Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Rekstur hafna við Panamaskurð Heita að misnota ekki að- stöðu Panamaborg. AFP. HUTCHISON Whampoa í Hong Kong, fyrirtæki sem mun annast rekstur hafna við báða enda Pan- amaskurðarins, fullyrðir að engin ástæða sé til að óttast að stjórn kommúnista í Peking muni reyna að misnota aðstöðu fyrirtækisins. Bandarískir hægrimenn segja að fyrirtækið sé aðeins skálkaskjól fyr- ir Pekingstjórnina er hyggist reyna að auka áhrif sín í Rómönsku Amer- íku. Thomas Moorer, fyrrverandi flotaforingi, segir að Bandaríkin verði að tryggja að kínverskir kommúnistar nái ekki yfirráðum skurðarins í sínar hendur. Moorer er einn margra Bandaríkjamanna sem lýstu andstöðu við að Panamamenn fengju yfirráðin í sínar hendur en það var gert með formlegum hætti á þriðjudag. Er þá m.a. vísað til þess að Bandaríkin hafi á sínum tíma grafið skurðinn og þeir eigi mikil- vægra hagsmuna að gæta, ekki síst í hernaðarlegu tilliti. Einkaleyfi til tuttugu og fimm ára Hutchison Whampoa hreppti fyrir þrem árum einkaleyfi til reksturs hafnanna til 25 ára. Fyrirtækið er umsvifamikið og rekur meðal annars stórar hafnir í Bretlandi. Það er í fjölþjóðlegri eigu en skráð í Hong Kong og hefur verið fullyrt að hags- munaaðilar í kínverska hernum hafi þar mikil áhrif. Talsmaður þess, John Meredith, sagði í gær að ekki væri vitað til þess nokkur kínversk- ur meginlandsbúi ætti meira en 1% hlut. Auðkýfingurinn Li Ka-sheng í Hong Kong er langstærsti eignar- aðili fyrirtækisins og sagði Meredith að hann ætti góð samskipti við ýmsa stjórnmálaleiðtoga í heiminum, þar á meðal leiðtoga í Peking. Sömu sögu væri að segja af ýmsum kaupsýslu- mönnum í Bandaríkjunum. Meredith sagði að lokum að málið allt ætti rætur að rekja til innan- landsdeilna í Bandaríkjunum. ERLENT Framkvæmdastj órn E vrópusambandsins Þorskveiðar á Irlands- hafi verði bannaðar Brusscl. Reuters. Fellibylur- inn Jón herjar á Astrali Hjónin Peter og Ingrid Rengel líta út um dyrnar á gámi sem þau leit- uðu skjóls í þegar fellibylurinn Jón gekk yfir norðvesturhluta Ástralíu á miðvikudag. Bylurinn er sagður hinn öfiugasti sem gengið hefur yfir landið, mun vindhraðinn hafa farið í 300 km á klukkustund en hann olli litlu tjóni þar sem svæðið er afar strjálbýlt. Megnið af byggðinni í Ástralíu er í suðausturhluta landsins. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, hyggst leggja til að hætt verði þorskveiðum í Irlandshafi vegna þess hve stofn- arnir hafi minnkað ískyggilega. Var gert ráð fyrir að tillaga þessa efnis yrði samþykkt í gærkvöldi. Tveggja daga fundur sjávarút- vegsráðherra sambandsins hefst í Brussel í dag og verða þar teknar lokaákvarðanir um veiðikvóta fyrir næsta ár. Er vandinn vegna þorsk- stofnanna talinn eitt mikilvægasta mál fundarins. „Jafnvel fulltrúar hagsmunaaðila í sjávarútveginum viðurkenna að eitt- hvað hafi farið úrskeiðis," sagði emb- ættismaður í Brussel. „Eitthvað verður að gera áður en allt verður um seinan. Við stefnum að því að eini þorskaflinn sem berist á land næsta ár verði meðafli," sagði hann. Meðafli er sá afli sem veiðist óvart þegar sjómenn eru að reyna að fiska aðrar tegundir. Að sögn embættis- manna hyggst framkvæmdastjórnin setja hámarkið 1.700 tonn fyrir með- afla á þorski og ljóst er að ákvörð- unin mun hafa mikil áhrif á tekjur sjómanna. Auk Breta og íra veiða Belgar og Frakkar þorsk á írlands- hafi sem er milli Iríands og Eng- lands. Stofnun bótasjóðs fyrir fyrr- verandi nauðungarverkafólk Schröder segir samkomulagi náð Berlín, Vín. Reuters, AFP, AP. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, sagðist í gær fastlega búast við því að samkomulag um skaðabótasjóð til handa fólki sem neytt var til vinnu í Þýzkalandi á dögum síðari heimsstyrjaldar yrði samþykkt á fundi með fulltrúum hópa þessa fólks í Berlín á morgun. Eftir nærri árslangt samningaþóf greindu þýzkir stjórnarfulltrúar frá því, að samkomulag hefði náðst um stofnun sjóðsins og að hægt yrði að byrja að greiða út bætur úr honum um mitt næsta ár. Otto Lambsdorff greifi, fulltrúi þýzku stjórnarinnar í viðræðunum um stofnun sjóðsins, vildi ekki gefa annað upp um sam- komulagið en að sátt hefði náðst um að hver sá sem tilkall ætti til bóta úr sjóðnum fengi allt að 15.000 mörk í sinn hlut, andvirði 570.000 króna. Lögmenn fólks sem telur sig eiga til- kall til þessara bóta staðfestu að heildarupphæðin í sjóðnum yrði um 10 milljarðar marka, hátt í 400 mill- jarðar króna. Þýzk stjórnvöld hefðu fallizt á að hækka framlag sitt úr þremur i fimm milljarða marka, á móti fimm milljarða framlagi fyrir- tækjahópsins. I honum eru nú 65 þekkt þýzk fyrirtæki, en verið er að reyna að fjölga þeim enn. Schröder hefur þrýst mjög á um að gengið verði frá þessu samkomu- lagi frá því nokkur þýzk stórfyrir- tæki tóku sig saman um að stinga upp á stofnun þessa bótasjóðs í febr- úar sl„ en lögmenn í Bandaríkjun- um, umbjóðendur hópa fólks, sem neytt var til vinnu á stríðsárunum í Þýzkalandi, höfðu hótað fyrirtækj- unum lögsóknum og háum skaða- bótakröfum. Schröder sagði að nýleg bréfaskipti sín við Bill Clinton Bandaríkjaforseta hefðu hjálpað til við að koma málinu í höfn. „Bréfa- skiptin snerust um hvað væri hægt að gera til að vernda þýzk fyrirtæki fyrir málsóknum í framtíðinni, og, að sjálfsögðu, fjárupphæðir," tjáði kanzlarinn fréttamönnum í Berlín. Gizkað er á að fjöldi þess fólks sem talið er að geti átt kröfu á bótum úr hinum nýja sjóði og enn er á lífi sé allt að tveimur milljónum. Meðalald- urinn er nálægt 80 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.