Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 74
74 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnadarstarf Jólasamvera Kirkjuskólans í Mýrdal MUNIÐ eftir lokasamveru Kirkju- skólans í Mýrdal á árinu 1999, sem haldin verður í Víkurskóla nk. laug- ardag, 18. desember. Jólasöngvar, sögur, brúðuleikhús og litastund. Litlar jólagjafir afhentar í lok sam- verunnar. Fjölmennið og takið for- eldra, afa, ömmur og vini með. Fylg- ist með auglýsingum eða tilkynningu í Ríkisútvarpinu á laugardagsmorg- un kl. 10, ef veður eða ófærð koma til með að setja strik í reikninginn. Iiaraldur M. Kristjánsson, sóknarprestur. Kyrrðarstund í Lágafellskirkju KYRRÐARSTUND verður í kvöld með tónlist og ritningarlestri kl. 20.30. Snorri Örn Snorrason og Kamilla Söderberg leika á lútu og antikblokkflautu, Jónas Þórir á org- elið. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðarheim- ilinu. Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil böm sín. Samvera á aðventu fyrir syrgjendur í kvöld kl. 20. Al- mennur söngur og tónlist í umsjón Árna Arinbjamarsonar og Pálínu Ámadóttur. Sr. Karl Sigurbjömsson flytur hugvekju. Helgileikur. Ljós tendmð til að minnast látinna ást- vina. Léttar veitingar. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Ljós Iífsins, þagn- aríhugun kl. 20. Taize-messa ld. 21, fyrirbæn með handaiyfirlagningu og smuming. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og bamamorgunn kl. 10-12. Söngstund með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni les fyrir eldri böm. Laugameskirlya. Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgeltónlist til kl. 12.10. Að stundinni lokinni er léttur málsverð- ur í safnaðarheimilinu. Að þessu sinni höldum við litlu jólin og gemm okkur dagamun í matnum. Ncskirkja. Félagsstarf eldri borg- ara kl. 15 laugardaginn 18. des. Gengið verður í kringum jólatré. Veitingar í safnaðarheimilinu. Ekið um borgina og jólaljósin skoðuð. Frank M. Halldórsson. Seltjarnameskirkja. Starf fyrir 6-8 ára böm kl. 15-16. Starf fyrir 9- 10 ára böm kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. TTT starf fyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30- 17.30. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdótt- ur og Bjargar Geirdal. KI. 11.15 leik- fimi aldraðra. Kl. 18 bænastund. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl. 17-18. Æsku- lýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera aldr- aðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung böm og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Op- ið hús fyrir 8-9 ára böm í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldramorgn- arkl. 10-12. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistustund á Sjúkrahús- inu, dagstofunni 2. hæð. Kl. 18 kyrrðar- og bænastund. Beðið fyrir jólakvíða. Hlín Ólafsdóttir spilar undir söng ásamt Bám Friðriksdótt- ur. Lágafellskirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18. Umsjón Hreiðar og Sólveig. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund í dag kl. 17. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- prests. Meðlæti með jólamatnum Matur og matgerð „Amma, ég sá jólasvein á vélsleða,“ sagði lítill drengur við Kristínu Gestsdóttur sem telur að þeir eigí að net- tengjast hið fyrsta. ■W" "W'VAÐ er eðlilegra og betra 1—I núna í snjónum? Mér dett- -B. JL ur ekki annað í hug en að jólasveinar vélvæðist eins og aðrir þegnar þessa lands. Ég vil stinga því að þeim að fá sér nettengingu líka. Hvað skyldu annars jólasvein- ar borða um jólin? Við, hitt mann- fólkið, erum farin að huga að jóla- matnum og sem fyrr höldum við fast í jólahefðir. Eru það rjúpur og hamborgarhryggur sem er vinsæl- ast og svo auðvitað hangikjötið sem jólasveinar kunna vel að meta. Hin síðari ár hafa gæsir, endur og kalkúnar líka slæðst með. Lamba- steikinni höfum við ýtt til hliðar - því miður. I þessum þætti eru það ekki jóla- steikumar sem eru til umfjöllunar heldur meðlæti með þeim, en því þurfum við líka að gefa gaum. Svo margt er til í búðum að það er til að æra óstöðugan, þá er að velja rétt svo allir séu sáttir. íslendingar borða gjarnan brúnaðar kartöflur með jólasteikinni en það vefst fyrir mörgum að brúna þær. Gott ráð er að sjóða saman sykur og vatn, láta brúnast örlítið og geyma síðan í krukku í ísskápnum. Setja svo á pönnuna og bæta við smjöri og rjóma. Ekkert stress á síðustu stundu. Fyrst er hér uppskrift að auðveldum brúnuðum kartöflum. Síðan koma steiktir ananashringir með hnetum, en Islendingum finnst ananas ómissandi með ham- borgarhygg. Ekki má gleyma með- læti með hangikjöti og er því upp- skrift að uppbökuðum jafningi, og þótt hann sé algengur er ekkert auðvelt að búa hann til. Loks er uppskrift að bökuðum eplum með títubeijasultu, sem mér ftnnst ómissandi með rjúpum og annarri villibráð. Audveldar brún- aðar kartöflur ________1 bolli sykur______ _____I bolli sjóðandi votn_ smjör og rjómi jofnstórar, frekar litlar soðnar, gfhýddar kartöflur 30 g smjör + 2 tsk. matarolía 50 saxaðar val- eða pecanhnetur 1. Setjið sykurinn á pönnu og brúnið, hellið sjóðandi vatni út í og sjóðið saman við meðalhita þar til allt er samfellt á pönnunni og myndast hefur mjúk kvoða. Kælið örlítið, en hellið þá í krukku og geymið í kæliskáp. 2. Við notkun: Setjið hluta af þessu á pönnu, bætið í einni msk. af smjöri og 3-4 msk. af rjóma og brúnið kartöflurnar. Bökuð epli með títuberjasultu. Handa fimm 1. Látið renna vel af ananasin- um, þerrið mjög vel með eldhús- pappír. 2. Hitið pönnu og brúnið saxaðar möndlur á henni þurri. Fylgist með, þetta er fljótt að benna. Takið af pönnunni. 3. Setjið smjör og olíu á pönnuna og steikið sneiðarnar á báðum hlið- um. Það tekur nokkrar mínútur, hafið meðalhita. 4. Stráið hnetunum yfir um leið og borið er fram. Uppbakaður lafningur 10 rauð epli ________5 msk. títuberjasulta_____ 1. Skerið eplin í tvennt langsum, fjarlægið kjarnann. Setjið á eldfast fat eða í álform. Skurðflötur snúi upp. 2. Hitið bakaraofninn í 200°C, blástursofn í 190°C, setjið fatið í miðjan ofninn og bakið í 10-15 mín- útur. Tími fer eftir eplategundum. Eplin eiga að mýkjast en ekki fara í mauk. Setjið sultuna í ephn meðan þau eru heit. Brúnaðir ananashringir I stór dós ananassneiðar í eigin safa ____________50 g smjör____________ 60 g hveiti (1 dl) u.þ.b. 7-8 dl heit nýmjólk ____________1/2 tsk. salt_________ tsk. sykur (sumir viljo meirg) 1/8 tsk, múskat (mó sleppa) 1. Velgið mjólkina. Bræðið smjörið í meðalstórum potti, setjið hveitið út í og hrærið þar til botnin- um sleppir. 2. Hrærið mjólkina smám saman út í og látið sjóða á milli, hafið með- alhita. Nú verður að hafa aðgát, ekki má brenna við, þá kemur vont bragð. Bætið mjólk í þar til jafn- ingurinn er hæfilega þykkur. Setj- ið þá salt, sykur og múskat út í. Takið strax af hellunni. TILVALIÐ KRYDD [ PAKKANA! Hmbl.is —ALL.TAf= etTTHVAO NÝTT~ MOGGABÚÐIN _ (slandspóstur hf er ný verslun á mbl.is. þar sem þú getur keypt boli, töskur, klukkur o.fl. á einstöku verði beint af Netinu og á öruggan hátt. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og Islandspóstur sendir heim til þín eða á vinnustað. EINFALT 0 G ÞÆGILEGT! Þú getur llka komiö við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu Kringlunni 1 og keypt vörurnar þar. Verð áður 1. bOO Of=in BLJED 1=1 mbLis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.