Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 66
4g6 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Hugleiðing um kvik-
myndagerð á Islandi
Æ, Æ, voru fyrstu
orðin sem vinkona mín
stundi upp þegar hún
las yfir gagnrýni Háv-
ars Sigurjónssonar í
Morgunblaðinu laugar-
daginn 27. nóvember
sem byrjaði á orðun-
um: „Loksins, loksins“.
Gagnrýni sú var ætluð
JPhýrri kvikmynd Hrafns
Gunnlaugssonar,
Myrkrahöfðingj anum,
og vísuðu orðin vænt-
anlega til þess að
Hrafni hefði loksins
tekist að gera verk sem
sýndi hvers megnugur
hann er sem kvikmynd-
astjóri. Hávar var mjög sáttur við
myndina og veitti henni 3 stjörnur úr
stjörnuskjóðu sinni. Ekki ætla ég að
rekja innihald gagnrýni hans hér, en
langar af þessu tilefni að koma
nokkrum vangaveltum mínum á
framfæri.
Fyrst ætla ég að óska Hrafni til
hamingju með verkið sem kostað
-riefur blóð, svita og tár (í orðsins
fyllstu merkingu) auk allmargra
milijóna, enda mun þetta vera dýr-
asta kvikmynd íslend-
inga til þessa. Auk þess
tel ég fullvíst að Hrafn
og meðreiðarsveinar
hans hafi ærna ástæðu
til að kætast yfir því að
barnið sé loksins komið
í heiminn eftir óvenju
langa og erfiða með-
göngu. Aðdáendur
hans ættu tæpast held-
ur að verða fyrir von-
brigðum með gripinn,
enda leynir faðemið
sér ekki; myndin er full
af gamalkunnum yrkis-
efnum höfundarins svo
sem „myndrænu" fólki,
gömlum og góðum
borðsiðum, upphengdum dýrum og
kynlífsórum ýmiss konar. Betur en
oft áður tekst Hrafni nú að láta þessi
hjartfólgnu hugarfóstur sín glæðast
lífi á hvíta tjaldinu og get ég því ekki
annað en tekið undir orð gagnrýn-
andans. Biðin er á enda.
Þrátt fyrir alla hina brakandi
snilld er þó alltaf freistandi að vera
með smásmugulegar aðfinnslur.
Gagnrýnandi Morgunblaðsins setti
helst út á leikaraval Hrafns og tak-
Kvikmynd
Vil fremur kenna öðru
um en vali á leikurum,
segir Sigurður Hr. Sig-
urðsson, ef Myrkra-
höfðinginn verður ekki
flokkaður með helstu
verkum skapara síns
markaða leikhæfileika sumra þeirra
sem í hlutverkunum voru, enda eru
þau mörg hver reynslulitlir áhuga-
mannaleikarar. Hins vegar vegur
það á móti að útlit persónanna gerir
þær trúverðugri en ella, en ætla
mætti að fremur lítið úrval sé af
„myndrænu" fólki í leikarastétt.
Vandamálið skapast mögulega af
því að Hilmir Snær brillerar svo í að-
alhlutverkinu að leikrænir tilburðir
flestra hinna virðast harla lítilfjör-
legir í samanburði. Persónlulega
fannst mér flestir leikararnir í
myndinni hæfa henni vel og vil frem-
Sigurður Hr.
Sigurðsson
þetta
er ekki
jólaglaðningur.
Einstök jólatilboð Kalíbers
Millennium - þráðlaus sími
Númerabirtir, endurval,
íslenskur leiðarvísir o.m.fl.
Verð áður 12.900 kr.
Nú 9.900 kr.
Philips 28" breiðtjaldssjónvarp
100 riða flöktfrí mynd, stafræn myndsía
tryggir tærari og skarpari mynd. Textavarp,
2x36 w. hátalarar. Verð áður 168.400 kr.
Nú 139.900 kr.
Casio
Minnisbók, dagatal, símaskrá,
reiknivél, heimsklukka o.m.fl
Verð áður 6.900 kr.
Nú 4.900 kr.
Philips hljómtæki
Hátalarar 2x20 músíkvött
- einstök hljómgæði, þriggja diska
spilari, tvöfalt segulband o.fl.
Nú 24.900 kr.
Philips brauðrist með
innbyggðu samlokugrilli.
Nú 4.990 kr.
Casio Chronograph úr
með dagatali og vekjara
Áður 10.990 kr.
Nú 4,990 kr.
Philips heyrnartól
Hönnuð fyrir
tæki, 10.000-26.000 ríð,
gyllt tengi.
Áður 5.990 kr.
Nú 4.990 kr.
Erum einnig með DVD, CD-R og fleiri flottar græjur.
0
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 . StMI 569 1500
www.ht.ls
Kringlunni 8-12, sími 535 4040
ur kenna öðru um ef Myrkrahöfðing-
inn verður ekki flokkaður með helstu
verkum skapara síns.
Myndin er mikil veisla fyrir augu
og eyru, enda þakkaði framleiðandi
hennar, Friðrik Þór, sérstaklega
þeim Ara Kristinssyni myndatöku-
manni og Kjartani Kjartanssyni
hljóðhönnuði fyrir þeirra dugnað og
þátt í verkinu.
Hins vegar sá Hrafn Gunnlaugs-
son ekki ástæðu til að ráða jafn mikið
hæfileikafólk til ýmissa annarra mik-
ilvægra starfa, s.s. klippara, tón-
skáld og leikmyndahönnuð. Hann
valdi sjálfur að hafa þessa pósta á
sínum snærum auk þess að leikstýra
og skrifa handritið og gefur það
vissulega tilefni til undrunar.
Erlendis þar sem ég þekki til er
það afar sjaldgæft að leikstjórar
klippi sjálfir myndir sínar, enda er
það mjög sérhæft starf og tvímæla-
laust best komið í höndum klippara
sem ekki hikar við að breyta, stytta,
henda og víxla því sem áður var ráð-
gert, svo fremi sem það bætir heild-
aráhrif ræmunnar. Myrkrahöfðing-
inn líður fyrir að vera fremur
langdregin mynd og er líkt og höf-
undur hennar sé of hugfanginn af
eigin yrkisefni til að átta sig á því.
Allt of mikið er af endurtekningum,
t.d. mynskeiðum þar sem persónurn-
ar ferðast fram og aftur á milli staða.
Aftur og fram. Fram og aftur...
Annað sem undirrituðum finnst
gagnrýni vert er tónlistin sem Hrafn
telur sjálfan sig hafa samið, en ég
leyfi mér stórlega að efast um höf-
Blöndunartæki
Moratemp High-Lux hentar sérlega vel
í eldhúsum þar sem koma þarf háum
(látum undirkranann.
Mora - Sænsk gæðavara
czjirrann ■
TCRGI
Smiðjuvegi 11 « 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089
Fást í byggingavbruvershmum um land allt
undarrétt hans, því hún er að miklu
leyti uppbyggð af útsetningum á ís-
lenzku þjóðlagi og sænsku vísnalagi
eftir Bellman. Tilgangur kvik-
myndatónlistar er oftast sá að vera
atburðarásinni til fulltingis. Hún á
helst að vera lítt áberandi og hafa
áhrif á tilfinningar áhorfendanna án
þess að þeir verði þess mikið varir. I
Myrkrahöfðingjanum er blandað
saman tónlist af ýmsum toga, stund-
um viðeigandi en annars staðar alls
ekki við hæfi og finnst mér skorta
mikið upp á að heildarútkoman sé
nægilega sannfærandi.
Með fullri viðurkenningu fyrir
hæfileikum Hrafns á sviði tónlistar-
sköpunar, klippingar og leikmynda-
hönnunar finnst mér þetta hæpin
ráðstöfun. Það vill svo til að á íslandi
er orðinn til töluverður hópur kvik-
myndafólks sem er sérhæft á þess-
um sviðum og sumir hverjir hafa
fengið mikla viðurkenningu fyrir
störf sín hérlendis sem erlendis.
Ekki veit ég hvort Hrafn á erfitt með
að fá hæft fólk til starfa, en það að
hafa valinn mann í hverju rúmi
myndi vafalaust tryggja betri út-
komu án þess að koma í veg fyrir að
leikstjórinn og/eða framleiðandinn
eigi síðasta orðið.
Einnig finnst mér það einkennileg
ráðstöfun að hafa tekið myndina upp
þar sem utanaðkomandi hávaði eyði-
lagði hljóð og gerði það að verkum að
talsetja þurfti mestallan leik. Það
var að vísu óaðfinnanlega gert, en er
dýrt spaug og verður tæpast til að
bæta leik áhugamanna.
Margt væri hægt að segja um
meðferð Hrafns á persónu Jóns
Magnússonar og píslarsögu þeirri
sem handrit hans og félaga er byggt
á. Eg kýs þó að eftirláta það sérfróð-
ari mönnum um þá mætu bók.
Eins og áður kom fram er
Myrkrahöfðinginn dýrasta kvik-
mynd sem Islendingar hafa fram-
leitt. Hún fékk einn hæsta styrk sem
veittur hefur verið úr Kvikmynda-
sjóði íslands, en sá peningur er þó
einungis lítill hluti þeirra 250 millj-
óna sem mun vera heildarkostnaður
verksins. Hvort hún er peninganna
virði ætla ég mér ekki að dæma um,
en vil hvetja sem flesta til að demba
sér í bíó og sjá með eigin augum (og
eyrum) þetta eingetna afkvæmi
Hrafns Gunnlaugssonar.
Höfundur er kvikmynda-
gerðammður.
Bókin
MIKILVÆGUSTU
TUNGUMÁL JARÐAR
er 300 síður
og kostar
2478 krónur
www.tunga.is
KBRSTIN FLORIAN
SPA KUR
Dokurpakkar, snyrtimeðferöir, nudd
body shape, nuddkort, einkaþjálfun