Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 68
■^68 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
UMFtÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
gardeur
dömufatnaður
- goð jolagjof
Gjafakort
Opið daglega kl. 10-18,
laugardag 18. des. kl. 10-2
sunnudag 19. des.
tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. sími 561 1680
PENELOPE CRUZ
VANN TIL 7 GOYA-VERÐLAUNA
MEÐAL ANNARS BESTA MYNDIN
Mynd eftlr
FERNANDO TRUEBA
Hópur spænskra kvikmyndargeiöamanna fer til
Þýskalands í þeim erindum að gera dans- og söngvamynd.
Hitler er við völd í Þýskalandi og Spánn er klofinn í tvennt
af borgarastyrjöld. Spænski hópurinn er undir verndar-
væng sjálfs Goebbels og lendir fljótlega í erfiðum
aðstæðum, sem skána ekkert við að ráóherrann verður
ástfanginn af aðalleikkonunni Macarena Granada.
Sjónrænt listaverk frá Óskarsverðlaunahafanum Fernando
Trueba, höfundi Glæstra tíma (Belle Époque), þar sem
töfrar fantasíunnar blandast saman við harkalegt raunsæi
Þýskalands Hitlers.
FRUMSYND I HASKOLABIOI
FÖSTUDAGINN 17. DESEMBER
Framfarir
eða stöðnun
UNDANFARIÐ
hefur um fátt annáð
verið meira rætt og rit-
að heldur en vatns-
aflsvirkjun á Austur-
landi og aðrar fram-
kvæmdir henni tengd-
ar.
Skiptir þar í tvö
horn. Annars vegar eru
þeir sem meðmæltir
eru að nýta orku úr
ónotuðum auðlindum
og hinsvegar hinir sem
eru andsnúnir því.
Þessir síðarnefndu
kenna sig gjarnan við
umhverfisverndar-
sinna. Til að kynna sinn málstað er
byrjað á því að vitna í Eyjabakkana
margumtöluðu og „lögformlegt um-
hverfismat“. Hjá langstærstum
hluta þessa fólks er hér um yflrskin
að ræða, enda þegar lengra er haldið
í umræðum finnast allstaðar ljón á
veginum og allt er ómögulegt. Flest
er tínt til, og ef rekur í strand eru
búnar til draugasögur sem eru end-
urteknar í síbylju. Markmiðið er að
koma í veg fyrir þessar framkvæmd-
ir sem stuðla að nýtingu vatnsork-
unnar. Koma í veg fyrir fjölbreytni
og eflingu undirstöðuatvinnuvega
þjóðarinnar og auknar gjaldeyris-
tekjur sem skipta jafnvel mörgum
miljörðum króna á ári. Þetta eru
ekki háleitar hugsjónir né gott vega-
nesti til þeiira sem landið erfa.
Rétt er að flestir sjá eftir Eyja-
bökkum undir vatn fegurðarinnar
vegna, en hvenær er ekki minni
hagsmunum fórnað
fyrir meiri. Umhverfið
þykir fagurt, en bygg-
ist fegurðin ekki á auð-
ninni í kring? Væri ekki
hægt að græða upp
landið í næsta nágrenni
við Bakkana eins og
Landsvirkjun hefur
gert undanfarna ára-
tugi af myndarskap í
námunda við sín at-
hafnasvæði?
Það hefur oft gerst
áður að menn séu ekki
á eitt sáttir um stórar
framkvæmdir í þágu
þjóðarinnar og er þá
nærtækast að vitna til lagningar
símans í upphafí aldar. Mörg önnur
dæmi má nefna. I nær öllum tilfell-
um hafa úrtöluraddir þagnað, og það
furðu fljótt, þegar sést hefur hve
mikið gildi þær hafa haft fyrir fólkið í
landinu.
Þeir sem halda að málið snúist ein-
göngu um byggðarmál Austfirðinga,
sem að sjálfsögðu er góðra gjalda
vert, þá er það svo að hér er um
stærsta framfaraskref að ræða sem
lengi hefur verið stigið, og skiptir
þjóðina miklu máli í bráð og lengd.
Vitað er að slíkum framkvæmdum
sem þessum fylgir nokkur áhætta,
en málið þarf að vinna á þann hátt að
hún verði sem minnst og hagkvæmn-
in mest, en til þess þarf að vera
vinnufriður til áframhaldandi verka.
Til að svo megi verða er fyrsta
skrefið væntanlega það að alþingis-
menn taki mark á sjálfum sér. Það er
Virkjanir
Pað hlýtur að vera
grundvallarmarkmið,
segir Ágúst Karlsson,
að líta fram á veginn
með því að efia atvinnu-
lífið og styrkja undir-
stöður þjóðarbúsins.
að segja lögum sem þeir hafa sett um
virkjun þessa, eða eru þau eru bara
plat? Vill fyrverandi ráðherra sem
gefur út framkvæmdaleyfi, sem
byggist á gildandi landslögum meina
að það hafi aðeins verið uppá grín?
Svo mikill er atgangurinn innan
þingsala að heilsufar sumra virðist
nálægt hættumarki. Gott væri að
vita hvaðan þeir hafa umboð til að
láta svona. Heill stjórnmálaflokkur
hefur verið myndaður sem kennir
sig við náttúruna. Talsmenn hans
gleyma öllu öðru en þessu máli.
Varla hefur sést neitt af heildar-
stefnu hans, sé hún til, en allt púðrið
farið í að freta á þá sem ötullegast
hafa unnið að þessu framfaramáli.
Þetta heitir að ætla sér að hagnast á
ókostum annarra en ekki eigin verð-
leikum. Strigabassarödd berst einn-
ig úr annarri átt. Ogurdrengurinn
sem áður var fylgjandi hliðstæðum
framförum meðan Austfirðingar sáu
honum fyrir vinnu hefur nú af innri
Ágúst Karlsson
Bttribafeíw