Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ ,52 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 irm" 1 ■■ 1 1 111 -.1111 MINNINGAR + Laufey Eyvinds- dóttir var fædd á Staðastað á Snæ- fellsnesi 23. septem- ber 1928. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 9. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Eyvindur Júliusson, f. að Gaul í Staðar- sveit 1898, d. 1986, og Laufey Óskar- sdóttir frá Kjartans- stöðum í Skagafirði, f. 1898, d. 1928 af barnsförum. Hálfs árs gömul fór Laufey í fóstur til hjónanna Ágústs Sigurðssonar og Kristínar Jóhannesdóttur á Lýsu- hóli í Staðarsveit. Alsystir Lau- feyjar er Guðbjörg, f. 1927. Hálf- Nú er kallið komið og leiðir skilja að sinni. Eg kveð tengdamóður mína, Laufeyju Eyvindsdóttur, með tárum sorgar og gleði í senn; sorgar að hafa hana ekki lengur hjá mér, gleði yfir að nú líður henni vel. Mai-gar voru ferðirnar farnar í heimsókn til Ólafsvíkur. Þegar til •jbín var komið beiðstu með mat eða kaffi og bakkelsi - allt eftir því á hvaða tíma sólarhringsins var kom- ið. Það var þín ánægja að gera vel við aðra, en lítið vildir þú þiggja á móti. Þú sagðir oft að svona vildir þú hafa það og þá varð svo að vera því þrjósk varstu. Það verða því margir, stórir og smáir, sem missa mikið við brotthvarf þitt. Oft var fjölmennt við eldhúsborðið hjá þér; á sunnudögum var hefð að þú bakaðir vöfflur ofan í mannskapinn og hafðir ekki undan því margir voru munnarnir. Hjá þér var miðpunkturinn, kjöl- festan. Við vorum greinarnar á stóru eikinni þar sem þú varst ræt- urnar; til þín sóttum við næringu okkar og þú slepptir okkur ekki af þér ef óveður geisaði. „Lát ekki öldur hafsins skilja okk- ur að, og árin, sem þú varst hjá okk- ur, verða að minningu. Þú hefur gengið um meðal okkar, og skuggi anda þíns hefur verið ljós okkar. Heitt höfum við unnað þér. En ást okkar var hljóð og dulin mörgum blæjum. En nú hrópar hún á þig og býst til að standa nakin fyrir augliti þínu. Og þannig hefur það alltaf ver- ið, að ástin þekkir ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðarstundinni.“ (Kahlil v,Gibran) Mér er bæði ljuft og skylt að þakka læknunum Óskari og Magna og öllu starfsfólki á deild B-7 á systur hennar, samfeðra, eru Svan- fríður, f. 1934 og Ragna Lísa, f. 1934. Árið 1950 eignaðist Laufey son, Steinþór Ómar, með Guðmundi Halldórssyni. Hann ólst upp hjá systur Laufeyjar, Guð- björgu, og manni hennar, Ármanni Ein- arssyni sem bjuggu á Selfossi. Maki Stein- þórs er Jóhanna Jóns- dóttir og eru þau bú- sett í Garðabæ. Hinn 26. desember 1952 giftist Laufey Kristmundi Halldórssyni skipstjóra og útgerðarmanni í Ól- afsvík, f. 13. 8.1928, d. 11. 2.1997. Börn þeirra eru: 1) Brynjar, f. Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun og alúð í hennar garð og okkar sem að henni stóðu. Elsku hetjan mín - því það svo sannarlega varstu - þú stóðst á með- an stætt var. Eg sat við rúmstokk- inn hjá þér þegar kallið kom. Það var friður og ró yfir þér þegar þú kvaddir. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásætteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Börnin þín tíu, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn bið ég Guð að styrkja. Far í friði og Guðs blessun fylgi þér, Laufey mín. Þín tengdadóttir, Jóhanna Jónsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Mig langar að þakka Öddu tengdamömmu fyrir að hafa fengið að vera henni samferða síðustu sau- tján árin. Þegar ég fluttist til Þórs, á heimili hennar og Kidda, var mér tekið eins og einni af dætrunum, það var dekr- að við mig eins og prinsessu. Adda hafði þjónustulund fram í fingur- góma. Allt lék í höndunum á henni hvort sem það var að prjóna, sauma- ,hekla, elda eða baka; allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert vel. Hún var kokkur af Guðs náð, mörg voru skiptin sem við hringdum í hana og spurðum hvað á sjóða, steikja eða baka þetta lengi og alltaf hafði hún svör við því. Hún kenndi mér að borða þjóðlegan mat eins og súrmat og hákarl, lét mig smakka aftur og aftur þar til mér var farið að finnast hann góður. Okkur fannst ekki hægt að taka slátur nema Adda kæmi að blanda svo að rétta bragðið kæmi. Ekki tók ég slátur í haust og hafði hún miklar áhyggjur af því liggjandi fársjúk á spítalanum. Þetta lýsir Öddu vel, alltaf að hugsa um aðra en sjálfan sig. Það 1952, maki Margrét Jónasdóttir. 2) Sumarliði, f. 1954, maki Kristín Jóhannsdóttir. 3) Ægir, f. 1956, maki Árný Bára Friðriksdóttir. 4) Þór, f. 1958, maki, Jóhanna Njarð- ardóttir. 5) Óðinn, f. 1960, sambýl- iskona Sólrún Bára Guðmun- dsdóttir. 6) Matthildur, f. 1962, maki Árni Guðjón Aðalsteinsson, 7) Laufey, f. 1963, maki Ólafur Helgi Ólafsson. 8) Kristín, f. 1967, maki Klaus Griinhagen, 9) Hall- dór, f. 1968, sambýliskona Ásta Pálsdóttir. Öll eru þau búsett í Ól- afsvík nema Kristín, hún er búsett í Þýskalandi. Barnabörn Laufeyj- ar eru 28 og langömmubörn fjög- ur. Ásamt annasömu barnauppeldi og umsjá kostgangara tókst Lauf- ey á hendur ýmis störf utan heim- ilisins. Lengi starfaði hún við fisk- vinnslu og netagerð. Þá vann hún einnig við afgreiðslustörf í kaup- félaginu í Ólafsvik. Útför Laufeyjar fer fram frá Ól- afsvíkurkirkju og hefst athöfnin klukkan 14. var alltaf gott að koma til hennar setjast niður í eldhúsinu og spjalla um mat, uppskriftir, bækur og gamla tíma en Adda var búin að lifa miklar breytingar þótt hún hafi ekki verið eldri. Mér fannst svo gaman að hlusta á sögur frá því í gamla daga og hefði gjarnan viljað heyra þær fleiri. Nú er Adda komin á góðan stað þar sem hún er orðin frísk á ný. Megi góður Guð varðveita hana. Astvinir eftir standa en eiga nú dýran sjóð. I minning sem mildar vanda og muna hvað hún var góð. (KSJ) Jóhanna Njarðardóttir. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð, þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur afl og trú. Það er eöli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Höf. ókunnur) Þegar ævivegurinn er orðinn erf- iður og líkaminn hættur að svara boðum okkar birtist dauðinn oft sem líknandi engill og hvíldin verður kærkomin. Að þessu sinni er því svo farið. Alltaf er sárt að kveðja sína nán- ustu, en þetta er bara lífið, við fæð- umst til að deyja, það vitum við. Þó höggið komi alltaf óvænt að okkur fínnst. I dag kveðjum við systur okkar, Laufeyju Eyvindsdóttur, sem lagði í sína hinstu för 9. desember og var hún hvíldinni fegin, hún var sátt við að kveðja þetta líf. Hún vissi að það var ekkert hægt að gera við hennar sjúkdómi, við verðum víst öll að sætta okkur við orðinn hlut þegar stóra stundin kemur og maðurinn með ljáinn kemur í heimsókn. Við systur ætlum ekkert að rekja henn- ar ævi, það gera aðrir. Elsku Laufey okkar, við biðjum góðan Guð að vemda þig og hinn líknandi engil að bera þig að landi þar sem birtan skín og ástvinir sem á undan eru gengnir taka á móti þér eins og þú varst viss um að myndi verða. Nú vonum við að þú sért búin að hitta Kristmund eiginmann þinn, því hann hefur örugglega beðið eftir þér á ströndinni. Þetta er aðeins lítil kveðja frá systrum þínum Guðbjörgu, Rögnu og Svönu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, haf þú þökk fyrir allt og allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og fjölskyldum biðj- um við Guðs blessunar. Fyrir hönd systra minna, Svanfríður Eyvindsdóttir. Nú er hún Adda amma farin til guðs. Þar tekur Kiddi afi á móti henni. Eg á margar góðar minning- ar um ömmu frá því að ég var yngri. Þá fékk ég að sofa hjá ömmu og afa þegar mamma og pabbi fóru út að skemmta sér því ég vildi hvergi ann- ars staðar vera. Þá sátum við amma og töluðum saman um allt milli him- ins og jarðar. Stundum sagði hún mér sögur frá því að hún var lítil eða við spiluðum á spil eða lögðum kap- al. Þegar mamma fór ein til Reykja- víkur fórum við pabbi alltaf í mat til ömmu. Það bragðaðist allur matur svo vel hjá henni, jafnvel fiskurinn var góður sem ég borða annars mjög sjaldan. Meira að segja Njörður bróðir var farinn að átta sig á því í sumar að lalla sér einn niður eftir til ömmu til að fá sér heita vöfflu eða súkkulaði úr eldhússkúffuni hennar. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku Adda amma. Við skulum lesa bænimar, þá sofnum við svo rótt. Guð og allir englarnir þeir vaka hverja nótt. Freyja og Njörður. Elsku amma mín, nú skiljast leiðir okkar fyrr en ég hefði viljað. Það var alltaf gott og gaman að koma til þín, þú vildir allt gott fyrir alla gera. Ef mamma og pabbi voru ekki heima gat maður alltaf komið til þín og þú- dekraðir við mann og gafst manni gott að borða. Það var víst að maður fór aldrei svangur út frá þér, þú sást til þess og helst vildir þú að maður tæki nesti með sér. Eg á eftir að sakna þess að geta ekki komið til þín í sunnudagskaffi eins og ég hef alltaf gert síðan ég man eftir mér. Þú varst listakokkur og bakari og allt gott sem þú gerðir, þær voru sér- staklega góðar jólakökumar með súkkulaðidropunum, engin getur gert þær eins og þú gerðh- þær. Ef maður var veikur eða eitthvað að gat maður komið til þín og þú gafst manni góð ráð sem ætíð dugðu. Þegar þú varst komin á spítalann og ég var að heimsækja þig áttir þú alltaf eitthvað til að gefa manni. Það var svo gaman að gleðja þig, ég man þegar ég kom með ferðaútvarpið til þín, þú varst svo glöð því þá gætir þú hlustað á Bylgjuna. Ég man líka þegar þú varst einu sinni í Reykja- vík og við pabbi parketlögðu stofuna hjá, þér ég gleymi því aldrei hve án- ægð þú varst þegar þú komst heirn og sást hvað búið var að gera. Mikið vildi ég geta haft þig lengur hjá okkur og fengið notið allra þeirra góðu ráða sem þú hafðir að geyma. Það verður tómlegt hér án þín og skrítið að koma í Sandholtið þar sem engin amma er lengur, en ég veit að nú líður þér vel og nú get- ið þið afi Kiddi verið saman á ný. Ég mun sakna þín sárt. Guð varðveiti þig, elsku amma mín. Þín ömmustelpa, Ingibjörg Sumarliðadóttir. Elsku amma, í gegnum tíðina hafa margir komið við hjá þér og það eru margir sem minnast þín með sökn- uði. Alltaf varst þú svo róleg og skipulögð, þú varst alltaf svo góð og vildir allt fyrir alla gera. Aldrei vild- ir þú þiggja hjálp við húsverkin, þú varst búin að gera allt áður en nokk- ur komst til að hjálpa þér. Þegar Margrét Eir vissi að þú varst dáin sagði hún við mig að þú hefðir dáið af því að þú áttir tíu börn og þau voru öll orðin fullorðin. En þó þau væru orðin fullorðin slakaðir þú ekki á og dekraðir við öll barnabörn- in. Þú hafðir alltaf áhyggjur af því að ég eldaði mér ekki almennilegan mat þegar ég var ein í Reykjavík og þegar þú varst hjá Svövu nú í októ- ber byrjuðuð þið að borða bollasúp- ur og þú varst staðráðin í því að þetta væri fullkomin máltíð fyrir mig og þú vildir endilega fara að kaupa handa mér súpur. Ég bjóst við að þú myndir kaupa tvo til þrjá pakka en þú vildir nú aldeilis að ég borðaði súpur og keyptir tuttugu. Ég minnist þín með gleði og sorg. Þegar írá líður hverfur sorgin fyrh’ öllum þeim góðu minningum sem ég á um þig. Hvíldu nú í friði amma mín, þú fékkst hvíldina sem þú þarfnaðist. „Sýn okkur, Drottinn, þann frið sem okkur ber að leita, friðinn sem við eigum að gefa, friðinn sem okkur ber að halda, friðinn sem við getum verið án og friðinn sem þú heitir og gefur í Jesú Kristi.“ (C. Tor.) Laufey Helga. „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það nimað. Skoð- aðu hug þinn vel, þegar þú ert glað- ur, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmædd- ur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Elsku amma, ég er mjög sorg- mædd yfir því að þú skulir vera far- in, en ég er jafnframt glöð yfir því að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér, þó leiðir okkar lægju seint sam- an. Hvíl í friði. Lilja Huld Steinþórsdóttir. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson). Þakka þér fyrir samfylgdina, Laufey. Kæru frændsystkin og fjölskyld- ur, Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk. Steindór og Þorbjörg. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúíleg þjónusta sem byggir á tangri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com S 7 Jf LAUFEY EYVINDSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.