Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 1
287. TBL. 87. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja
stjðrnarskrá í Venesúela
Hornsteinn
„byltingar“
Chavez
forseta
Caracas. Reuters, AP.
KJÓSENDUR í Venesúela gengu í
gær til atkvæða um nýja stjórnar-
skrá, sem er einn hornsteina „frið-
samlegrar byltingar" Hugos Chavez
forseta.
Chavez, fyrrverandi fallhlífarher-
maður sem nýtur mikillar hylli með-
al almúgans í landinu, hefur heitið
nær algerri endurskipulagningu
venesúelska ríkisins. Hefur hann
varað við því að verði stjórnar-
skránni hafnað muni það leiða til
glundroða og jafnvel borgarastríðs.
Þar sem atkvæðagreiðslan virtist
ætla að snúast frekar um frammi-
stöðu Chavez í forsetaembættinu,
sem hann tók við fyrir tíu mánuðum,
var ekki útlit fyrir annað en að hann
fengi vilja sínum framgengt. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum nýtur
bæði Chavez og nýja stjómarskráin
stuðnings yfir 70% kjósenda.
Þetta yrði 27. stjórnarskrá Venes-
úela frá því landið hlaut sjálfstæði
frá Spáni árið 1821, en með henni
hyggst Chavez leggja granninn að
því að hann stjórni landinu til ársins
2012, með því að lengja kjörtímabil
forsetans í sex ár og heimila endur-
kjör hans. Eitt ákvæðið breytir opin-
beru nafni ríkisins í „Bólivarska lýð-
veldið Venesúela".
■ Venesúela á tímamótum/30
AP
Hugo Chavez
Fjórða hver
jolagjof
gagnslaus
London. Reuters.
EIN af hverjum fjórum jóla-
gjöfum, sem gefnar eru í Bret-
landi, kemur ekki að notum, ef
marka má niðurstöðu nýrrar
rannsóknar sem bh-t var í gær.
Samkvæmt henni eyða Bretar
1,6 milljörðum punda, andvirði
tæpra 190 milljarða króna, á ári
hverju í jólagjafir sem þiggj-
endurnir vilja ekki eða hafa
ekki not fyrir.
Rannsóknin bendir til þess
að Bretar kaupi 177 milljónir
jólagjafa sem henta ekki þiggj-
endunum, m.a. fatnað sem
passar ekki, hluti sem þeir eiga
fyrir eða vilja ekki.
Rússar halda áfram hörðum árásum í Tsjetsjníu
Hart barist nálægt
miðborg Grosní
í. AP, Reuters, AFP.
Reuters
Rússneskir hermenn hreinsa stórskotabyssu nálægt bænum
Novolakskoje við landamæri Tsjetsjníu að Dagestan.
TIL harðra átaka kom seint í gær-
kvöldi milli rússneskra hersveita og
tsjetsjneskra skæruliða nálægt mið-
borg Grosní, höfuðstaðar Tsjetsjníu,
en ekki var ljóst hvort Rússar hefðu
hafið allsherjarárás á borgina.
Fréttaritari Reuters sá rúmlega
hundrað lík rússneskra hermanna í
Grosní eftir að um 2.000 skæruliðar
höfðu umkringt skriðdreka þeirra og
brynvagna. Þetta var fyrsta skrið-
drekaárásin á borgina frá því hern-
aðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníu hóf-
ust.
Fyrr um daginn vörðust skærulið-
ar árásum Rússa í víggirtum byrgj-
um við rústir verksmiðja og íbúðar-
húsa sem hafa verið eyðilögð í
sprengjuárásum Rússa á Grosní.
Lechi Islamov, einn foringja skæru-
liðanna, sagði að þeir hefðu hrundið
sex áhlaupum rússneskra hersveita á
einum sólarhring en hermennirnir
kæmu alltaf jafnharðan aftur.
Valerí Manilov, varaforseti rússn-
eska herráðsins, spáði því að her-
sveitimar myndu vinna fullnaðarsig-
ur á skæruliðunum ekki síðar en í lok
febrúar og sagði að þær gætu náð
Grosní á sitt vald „á næstu dögum“.
Hersveitirnar hafa náð um 60%
Tsjetsjníu á sitt vald.
Tsjetsjneski skæruliðaforinginn
sagði að um 7.000 skæruliðar væru í
Grosní. Skæruliðahópamir utan við
borgina eiga hins vegar erfitt með að
senda liðsauka og birgðir til borgar-
innar vegna umsáturs rússnesku
hersveitanna.
Allt að 40.000 Grosníbúar eru enn í
borginni og margir þeirra eru of
gamlir eða veikburða til að flýja
borgina. Mikill matvælaskortur er í
borginni og margir íbúanna eru sagð-
ir þurfa að veiða dúfur sér til matar.
Rússar hafna
milligöngu ÖSE
Aslan Maskhadov, leiðtogi
Tsjetsjmu, bauðst í gær til að hefja
viðræður við Rússa um „víðtæka
málamiðlun sem báðir aðilar gætu
sætt sig við og tæki mið af hagsmun-
um Rússa sem heimsveldis". Tals-
maður Maskhadovs sagði þó að ekki
kæmi til greina að Tsjetsjenar féllu
frá kröfunni um að Rússar viður-
kenndu Tsjetsjníu sem sjálfstætt
ríki.
Alexander Avdejev aðstoðarutan-
ríkisráðherra hafnaði tillögu Örygg-
is- og samvinnustofnunar Evrópu
(ÖSE) um að hún hefði milligöngu
um friðarviðræður. Hann sagði að át-
ökin í Tsjetsjníu væru innanríkismál
Rússlands og tilboðið til marks um
„óheilindi".
Reuters
Sögulegar friðarviðræður hafnar
EHUD Barak, forsætisráðhcrra ísraels, og Farouq al-
Shara, utanríkisráðherra Sýrlands, komu saman í Was-
hington í gær til að hefrja friðarviðræður fyrir milli-
göngu Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Þetta er í
fyrsta sinn í sögunni sem svo háttsettir embættismenn
frá Israel og Sýrlandi koma saman til að freista þess að
binda enda á stríðsástand sem ríkt hefur frá stofnun
fsraelsríkis 1948.
Baraq (t.v. á myndinni) og Shara (t.h.) stóðu við hlið
Clintons þegar viðræðurnar hófust með athöfn í Hvíta
húsinu en tókust ekki í hendur. Clinton lýsti viðræðun-
um sem stóru skrefi í átt til friðar. „Þetta er í fyrsta
sinn í sögunni sem tækifæri gefst til að koma á alls-
herjarfriði milli ísraela og Sýrlendinga og raunar allra
nágrannaþjóða þeirra.“
Barak kvaðst vongóður um að viðræðurnar bæru
árangur. Shara sagði að Sýrlendingar myndu hvergi
hvika frá þeirri kröfu að Israelar létu „öll hernumin
svæði sín af hendi“. Hann lofaði cinnig ísraelum „heið-
arlegri samkeppni" eftir að friðarsamkomulag næðist.
Þingkosningarnar í Rússlandi
Kommúnistar
með naumt for-
skot á Einingu
Moskvu. AP.
SKOÐANAKANNANIR benda til
þess að rússneskir kommúnistar hafi
naumt forskot á Einingu, nýtt
bandalag stuðningsmanna stjórn-
valda í Kreml, sem vonast til þess að
fá flesta þingmenn kjörna í kosning-
unum um helgina.
í könnun, sem dagblaðið Moskvu-
fréttir birti í gær, sögðust 19% að-
spurðra ætla að kjósa kommúnista
og 17,6% Einingu. Könnunin var
gerð tíu fyrstu dagana í desember og
skekkjumörkin vora 3%. Tvær aðrar
kannanir bentu til þess að forskot
kommúnista væri 3-5 prósentustig.
Munurinn var enn minni í síðustu
könnun rannsóknastofnunarinnar
ROMIR sem bendir til þess að
kommúnistar njóti stuðnings 17,5%
kjósendanna og Eining 17,4%. Könn-
unin var gerð 10.—11. desember.
Eining var stofnuð fyrir tveimur
mánuðum og er undir forystu Ser-
gejs Shoigú, ráðherra neyðaraðstoð-
ar í rússnesku stjórninni. Bandalag-
ið nýtur stuðnings Vladímírs Pútíns
forsætisráðheraa og frambjóðendum
þess hefur verið hampað í fjölmiðlum
sem styðja ráðamennina í Kreml.
Miðjumenn eiga
í vök að verjast
Kannanirnar benda til þess að
miðjubandalagið Föðurland-Allt
Rússland njóti stuðnings um 9-12%
kjósenda. Bandalagið er undir for-
ystu Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra
Moskvu, Jevgenís Prímakovs, fyn--
verandi forsætisráðherra, og Vladí-
mírs Jakovlevs, borgarstjóra Sankti
Pétursborgar.
Fjölmiðlar sem draga taum ráða-
mannanna hafa gert harða hríð að
bandalaginu, sakað Lúzhkov um
spillingu og dregið í efa að Prímakov,
sem er sjötugur, sé nógu ern til að
geta stjórnað landinu.
MORGUNBLAÐK) 16. DESEMBER 1999