Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 47,
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
RÉTTMÆT KRAFA
ELDRIBORGARA
KRAFA ELDRI borgara um að vaxtahluti lífeyris-
greiðslna þeirra verði skattlagður með sama hætti og
aðrar fjármagnstekjur er bæði réttmæt og skiljanleg. Þetta
baráttumál eldri borgara er ekki nýtt af nálinni, því þeir
hafa ítrekað bent á óréttmæti þess, að af lífeyri er greiddur
38,34% tekjuskattur þegar hann kemur til útborgunar. Það
á bæði við um inngreidd iðgjöld og uppsafnaða vexti.
Þegar haft er í huga að uppsafnaðir vextir nema að jafn-
aði, að minnsta kosti, tveimur þriðju hlutum útborgaðs líf-
eyris, þá er krafa eldri borgara um að skattaleg meðferð
þeirra fjármagnstekna verði hin sama og skattaleg meðferð
annarra fjármagnstekna í hæsta máta eðlileg.
Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, sagði hér í blaðinu í janúar á þessu ári, að
ástæða þessarar tekjuskattheimtu af lífeyrisgreiðslum
væri sú að framlög í lífeyrissjóði væru undanþegin tekju-
skatti við inngreiðslu. Sú skýring nær skammt, því þannig
ætti tekjuskattur aðeins að koma á um þriðjung út-
greiðslna, en fjármagnstekjuskattur, sem er tíu af hundr-
aði, á um tvo þriðju hluta greiðslnanna. Þannig væri búið að
samræma skattheimtu af fjármagnstekjum og gæta rétt-
lætisins.
Vissulega þýddi þetta tekjutap fyrir ríkissjóð, en það
verður bara að bæta með öðrum og réttlátari hætti. Að því
þurfa löggjafinn og fjármálaráðherra nú að huga.
OVERJANDI
STYRJÖLD
TTVER er tilgangur Rússa með hernaðinum í Tsjetsjníu?
Jlí Upphaflega var gefin upp sú ástæða að berja yrði niður
tsjetsjenska hryðjuverkamenn er sakaðir voru um að hafa
staðið fyrir sprengjutilræðum í Moskvu fyrr á þessu ári. Varla
getur það markmið að uppræta hryðjuverkamenn réttlætt að
lífið sé murkað úr heilli þjóð? Að íbúum heillar borgar sé skipað
með dreifimiðum að hafa sig á brott, annars verði þeim tor-
tímt? Að stökkva tugþúsundum á flótta og leggja borgir og
þorp í rúst með sprengjuárásum?
Hernaður Rússa í Tsjetsjníu er afturhvarf til fortíðar. Atök-
in minna helst á orrustur síðari heimsstyrjaldarinnar og mark-
miðin á heimsvaldastefnu nítjándu aldarinnar. Tsjetsjenar
hafa barist gegn yfirráðum Rússa allt frá því að Rússlandskeis-
ari lagði land þeirra undir sig á síðustu öld. Annars staðar í hin-
um siðmenntaða heimi er reynt að leysa deilur af þessu tagi
með viðræðum og samningum. Þannig hafa t.d. verið tekin stór
skref í þá átt að setja niður deilur á Norður-írlandi og á milli
Israela og Palestínumanna. Rússar virðast hins vegar ætla að
leysa deilur sínar við Tsjetsjena með því að útrýma þeim. Það
hentar pólitískum hagsmunum ráðamanna og hersins.
Hvernig ætlast Rússar til að þeir fái inngöngu í samfélag sið-
aðra þjóða þegar mannslíf virðast engu máli skipta í þeirri bar-
áttu stjómvalda að láta rússneska fánann blakta í Grosní fyrir
þingkosningarnar um næstu helgi? Hið kaldhæðnislega er að
stríðsreksturinn er að miklu leyti fjármagnaður með vestræn-
um stuðningi. Fjármagni sem veitt hefur verið til Rússlands af
vestrænum ríkjum og stofnunum til að koma í veg fyrir póli-
tíska upplausn og efnahagslegt hrun. Rétt væri að skrúfa fyrir
það fjárstreymi þangað til Rússar stöðva hið tilgangslausa
blóðbað í Tsjetsjníu.
ARKIN JATAR
MAÐUR að nafni William M. Ai-kin hefur þrisvar sinnum á
tæpum tveimur áratugum haldið því fram að kjarnorku-
vopn hafi verið geymd á íslandi. í öll skiptin hafa nokkiTr ís-
lenzkir stjómmálamenn og sumir fjölmiðlar gripið þessar stað-
hæfingar á lofti og notað þær til meiriháttar ái'ása á þá sem
borið hafa ábyrgð á varnarmálum þjóðarinnar í hálfa öld.
í samtali við Morgunblaðið í gær viðurkennir William M.
Arkin að hann hafi í öll þrjú skiptin haft rangt fyrir sér. Er ekki
kominn tími til að William M. Arkin láti af afskiptum af íslenzk-
um málum og að þeir sem gerzt hafa bandamenn hans hér horf-
ist í augu við að þeir hafa ekki haft sóma af því að hlíta leiðsögn
þessa manns?
Stofnanir og fyrirtæki verða með viðbúnað til að breg ðast við hugsanleginn 2000-vanda
UMFANGSMIKLAR
VAKTIR Á NÝÁRSNÓTT
Morgunblaðið/Golli
Gríðarlegu fé og vinnu hefur verið eytt í fyrirbyggjandi aðgerðir vegna 2000-vandans. Flestir eiga von á því að ekkert
fari úrskeiðis en telja samt nauðsynlegt að vera með mikinn viðbúnað um áramótin, því enginn veit hvað gerist í raun
fyrr en sjálf stundin rennur upp.
Niðurstöðutölur úr rekstri ríkissjóðs 1990-1998 og áætlun 1999 og 2000
Milljarðar króna á verðlagi hvers árs ' T 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 Áætlun 1999 Áætlun 2000
Heildartekjur ríkissjóðs 105,8 119,3 121,0 118,4 124,3 130,4 143,6 150,0 169,0 207,9 209,9
Heildarútgjöld ríkissjóðs 117,8 130,5 130,5 132,2 137,7 142,0 150,9 147,3 162,8 192,8 193,2
Tekjuhalli / afgangur -12,0 -11,2 -9,6 -13,8 -13,4 -11,6 -7,3 +2,7 +6,2 +15,1 +16,7
Heimildin Þjóðhagsstofnun og Fjármálaráðuneytið j
Niðurstöðutölur ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
% Heildartekjur og heildarútgjðld ríkissjóðs
Áætlun
i 1999 2000 f.
1980'1981T982 1983 1984'1985'1986'1987'1988'1989'1990 1991 1992 1993 1994 1995’1996 1997'1998'1999 2000 ?
t-----1-----
H"-----i-----1-
% Tekjuafgangur eða halli ríkissjóðs
5
Áætlun •§
i 1999 2000
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 $
Tekjur ríkissjóðs aukast um 39 milljarða frá fyrra ári
Utlit fyrir mesta
afgang á ríkissjóði
síðan 1962
Fara þarf til ársins 1962 til að fínna jafnmikinn
afgang á rekstri ríkissjóðs og horfur eru á að verði
á þessu ári. I umfjöllun Egils Ólafssonar um fjár-
lög kemur fram að tekjur og útgjöld ríkissjóðs hafa
aukist mjög mikið á þessu ári.■
Árþúsundamótin nálgast
óðum og um leið færist
margumræddur 2000-
vandi nær. Birna Anna
Björnsdóttir kynnti sér
stöðu mála nú þegar að-
eins um tvær vikur eru til
áramóta og ræddi við for-
svarsmenn nokkurra
stofnana og fyrirtækja
sem ganga fyrir flóknum
tæknibúnaði. Þeir voru
sammála um að allt hefði
verið gert til að fyrir-
byggja vandann en verða
samt í viðbragðsstöðu á
nýársnótt með umfangs-
miklar viðbúnaðarvaktir.
FYRIRBYGGJANDI aðgerðir
vegna 2000-vandans hafa
sums staðar verið í undirbún-
ingi í nokkur ár og hafa kostað
gríðarlega vinnu og fjármuni. Stofnanir
og fyrirtæki með mikinn og fiókinn
tæknibúnað sem stjórnað er af tölvum
hafa þurft að uppfæra allan búnað sinn
og prófa til að ganga úr skugga um að
hann sé „2000-hæfur“. Engu að síður
verður fjöldi fólks á vakt um áramótin,
tilbúinn að grípa inn í ef eitthvað óvænt
kemur upp á, því enginn veit í raun hvað
nákvæmlega gerist, íyrr en sjálf stund-
in rennur upp.
Áramótin verða fyrst í löndum austan
við okkur og þannig höfum við ákveðið
forskot ef eitthvað fer úrskeiðis, en hér
á íslandi koma áramótin tíu klukku-
stundum seinna en þar sem þau koma
fyrst. Verður fylgst vel með því hvort
eitthvað gerist í öðrum löndum þegar
klukkan slær tólf og hvort þar komi eitt-
hvað í Ijós sem gæti orðið okkur að
gagni við að fyrirbyggja vandann enn
frekar.
Vakt 2000-nefndar
íUtvarpshúsinu
í ýmsum stofnunum og fyrirtækjum
verða vaktir um áramót og mun 2000-
nefnd ríkisins starfrækja miðstöð í Ut-
varpshúsinu, í samráði við Almanna-
vamir ríkisins og Ríkisútvarpið, sem er
hluti af Almannavarnakerfinu. Haukur
Ingibergsson, formaður 2000-nefndar,
segir miðstöðinni ætlað að vera tengilið-
ur stofnana og fyrirtækja, einnig á hún
að sjá til þess að koma nauðsynlegum
upplýsingum til stjórnvalda og fjölmiðla
og vera í sambandi við alþjóðlegar
stofnanir svo sem stjórnstöð Evrópu-
sambandsins vegna 2000-vandans og
upplýsingamiðstöð Sameinuðu þjóð-
anna.
Miðstöðin mun fylgjast með því
hvaða truflunum 2000-vandinn veldur
innanlands og erlendis og þar verður
einkum til þess tekið hvers eðlis ti-uflan-
ir eru og metið á hvaða hátt þær geti
haft áhrif á íslenskt samfélag. Haukur
segist auðvitað vona að allt gangi trufl-
unarlaust fyrir sig. „Við búumst við að
þetta gangi vel, en þessi viðbúnaður er
hafður vegna þess að við getum alltaf
átt von á truflunum og viljum vera til-
búnir að grípa inn í ef eitthvað gerist.“
Flest tölvuþjónustufyrirtæki verða
með bakvakt á nýarsnótt og hefur
Tæknival hf. boðið fyrirtækjum aðgang
að sérfræðingum sínum gegn gjaldi.
Fjöldi starfsmanna tölvufyrirtækja
verður því á vakt eða í viðbragðsstöðu.
Hjá Landsvirkjun hefur verið farið í
gegn um öll tölvukerfi og það endur-
nýjað sem þurfti. Hugbúnaður í stjóm-
tölvu raforkukerfisins hefur verið upp-
færður sem og hugbúnaður í stýri-
tækjum, fjarskiptakerfum og símstöðv-
um og verður síðasta símstöðin tilbúin
næstu helgi.
Bergur Jónsson, yfirmaðm- tölvu-
mála hjá Landsvirkjun, segir að um ára-
mótin sjálf hafi verið skipulögð mikil
viðbúnaðarvakt sem geti gripið inn í og
keyrt kerfið handvirkt, fari eitthvað úr-
skeiðis. Aukamannskapur verði í stjórn-
stöðinni og starfsfólk verði í öllum af-
lstöðvum og helstu spennustöðvum.
Sérstakur upplýsingafulltrúi verði í
tengslum við viðskiptavini og fjölmiðla
og er gert ráð fyrir því að alls verði um
50 manns á vakt og 20 á bakvakt en und-
ir eðlilegum kringumstæðum séu ekki
nema tveir á vakt en 25 á bakvakt.
Bergur segist hins vegar ekki
áhyggjufullur og telur ólíklegt að nokk-
uð komi upp á, en nauðsynlegt sé að
gæta þess að hafa öryggi í hámarki. „Þó
að yfirlýsingar hafi komið frá framleið-
endum um að tölvubúnaður sé í lagi og
þó að við höfum prófað þann hluta af
honum sem hægt er að prófa, teljum við
nauðsynlegt, öryggisins vegna, að vera
með þessa auka viðbúnaðarvakt.“
Landsvirkjun verður í sambandi við
orkufyrirtæki í Nýja-Sjálandi, einnig
verður fylgst með fréttaflutningi og
heimasíðum sem taka á þessu máli og
lýsa því sem gerist þegar klukkan slær
tólf á miðnætti úti um heim. „Það er
reyndar lítið hægt að gera á 10 klukku-
stundum, en ef eitthvað kemur upp á
annars staðar vitum við hvort þörf er á
enn meiri viðbúnaði hér.“
Vona það besta en búast
við því versta
Steinar Friðgeirsson, framkvæmda-
stjóri tæknisviðs Rafmagnsveitna ríkis-
ins, segir að búið sé að yfirfara og upp-
færa tölvur og annan búnað Rafmagns-
veitnanna sem noti dagsetningar og
hann eigi nú allur að vera 2000-hæfur.
Steinar segist eiga von á að búnaður
þeirra starfi eðlilega yfir áramótin og
telur litlar líkur á óvæntum uppákom-
um. Ákveðin viðbragðsáætlun hafi þó
verið gerð til öryggis í samvinnu við
önnur orkuveitufyrirtæki, þai' á meðal
Landsvirkjun.
Undir eðlilegum kringumstæðum eru
um þrjátíu manns á vakt hjá Rafmagns-
veitunum, allan sólarhringin um land
allt, en nú um áramótin verða um fimm-
tán manns á vakt til viðbótar og þar að
auki verður íjöldi manns tilbúinn til út-
kalls. Steinar segir að fylgst verði með
því sem gerist í löndum austan við okk-
ur, þegar áramótin koma, og það sé til
að vera enn betur viðbúinn, komi eitt-
hvað óvænt upp á. „Við vonum hið besta
en búumst samt við því versta og þess
vegna erum við í viðbragðsstöðu. En
það er búið að gera allt sem hægt er að
gera til að koma í veg fyrir að eitthvað
fari úrskeiðis.“
En ef eitthvað skyldi koma upp á vill
Steinar benda á óæskilegt sé að fólk
hringi til að spyrjast fyrir og segir það
jafnvel geta tafið fyrir viðgerðum ef
hringt sé til þeirra í stórum stíl. Bili eitt-
hvað verði unnið strax að því að laga það
og er fólki bent á að fylgjast með fjöl-
miðlum sem fái samstundis allar nauð-
synlegar upplýsingai'.
Allur er varinn góður
Búið er að uppfæra og prófa allan
tölvubúnað Orkuveitu og Vatnsveitu
Reykjavíkur og segir Gunnar Aðal-
steinsson, rekstrarstjóri raforkusviðs
Orkuveitunnar, að staðfesting hafi feng-
ist á því að hann sé orðinn 2000-hæfur.
„Við munum samt verða með viðbún-
að á nýársnótt því það er enginn sem
getur fullyrt hundrað prósent, að hann
sé með allt klárt,“ segir Gunnar. Þessa
óvissu segir hann stafa af því að eitthvað
ófyrirséð geti komið upp á, svo sem
brestur í öðrum kerfum sem þeh' séu
háðir en þó segist hann treysta öllum
samstarfsaðilum vel því þeir séu yfir-
leitt mjög vel undirbúnir.
Um áramótin verða 16 aukamann-
eskjur á vakt hjá Orkuveitunni og
Vatnsveitúnni og fleiri á bakvakt og
verðm' mögulegt að handstýra kerfinu
ef illa fer. Þessi vakt gegnir einnig eftir-
litshlutverki og verður í síma- og tal-
stöðvasambandi við Landsvirkjun og
Almannavarnir.
Gunnai' telur allan undirbúning hafa
gengið vel og segist ekki mjög kvíðinn.
Hann bendir þó á mikilvægi þess að
vera viðbúinn einhverju óvæntu og að
ekki megi gleyma því að allur er varinn
góður.
Landssíminn hefur lokið undirbún-
ingi sínum vegna 2000-vandans, en sú
vinna hófst árið 1996. Allur hugbúnaður
í símstöðum íastanetsins, útlandastöðv-
um, skiptistöðvum og svæðisstöðvum
hefur verið uppfærður, ásamt símstöðv-
um farsímakerfanna GSM og NMT.
Að auki hefur Landssíminn undirbúið
sérstaka viðbragðsáætlun sep unnið
verður eftir um áramótin. Á hádegi
verður byrjað að fylgjast með fregnum
frá löndum austan við Island og
skömmu fyrii' miðnætti mætir hópur
tæknimanna á vakt til að sannreyna
sem fyrst ástand allra mikilvægra kerfa
og til að bregðast við ef eitthvað skyldi
fara úrskeiðis. Samtals verða um 40
manns á aukavakt um áramótin og auk
þess verður stór hópur tæknimanna á
balevakt.
Ólafur Stephensen, forstöðumaður
upplýsinga- og kynningarmála Lands-
símans, segist alls ekki eiga von á því að
nokkuð komi upp á og að búið sé að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til að
koma í veg fyrir það. „En það er aldrei
hægt að útiloka að eitthvað fari úrskeið-
is og það getur auðvitað haft áhrif á okk-
ur ef eitthvert annað kerfi bilar, til
dæmis rafmagnið. Við verðum því að
sjálfsögðu í viðbragsstöðu því það er
ákaflega mikilvægt að fjarskiptakerfin
virki eins og þau eiga að gera,“ segir Ól-
afur.
Á nýarsnótt verður Landssíminn í
sambandi við miðstöð 2000-nefndar rík-
isins og verður fylgst grannt með því
sem gerist. Allar upplýsingar sem varða
almenning verða sendar fjölmiðlum
sem munu miðla þeim jafnóðum.
Ef eitthvað kemur upp á, hvort sem
það er í símkerfinu eða rafkerfinu, bein-
ir Landssíminn því til fólks að nota ekki
símann, því mikið álag á kerfinu geti
valdið því að hægar gangi að lagfæra
það. En jafnvel þó að ekkert komi upp á
segir Ólafur mikilvægt að fólk noti síma
í lágmarki um áramótin, því kerfið verði
prófað strax eftir miðnætti og þá sé
mikilvægt að það sé í sem eðlilegustu
ástandi en ekki undir of miklu álagi.
Ekki vitað hvort smáatriði geti
haft keðjuverkandi áhrif
Finnur Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra við-
■skiptabanka, segir undirbúningi banka
og fjármálafyrh-tækja vegna 2000-vand-
ans yfirleitt lokið. „Þetta á allt að vera
klappað og klárt. Búið er að breyta og
prófa stóru kerfin sem snerta alla lands-
menn, eins og debet- og kreditkorta-
kerfið, hraðbankana og kerfi Reikni-
stofu bankanna," segir Finnur.
Finnur segii’ að fai'ið hafi verið kerfis-
bundið yfir allt, en ekki sé hægt að úti-
loka að eitthvert smáatriði hafi orðið út-
undan. Aðspurður segir hann engan
vita svarið við því hvort slíkt geti haft
keðjuverkandi áhrif og raskað starf-
semi mikilvægari kerfa. „Menn halda
auðvitað að þeir hafi unnið þetta sam-
viskusamlega og að það sé búið að
breyta öllu og prófa allt. Menn ganga út
frá því að allt verði í lagi, en auðvitað
getur alltaf eitthvað gerst.“ Finnur seg-
ir banka og fjármálafyrirtæki því hafa
ákveðið að hafa lokað lengur í kringum
áramótin í vai'úðai’skyni og þau verði
flestöll lokuð 31. desember til að tryggja
að öllum færslum og frágangi verði lok-
ið fyrh' miðnætti.
Finnur segir nokkurn viðbúnað verða
um sjálf áramótin og eftirlit verði haft
með þeim kerfum sem verða í notkun,
sem eru debet- og kreditkortakei'fin og
hraðbankar. „Um leið og áramótin eru
gengin í garð verða framkvæmdar próf-
anir á þessum kerfum, aukavakt verður
hjá kortafyrirtækjum, einnig verður
aukamannskapur hjá Reiknistofu bank-
anna og sérstakar vaktir í bönkunum
sjálfum." Finnui' segir um 20 til 30
manns verða í aukavinnu um áramótin
og auk þess verði helstu ábyrgðarmenn
tölvukerfa hjá Reiknistofu bankanna í
viðbragsstöðu. Fylgst verður með frétt-
um frá löndum þar sem áramót eru þeg-
ar gengin í garð um hvort eitthvað komi
upp á þar sem gefi tilefni til að óttast að
eitthvað svipað komi upp á hér.
Öllum netbönkum verður lokað um
áramótin, frá klukkan 23:30 á gamlárs-
kvöld fram til hádegis á nýársdag.
,Ástæða þess er sú að menn hafa haft
spurnir af því, bæði hér heima og er-
lendis, að svokallaðir tölvuþrjótar ætli
að reyna árásir á ýmis kerfi um ára-
mótin í þeirri von að öryggisbúnaður
bregðist. Menn þora því ekki annað en
að loka öllum kerfum sem eru á Net-
inu,“ segir Finnur.
Allt verður gert til að
tryggja öryggi
Undirbúningur Ríkisspítalanna
vegna 2000-vandans hefur staðið í eitt
og hálft ár og segir Aðalsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri tæknisviðs spítal-
anna að öll tæki og tölvubúnaður hafi
verið uppfærður. „Búið er að kortleggja
allan lækningatækj abúnað og tölvubún-
að og uppfæra það sem þarf, þannig að
við teljum okkur viðbúin að starfa yfir
áramótin án þess að nokkrar uppákom-
ur verði.“
Akveðinni viðbragðsáætlun verður
þó fylgt, ef eitthvað skyldi út af bregða,
og er verið að leggja lokahönd á skipu-
lagningu hennar þessa dagana. Á
sjúkradeildum verða öll gögn um sjúkl-
inga sem eru geymd í tölvum prentuð út
svo að læknar og hjúkrunarfræðingar
hafi allar upplýsingar um sjúklinga til-
tæk þó að einhver tölvukerfi detti niður.
Aðalsteinn segir að um tíu til fimmtán
manna hópur tæknimanna verði hafður
á aukavakt og auk þess verði ljöldi
manns á bakvakt.
„Verið er að gera ráðstafanir þannig
að við getum keyrt starfsemi spítalanna
þó að einhver kerfi detti niður. Við erum
með varaaflstöðvar og getum því keyrt
tæki þó rafmagn fari af. Við erum með
varakyndingu þannig að við getum
haldið húsunum heitum þó að hitaveitan
fari. Við erum að vísu svolítið bundnir
almenna símkerfinu, en erum með tal-
stöðvar innan spítalanna sem við getum
nýtt okkur þar og eins í samskiptum við
Álmannavarnh', þannig að allt það um-
hverfi ætti að vera í lagi.“
Aðalsteinn segir að dregið verði úr
starfsemi sjúkrahúsanna yfir áramótin.
Engar valaðgerðir verði til dæmis fram-
kvæmdar rétt fyrir áramót og starfsemi
höfð í eins mikilu lágmarki og hægt er.
Það sé reyndar venja að starfsemi sé
minni yfir hátíðarnar en nú verði dregið
enn meira úr henni vegna þessara sér-
stöku aðstæðna.
Sérstök vakt fylgist með framvindu
mála og verður í sambandi við miðstöð
2000-nefndar ríkisins. Fylgst verður
grannt með því sem gerist í löndum
austan við okkur, þar sem áramót verða
fyrr og haft verður samband við sjúkra-
hús í Evrópu. Ef eitthvað gerist á stöð-
um þar sem eru sambærileg kerfi gefst
þá svigrúm til að kalla út aukafólk og
reyna að fyrirbyggja vandamál hér.
Aðalsteinn segist ekki vera áhyggju-
fullur. „Við teljum okkm' búna að undir-
búa þetta vel og förum inn í þetta nokk-
uð öruggir. Við eigum síður von á því að
eitthvað gerist sem skapi vandamál.“
Hann segir að þeh' sem þurfi að dvelja á
sjúkrahúsi yfir áramótin þurfi ekki að
hafa áhyggjur og að allt verði gert til að
tryggja sem mest öryggi.
HORFUR eru á að ríkissjóð-
ur verði rekinn með 15
milljarða afgangi á þessu
ári og stefnt er að 16,7
milljarða afgangi á næsta ári. Fara
þarf aftur til ársins 1962 til að finna
tölur um viðlíka afgang á fjárlögum.
Ríkissjóður hefur hins vegar bólgnað
mikið út í ár og hafa tekjur hans sem
hlutfall af landsframleiðslu aldi'ei
verið hærri.
Ríkissjóður var rekinn með halla
samfleytt frá árinu 1985 til ársins
1996. Hallinn var í hámarki árið 1993
þegar hann var 3,3% af vergri lands-
framleiðslu. Síðan hefur afkoma rík-
issjóðs batnað ár frá ári og árið 1997
tókst að skila ríkissjóði með afgangi í
fyrsta skipti í 13 ár.
I fyri'a varð 6,2 milljarða tekjuaf-
gangur á fjárlögum miðað við upp-
gjör á rekstrargrunni, en það þýðir
að ekki er tekið tillit til lífeyrisskuld-
bindinga ríkisstarfsmanna. í fjárlög-
um fyrir árið 1999 var gert ráð fyrir
að ríkissjóðui' yrði rekinn með rúm-
lega 2,4 milljarða tekjuafgangi.
Tekjumar hafa hins vegar reynst
miklu meiri en reiknað var með og í
fjáraukalögum, sem samþykkt voru í
gær, er gert ráð fyrir 15 milljarða
tekjuafgangi. Þetta er afgangur sem
samsvarar 2,3% af vergri landsfram-
leiðslu. Slíkur afgangur á ríkissjóði
hefur ekki verið síðan árið 1962 þegar
hann var 2,3% af landsframleiðslu.
Mestur var afgangur á ríkissjóði á ár-
unum 1952-1953 þegar hann var 3,6-
3,8% af landsframleiðslu.
Tekjur ríkissjóðs aldrei hærri
En það eru fleiri tölur sem fróðlegt
er að skoða í sögulegu ljósi. Tekjur
ríkissjóðs sem hlutfall af vergri lands-
fi-amleiðslu verða á næsta ári 32,6%
samkvæmt áætlun fjáraukalaga.
Þetta hlutfall hefur aldrei verið
hæma, en það fór hæst í 30,4% árið
1992. Síðan hefur það verið á bilinu
28,3-29,5%.
Samkvæmt fjáraukalagafrumvarp-
inu verða tekjur ríkissjóðs á þessu ári
207,9 milljarðai', en tekjumar vom
169 milljarðar í fyrra. Aukningin milli
ára er um 39 milljarðar, en í þessari
tölu er ekki tekið tillit til verðlags-
breytinga.
Mikil aukning í tekjum ríkissjóðs í
fyrra skýrist ekki síst af aukinni veltu
í efnahagslífinu. Tekjur einstaklinga
hafa reynst hærri en reiknað var með
og neysla sömuleiðis. Tekjur ríkis-
sjóðs af tekjuskatti einstaklinga
stefna i að verða rúmum 9 milljörðum
hærri en gert var ráð fyrir í fjárlög-
um. Tekjuskattur lögaðila stefnir
einnig í að skila meiri tekjum en
reiknað var með eða sem nemur 3
milljörðum.Virðisaukaskattur stefnir
í að skila ríkissjóði 3,4 milljörðum
meiri tekjum en reiknað var með í
fjárlögum. Samtals er reiknað með að
skattar á vöru og þjónustu skili ríkis-
sjóði 9,7 milljörðum meiri tekjum en
reiknað var með í forsendum fjárlaga.
Utgjöld hafa einnig hækkað
Útgjöld ríkissjóðs hafa einnig auk-
ist mikið á þessu ári. Aukningin milli
ára nemur 33 milljörðum. Helsta
skýring á meiri útgjöldum í ár en ráð
var fyrir gert í fjárlögum er að laun
ríkisstarfsmanna hafa hækkað meira
en reiknað var með í upphafi ársins.
Þetta endurspeglast m.a. í meiri út-
gjöldum til heilbrigðismála en reikn-
að var með. Frá því að fjárlög voni
samþykkt hefur Alþingi samþykkt að
hækka framlög til sjúkrastofnana um
3,6 milljarða. Framlög til sjúkra-
trygginga hafa verið hækkuð um
rúman milljarð og framlög til
menntamálai’áðuneytisins hafa einn-
ig verið hækkuð um rúman milljarð.
Samtals er útlit fyrir að útgjöld rík-
issjóðs sem hlutfall af landsfram-
leiðslu verði 30,2% í ár. í fyrra var
þetta hlutfall 27,8% þannig að um
umtalsverða hækkun er að ræða milli
ára. í því fjárlagafrumvarpi sem
verður væntanlega samþykkt sem lög
frá Alþingi í dag er gert ráð fyrir að
útgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af
landsframleiðslu fari niður í 28,1%
sem bendii' til rneiri aðhalds í útgjöld-
um en útlit er fyiir að verði á þessu
ári. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að
tekjur ríkissjóðs sem hlutfall af
landsframleiðslu lækki.
Þjóðhagsstofnun bendir á í skýrslu
um búskap hins opinbera á árunum
1990-1998, sem kom út í vikunni, að í
alþjóðlegu samhengi sé ái'angur í
rekstri hins opinbera hér á landi góð-
ur. Hið opinbera, þ.e. ríkið og sveitar-
félögin, hafi á árinu 1998 verið rekið
með 0,5% tekjuafgangi. í löndum
Evrópusambandsins hafi tekjuhalli
hins opinbera minnkað úr 5,8% af
landsframleiðslu árið 1994 í 1,6% árið
1998 og í OECD-ríkjum úr 3,6% í
0,9% af landsframleiðslu.
Sé horft til umfangs hins opinbera,-
ríkisins og sveitarfélaganna, hefur
hlutdeild hins opinbera lækkað úr
40,6% af landsframleiðslu árið 1992 í
um 37% árið 1998. í löndum ESB var
þetta hlutfall 47,5% í fyrra og 39,5% í
ríkjum OECD.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, segir að góðui' af-
gangur á ríldssjóði í ár og á næsta ári
sé fagnaðarefni. Þjóðhagsstofnun
hafi á undanfömum misserum lagt
mikla áherslu á aðhald í ríkisútgjöld-
um til að slá á þenslu í efnahagslífinu.
Nýjustu tölur um viðskiptahalla,
einkaneyslu og innflutning bendi hins
vegar til að þetta hafi ekki tekist.
„Það er fagnaðarefni að það stefnir
í verulegan afgang á ríkissjóði, en
hins vegar er greinilegt að staða efna-'
hagsmála er veikari bæði þegar litið
er til verðlags og viðskiptahalla held-
ur en hún var metin í október."
Eins og kom fram í gær er útlit fyr-
ir að viðskiptahallinn verði 38 millj-
arðar í ái' eða 9 milljörðum meira en
spáð var í haust. Ennfremur er útlit
fyrir tvöfalt meiri verðbólgu hér á
landi en í helstu viðskiptalöndum
okkar. „Það sem dregur úr ánægj-
unni með góðan afgang á ríkissjóði er
að skýringin er að hluta til aukin
neysla og innflutningur sem myndar
þessar tekjur,“ sagði Þórður.
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunai’ Há-
skóla íslands, sagði að bæði Seðla-
bankinn og sérfræðingar OECD
hefðu lagt áherslu á að sýna jtyrfti
enn meira aðhald í ríkisfjármálum en
gert hefði verið í fjárlögum. Það væri
því óvarlegt að slá því föstu að nóg
væri að gert þrátt fyrir að útlit væri
fyrir þetta mikinn afgang á ríkissjóði.
Ymislegt benti til þess að ekki væri
fyrir hendi sú festa varðandi útgjöld
sem þyrfti að vera. Tölur um mikil
viðbótarútgjöld í heilbrigðismálum
bentu til að stjórnvöld hefðu ekki
fulla stjóm á málum. Tryggvi Þór
benti á að forsætisráðherra hefði
raunar gengið svo langt að láta hafa^
eftir sér í fjölmiðlum að svokallaðfiF
aðlögunarsamningar hefðu mistekist.
Tryggvi Þór sagði að það væri hins
vegar ekki nóg að horfa á ríkissjóð í
þessu sambandi. Sveitarfélögin
þyrftu einnig að sýna aðhald í rekstri
og það benti mai'gt til að þar skorti
verulega á. Þótt einstök sveitarfélög
skiluðu afgangi á rekstri væru sveit-j
arfélögin sem heild rekin með tapi.