Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 82
82 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999__________________________ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sriiii kt. 20.00 ^ GULLNA HLIÐIÐ eftir Davíð Stefánsson Frumsýning annan í jólum 26/12, uppselt, 2. sýn. þri. 28/12, örfá sæti laus, 3. sýn. 29/12, örfá saeti laus, 4. sýn. 5/1, nokkur sæti laus, 5. sýn. 6/1, nokkur sæti laus, 6. sýn. 8/1 nokkur sæti laus, 7. sýn. 12/1, nokkur sæti laus. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Fim. 30/12 kl. 14.00, uppselt, kl. 17.00, uppselt, sun. 2/1 2000 kl. 14.00, laus sæti, og kl. 17.00, laus sæti, 9/1 2000 kl. 14.00 og kl. 17.00. KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS — Bertolt Brecht Fös. 7/1, lau. 15/1. TVEIR TVÖFALDIR — Ray Cooney Fös. 14/1, lau. 22/1 Litta sViðið k(. 20.00: ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Þri. 28/12, örfá sæti laus, mið. 29/12, nokkur sæti laus, fim. 30/12, laus sæti. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. Gjafakort í Þjóðteikfuísið — gjöfin sem tifnar <Jið! 'aWásotM Lau 8. jan kl. 20 Lau 15. jan kl. 20 Ávaxtakörfumyndbandið fæst í miðasölu I Dm Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Allra! Allra! Allra! síðustu sýningar verða f janúar Listdansskólinn •JJólasýning yngri nemenda V) Lau 18. des kl. 16.00 sTMiðasala hefst samdægurs Miðapantanir í sima 588 9188. Símapantanir í síma 5511475 frá kl. 10 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga Jólatónleikar Laugardaginn 18. desember kl. 15.00 Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson i Héskólabíó v/Hagatorg | 5lmi 562 2255 Miöasala alla daga kl. 9-17 www.sinfonia.is SINFÓNÍAN STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI Forsýning mán 27/12 UPPSELT Frumsýning mið 29/12 UPPSELT 2. sýn. fim 30/12 2. kortasýn. örfá sæti 3. sýn. sun 2. jan. 3. kortasýn. örfá sæti Gjafakort - tilvalin jólagjöf! www.idno.is Blessuð jólin eftir Arnmund Backman. Frumsýn. fös. 17. des kl. 20 uppselt 2. sýn. lau. 18. des. kl. 20 3. sýn. sun. 19. des. kl. 20 4. sýn. þri. 28. des. kl. 20 5. sýn. mið. 29. des. kl. 20 6. sýn. fim. 30. des. kl. 20 Miðasala opin alla virka daga kl. 13—17 og fram að sýningu sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is SALKA ástarsaga eftir Halldór Laxness Mið. 29/12 kl. 20.00 jólasýning, örfá sæti laus Síðasta sýning á árinu Munið cfjafakortin I MIPASAIA S. 555 2222 | Kafíilfilfhúsió I HLAÐVARPAIMUIVI Vesturgötu 3 í kvöld fim. 16/12 kl. 21 KK og Magnús Eiríksson flytja lög af nýjum geisladiski Jóladagskrá, fös. 17/12 kl. 21 Flytjendur: Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Kristín Erna Blöndal ásamt Guðmundi Pálssyni. Kvöldverður kl. 19.30 Lau. 18/12 kl. 15-17 Lesið úr barnabókum e. Guðrúnu Helgadóttur, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Andra Snæ Magnússon og Joanna Rowling (Harry Potter). Heyrst hefur að jólasveinninn mæti. Söngkvartett syngur jólalög. Lau. 18/12 kl. 22.00 Six Pack Latino ball. MIÐAPANTANIR I S. 551 9055 HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞRÓUN HF. pjtL I Fákafeni 11 • Sími 568 8055 Bhl www.islandia.is/kerfisthroun MORGUNBLAÐIÐ M IÆIKFELAG M REYKJAVÍKURJ® 18II7- 1997 BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra svið: eftir David Hare, byggt a verki Arthurs Schnitzler, Reigen (La Ronde) 5. sýn. þri. 28/12 kl. 19.00., örfá sæti laus. FOLKI FRETTUM eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. Fim. 30/12 kl. 19.00, örfá sæti laus. u i sven eftir Marc Camoletti. Mið. 29/12 kl. 19.00 aukasýning Litla svið: Höfundur og leikstjóri Öm Árnason Leikarar Edda Björgvinsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir og Öm Árnason. Leikmynd og búningar Þómnn María Jónsdóttir. Lýsing Kári Gíslason. Undirleikari Kjartan Valdimarsson. Frumsýning sun. 26/12 kl. 15.00, örfá sæti laus, 2. sýn. mið. 29/12 kl. 14.00 3. sýn. fim. 30/12 kl. 14.00 Sala er hafin Litla svið: Fegurðardrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh þri. 28/12 kl. 19.00, örfá sæti laus. Sýningum fer fækkandi. Litla svið: Leifin aó vísbentínou ur* vítsnvjonauf í ð(heit*inuto eftir Jane Wagner. Fim. 30/12 kl. 19.00. í/á^ Gjafakort í Borgarfeikhúsið Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. Kraftawerki líkast TONLIST Geisladiskur MULLET Mullet, geisladiskur samnefndrar sveitar. Hljómsveitin er skipuð þeim Ásmundi Ö. Valgjeirssyni og Þórði H. Þórðarsyni. Ásmundur sá um útsetningar og hljóðfæraleik á plötunni en Þórður aðstoðaði hann við hið fyrmefnda. Aðrir sem koma að disknum eru Birta Sigur- jónsdóttir (bakrödd í „Everyt- hing“), Einar Ágúst (söngur f „It doesnt matter") og Einar Jónsson (trompet í ,,Sangria“). Lög og text- ar eru eftir Mullet fyrir utan „It doesnt matter" sem er samið af Martin L. Gore, „Heima er best“ sem er eftir hljómsveitina Botn- leðju og „Yoúre a Star“ en það er samvinnuverkefni Ásmundar og Sverris B. Geirmundssonar. Upp- tökur voru í höndum Guðmundar Kristins Jónssonar og Ólafs Freys Númasonar. 44,52 mín. Mullet sjálfir gefa út. DUETTINN Mullet þreyt- ir hér frumraun sína á plasti og er útkoman væg- ast sagt athyglisverð að uppbyggingu. Fyrri helmingur plötunnar er myndarlegur blómsveigur að leiði gamla tölvupopps- ins og eru listamenn eins og Depeche Mode, Ga- ry Numan, Human League og hinir þýsku frumkvöðlar allra handa rafpopps, Kraftwerk, sveim- andi um eins og ærsladraugar. Stemmningin er svo brotin upp með einhvers konar stökk- breyttum kjöt- kveðjuhátíðarbrag sem leiðist út í öllu per- sónulegri umhveríings- pælingar (e. ambient) áð- ur en Mullet þakkar íyrir sig með galgopalegri útgáfu af lagi rokksveitarinnar Botnleðju!? Nýr- ómantísku stemmurnar eru merki- legt nokk afar vel heppnaðar. Lög sem hefðu hæglega getað snúist upp í aulalegt grín eru þess í stað hinir reisulegustu virðingarvottar þessa ótrúlegasta tímabils poppsögunnar. Mulletmenn hafa sem betur fer vit á því að umgangast þessa sögulegu popptónlist af verðskuldaðri auð- mýkt og virðingu án þess þó að gleyma gleðinni. Þetta er kannski ekki svo mikið undrunarefni þegar litið er til þess að meðlimir Mullet voru virkir í íslensku nýrómantíkinni á sínum tíma með hljómsveitinni Splendid og því hefur innblástur og réttur andi ekki verið óraíjarri. Opnunarlagið er vel heppnuð blanda af Gary Numan og Kraftwerk og „Yoúre a Star“ er líkast til besta lagið sem hljómsveitin Human Leag- ue hefur aldrei samið. Það er skreytt með frábærum texta þar sem er að finna línur eins og, „Who do you think you are. Some kind of super- model. Come on and think again. Look in the mirror!“ Maður sér augnskuggahlaðið myndbandið í hyllingum. Fullkomið nípnda áratug- ar tölvupopp. Einar Ágúst Skíta- móralsmaður syngur svo lag Dep- eche Mode, „It Doesnt Matter", (hvað annað?) og gerir það afbragðs- vel. Rödd hans er vélræn og sannfær- andi og smellpassar við tónlistina. Lagið „Everything" er svo tórfilega bundið tímabilinu 1979-1982 að ég myndi álíta það b-hlið einhverrar smáskifu Depeche Mode ef ég vissi ektó betur. Síðasta lagið í hárblásn- um innganginum reynist svo hálfgerður stílbijótur þar sem það skáskýtur sér nett inn á menntuð svæði franska raf- gutlarans Jean-Michel Jarre. Á seinni helmingi disks- ins tóppa Mulletmenn svo andagiftinni aftur til okkar tíma. I þeim lög- um eru þeir að fást við umhverfða hljóma og ná ágætlega að skapa seyð- andi andrúmsloft með þeim, þá sérstaklega í laginu „Fixed mood“ sem er vafalaust ný stárlegasta lag disksins. Hin „nýju“ lögin hljóma þó svolítið gamaldags, líkjast helst um- hverfingstónlist þeirri sem hæst fór fyrir u.þ.b. 6-8 árum. Disknum lýkur svo með vel fyndinni og niðurtón- aðri útgáfu af hinu rosa- lega lagi Botnleðju, „Heima er best. Geðklofaeinkenni þessarar fyrstu plötusmíð- ar Mullet eru henni síst fjöt- ur um fót. „You’re a Star“ er t.d. tærasta popplag sem ég hef heyrt í ár, þrátt fyrir að vera eðli sínu samkvæmt „gamaldags“. Mullet hefðu fengið gullið ef þeir hefðu hald- ið sig við þennan „ljúfsára söknuð eftir liðnum tímum“ sem einkennir fyrstu fimm lögin og ég er ákveðinn í að láta þau rúlla í næsta „eighties" partíi enda fullviss um að enginn muni taka eftir því að þetta sé íslensk plata frá 1999. En því miður renna gullverðlaunin úr greipum Mulletliða vegna þess að síðari hluti plötunnar er heldur gloppóttur á stundum. Það má því með sanni segja að platan sé „hálfgert" meistaraverk. Arnar Eggert Thoroddsen 11 ára sonur Allens í háskóla? SEAMUS Farrow, sonur Woodys Allens og Miu Farrow, er aðeins 11 ára en hann hefur þegar sótt um háskóla. „Eg er að heyra þetta í fyrsta skipti," sagði Allen þegar hann var spurður nýverið og bætti við: „Þú segir aldeilis fréttir." Seamus, sem var skírðu Satchel af föður simim, hefur ekki hitt Al- len í fjögur ár eftir að leikstjórinn, sem er 63 ára, byijaði í ástarsamb- andi með fósturdóttur sinni Soon- Yi Previn, sem er 28 ára. Allen vissi jafnvel ckki að drengurinn væri í skóla fyrir einstaklega hæfileikarík börn og að hann vonaðist til að komast í Columbia-háskóla næsta haust. Meðal námsefnis drengsins í fyrravetur voru bækur eftir Cam- us, Sartre og Kafka. Þegar hann var fimm ára er hann sagður hafa útskýrt kenninguna um svarthol fyrir vinum foreldra sinna. Bekkj- arfélagar hans eru allir 16 ára eða eldri og lýsa honum sem mjög „afkastasömum og greindum“. Að- alfög hans eru iatína og líffræði. Honum er ekið í skólann á Reuters Mia Farrow ásamt syni sinum Seamus sem hún átti með Woody Allen. hverjum degi af móður sinni, sem sér um uppcldi á 14 börnum, bæði si'num eigin og börnum sem hún hefur ættleitt. Hún giftist tvisvar, Frank Sinatra og stjórnandanum Andre Previn, áður en hún var kynnt fyrir Allen af Michael Caine. Þau áttu í 12 ára sambandi og ættleiddu tvö börn saman auk þess að eignast Seamus en sambandinu lauk árið 1992 þegar Farrow komst að því að Allen ætti í ástarsambandi við fósturdóttur sína. William Beslow, lögfræðingur Farrow, segir að Seamus hafi sótt um inngöngu í Columbia-háskóla þar sem hann yrði langyngsti nem- endinn ef honum yrði leyfð inn- ganga. Hann bætir við að Seamus vilji ekkert af föður sfnum vita og neiti að hitta hann. „Hann lítur ekki á hann sem föður heldur manninn sem átti í ástarsambandi við systur sína, Soon-Yi,“ segir Beslow. Farrow og Allen lentu í harðri forræðisdeilu þar sem Farrow ása- kaði Allen um að áreita ættlcidda dóttur þeirra. Dómari bannaði Al- len að hitta þau tvö börn sem hann ættleiddi og leyfði honum að hitta son sinn einn klukkutfma á viku. Síðan þá hefur hann eignast dóttur með Soon-Yi, sem hann giftist árið 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.