Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBL AÐIÐ J ólasveina- fjölskylda Pilkingtons FYRSTI jólasveinn- inn birtist á baksíðu Morgunblaðsins á morgun og hefst þá jafnframt niðurtaln- ing til jóla. Einn jóla- sveinn mun birtast á hverjum degi fram að aðfangadegi jóla en teikningarnar eru eftir hinn land- skunna teiknara Bri- an Pilkington. Brian, sem hefur búið á Isl- andi í 22 ár og er ís- Ienskur ríkisborgari, er afkastamikill teiknari og hefur myndskreytt fjölda bóka og bókakápa í gegn- um tíðina. Hann segir að jólasveinarnir sínir séu ekki hinir dæmigerðu gömlu, íslensku jólasveinar. Þeir séu of gráir yfirlitum fyrir sinn smekk og ekkert sérstaklega jólalegir. Hann kjósi að nota dálítið meira af rauðum lit í jóla- sveinana til að gera þá jólalegri. Brian segir að hann hafi engar sérstakar fyrirmyndir að jóla- sveinunum sínum. Þeir eru alfarið hans eigin hugarsmíð sem hann hefur lengi skemmt sér við að teikna. Þeir birtast einnig á póstkortum frá SÍBS og Rauða krossi íslands. Brian hefur auk hinna þrettán jólasveina teiknað eina fjölskyldumynd af jólasveinunum, Grýlu og Leppa- lúða, sem birt er í dag. Ný lög um dýralæknaþ,]ónustu taka gildi 1. desember Dýralæknar leggja áherslu á að markmiðum verði framfylgt NOKKUR óánægja er meðal dýra- lækna með fyrirhugaða framkvæmd nýrra laga um dýralæknaþjónustu en nú er rætt um að til greina komi að ráða dýralækna í hálft starf við eftirlit á vegum hins opinbera, en að þeir vinni þar fyrir utan við almennar dýralækningar. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir hins vegar að þetta feli alls ekki í sér að horfið sé frá því markmiði að aðskilja eftirlit og þjónustu í starfi dýralækna heldur sé einfaldlega verið að leita leiða til að leysa málin á farsælan hátt takist ekki að ráða eftirlitsdýralækna í fullt starf. Nýju lögin um dýralæknaþjónustu taka gildi 1. desember næstkomandi en þau voru gerð að beiðni dýralækna og samþykkt á Alþingi á síðasta þingi. Miða lögin fyrst og fremst að því að- skilja hin opinberu eftirhtsstörf dýra- lækna og almenna dýralæknaþjón- ustu. Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknir á Flúðum, sagði í samtali við Morgunblaðið að í nútíma stjómsýslu væri sú krafa skýlaus að menn sætu ekki báðum megin borðs- ins, og vísar hann í þessu sambandi m.a. til kampýlóbaktersmits í sumar þar sem sú staða kom upp að héraðs- dýralæknir hafði eftirlitsskyldu með búi sem hann hafði jafnframt gert þjónustusamning við. „Ekki það að hann hafi ekki staðið sig. En hans staða var óumræðilega óþolandi. Það á ekki samkvæmt stjómsýslulögum að setja nokkum starfsmann ríkisins í svona stöðu,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt nýjum lögum á mest breyting að verða hjá embættum hér- aðsdýralækna í Gullbringu- og Kjós- arumdæmi, Suðurlandsumdæmi og Skagafjarðar- og Eyjafjarðamm- dæmi. Þar verður héraðsdýralækn- um fækkað mjög og ennfremur eiga héraðsdýralæknar þar eingöngu að sinna lögbundnum eftirlitsstörfum, verða eins konai' embættismenn rík- isins. Jafnframt er stefnt að því að ráða 1 nokkur stöðugildi eftirlitsdýralækna á hverjum stað en þeir yrðu aðstoðar- menn héraðsdýralæknanna og ynnu við dagbundin eftirlitsstörf, t.d. kjöt- skoðun og fjósaskoðun. Kæmu önnur verkefni upp ætti hins vegar að kaupa þjónustu af starfandi dýralæknum eftir atvikum og nefnir Sigurður Ingi tímabundið verkefni eins og sauðfjár- slátrun í þessu sambandi. Ekki hefði átt að blanda inn í þetta starfsleyfis- veitingum til matvælavinnslubúa eða öðru eftirliti. Sigurður Ingi segir hins vegar að í síðustu viku hafi verið farið að ræða um það í landbúnaðarráðuneytinu að ráða fólk í 50% starf eftirlitsdýra- lækna og skipta því þannig upp á milli fleiri aðila. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri einhver misskilningur á ferðinni því áfram væri miðað við að ráða eftirlitsdýralækna í heilt starf. Flestir samningar lausir um miðjan febrúar og í lok október MJÖG er mismunandi hvenær kjarasamningar einstakra stéttarfé- laga verða lausir á næsta ári og dreifist það á nánast allt árið eða frá því að samningar eru lausir 15. febr- úar og allt fram til áramóta 2000/ 2001 þegar síðustu samningarnir eru lausir. Þó eru flestir samninganna lausir í upphafi tímabilsins, þ.e.a.s. 15. febrúar, og er þar um að ræða fé- lög innan Alþýðusambands íslands og síðan um haustið í lok október- mánaðar þegar mjög mörg félög op- inberra starfsmanna eru með lausa samninga. Þetta á í það minnsta við um þá kjarasamninga sem gerðir voru á vegum embættis ríkissáttasemjara, en auk þeirra gekk nokkur hluti stéttarfélaga frá samningum án til- hlutan hans, sem eru í flestum tilvik- um með svipaðan gildistíma og þeir samningar sem gerðir voru hjá sáttasemjara. Þegar yfirlit um þetta er skoðað kemur fram að samningar Verka- mannasambands íslands, Lands- sambands iðnverkafólks, Landssam- bands íslenskra verslunarmanna, Rafiðnaðarsambands Islands, Dags- brúnar og Framsóknar, Samiðnar, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Maður handtekinn vegna fíkniefna á Siglufirði LÖGREGLAN á Siglufirði handtók einn mann aðfaranótt sunnudags vegna gruns um fíkniefnamisferli. Borist höfðu ábendingar til lögreglunnar um hugsanlega fíkniefnaneyslu í til- teknu húsi í bænum og var því ákveðið að fara í húsrannsókn. Í húsinu fundust síðan 12 grömm af kókaíni og 7 grömm af mar- ijúana. Einnig fannst við húsleit- ina loftskammbyssa ásamt kúl- um og þrýstihylkjum fyrir byssuna. Maðurinn sem handtekinn var í tengslum við málið játaði við yfirheyrslu að eiga efnið og telst málið að fullu upplýst. Við rannsóknina var notaður leitarhundur frá lögreglunni í Reykjavík og einnig naut lög- reglan á Siglufirði aðstoðar toll- yfirvalda, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Sauðárkróki. Sjómannasambandsins, Farmanna- og fiskimannasambandsins, Vél- stjórafélags Islands, Alþýðusam- bands Vestfjarða og ýmisSa verka- lýðsfélaga út um land við Vinnuveitendasambandið og Vinnu- málasambandið eru lausir um miðj- an febrúar. Sama gildir um samn- inga mjólkurfræðinga, flugvirkja, flugfreyja, bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, Félags starfsfólks í veit- ingahúsum og fleiri aðila. Ymsir smærri samningar margra þessara sömu aðila við til dæmis fjármálaráðherra eða Reykjavíkur- borg eru lausir síðar um veturinn eða vorið allt fram til loka maímán- aðar, en flugmenn eru með lausa samninga um miðjan marsmánuð. I lok októbermánaðar koma hins veg- ar fjöldi félaga innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna. Það gildir um kennara, lögreglumenn, lækna, iðjuþjálfa, Félag íslenskra náttúru- fræðinga, Ijósmæður, tollverði og fleiri aðila. Samningar ISAL eru lausir í lok nóvember og í lok ársins eru Félag íslenskra símamanna og Póstmanna- félag íslands með lausa samninga svo nokkur dæmi séu tekin. Fjalla um úrskurðinn á morgun STJÓRN Flutningsjöfnunar- sjóðs olíuvara kemur saman á morgun og fjallar þá um úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að viðurkenna bæri olíuhöfnina Krossanes við Ak- ureyri sem innflutnings- birgðastöð á gasolíu um leið og fyrsti beini innflutningur- inn væri kominn í tanka stöðvarinnar. Georg Ólafsson, formaður stjórnar Flutningsjöfunar- sjóðs, segir dóminn engu breyta efnislega. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hefur borgað nær tvöfalt kaupverð fyrir notaðan bíl SUBARU-bifreið árgerð 1996 sem maður nokkur keypti á bílasölunni Bílatorgi í september 1997 hefur reynst kaupanda nokkuð dýr. Hef- ur hún kostað hann hálfa fjórðu milljón króna. Kaupandinn borgaði 1,9 milljón- ir fyrir bifreiðina, þar af galt hann 500 þúsund með eldri bifreið og 1,4 milljónir í peningum. Rúmu hálfu ári seinna leysti hann og til sín veðskuldabréf í eigu Glitnis hf. með veði í bifreiðinni, sem seljandi hafði svikist um að flytja af henni. Nam innlausnarverð þess 1,4 millj- ónum. Kaupandinn kærði meint svik í viðskiptunum og var eigandi Bíla- torgs sakfelldur með dómi héraðs- dóms í janúar sl. og Hæstaréttar í maí sl. Freistaði kaupandi bifreiðarinn- ar síðan að fá Glitni til að bæta sér hið fjárhagslega tjón sem hlaust af því að innleysa veðskuldabréfið. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hins vegar fjármögnunarfyrirtækið af kröfunni í gær og dæmdi kaup- andann til að greiða Glitni 180.000 krónur í málskostnað. Er kostnað- ur hans við Subaru-bílinn sem hann keypti í september 1997 því orðinn 3,5 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.