Morgunblaðið - 30.11.1999, Side 6

Morgunblaðið - 30.11.1999, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Helgi Bjömsson Jökulsporðurinn hefur hlaupið fram eins og sést á þessari mynd, sem tekin var 16. september. Til hægri má sjá garða, en þaðan hefur sporðurinn hopað frá því í síðasta framhlaupi. Ríkissjóhvarpið/Ómar Ragnarsson Dyngjujökull er að tætast í sundur þessa dagana og er vægast sagt hrika- legur ásýndar, en myndin er tekin á sunnudag. Fjórða þekkta framhlaup Dyngjujökuls er hafíð Skríður fram marga metra á sólarhring DYNGJUJÖKULL skríður fram um marga metra á sólarhring og meira en hann gerir að jafnaði á heilu ári. Helgi Björnsson jarðeðl- isfræðingur segir að búast megi við hlaupi í Jökulsá á Fjöllum næsta vor. Dyngjujökull verður ófær öll- um farartækjum næstu árin. Helgi segir að jökullinn sé allur að tætast í sundur þessa dagana og þetta hafi átt sér nokkurra vikna aðdraganda. DyngjujökUll hljóp fram síðast 1977-1978 og þar áður 1951. Helgi segir að fyrsta þekkta framhlaup jökulsins hafi verið 1934. „Við byrjuðum að fylgjast með þessum jökli með reglubundnum mælingum í byrjun þessa áratugar og okkur var ljóst að hann hreyfð- ist ekki nægilega hratt til að bera fram það sem safnast á hann. Við mælum hve mikið bætist á hann og hve mikið hann hreyfist. Ljóst hef- ur verið að það hlyti að koma að því að hann hlypi fram til að bera fram það sem safnast á hann því hann getur ekki gert það með jöfn- um hraða. Fyrir tveimur árum sá- um við merki þess að hraðinn væri að aukast og áttum við þá von á því að þetta væri að byrja. Síðastliðið vor afréðum við að setja ekki mæli- tæki okkar á jökulinn því komnar voru sprungur 20-30 km inn á jök- ulinn,“ segir Helgi. Hann segir að í sumar hafi bylgja verið að fara niður jökulinn. Síðastliðið haust hafi bylgjan verið komin niður að jökulsporðinum og farin að ganga fram. „Það er alveg Ijóst að jökullinn er allur orðinn sundurtættur 20 km upp á jökul- inn. Á 35 km breiðum sporðinum gengur hann allur fram,“ segir Helgi. Hann segir að fyrri framhlaup hafl verið nokkur hundruð metrar en þó ekki náð einum kílómetra. „Ég á ekki von á því að það verði mikið meira núna þótt framhlaupið sé á mun stærra svæði en síðast þegar jökullinn hljóp fram 1977- 1978. I vor á jökullinn eftir að verða þarna sundurtættur og það verður til þess að meiri leysing verður frá þessum jökli en annars hefði verið. Þess fer að gæta í vor í ánum að jökullinn hleypur fram,“ segir Helgi. Búast má við að Jökulsá á Fjöll- um verði vatnsmeiri næsta vor en hún hefði annars verið og auk þess megi búast við miklum aurburði í ánni. Búast megi við að Dettifoss verði mórauður. Einnig megi búast við lítilsháttar hlaupi í Jökulsá þeg- ar framhlaupi jökulsins lýkur. Það gerist þá þegar vatn, sem safnast hefur undir jöklinum og ber hann fram, sleppur undan farginu. Áskorun frá eitt hundrað íslenskum læknum Norsk Hydro dragi sig út úr viðræðum við stjðrnvöld HUNDRAÐ íslenskir læknar hafa sent Norsk Hydro áskorun um að fyrirtækið dragi sig út úr samninga- viðræðum við íslensk stjórnvöld meðan lögformlegt mat á úmhverf- isáhrifum vegna Fljótsdalsvirkjun- ar hefur ekki farið fram. Virkjuninni er ætlað að úvega rafmagn fyrir ál- verksmiðju í Reyðarfirði sem fyrir- hugað er að reisa í samvinnu við Norsk Hydro. Áskorun læknanna og nöfn þeirra fara hér á eftir: „Við undirritaðir læknar styðjum kröfu meirihluta íslensku þjóðarinn- ar um að fram fari lögformlegt mat umhverfisáhrifum Fljótsdalsvir- kjunar. Sú virkjun mun valda mikilli umhverfisröskun. þar sem einstæðri gróðurvin á hálendi íslands, Eyja- bökkum, verður sökkt undir 44 fer- kílómetra uppistöðulón. Eyjabakka- svæðið tilheyrir stærsta ósnortna víðerni Vestur-Evrópu og er mikil- vægt fellisvæði heiðagæsarinnar, Ríkisstjórn íslands virðist ætla að sniðganga vilja þjóðarinnar og hefja virkjunarfamkvæmdir á svæðinu án þess að áður fari fram umhverfis- mat samkvæmt núgildandi lögum, sem gera ráð fyrir faglegu mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og umsagnarrétti almennings. Fljóts- dalsvirkjun er ætlað að útvega raf- magn fyrir álver í Reyðarfirði, sem íslendingar ætla að reisa í samvinnu við Norsk Hydro. Álverið mun fara í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt gildandi lögum en virkjunin fyrir ál- verið ekki. Við skorum á Norsk Hydro að draga sig út úr samninga- viðræðum við íslensk stjórnvöld, á meðan slík vinnubrögð eru viðhöfð. Albert P. Sigurðsson taugasjúk- dómalæknir, Anna Geirsdóttir heimilislæknir, Anna M. Helgadótt- ir kvensjúkdómalæknir, Ari Jó- hannesson innkirtlalæknir, Ágústa Andrésdóttir röntgenlæknir, Árni Björnsson lýtalæknir, Árni Krist- insson hjartalæknir, Ásbjörn Sig- fússon ónæmislæknir, Benedikt 0. Sveinsson kvensjúkdómalæknir, Bergný Marvinsdóttir röntgen- læknir, Bergþóra Sigurðardóttir lyflæknir, Björn Blöndal heimilis- læknir, Björn Guðmundsson heimil- islæknir, Bjöm Gunnarsson svæf- ingarlæknir, Eggert Jónsson bæklunarlæknir, Einar Jónmun- dsson röntgénlæknir, Einar Odds- son meltingarlæknir, Einar Thor- oddsen háls-, nef- og eyrnalæknir, Eiríkur Jónsson þvagfæraskurð- læknir, Friðþjófur Björnsson lungnalæknir, Geir H. Þorsteinsson barnalæknir, Gizur Gottskálksson hjartalæknir, Grétar Guðmundsson taugasjúkdómalæknir, Guðbrandur Þorkelsson heimOislæknir, Guð- mundur Björgvinsson heimilislækn- ir, Guðmundur Björnsson endur- hæfmgarlæknir, Guðmundur Elíasson heimilislæknir, Guðmund- ur I. Eyjólfsson blóðsjúkdómalækn- ir, Guðmundur B. Guðmundsson heimilislæknir, Guðmundur M. Jó- hannesson blóðsjúkdómalæknir, Guðmundur Oddsson hjartalæknir, Guðný Bjarnadóttir öldrunarlækn- ir, Guðrún Agnarsdóttir veirulækn- ir, Gunnar A. Baarregaard heimilis- læknir, Gunnar H. Guðmundsson heimilislæknir, Gunnar I. Gunnars- son heimilislæknir, Gunnsteinn Gunnarsson heimilislæknir, Haf- steinn Guðjónsson þvagfæraskurð- læknir, Hafsteinn Skúlason heimil- islæknir, Halldór Jónsson heimilislæknir, Hannes Finnboga- son skurðlæknir, Helgi Jónsson gigtarlæknir, Hildur Viðarsdóttir öldrunarlæknir, Hörður Þorleifsson augnlæknir, Iðunn Leifsdóttir rönt- genlæknir, Ingimundur Gíslason augnlæknir, lngólfur. S. Sveinsson geðlæknir, Ingunn Þorsteinsdóttir meinefnafræðingur, Isak G. Hall- grímsson heimilislæknir, Jens Guð- mundsson kvensjúkdómalæknir, Jens Magnússon heimilislæknir, Jó- hann Tómasson heimilislæknir, Jón G. Hannesson heimilislæknir, Jón Högnason hjartalæknir, Jón E. Jónsson öldrunarlæknir, Jón B. Þorsteinsson heimilislæknir, Kjart- an Magnússon krabbameinslæknir, Kolbrún Benediktsdóttir röntgen- læknir, Konráð Sigurðsson heimilis- læknir, Kristbjörn Reynisson rönt- genlæknir, Ki-istján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir, Leifur Bárðarson barnaskurðlæknir, LudvigGuðmundsson endurhæfing- arlæknir, Lúðvík Ólafsson héraðs- læknir, Magnús Böðvarsson nýrna- læknir, Magnús Kolbeinsson skurðlæknir, Magnús K. Pétursson hjartalæknir, Margrét Georgsdóttir heimilislæknir, Margrét Snorra- dóttir meinafræðingur, Ólafur G. Jónsson barnalæknir, Ólafur Kjart- ansson röntgenlæknir, Ólafur M. Hákansson kvensjúkdómalæknir, Ólafur F. Magnússon heimilislækn- ir, Ólafur Mixa heimilislæknir, Ólaf- ur Þ. Ævarsson geðlæknir, Ólöf Sig- urðardóttir meinefnafræðingur, Ósk Ingvarsdóttir kvensjúkdóma- læknir, Pétur Hauksson geðlæknir, Rafn Benediktsson innkirtlalæknir, Ragnheiður I. Bjai-nadóttir kven- sjúkdómalæknir, Runólfur Pálsson nýrnalæknir, Samúel Samúelssön heimilislæknir, Sigmundur Magnús- son blóðsjúkdómalæknir, Sigrún Reykdal blóðsjúkdómalæknir, Sig- urður Ái-nason krabbameinslæknir, Sigurður Björnsson krabbameins- læknir, Sigurður Björnsson melt- ingarlæknir, Sigurður Júlíusson háls-,nef- og -eýrnalælpnr, Sigurður Kristjánsson barnalæknir, Sigurður V. Sigurjónssop röntgenlæknir, Sig- urður B. Þörsteinsson smitsjúk- dómalæknir, Sigurður E, Þorvalds- son • lý'talæknir, Sigurjón ■ .f B. Stefánsson geðlæknir, Sjöfn Krist- ‘jánsdóttir meltingarlæknir, Stefán Skaftason háls-, nef- og eyrnalækn- ir, Sveinn Guðmundsson blóðbanka- fræðingur, Sverrir Bergmann taugasjúkdómalæknir, Svei-rir Harðarson meinafræðingur, Tryggvi Þorsteinsson skurðlæknir, Unnur Steina Björnsdóttir ofnæm- islæknir, Ulfar Þórðarson augn- læknir, Valgarður Egilsson meina- fræðingur, Vilhelmína Haralds- dóttir blóðsjúkdómalæknir, Viktor Sighvatsson röntgenlæknir, Þórólf- ur Guðnason barnalæknir." Mál og menning malogmenning.is I Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.