætis
byrjun“ og Pottþétt 16 að víkja fyrir
herramönnunum sem reyndar hafa
fengið misjafna dóma.
Diskar með kvikmyndatónlist
mjaka sér hægt og örugglega upp
listann; Notting Hill fer upp um eitt
sæti, Matrix stendur reyndar í stað,
en Black Cat, White Cat hoppar
upp um fimm sæti, og þar eru áreið-
anlega tónleikagesth’ No Smoking
Band að skila sér inn í búðirnar.