Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 34

Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á bólakafi í fortíðinni Björn Thoroddsen hefur nýlega leikið lög frænda síns, Gunnars Thoroddsen, fyrrver- andi forsætisráðherra, inn á geisladisk og Guitar Islancio er meðal söluhæstu geisla- diska fyrir þessi jól. Guðjón Guðmundsson ræddi við Björn. JÖRN Thoroddsen hefur verið einn atkvæðamesti dj asstónlistar maður landsins um áratuga skeið og hann minnir rækilega á sig með tveimur nýjum geisladiskum fyrir jólin. Guitar Islancio er tríódiskur þar sem útsett eru íslensk þjóðlög og leikin af Bii ni, Gunnari Þórðar- syni og Jóni Rafnssyni kontrabassa- leikara. Á disknum Hvar sem sólin skín leikur Björn lög eftir Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Þetta eru geðþekkar lag- línur sem hafa fengið nýja vídd í út- setningu og túlkun Björns. Með honum á disknum leika Stefán S. Stefánsson á saxófón og flautu, Ei- ríkur Örn Pálsson á trompet og ílygilhorn og Bjarni Sveinbjörnsson á kontrabassa. Stafli af nótum og allt handskrifað Björn segir að tilurð síðarnefnda disksins sé sú að hann hafí hitt Dóru, dóttur Gunnars, í afmæli fyrir nokkru. Hún bauð honum af fá að láni nótur með tónlist föður síns. Þetta var, eins og Björn orðar það, „stór stafli af nótum á lausum blöð- um og allt handskrifað." Elstu verk Gunnars eru frá árinu 1930 og rétt fyrir andlát hans, 1983, undirbjó hann útgáfu á plötu með úrvali laga sinna. Hljómplatan kom síðan út að honum látnum. Nú hefur Björn, auk þess að gera diskinn Hvar sem sólin skín, komið langmestu af tónlist Gunnars á tölvutækt form sem auðveldar öðr- um áhugasömum tónlistarmönnum- að leika tónlist Gunnars. Björn segir að Gunnar hafi verið iðinn við kol- ann og samið mikið strax sem ungur maður. Hann hafi notað tónlistina til afslöppunar og virðist hafa getað sest við píanóið og leikið og samið þótt næði hafi oft verið lítið á mann- mörgu heimili. Gunnar hafi greini- lega verið afar músíkalskur. Á nót- unum handskrifuðu eru einkum stutt lög í klassískum stíl og söng- lög. Mest er þetta einfaldar laglínur, eða eins og Björn segir, „melódískar melódíur“. Laglínan ræður öllu Bjöm er sjálfur afskastamikill lagasmiður. En hvernig tilfínning er það að grúska í nótum og tónlist annarra? „Mér finnst afskaplega spennandi Hlundur FA8TC I Ci N A S A L A Su&urianclf^rauf 1 0 - í.lvcð* 1 08 ReyUjavíl* Sími: 533 1616 Fax: 533 1617 Víðihvammur Glæsilegt einbýli á tveimur hæðum ásamt góðum bílskúr. Fimm svefnherbergi. Forstofa með skáp, forstofuherbergi með skáp, annað vinnuherbergi þaðan er innangengt í bílskúr. Tvö önnur herbergi á neðri hæð bæði með skáp- um, baðherbergi með sturtu og saunaklefa. Frá holi er stigi upp á efri hæó þar sem er gott hol, stofa og borð- stofa. í stofu er arinn. Frá stofu er gengið út á suðursval- ir. Gott eldhús með vandaðri innréttingu og borðkrók, hjónaherbergi og baðherbergi með kari og góðri innrétt- ingu. Góð verönd frá stofu. Fallegur garður. Gólfefni: Parket og flísar. Hátt til lofts í stofu (viður í loftum). Hiti í stéttum. Sjálfvirkur bílskúrshurðaopnari. Gott og vel skipulagt hús á góðum stað. V. 22,5 m. Garðabær - 4ra herbergja Glæsileg 4 herbergja íbúð á 1. hæð í 6 íbúða stigahúsi ásamt bílskúr, samtals um 140 fm. M.a. forstofa, hol, góð stofa og borðstofa, suðaustursvalir frá stofu. Eldhús með góðum innréttingum og borðkrók. Fallegt flfsalagt baðher- bergi. 3 herbergi, öll mjög rúmgóð. Bílskúr með rafmagni, hita og w.c. (er í dag innréttaður sem einstaklingsíbúð). Gott ástand á allri sameign að innan sem utan. Sérlega vönduð og glæsileg eign á vinsælum stað. V. 14,6 m. Einstaklingsíbúð í Selási Góð einstaklingsíbúð með eldhúsi og baðherbergi með sturtu. í kjallara er góð geymsla og sameiginlegt þvotta- hús. í íbúðinni eru svalir sem snúa í austur. Parket er á gólfum og dúkur á baðherbergi. Eign í mjög góðu ástandi. Tenging við gervihnattasjónvarpi. V. 4,7 m. Garðabær - 2ja herbergja Lítil og sæt 2ja herbergja íbúð ásamt ca 20 fm vinnuskúr í parhúsi á einni hæð. Sérinngangur, forstofa, hol og stofa. Eldhús með ágætum innréttingum og borðkrók. Baðher- bergi með sturtu. Gólfefni: Teppi og dúkur. Góður garð- ur. Laus strax. V. 6,5 m. syni, Carl Billich og Smára Olafsyni. Björn ákvað hins vegar að fara sínar eigin leiðir til þess að koma tónlist Gunnars frá sér. „Ég vildi síður elt- ast við hans stíl enda gæti ég ímyndað mér að hefði Gunnar verið 50 árum yngri hefði hann hugsan- lega verið djassleik- ari eins og ég,“ segir Björn. Fjölskylda Gunn- ars veitti Birni góð- fúslegt leyfi til þess að fara með efnið sem hann kysi sjálf- ur og var samstarfið við þau til fyrirmyndar, að sögn Björns. Valin voru þrettán lög til að hafa á geisladisknum og segir Björn að mikið sé eftir enn í kistu Gunn- ars. Lögin hafi verið valin fremur af handahófi en þó urðu helst fyrir val- inu lög sem Birni fannst bitastæð. Hann heyrði upptökur af fáeinum lögum og segir hann það hafa komið sér á óvart hve liðtækur píanóleikari Gunnar hafi verið alveg fram undir það síðasta. Tónlistariðkun hans hafi þó að mestu einvörðungu verið einkamál fjölskyldu hans. Gunnar hafi þó greinilega haft vilja til þess að vera innan um hljóðfæri og í sum- arbústaði sínum, Barmahlíð, þar sem mörg laganna eru samin, hafi hann haft orgel. Hann var um tíma í orgelnámi hjá Páli ísólfssyni. Áhrif frá Django Reinhard að gera þetta. Ég gef mér yfirleitt ekki leyfi til þess að breyta mikið laglínunni. Hún er það sem öllu ræð- ur. En ég leyfði mér að setja mína eigin hljóma í tónlistina. Þó ég sé sjálfur að semja finnst mér spenn- andi að komast í það að útsetja lag- línur annarra og leika mér með þær.“ Yfirleitt eru lög Gunnars skiifuð fyrir eina rödd eða tvær, önnur röddin er þá bassahljómar fyrir píanóið. Nokkur laganna höfðu verið útsett, m.a. af Páli Pampichler Páls- Ef til vill má rekja afskipti Björns af tónlist Gunnars til þess að Björn hefur mikinn áhuga á öllu sem teng- ist tímabilinu 1920-1950. Hann leik- ur lög Gunnars og þjóðlögin á Guit- ar Islancio á stálstrengjagítar og það er Ijúfur blær yfir tónlistinni og hrjúfur. „Minn uppáhaldsgítarleiki og einn af höfuðsnillingunum í gítar, Django Reinhard, var einmitt lif- andi á þessum tíma. Ég er þó alls ekki fráhverfur tónlist samtímans en ég verð stöðugt áhugasamari fyr- ir órafmagnaðri tónlist. Ef til vill er þetta minn tónn. Allir tónlistai'menn TONLIST Geislaplötur TÓNLIST FYRIR ÓBÓ, HORN OG ORGEL Albinoni: Concerto a Cinque í C-dúr op. 9, nr. 9. Adagio úr óbókonsert í d-moll op. 9, nr. 2. Telemann: Horn- konsert í D-dúr. Marcello: Adagio úr óbókonsert í d-moll. Loeillet: Sónata í C-dúr. Saint-Saens: Róm- ansa op. 36. Richard Strauss: And- ante op. posthumus. Rheinberger: Rhapsodia. Carl Nielsen: Canto ser- ioso. Charles Gounod: Méditation. Hljóðfæraleikur: Daði Kolbeinsson (óbó), Joseph Ognibene (horn) og Hörður Askelsson (orgel). Lengd: 67’32. Útgáfa: Hallgrímskirkja H 002. BEST að taka það fram strax: þessi nýja geislaplata þeirra Joseph Ognibene, Daða Kolbeinssonar og Harðar Áskelssonar er hreinasta eyrnayndi frá upphafi til enda. Diskurinn hefst á frísklegum Óbó- konsert Albinonis úr safni 12 fiðlu- konserta, óbókonserta og konserta fyrir tvö óbó op. 9. Níundi konsert- inn, sá er hér heyrist, er uppruna- lega saminn fyrir tvö óbó en hér er öðru óbóinu skipt út fyrir horn. Ekld er getið um í bæklingi hver hefur gert umritunina en víst er að verkið nýtur sín ágætlega í þessum búningi. I þekktum Adugio-kafls. sama tón- skálds (ekki þetta alræmda Adagio í g-moll) úr konsert íýrir einleiksóbó og hljómsveit op. 9, nr. 2, njóta syngjandi eiginleikar óbósins sín til fullnustu í afburðaleik Daða Kol- beinssonar. Annar „stríðsfákur" tón- bókmenntanna er Adugio úr óbókon- sert Marcellos frá 1716 sem til er í umritun J.S.Bachs fyrir sembal. Hér sem í fyrri adagio-kaflanum er leikur Daða tandurhreinn og tær. Þetta er ÞRÍR GÓÐIR ofboðslega fallegt. Fengur hefði ver- ið í því að heyra bæði þessi verk í heild sinni í flutningi þremenning- anna - líklega hefði verið pláss til þess á diskinum. I Hornkonsert Telemanns gefst Joseph Ognibene færi á að sýna virtúósatilburði sína á drottningu málmblásaranna. Að öðr- um ólöstuðum held ég að telja megi hann mestan hornleikara hér á landi nú um stundir og hér fer hann á kost- um. Konsertinn er mjög skemmtileg- ur en því miður nýtur hann sín ekki alveg eins og vera skyldi vegna hljóðritunarinnar sem er svolítið ós- kýr, sérstaklega í fyrsta kafla. Són- ata Loeillets (op.3, nr. 1?) er senni- lega upprunalega samin fyrir blokkflautu og fylgirödd en er hér leikin af þeim Daða Kolbeinssyni og Herði Áskelssyni. Þeir fara smekk- legum höndum um þetta til skiptis fjöruga og angurværa verk. Sónata þessi er enn einn gullmolinn í þessu ágæta safni. Að loknum konsert Loeillets er tekið heljarstökk fram hjá klassíkinni og farið rakleiðis inn í hárómantík seinni hluta 19. aldar og ber nú svo við að verkin eru öll flutt í upprunalegum búningi. Rómansa Saint-Saéns er dæmigerð fyrir þenn- an tónsmíðastíl, áferðarfalleg en ekki mjög eftirminnileg, en hins veg- ar hljómar horn Josephs Ognibene glæsilega í þessu stykki. Undurfallegt Andante eftir Richard Strauss er samið í tilefni silfurbrúðkaups foreldra hans 1888. Þótt tónmálið sé hárómantískt þá er sitthvað sem bendir fram á veginn og minnir á seinni verk tónskáldsins. Sjálfur hefði ég giskað á að hér væri eru að leita að einhverju og það er kannski ekki fyrr en sá tónn bítur þá í afturendann að þeir uppgötva hverju þeir hafa leitað að. Mér finnst stálstrengjagítar minn tónn og ég hef afar gaman af því að spila á hann. Ég spila þó ekki á hann eins og venjulegan kassagítai’ heldur reyni ég að spjla á hann eins og raf- magnsgítar. Ég er ekki í þungum þönkum að leita að sjálfum mér heldur er þetta frekar þannig að ég hafi fengið gi-un um eitthvað sem hentar mér,“ segir Björn. Hann segir að greina megi áhrif frá Django Reinhard á Guitar Is- lancio. Tónlistin á disknum er tví- skipt. Annars vegar með hrynjandi sem var einkennandi fyrir gítartríó Djangos en í hinum hlutanum hæfi þessi rytmi ekki efninu og sé því fjarri. „En ég gæti trúað að næsti diskur sem við gerum verði meira í þeim stíl, þ.e. þessum evrópska stíl,“ upplýsir Björn, sem segir að ákvörðun um annan disk Guitar Is- lancio hafi þegar verið tekin af þeim spilafélögum og hinum unga útgef- anda, Þórarni Stefánssyni, og fyrir- tæki hans Polarfoniu. Björn segir að Guitar Islancio og Hvar sem sólin skín tengist mikið innbyrðis. Báðar eru plöturnar teknar upp í hljóðveri sem Björn hefur komið sér upp heima hjá sér á Álftanesinu þar sem hann hefur nú alls tekið upp fimm plötur. Hann var að vinna að þessum verkefnum sam- tímis og kveðst því hafa verið á kafi í fortíðinni og þessi tvö verkefni hafi leitt sig á nýjar slóðir í tónlistar- sköpun sinni. Þarna hafi heimildar- vinna verið í hávegum höfð. Hann segir að íslensk þjóðlög séu sömu- leiðis algerlega óplægður akur fyrir djasstónlistannenn. Norðurlanda- búar hafi gert mun meira af því að sækja sér efnivið í þjóðlög með góð- um árangri. Guitar Islancio hefur verið feikn vel tekið og er nú kominn inn á lista yfir mestu seldu geisladiskana fyrir þessi jól, sem er afar óvanalegt þeg- ar svo djasskennd tónlist á í hlut. Þeir félagar fóru í tónleikaferð um Norðurlönd síðastliðið haust og hafa fengið óskh- um að koma aftur. Þeir fengu góða gagnrýni í sænskum fjölmiðlum og fyrirhuguð er útgáfa erlendis í takmörkuðu upplagi. á ferðinni verk hins gamla Strauss. Rhapsódía Rheinbergers íýrir óbó og orgel er uppnmalega hægi kaflinn úr orgelsónötu nr. 7 er einnig fagurt verk og frábærlega spilað af Daða Kolbeinssyni. Danska tónskáldið Carl Nielsen taldi sig andrómantíker og þótt hann geti ekki alveg svarið sig frá rómantík í Canto serioso fyrir horn/selló og píanó/orgel þá er þetta sérkennilega litla verk ágætt dæmi um óvenjulegan stíl þessa sérstæða tónskálds. Framúrskarandi glæsi- lega flutt af Herði Áskelssyni og Jos- eph Ognibene. Diskinum lýkur svo á því sem jafnan nefnist Ave Maria eft- ir Bach-Gounod en er hér flutt í þeim búningi Gounods sem hann kallaði M?ditation. Ekki er laustvið að þetta stykki, fallegt sem það óneitanlega er, hafi verið spilað óþarflega oft áð- ur. Þótt ekkert sé upp á flutning þeirra Daða og Harðar að klaga (öðru nær) þá get ég ekki varist þeirri hugsun að plássið á diskinum hefði mátt nýta í annað, sbr. ofansagt um konsertþætti þeirra Marcellos og Albinonis. Það einasta sem setja mætti út á þennan annars framúrskarandi fal- lega disk er tæknilega hliðin eins og áður er getið. Bjögun er óneitanlega greinanleg í sumum verkanna og á það einkum við orgelið og hornið og stundum er hljóðmyndin óskýr. Eins er það miður að ekki skuli vera gefið meira andrými milli verkanna, tveggja til þriggja sekúndna þögn (og stundum enn styttri) er allt of stutt milli tveggja verka. Þetta er sérstaklega bagalegt þegar skipt er svo snögglega um stfl eins og á milli verka Loeillets og Saint-Saéns. En látið þetta ekki fæla ykkur frá þessari ágætu plötu. Ég þori að full- yrða að á henni mega heyra tónlist- arflutning eins og hann gerist allra bestur. Valdemar Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.