Morgunblaðið - 30.11.1999, Page 26

Morgunblaðið - 30.11.1999, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þrettán lfk fundin og þrigjaja til sex enn saknað eftir ferjuslysið undan strönd V-Noregs Skipið hafði ekki vottaða haffærni fyrir meira en 1 m ölduhæð NORSKA tvíbytnuferjan Sleipnir, sem sökk skammt utan við Haugasund á föstu- dagskvöld, hafði ekki vottaða haf- færni fyrir þá ölduhæð sem var á sjónum þegar slysið varð. Frá þessu greindu norskir fjölmiðlar í gær. Skipið, sem var smíðað í Astralíu og var fyrst tekið í notkun í ágúst sl., hafði ekki vottaða haffærni fyrir siglingar í meira en eins metra öldu- hæð, en þegar slysið varð var hún 2-3 m. Norska siglingamála- stofnunin hafði að sögn Aítenposten gefið út „tímabundna takmörkun“ á haffæmisskírteini fyrir Sleipni, sem var þessum takmörkum háð vegna þess að eftir var að prófa öryggis- búnað skipsins og rýmingarleiðir þegar vont væri í sjóinn. „Hin tímabundna takmörkun þýðir, að skipið hefði ekki átt að láta úr höfn, þar sem skipstjórinn mat ölduhæðina yfir einn metra,“ hefur Aftenposten eftir Karstein Thing- vold hjá farþegaskipadeild norsku siglingamálastofnunarinnar, Sjo- fartsdirektoratet. „Það er alvarlegt mál, þegar sett rekstrarskilyrði eru brotin,“ sagði Ivar A. Manum, sigl- ingamálastjóri, í samtali við norska ríkisútvarpið, NRK. Vildi Manum ekki segja meira um málið að svo stöddu en það, að það yrði ýtarlega rannsakað. Mun sérstök rannsókn- amefnd sinna rannsókninni. Óveður hamlar leit A sunnudag var fjarstýrður kaf- bátur sendur niður að flaki ferjunn- ar, sem liggur á um 99 m dýpi. Flutti kafbáturinn tvö lík úr skipinu upp á yfirborð. Samtals hafa 13 lík fundizt, en þriggja til viðbótar er saknað með vissu. I gær var þó enn óvíst, hvort þriggja eða sex manna væri saknað. Þegar Sleipnir, sem var á leið frá Stafangri til Björg- vinjar með viðkomu í Haugasundi, lagði að bryggju í Haugasundi voro 69 eftir um borð eftir að farþegamir frá Stafangri, sem ekki ætluðu lengra, höfðu gengið frá borði. Um það bil tuttugu nýir farþegar stigu um borð, að sögn Aftenposten. Sá skipverji á Sleipni, sem sá um að selja miða er ferjan lagði að bryggju í Haugasundi og þar með um að telja farþegana, er meðal þeirra sem drokknuðu, og veldur það þeirri óvissu sem er um nákvæman farþegafjölda. Óveður heíúr hamlað áframhald- Reuters Ungur Haugasundsbúi kveikir á útikerti í minningu þeirra sem fórust með „Sleipni“. Með sölu kertanna var hafin fjársöfnun fyrir ljósmerki á sker- ið sem grandaði skipinu. Tvíbytnan „Sleipnir“ var smiðuð í Ástralíu og hóf ferjusiglingar með takmörkuðu haffærnisvottorði við V- Noreg í ágúst sl. andi leit. Margar ferjuleiðir voro því ekki farnar í gær af þessum sök- um. Kortagerðarskipið Geofjord, sem fyrrnefndur fjarstýrður kaf- bátur var gerður út frá, varð að leita skjóls í Leirvík á Storð aðfaranótt mánudags, en hélt aftur út að strandstaðnum eftir hádegið í gær. Rafmagnslaust var á Storð í gær- morgun af völdum óveðursins. Fjarstýrði kafbáturinn kannaði á sunnudag brú skipsins og efri far- þegahæðina, þar sem líkin tvö fund- ust, en þá varð að gera hlé á aðgerð- um vegna veðurs. Er talið líklegast að lík þeirra sem saknað er sé að finna í flakinu, en hundrað manna hafa gengið fjörar frá því slysið varð og ekki fundið annað en laus björgunarvesti og annað brak. Risapandan Hsing-Hsing látin í hárri elli Mikill söknuður og tómleiki Washington. Reuters, AFP, Washington Post. HSING-Hsing, risapandan, sem var svo vin- sæl í Bandaríkjunum og tákngervingur nýrri og betri tima í samskiptum Bandaríkjamanna og Kínvetja, var svæfð á sunnudag. Hafði hún eða raunar hann verið heilsuveill í nokk- uð langan tíma og í maí sl. kom í ljós, að nýr- un voru að gefa sig. Var ástæðan fyrst og fremst elli en Hsing-Hsing var orðinn 28 ára gamall. Er það mjög hár aldur hjá pöndum. Kínverjar gáfu Bandaríkjamönnum eða Smithsonian-dýragarðinum í Washington Hsing-Hsing árið 1972 í tilefni af hinni sögu- legu Kínaferð Richard Nixons forseta og einnig kvenpönduna Ling-Ling. Hún lést 1992 af hjartabilun. Nýrnabilun og gigt Illa hefur gengið að fjölga pöndum í dýra- görðum og sú var einnig raunin á með þau Hsing-Hsing og Ling-Ling. Þau áttu raunar fimm húna saman, þann fyrsta 1983, en þeir komu ýmist dauðir eða dóu á fyrstu klukku- stundunum eftir gotið. Lisa Stevens, starfsmaður dýragarðsins, sagði á fréttamannafundi á sunnudag, að heilsu Hsing-Hsing hefði hrakað mjög síðustu daga en auk nýrnabilunarinnar hefði hann þjáðst ef slæmri gigt. Því hefði sú erfiða ákvörðun verið tekin að svæfa hann. Gífurlega vinsæll „Lífið var orðið honum mjög erfítt enda var hann líklega langlífasta panda, sem vitað er um. Við söknum hans sárt og finnum til mikils tómleika nú þegar hann er farinn,“ sagði Stevens. Stevens sagði, að þrátt fyrir heilsuleysið hefði Hsing-Hsing ávallt haft góða matarlyst og siðasta máltfðin, sem hann fékk, var sætar kartöflur, bambussprotar, hrísgrjónaseyði og AP. Hsing-Hsing að gæða sér á gulrót í dýra- garðinum í Washington í apríl 1997. Nokkru síðar kom í ljós, að hann var með krabbamein í eistum, sem þá voru fjar- lægð. Þjáðist hann einnig af slæmri gigt og loks voru nýrun að gefa sig. Risapönd- ur verða mest um 15 ára gamlar í heim- kynnum sínum en Hsing-Hsing var orðinn 28 ára en það svarar til níræðisaldurs hjá mönnum. blábeijakökur, sem honum þóttu svo góðar. Fyrsta daginn, sem Hsing-Hsing og Ling- Ling voru sýnd í dýragarðinum komu þangað 20.000 manns og síðan hafa milljónir manna komið til að dást að þeim. Eftir að Hsing- Hsing veiktist bárust garðinum mörg kort, einkum frá börnum, sem óskuðu honum góðs bata. I Smithsonian-dýragarðinum er nú engin panda en vonast er til, að Kínverjar fallist á að lána honum tvær pöndur í 10 ár fyrir um 183 millj. ísl. kr. Fyrr iþessum mánuði kom pöndupar til dýragarðsins í Atlanta, Yang- Yang og Lun-Lun, og fyrir það fá Kínveijar 73 millj. kr. á ári næstu 10 árin. Var það fjár- magnað með því að hækka aðgangseyri úr 730 kr. í 876 kr. en Smithsonian-garðurinn hefur ekki kost á slíku því að þar er enginn aðgangseyrir. I útrýmingarhættu Pöndur lifa yfirleitt í um 15 ár í sínu nátt- úrulega umhverfi en í dýragörðum geta þær orðið eldri, komist nokkuð á þrítugsaldur. Sagði Stevens, að á mælikvarða okkar mann- anna hefði Hsing-Hsing verið um nírætt. Risapandan er í mikilli útrýmingarhættu og henni hefur fækkað mikið. í Vestur-Kína eru pöndurnar nú innan við 1.000 í nokkrum einangruðum hópum og í dýragörðum eru þær um 130.1 Bandaríkjunum eru þær nú fimm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.