Morgunblaðið - 03.10.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.10.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 39 því sem hún tók sér fyi'ir hendur. Blessuð sé minning Helgu Bjarg- mundsdóttur. Vigdís Pétursdóttir. Hún amma mín, Helga Bjarg- mundsdóttir er dáin. Hún átti við veikindi að stríða síðustu árin en hefur nú fengið hvíld. Hún skilur eftir mikinn söknuð hjá okkur fjöl- skyldunni enda var hún stór þáttur í okkar lífi. Það var kraftur í ömmu enda var hún skörungur mikill. Hún var fædd og uppalin á Vatnsleysuströnd þar sem oft næðir og gustar og persónu- leiki hennar endurspeglaði það. Amma lét í sér heyra þegar henni fannst sér misboðið og var hið mesta hörkutól ef á það reyndi. Og aldrei gat hún setið aðgerðarlaus. Oft gekk mikið á enda var amma óstöðvandi í því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var mikil hannyrðakona, saum- aði og prjónaði á alla fjölskylduna. Og ekki nóg með það heldur gaukaði hún oft einhverju að fjarskyldum ættingjum, vinum og kunningjum og jafnvel fólki tengdu fjölskyldunni sem hún hafði aldrei séð. Allt var þetta þvílíkt vandað og fallegt og af- köstin engu lík. Amma var þessi manneskja sem gerði það sem gera þurfti. Og fyrir sitt fólk hefði hún gert allt. Orðin sjötíu og fírnrn ára gömul lét hún sig ekki muna um að bera út Moggann fyrir okkur þegar við fórum út úr bænum. Og hún arkaði um í snjón- um, í stórri skærfjólublárri úlpu með kerru fulla af blöðum á eftir sér og bar út. Ekki fannst henni það mikið mál því hún var alltaf að reyna að létta undir hjá okkur. Svona var amma og hennar stóra hjarta. Það er minnisstætt þegar Alli bróðir bauð henni í innkaupaleið- angur á upphækkaða, neongræna jeppanum sínum. Ömmu fannst það alveg sérlega dásamlegt og hið besta mál þar sem Aðalsteinn átti í hlut. Hann átti nú einu sinni þennan bíl og því hlaut þetta að vera fyrir- myndarbíll og vel brúklegur þrátt fyrir ískyggilegt útlit. Ömmu fannst nefnilega allt sem tengdist sínu fólki svo frábært og framúrskarandi að stundum þótti manni um of. Amma var baráttukona í eðli sínu. Ung glímdi hún við berkla og einkenndust hennar æskuár af þeirri baráttu þar sem hún var meira og minna inni á spítölum. En að kvarta og kveina yfir eigin hlut- skipti átti ekki við hana. Það sama gilti þegar hún veiktist á seinni ár- um. Hún stóð sig alveg ótrúlega vel og þrátt fyrir uppskurði og sjúkra- húslegur var hún alltaf ákveðin í að ná sér aftur. Ski'ef fyrir skref tókst henni það framan af. Þegar enginn trúði að hún mundi framar rísa úr rekkju hélt hún sínu striki og kom öllum á óvart með bata. Um uppgjöf var aldrei að ræða. Þolinmæði og æðruleysi hennar var engu líkt og eiginlega óskiljanlegt. En nú er amma fallin í valinn. Hennar tími er kominn og hún var undirbúin fyrir það. Hún hefur kennt mér svo ótal margt og verið Imikil fyrirmynd. Það var gott að eiga hana að og ávallt hægt að leita til hennar enda góð vinkona. Það er skrítið að hún skuli ekki vera hjá okkur og ég mun alltaf sakna henn- ar en þó minnast hennar með gleði og stolti. Helga Björt. Helga Bjargmundsdóttir lést 25. september sl. á Reykjalundi, þeim stað sem henni var kærastur þegar frá eru taldar æskustöðvai'nar á Vatnsleysuströnd. I Suðurkoti á Vatnsleysuströnd kynntust foreldrar hennai', þau Bjargmundur Hannesson og Sól- veig Jónasdóttir, sem kom þangað sem vertíðarstúlka árið 1917. Foreldrar Bjargmundai’ og seinna hann sjálfur og eiginkona hans, Sólveig, lifðu þar af sjósókn og sjálfsþurftarbúskap, héldu nokkrar kindur og eina kú. Sólveig Jónasdóttir hafði lært saumaskap af frú Agústu Svenson í Reykjavík og þótti fær saumakona á sinni tíð. Fátækt var í Suðurkoti þessi fyrstu búskaparár þeirra Bjarg- mundar og Sólveigar. Dætur þeiiTa, þær Helga og Ingveldur, urðu því að byrja að vinna fyrir sér eins fljótt og kostur var. Tólf ára gömul, eftir aðeins fjögurra vetra skóla- göngu, er Helga send að heiman í vist og síðar vinnumennsku. Næstu átta ár fer hún víða um, m.a. til Hafnarfjarðar, Borgarfjarðar, Flóa og loks í fisk til Keflavíkur. Þessi ár fyrh' tvítugt er Helga hins vegar að búa sig undir framtíðina. Hún er staðráðin í að afla sér menntunar og ætlar að læra til ljósmóðurstarfa. Hún sparar saman af því lága kaupi sem verkafólk þess tíma fékk í sinn hlut og undirbýr sig undir námið með því að vera viðstödd fæðingar undir handleiðslu ljósmóður eins og þá var skylt. En margt fer öðruvísi en við ætlum. Þegar Helga stendur á tvítugu, ki'aftmikil ung stúlka, staðráðin í að bjóða bágum aðstæðum birginn og komast til mennta, þá ríður áfallið yfir. Hún smitast af berklum árið 1939, sjúkdómnum sem hafði lagt föður hennar að velli tólf árum áður, þegar hún var aðeins tólf ára gömul. A því árí 1939 voru berklar ekki jafn afdráttarlaus dauðadómur og verið hafði árið 1926 þegar Bjarg- mundur faðir hennar smitaðist. Samt lést Qöldi íslendinga, ungir sem aldnir, úr berklum þau ár sem Helga barðist við sjúkdóminn, fyrst á Vífilsstöðum 1939 til 1941 og síðar á Reykjalundi 1946 til 1951. Enginn gat sagt fyrir um hver myndi sigrast á þessum vágesti, sem kallaður var „hvíti dauðinn". Þannig létust fjórar fyrstu herbergissystur Helgu á Víf- ilsstöðum, allt konur í blóma lífsins. Ahrifamikil heimildarmynd Ein- ai's heitins Heimissonai', Hvíti dauðinn, fjallaði um þessa tíma og tók Einar m.a. viðtal við Helgu í myndinni. Dvöl hennar á Reykja- lundi 1946 til 1951 var henni afar hugleikin. Staðurinn var í uppbygg- ingu, en upphaf hans árið 1945 voru hermannabraggar sem setuliðið hafði skilið eftir. SÍBS hafði verið stofnað árið 1938 og stóð það fyrir öllum framkvæmdum og fjármögn- un þeirra. Byrjað var að byggja á staðnum undir röggsamri stjórn Odds Ólafs- sonar læknis, bæði vinnustofur og íverustaði fyrir sjúklinga. Helga hreifst, þrátt fyrir sjúk- dóminn, af þeim eldmóði sem ein- kenndi uppbygginguna á Reykja- lundi, „allir voru sem einn, sjúkling- ar sem heilbrigðir," sagði hún okk- ur. Uppfrá því tók hún þátt í starfi SIBS allt til þess að heilsa og kraft- ar þrutu fyrir fáeinum árum. Oddur Ólafsson læknii', sem Helga virti umfram flesta sem hún kynntist, hafði ráðið ungan múrara- meistara, Aðalstein Sigurðsson, til að stýra byggingum á Reykjalundi. Varð Oddur þannig örlagavaldur í lífi þeirra Helgu og Aðalsteins. Þau felldu hugi saman og þegar Helga hafði náð fullri heilsu fluttist hún inn á heimili Aðalsteins á Hring- braut 30 í Reykjavík. Giftu þau sig skömmu síðar, eða árið 1953. Á Hringbraut 30 bjuggu saman í stórfjölskyldu foreldrar Aðalsteins, tvær systur hans og fjölskylda ann- arrar þeirra. Nú bættist Helga í hópinn og tók við búsforráðum á efri hæð hússins af tengdamóður sinni, Ólafíu Jónsdóttur frá Tungu í Fljótshlíð. Þéttbýlt var á Hringbraut 30 og börnin mörg. Þrátt fyrir það var ávallt laust rúm eða sæti við matar- borð fyrir ættingja fjölskyldunnar úr Fljótshlíð, Eyrarbakka og úr Vestmannaeyjum. Voru þeir enda tíðir gestir. Þarna eignuðust Aðal- steinn og Helga bömin sín fjögur og ólu þau upp á Hringbrautinni æsku- ár þeirra. Arið 1956 fluttist ég á heimili þeirra. Kjörmóðir mín, systir Aðal- steins, lá banaleguna á sjúkrahúsi og átti ég heimili hjá þeim hjónum í fimm ár. Ár mín á Hringbraut 30 einkennast í endurminningunni öðru fremur af áreynslulausu sam- býli þriggja kynslóða, með leigjend- ur í kjallara, sem ávallt voru eins og fjölskyldumeðlimir. Sigurður afi, sem verið hafði steinsmiður, smíðaði handa okkur haglega hluti úr tré jafnt sem fiski- beinum og fór með okkur á góðviðr- isdögum út í kartöflugarð, sem hann ræktaði í Vatnsmýrinni. Ólafía amma kenndi okkur bænir og ýmsa lífsvisku, sem ég hef síðar reynt að tileinka mér, auk þess sem hún prjónaði sokka, vettlinga og lamb- húshettur á alla í fjölskyldunni, en einnig á fátæk börn í bænum sem hún heyrði af. Allt í kring voru ævintýralendur; Hallargarður og Hljómskálagarður, Þjóðminjasafnið, þar sem við krakk- arnir vorum daglegir gestir og höfð- um mestan áhuga á beinagrind af fommanni sem þar var sýnd. Loks Melavöllurinn sálugi, sem við svindl- uðum okkur inn á, til að fylgjast með knattspymuhetjum þess tíma, þeim Þórólfi Beek, Herði Felixsyni og Ríkharði Jónssyni, svo aðeins þiír séu nefndir af fjölmörgum sem við dáðum og þekktum með nafni. Á þessum áram kynntist ég ætt- ingjum Helgu af Suðurnesjum. Minnisstæðust er Stína frænka, Kristín Jónasdótth', móðursystir Helgu úr Keflavík. Hún kom reglu- lega í höfuðstaðinn ávallt uppábúin í íslenskum upphlut. Helga hafði milli stríða í sjúkdómnum árin 1941 til 1945 búið hjá henni í Keflavík og m.a. unnið fyrir sér með sauma- skap, er hún hafði lært af Sólveigu móður sinni. Ingveldur systir Helgu var tíður gestur, Helgu mjög ná- komin og ávallt sem ein af fjöl- skyldu hennar og Aðalsteins. Tíðar vora heimsóknir okkar krakkanna með Helgu suður á Strönd eins og það hét. Þar, á Vatnsleysuströnd- inni, átti Helga stóran hóp ættingja og vina sem hún hélt tryggð við til hinstu stundar. Árin liðu, Helga missti mann sinn Aðalstein langt um aldur fram árið 1979 og árið áður Ingveldi systur sína. Börnin fjögur, sem voru auga- steinai' og megininntak lífs hennar, uxu úr grasi. Þeirra þroski og ham- ingja, jafnvel þeirra tómstunda- störf; skátar, tónlistarstúss bræðr- anna og hjálparsveitir, allt var henni jafn hugleikið. Sjálf hóf Helga töluverð afskipti af félagsmálum eftir að hún varð ein. Sinnti hún m.a. sjálfboðastarfi og sat í stjóm Reykjavíkurdeildar SIBS og sömuleiðis starfaði hún fyrir og sat í stjórn Kvenfélags Frí- kirkjunnar í Reykjavík. Fríkirkjan í Reykjavík var okkar kirkja. Þegar heilsu og kröftum Helgu tók að hraka fyrir u.þ.b. sex áram uppskar hún ríkulega þá alúð og elsku sem hún hafði sýnt bömum sínum og þeirra fjölskyldum. Öll voru þau boðin og búin að létta henni lífið með heimsóknum, ferða- lögum innanlands sem utan og synir hennar, báðir góðir tónlistarmenn, héldu henni jafnvel tónleika á Land- spítalanum er hún lá þar á árinu 1998. Ást þeirra á Helgu kallaði það besta fram í þeim. Annar sonur hennar, Ævar, sem búsettur er í Svíþjóð, var svo snortinn af veikind- um móður sinnar vorið 1998 að þau urðu honum tilefni til eftirfarandi ljóða. Ort á leið heim til Svíþjóðar í apr- fl 1998: Um kvöldið er ég kvaddi þig ég kynntist því að nýju, hve vel þú hefur verndað mig og veitt mér ást og hlýju. Pín ljúfa hönd hún lýsti mér, sem Ijós á vegi mínum. Þetta vil ég þakka þér með þessum fáu línum. Og mánuði síðar í maí 1998 þegar fréttir bárast til Svíþjóðar um að heilsa Helgu færi versnandi: Eg feginn væri fugl um sinn sem ferðast veginn langan. Komið niður á koddann þinn og kysst þig blítt á vangann. (Ævar Aðalsteinsson.) Kveðskapur Ævars gladdi móður hans mikið og las hún þessi Ijóð hans og önnur sem hann sendi henni, fyrir okkur sem heimsóttum hana. Eg heimsótti Helgu í nokkur skipti sl. vetur og vor á Reykjalund. Hún var þá orðin máttfarin, en hélt sínum gamla hressleika og andlegri reisn. Fylgdist vel með öllu, fékk Morgunblaðið í áskrift daglega og var komin með farsíma. Hún gerði sér ljóst að hverju stefndi og hafði af æðraleysi leyst upp heimili sitt á Kleppsvegi í Reykjavík. Hún var stolt og glöð yf- ir að fá að dvelja á Reykjalundi, þar sem henni var sýndur mikill sómi og umhyggja. Eg er stödd erlendis og get því ekki fylgt Helgu Bjarg- mundsdóttur síðasta spölinn. Eg vil með þessum fáu línum votta þessari hreinskiptnu, hjartagóðu og greindu konu virðingu mína og þakka fyrir samfylgdina. Bömum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðai-kveðjur. Margrét Sigrún Björnsdóttir. Það hefur sennilega verið einhvem- tímann á sjötta áratugnum að tvær konur, Guðbjörg og Ólafía hittust fyrir tilviljun í mjólkurbúðinni á Ljósvallagötunni. Þetta kom nokk- uð oft fyrir þar sem Guðbjörg bjó á Ljósvallagötu 30 og Ólafía á Hring- brautinni á móti Þjóðminjasafninu. Þær áttu greinilega skap saman því þær urðu bestu vinkonur og höfðu alltaf samband eftir þetta. Svo var það í lok maí 1961 að móðir mín fær þær fréttir frá mömmu sinni, Guð- björgu, að tengdadóttir Ölafíu, Helga Bjargmundsdóttir hafi eign- ast tvíbura. Móðir mín var þá langt gengin með sjálf og um tveimur og hálfum mánuði síðar dró sá fyrst andann sem þetta skrifar. Um sjö áram seinna fór ég að tala um þessa nýju vini mína sem ég hafði eignast í Álftamýrarskólanum, tvíbura- bræðurna Örvar og Ævar. Þama vora þeir þá komnir, synir Helgu. Við urðum strax mestu mátar og ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra í Safamýrinni og þeir hjá okkur í Fellsmúlanum. Og þrátt fyrir að Helga og Aðalsteinn hafi flutt úr Safamýrinni, fyrst á Hverf- isgötuna og síðan í Barðavoginn, hefur vinátta okkar bræðranna haldist óslitin. Minningar mínar frá samskiptunum við Helgu og hennar fjölskyldu era fyrir löngu orðnar hluti af mér. Eg man t.d. að oft komum við glorsoltnir til Helgu um miðjan dag og hámuðum í okkur ný- bakaðar kleinur. Slík var lystin að Helga hafði ekki fyrir að tína klein- urnar upp á diska heldur átum við beint upp úr stampinum. Við þau tækifæri hurfu ófáir lítrar af mjólk. Síðan vora það jólaboðin, en Helga hélt alltaf fjölskylduboð á annan í jólum og mér var alltaf boðið. Svona gæti ég lengi talið. Það er nú þannig að þær fyrirmyndir sem maður hef- ur era mjög mikilvægar varðandi innviði manns eigin vitundar því svo læra börnin sem fyrir þeim er haft. Ekki ætla ég að telja upp allt það í fari Helgu sem hefur haft áhrif á mig til betri vegar en tvennt vil ég þó minnast á hér. Hún var alltaf já- kvæð og hún var alltaf þakklát fyrir sitt hlutskifti og það sem hún hafði. Hún sem missti pabba sinn ung og ólst upp við mikla fátækt og hún sem fékk berkla og þurfti að liggja fyrir heilu misserin. En hún var alltaf þakklát fyrir það góða í lífinu. Gæfan fylgdi henni líka og sem dæmi átti hún miklu bamaláni að fagna. Og nú, þegar jólaboðin hjá Helgu verða ekki fleiri er mér efst í huga þakklæti fyrir þá gæfu að hafa fengið að kynnast henni og hennar fjölskyldu svona vel. Þau kynni hafa sannarlega gert mig að betri manni. Eg votta systkinunum og öllum aðstandendum samúð mína. Birgir Jóhannesson. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS HJALTASONAR, síðast til heímilis í Dísarási 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Skógarbæjar. Sigurbjörg Þorvarðardóttir, Isleifur Valtýsson, Sigurgeir Friðriksson, Guðbjörg Ríkharðsdóttir, Ásta Friðriksdóttir, Sturla Geirsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Elínborg Bárðardóttir og barnabörn. + Þökkum innilega samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, SVÖVU KRISTJÁNSDÓTTUR, Lönguhiíð 23. Kristján Auðunsson, Anna Fríða Bernódusdóttir, Margrét Auðunsdóttir, Konráð Þórisson, barnabörn og barnabarnabarn. Kæru vinir! Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts okkar elskulega föður STEFÁNS ÞÓRARINS GUNNLAUGSSONAR. Guð veri með ykkur öllum. Börnin og fjöiskyldur. Lokað Vegna útfarar RÓSU JÓNSDÓTTUR fellur öll kennsla niður eftir hádegi í Tónmenntaskóla Reykjavíkur mánudaginn 4. október nk. Tónmenntaskóli Reykjavíkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.