Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 35

Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ______________________________________________________________FÍMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 35 LISTIR Hið skjálf- henta samhengi BÆKUR Ljoft LJÓÐAÚRVAL 1986-1996 eftir Braga Ólafsson, Bjartur, 1999. SUM skáld hafa aðra sýn á veru- leikann en annað fólk. Flest smátt getur orðið þeim að yrkisefni af því að heimurinn er í augum þetrra for- vitnilegur. Þeim er það ekkert stór- mál að tengja saman ól- íkindalegustu hluti og fyrir bragðið hættir mönnum til að líta á þau sem ólíkindatól þannig að allar skilgreiningar á skáldskap þeirra verða dálítið út í hött. Þegar svo við bætist að skáldið er bæði heimsmaður sem yrkir um framandi veröld meðvitandi um bókmenntalegt eðli texta síns aðra stundina og hina bundinn við stað og stund. Það er ekkert skrýtið þótt menn velti fyrir sér hvort hér sé kominn fram á sjónar- sviðið síðrómantískur snillingur, nýrómantískt „dandy“ eða súrrealisti af bestu gerð. Það er m.ö.o. ekkert áhlaupsverk að skil- greina framandlegan kveðskap Braga Ólafssonar. Kannski vegna þess að hann yrkir alltaf öðruvísi en hann sjálfur. Manni dettur einna helst í hug sum expressíonísk ljóð Halldórs Laxness til samanburðar. Fyrstu ljóðabækur Braga eru vafalaust flestar illfáanlegar og því er kærkomin útgáfa á ljóðaúrvali eft- ir hann frá ái-unum 1986-1996. Ég hygg að skilgreining Eiríks Guð- mundssonar í ágætum inngangi ljóðasafnsins á kveðskap Braga sé nokkuð nálægt lagi. En hann bendir á það séu ekki viðfangsefnin sjálf sem heilli í síðari bókum Braga held- ur „hinn háttvísi stfll, hinn póstmó- derníski kansellístíll - hæverska þess sem pantar sér drykk á veit- ingahúsi og á allt undir því komið að pöntunin komist óbreytt til skila“. Kannski er þó ein af meginhugs- unum Braga og viðfangsefni stýring hugverunnar í öllu sem við gerum og upplifum eins og sjá má í kvæðinu Fortíðin: Forstofan: inngangur að sögu greinamerkjalausri og nokkum veginn óhæfritíllestrar Gestasalernið vekur manni óhug þvíhvaðerþaraðfinna? Erþaðnothæft sem hreinlætisaðstaða? Innri herbergi hýsa mán- uði, ár og önnur verðmæti. Stof- an meðal annars viðtalsbókviðTómas. Hérhafaófáirlærtað komaöðrumáóvart og svona h'tur fortíðin út; alltaf jafn gaman að koma og hreyfa ekki við neinu; leyfa sígarettunum í silf- urskrinunaað þorna; hinu skjálfhenta sam- hengi aðgeraportrettafsér. Hið skjálfhenta samhengi sem gerir portrett af sjáfu sér á ekki bara við um fortíðina heldur einnig skáld- skapinn. En kímni Braga er ávallt einhvers staðar nærri eins og í kvæð- inu til Vitezslavs: „er það furða / þótt mér hafi brugðið úti á Seltjarnarnesi þegar / allt í einu blasti við mér búð- arskiltið Nesval." Þeir sem hafa yndi af dálítið ólík- indalegum skáldskap fullum með undurfurðulegi-i kímni í pósmódern- ískum kansellístíl hljóta að fagna út- komu þessarar bókar. Bragi er eitt af okkar bestu ljóðskáldum. Skafti Þ. Halldórsson Bragi Óiafsson I töfraheimi BÆKUR Æ vintýri INDÍÁNINN SNÝR AFTUR Höfundur: Lynne Reid Banks Myndir: William Coldart Þýðing: Kristín R. Thorlacius Prentvinnsla: Singapore Utgefandi: Muninn bókaútgáfa Islendingasagnaútgágan 1999 - 153 síður -. MYRK væri sú veröld, þar sem skáld hættu að leika á „hörpu- strengi" hjartna, og börn hættu að gefa sig á vald draumsins. Hér segir skáld frá drengjum tveim, Ómari og Patreki, sem ganga inn í töfraheim, þar sem leikföng öðl- ast líf mennskunnar. Um lendur er barizt, ýmist með boga og ör, - „nú- byssu“, jafnvel „nú-sprengjum.“ það sem var og það sem er, - skilin þar á milli eru alls ekki glögg, því höfund- ur leikur sér við að tefla „kóngunum" báðum á sama reitinn. Lýst er in- díánum í baráttu við þá sem hnefa- rétti krupu og krjúpa. Lesanda virð- ist sviðið aftan úr öldum, en „nú-vopnin“ teygja það og skæla, svo persónur sögu og lesandi þjóta um það saman í leit að skjóli, friði til þess að lifa. Við marga persónuna könnumst við úr bókinni INDÍÁNINN í SKÁPNUM. Hér er Litli-Boli og kona hans Tvístirni og margar, margar persónur fleiri, tvífætlur og dýr. Framhald en samt sjálfstæð saga. Höfundur leikur sér enn með lykil og skáp, gerir það listavel, en bezt náði hann til mín, er strákarnir, Óm- ar og Patrekur, taka að gera tilraun- ir, reyna að skilja, hvort skápurinn eða lykillinn séu töfrasprotinn. þeir komast að því, að það er lykillinn, - hann gengur að öllum skrám. Æsist nú leikur, því að drengirnir bjóða sjálfum sér í undraheima, sem leik- föngin ein „gistu“ áður. Hér fer höf- undur á slíkum kostum, að gleði er að kynnast. Með blóðnös og og svið- inn koll kemur annar kappinn úr til- raunaferð sinni. Já, höfundur hleður frásögnina slíkri spennu, að skilin milli raunveruleika og ævintýris verða vart greind. Kannske eru þau ekki til! Þýðandi klæðir efnið í spariföt glæst, sem þeim væri hollt að kynn- ast, sem halda að buxnaklof skuli nema við hnésbætur! Kennarar og foreidrar athugi það. Myndir góðai-, - falla að efni. Ilefðu mátt vera fleiri. Þökk fyrir góða bók. Sig. Haukur Viðsjárverður Mozart TðlVLIST Hljómdiskar MOZART: FORLEIKIR OG ARÍUR Sigurður Bragason (barxtou). Le Nozze di Figaro, Cosi fan tutte, Die Zauberflöte, Don Giovanni. Baltneska fílharmonían. Stjórn- andi: Guðmundur Emilsson. Illjóð- ritað í Studio Riga 1998. Upp- tökustjórn: Karlis Pinnis og Vilnis Kaksis. Hljóðvinnsla: Halldór Vík- ingsson. Þýðing óperutexta: Reynir Axelsson. títgefandi: Fjólan/Skífan ehf. FCD003. HLJÓMDISKURINN byrjar með stæl og látum eða með öðrum orðum mjög lifandi og snaggai’aleg- um flutningi á forleiknum að Bi'úðka- upi Fígarós, í fínum stfl og með kara- kter. Ailir forleikirnir að þessum fjórum frægustu óperum Mozarts, sem eru frá upphafi til enda einhver augljósasti vitnisburður um snilli- gáfu sem um getur - jafnvel líka frá sjónarmiði leikhússins, eru í flutningi Baltnesku fílharmoníunnar undir stjóm Guðmundar Emilssonar alveg ekta fínir - nema ef vera skyldi sá „viðsjárverði" að Cosi fan tutte. Satt að segja hef ég aldrei heyrt hann nógu vel fluttan, ekki einu sinni hjá Karajan eða Levine, yfirleitt of hrað- ir, sem kemur niður á lunkinni kímni „feluleiksins". - Jú, einu sinni: Karl Böhm-útgáf- an með Schwarzkopf & co. En óperan öll, mús- íklega séð, er bæði við- sjárverð og uppfull af tónlist í hæsta klassa. Sem og reyndar hinar þrjár. Það verður að hrósa Guðmundi Emils- syni og Baltnesku fíl- harmoníunni íyrir þeirra hlut í flutningi Mozarts á þessum hijómdiski. Hann er æði brattur og svipmikill. Þá er komið að söngv- aranum. Ég hef haft mikið álit á Sigui-ði Bragasyni, og hef enn, bæði sem söngvara og fyrir þátttöku hans í tónlistai-lífi almennt, þ.á m. sem kór- stjórnanda. Og það hefur í sjálfu sér ekki minnkað við hlustun á þessum nýjasta hljómdiski hans. En jafnvel þó að hann sé góður söngvari og músíkant er ekki þarmeð sagt að hann sé „á heimavelli" í Mozart - fremur en flestir aðrir íslenskir söngvarar. ítölsk, frönsk og jafnvel slavnesk ópenitónlist (og söngvar) virðist henta þeim betur (sbr. Krist- in). Og vafalaust þýsk, ef Mozart - sem var nú reyndar Austurríkismað- ur - er undanskilinn, nema kannski bassaaríurnar úr Töfraflautunni og e.t.v. Commendatore í Don Giovanni, að ógleymdum tenóraríunum fyrir menn einsog Gunnar Guðbjömsson. Það er athyglisvert að flest aðalkarlhlutverkin og jafnframt þau skemmtilegustu og svipmestu eru fyrir ba- rítona. Því er auðvitað freistandi að fást við þau. Þá er þess að gæta að Mozart var ekki „aðeins“ músík- ant, hann var líka leik- húsmaður par excel- lence - og ólíkindatól! B arítonhlutverkin þurfa að hafa elegans og sjarma og virka - nei, vera spontant. Það verður að „taka áhættu“! Lifandi áherslur og fín lína er og verður hér eitt meginatriði, einsog reyndar í öll- um músíkflutningi. Hjá Mozart er þetta ákveðinn „stfll“, sem tekur mann með trompi! Ég vona að menn skilji hvert ég er að fara, en mér fannst nokkuð skorta á í fyrnefndum atriðum á söng Sigurðar Bragason- ar. Satt að segja þótti mér hann of „flatur", of litlaus, ekki nógu lífandi, ekki nógu mikið „teater". En þetta er auðvitað flott „prógr- am“, og upptakan er ágæt. En gott er bara ekki nógu gott í Mozai-t. Hann verður að vera glimrandi fínn, sexí og elegant. Það verður að gneista af honum! Oddur Björnsson Sigurður Bragason Tímarit • TÍMARITMálsogmenningar,4. hefti 1999, er komið út. Það saman- stendiu- að þessu sinni af efni um bók- menntir, sagnfræði og leiklistarsögu. Þar eru birtar tvær aldarminning- argreinar, annars vegar um Jóhann- es úr Kötlum og hins vegar um Mál- fríði Einarsdóttur. Þijár greinar eru undir yfirskriftinni Erfðavísindi í al- dai-lok, greinar eftir Sigríði Þorgeirs- dóttur heimspeking, Torfa H. Tulin- ius bókmenntafræðing og Unni Karlsdóttur sagnfræðing. Svava Ja- kobsdóttir ritar hugleiðingu um skáldskap og fræði og Jón Viðar Jónsson veltir fyrir sér hvers vegna Strindberg hafi aldrei komist til Is- lands. Loks má nefna hugleiðingu Einars Más Jónssonar um sagnfræð- ixitið Old öfganna sem nýkomið er út á íslensku. Frumsaminn og þýddur skáld- skapur er á sínum stað að vanda, ljóð eftir Sjón, Keats, Lindu Man'u Magn- úsdóttur, Valdimar Tómasson, og James Wright og smásögur eftir Sindra Freysson og Heiner Múller. Málverk á kápu er eftir Kristján Davíðsson. Tímarít Máls og menningar er 120 bls., unnið í Prentsmiðjunni Oddahf. Ársáskiift innanlands kostar 3.900 kr. innanlands, en 4.400 kr. til áskríf- enda eríendis. „Tímamótauppgötvun“ segir Bernie Siegel M.D., þekktur bandarískur krabbameinslæknir, og höfundur bókarinnar Kærleikur, lækning, kraftaverk. Hún vekur athygli, áhuga og umtal! New York Times-metsölubókin RÉTT MATARÆÐI FYRIR ÞINN BLÓÐFLOKK eftir dr. D'Adamo fæst nú í öllum helstu bókaverslunum og heilsuvörubúðum. Sérhœfi mataræði fyrir hvern blóðflokk þar sem dkveðin fœða, sem er góðfyrir einn, getur virkað sem eiturfyrir annan. svo bn haU- Lm t>0rfum n Ur. Petcr J D.Ad er ier<ne Whi anio <tney Þessi bók hefur selst í milljónum eintaka, vakiÖ gífurlega athygli og Kjálpað fjölda fólks. „Læknisfræðilegt afrek fyrir framtíðina,“ segir Joseph Pizzorno, N.D., rektor háskólans í Bastyr og höfundur metsölubókarinnar Textbook of Natural Medicine. Athugið! Allir þeir sem eru blóðgjafar fá að vita blóðflokk sinn. Þá er upplagt að slá tvær flugur í einu höggi og drífa sig í Blóðbankann og gefa blóð og láta gott af sér leiða þegar fengnar eru upplýsingar um blóðflokkinn. LEIÐARLJOS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.