Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 59 Frítt á Netið - í boði hvers? Eyjabökkum má þyrma ÞAÐ HEFUR ekki farið fram hjá neinum síðustu daga að byrjað er að boða gjaldfrjálsa netþjónustu sem á að hefjast í kringum næstu áramót. Hins vegar hefm- skort á að málið sé krufið þannig að sannleikurinn að baki viðskiptahug- myndinni komi í ljós. Afleiðing þess er sú að ýmsar vangaveltur eru í gangi um hvað sé hér á ferðinni. Með þessari gi-ein er gerð tilraun til að svara þeim spurningum sem vakna þegar allt í einu er boðin án endurgjalds þjónusta sem fram til þessa hefur kostað neytendur á bil- inu 1200 til 2000 kr. á mánuði. Viðskiptahugmyndin Gjaldfrjáls netþjónusta er ekki ný af nálinni. Bretland reið á vaðið fyrir rúmu ári og síðan hefur slík þjónusta náð fótfestu í mörgum Evrópulönd- um. Viðskiptahugmyndin er tiltölu- lega einföld og byggist á reglugerð- um Evrópusambandsins þar sem kveðið er á um að símafélög verða að gera með sér samtengisamninga til að tryggja samkeppni. Þetta þýðir fyrir Island að Landsíminn er skyld- ugur að gera samning við Islands- síma og Tal um skiptingu tekna af símtali þar sem uppkallið hefst í kerfi Landsímans, en númerið sem hringt er í er hjá Tal eða Íslandssíma. Sama gildir auðvitað ef uppkallið hefst hjá Islandssíma eða Tal og hringt er í landsímanúmer. Þessar tekjur eru verulegar, því gróft reiknað er símakostnaður vegna tengingar við Netið hérlendis álíka mikill og netþjónusta hefur ver- ið að kosta fram til þessa. Símafyrir- tæki sem á símanúmer netfyrirtæk- isins fær hins vegai' aðeins hluta skrefagjalda, eða um 40% af þeim. Það er því ljóst að þessar tekjur einar sér duga engan veginn til að reka frí- þjónustu. Til að viðskiptahugmyndin gangi upp þarf því meira að koma til. Ef haldið er áfram að vísa í er- lendar útfærslur byggist rekstrar- grundvöllur fríþjónustu oftast á tveim viðbótartekjuþáttum ásamt kostnaðarlækkun. Tekjuþættirnir eru annars vegar þjónustuver með 900 númeri þar sem viðskiptavinur- inn gi-eiðir hátt mínútugjald fyrir alla þjónustu og hins vegar auglýsinga- tekjur á vefsíðum netþjónustufyrir- tækjanna og með tölvupósti til við- skiptavina þehTa. Kostnaðarlækkanir byggjast á því að veita án endurgjalds aðeins grunnþjónustu s.s. tengingu við Net- ið og tölvupóstfang. Greitt er fyrir aðra þjónustu. Einnig fylgjast frí- þjónustur vel með hegðun viðskipta- vina sinna og losa sig við viðskipta- vini sem „kosta of mikið“, þ.e. viðskiptavinir sem eru iðnir við að sækja stórai’ myndir, forrit, hljóð- skrár og myndbandsskrár. Til að lækka kostnað hefur það einnig tíðk- ast að hafa færri innhringinúmer á hvern notanda en í greiðandi þjón- ustu, þannig að notandi í fríþjónustu fær að jafnaði lakari þjónustu. íslenskar aðstæður Að mínu mati eru hins vegar ís- lenskar aðstæður til að bjóða fríþjón- ustu nokkuð frábrugðnar aðstæðum í nágrannalöndunum. Þannig er t.d. flutningur gagna (bandvídd) til ís- lands mun dýi'ari en það sem ná- grannalöndin þurfa að greiða fyrir sama hlut. Ofan á þetta bætist að skrefagjöld eru almennt lægri en í Evrópu og tekjur af sölu auglýsinga á vefnum hérlendis eru ekkert í lík- ingu við það sem þær eru í nágranna- löndunum. Allt eru þetta aðstæður sem eru neikvæðar fyrir fríþjónustu hérlendis. Þrátt fyrir það vant- ar ekki mikið upp á að fríþjónusta á Netinu geti staðið undir sér hérlendis. Skiptir þar miklu máli að virk sam- keppni hefur skapast á gagnaflutningi til út- landa þar sem nú hafa þrír innlendir aðilar fjárfest í 45 MB sam- bandi út úr landinu Enn er ekki ljóst hver á að greiða það sem upp á vantar, og þá hvort samkeppnisstofnun leyfir að óskyldur rekstur greiði netþjón- ustuna niður. Samkeppni En hvernig snúa þessar hræringar að fyiirtæki því sem undirritður veit- ir forstöðu, Margmiðlun hf., og hópi netþjónustuíyi'irtækja sem kalla Internetáskriftir Full ástæða er fyrir Samkeppnisstofnun að kalla fram rekstraráætl- anir allra fyrirtækja sem veita fríþjónustu, segir Stefán Hrafnkeis- son, og veita þeim að- hald með því að krefjast þess að ekki sé um nið- urgreiðslur að ræða. mætti frumkvöðla Netsins hérlendis og ekki flokkast undir símaíyiii'tæki? Við fyrstu sýn virtist staðan von- laus, því slík fyrirtæki hafa ekki möguleika á samtengisamningum með þeim stutta fyrirvara sem gefinn var. Þannig var allt útlit fyrir að þeir fengju ekki sneið af símagjöldunum, sem er stærsti tekjupóstur fríþjón- ustu erlendis. Hins vegar hófust fljótlega viðræður við Landsímann um að þeir gerðu við netþjónustur sérstaka netþjónustusamninga, sem gæfi þeim tækifæri á að keppa við símafyrirtækin á jafnréttisgrund- velli. Niðurstaða þess máls var að að núverandi netþjónustur fá slíkan samning án þess að stofna til kostn- aðar við stofnun símafyiirtækis. Gera má ráð fyrir að samkeppni næstu mánuði komi fram í ýmsum myndum, og eins og erlendis má gera ráð fyrir að netþjónustur giipi til ráðstafana til að halda sínum við- skiptavinum. Augljósasta leiðin er sú að byggja gjaldskrá upp á veittri þjónustu, þ.e. gefa viðskiptavininum val um þá þjónustu sem hann kýs að fá og grundvalla gjaldskrá á að í hverjum gjaldflokki sé sambærileg framlegð af viðskiptavininum. Þannig má gera ráð fyrir að þjón- ustuaðilar bjóði betri þjónustu fyrir sambærilegt verð og greitt er í dag, lækkað verð á sambærilegri þjónustu að teknu tilliti tO kostnaðarlækkana og tekna sem nú skapast af skrefa- gjöldum. Fríþjónusta mun síðan væntanlega byggjast á tekjum af skrefagjöldum, auglýsingum og tekjum af 900-númerum sem geta verið drjúgai'. Hver borgar? í mínum huga er ljóst að jafnt á Islandi sem annars staðar í Evrópu er það skipting skrefagjalda, grund- völluð á reglugerðum Evrópusamb- andsins um samtengingu símafyrir- tækja, sem greiðir megnið af kostnaði fríþjónustu. Yfii'fært þýðir það að Landssíminn eða eigendur hans, íslenska þjóðin, borgar brús- ann. Það má því segja að við séum að sjá skólabókardæmi um hvernig samkeppnisreglur Evi'ópusamban- dsins tryggja neytendum lægra vöruverð. Við skulum því þakka þeim stjórnmálaöflum sem börðust fyrir inngöngu íslands i EFTA og berjast 'fyrir inngöngu íslands í Evrópusam- bandið frekar en bönkunum fyrir fría netþjónustu. Hvað verður Adam lengi í Paradís? Ekki er ljóst hvort viðskiptahug- mjmdin um fría nettenginu gangi án niðurgreiðslna á Islandi, eins og að- stæður eiu í dag, þótt það væri ósk- andi. Hins vegar liggur fyrir að önn- ur reglugerð Evrópusambandsins sem mun væntanlega hafa áhrif á frí- þjónustu ef litið er til lengri tíma, en hún kveður á um að símafyrirtæki með einokunai'aðstöðu verði að hátta sinni gjaldskrá samkvæmt kostnað- argreiningu. Gagnvart Landssíman- um þýðir þetta að uppbygging gjald- skrár þarf að brejúast, þannig að fastakostnaður (uppbygging síman- etsins) þarf að greiðast með föstum mánaðargreiðslum og breytilegur kostnaður þarf að greiðast með skrefagjöldum. Samkvæmt mínum skilningi hefur Landssíminn lítið um múlið að segja, þar sem Póst- og fjarskiptastofnun fer með lögsögu í málinu. Mjög líklegt er að endirinn verði sá að fastagjald hækki, en breytilegur kostnaður lækki vonandi til hagsbóta fyrir neytendur sem borga þá réttlátt gjald fyrir símat- enginguna og réttlátt gjald fyrir nettenginguna ef við gefum okkur að markmiðum Evrópusambandsins sé náð þar sem samkeppni ríkir og ekki sé verið að greiða niður eina þjónustu með annarri. Lokaorð Ljóst er að viðskiptahugmyndin um fríþjónustu virðist vera að ganga upp í löndunum í kring um okkur. Hins vegar, eins og bent vai' á, eru aðstæður öðruvísi hérlendis. Það er að mínu mati ástæðulaust fyi'ir Samkeppnisstofnun að stoppa fríþjónustu sem byggist á viðskipta- hugmynd sem gengur upp, þ.e. að ekki sé verið að greiða hana niður. Hins vegar er full ástæða fyrir Sam- keppnisstofnun að kalla fram rekstr- aráætlanir allra fyrirtækja sem veita fríþjónustu og veita þeim aðhald með því að krefjast þess að ekki sé um niðurgreiðslur að ræða. Það væri síð- an ekki úr vegi að krefjast rauntalna nokkrum mánuðum síðar til að tryggja að samkeppnisreglum sé fylgt. Tímabundin niðurgreiðsla net- þjónustu er ekki til hagsbóta fyrir neytendur. Undanfarin ár hefur Margmiðlun náð að reka netþjónustu sína með eðlilegri framlegð ásamt því að stækka í takt við markaðinn. A hverju ári frá stofnun þjónustunnar fyrir fimm árum hefur Margmiðlun aukið markaðshlutdeild sína og bendir allt til þess að sama niðurs- taða fáist fyrir árið í ár. A sama tíma hafa stærstu keppinautarnir, að því er virðist, verið að reka sína þjónustu undir núllinu. Samkvæmt þessu telj- um við okkur betur í stakk búna til að reka fríþjónustu en aðrir. Margmiðlun lítur á hræringarnar sem nú eru að eiga sér stað sem tæki- færi, því öllum ógnunum fylgja tæki- færi. Við munum því ekki sitja auðum höndum og horfa á fríþjónustu eyði- leggja þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað undanfarin fimm ár, heldur taka þátt af fullum krafti og treysta því að Samkeppnisstofnun tryggi eðlilegar samkeppnisaðstæður á þessum markaði. Sem stendur er allt útlit fyrir að neytendur njóti góðs af fríþjónustu og það eina sem hægt er að segja er njótið vel og vonandi lengi. Höfundur er forstjóri Margmiðlunur hf. MEÐ því að virkja Jökulsárnar á Brú og Fljótsdal saman í Kárahnjúkavirkjun er ekki þörf á miðlunar- lóni við Eyjabakka. Þannig væri hægt að þyrma hinni ómetan- legu náttúruperlu sem fæstum blandast leng- ur hugur um að felst í sérkennilegu lífríki Eyjabakkanna. Um leið er líklegt að Aust- firðingar geti nýtt sér stærri hlut af óbeisl- aðri orku í vatnsföllum norðan Vatnajökuls en þeir gætu ella. Þessi leið gefur því möguleika á mun stærra álveri en nokkru sinni verð- ur hægt að reka með Fljótsdals- virkjun einni. Stóriðja Það hljóta því að vera góð býtti fyrir Austfírð- inga, segir Össur Skarphéðinsson, að láta Fljótsdalsvirkjun í skiptum fyrir stór- virkjun sem framleiðir gott betur en þrefalt meira rafmagn. Fljótsdals vir kjun ekki hagkvæmust Fjórir virkjunarkostir eru álitleg- astir norðan Vatnajökuls: Virkjun Jökulsár á Fjöllum með Arnardals- lóni er að sönnu óraunhæf þar sem hún skerðir Dettifoss. Fljótsdalsv- ú-kjun væri ákjósanleg ef ekki þyrfti að fórna Eyjabökkum. Virkj- un Jökulsár á Brú við Kárahnjúka er ofarlega á baugi og loks má nefna sameiginlega virkjun Jökuls- ár á Fljótsdal og Jökulsár á Brú með þeim hætti að Kárahnjúkalón nýttist sem miðlun fyrir vatnasvið beggja. Frá sjónarhóli virkjunar- og stór- iðjusinna er síðasti kosturinn sá langbesti. I fyi'sta lagi myndi sam- tenging Jökulsánna gefa af sér ríf- lega þrefalda þá orku sem yrði til við Fljótsdalsvirkjun. Þessa stór- virkjun mætti gera enn hagkvæm- ari með því að veita til hennar vatni af hinu úrkomuríka hraunasvæði. I öðru lagi myndi förgun Eyjabakka vegna Fljótsdalsvirkjunar leiða til mikillar hækk- unar á verðmæti gróð- urlenda og búsvæða sem eftir væru á svaíð-__ inu norðan Vatnajök-"f uls og því stórlega draga úr líkum á að virkjun Jökulsár á Brú við Kárahnjúka stæð- ist umhverfismat. í þriðja lagi myndi verð á framleidda orkuein- ingu ekki hækka við að virkja árnar saman og aukin hagkvæmni nást þar sem ekki þyrfti eins löng jarðgöng. í fjórða lagi er líklegt að þokkaleg sátt náist um þessa leið yrði hún valin beinlín- is til að þjTma Eyjabökkum. Illskásti kosturinn Sameiginleg virkjun Jökulsár á»" Fljótsdal og Jökulsár á Brú um Kárahnjúkalón felur í sér mun minni fórnarkostnað en felst í missi Eyjabakka. Hún er því illskásti kostui'inn verði á annað borð virkj- að norðan Vatnajökuls. Illu heilli hefur hún notið alltof lítillar athygli í umræðunni. Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins mælti þó með henni og í bréfi til umhverfisnefndar Alþingis frá Landmótun ehf.er hún studd mjög sterkum rökum. Þessi leið er einnig^ rædd í skýrslu Landsvirkjunar um Fljótsdalsvirkjun. Þar er hún slegin út af borðinu þrátt fyrir að einu ókostir hennar séu sagðir þeir að „vandamál kunna að verða vegna aurburðar í inntakslón við Jökulsá á Fljótsdal, auk þess sem tilhögunin hentar aðeins mjög stórum orku- kaupanda..." Þetta er ákaflega undarleg rök- semd. Austfirðingar segjast þurfa 480 þúsund tonna álver til að stöðva fólksflótta suður. Er það ekki stór orkukaupandi eða er hik á Norsk Hydro? Orkan úr Fljótsdalsvirkjun dugar ekki einu sinni fyrir 120 þús- und tonna álveri. Það hljóta því að vera góð býtti fyrir Austfirðinga að láta Fljótsdalsvirkjun í skiptum fyr-> ir stórvirkjun sem framleiðir gott betur en þrefalt meira rafmagn. Varla eru menn svo fastir í skot- gröfunum að förgun Eyjabakka sé orðin markmið í sjálfu sér, - eða hvað? Höfundur er alþingismaður. SK0LAV0RÐUSTIGUR5 tcu •> I ICTUMC DCVIM AC*^ I — I .... 3 LISTHUS REKIN AF 15 LISTAMÖNNUM INGA ELIN ÓFEIGUR MEISTARIJAK0B Bylting I Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftirl VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn. VIR0C byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Viroc utanhússklæðnlng ÞÞ &CO Leltift upplýslnga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚU 29 S: 553 8640 8 568 6100 Stefán Hrafnkelsson Össur Skarphéðinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.