Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 79
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 79
BREF TIL BLAÐSINS
1999-2000 = tölvualdamót,
2000-2001 = tímatalsaldamót
Vandaðar
peysur
Frá Ómari Ágústssyni:
NÚNA þegar búið er að rífast um
þessi blessuðu áramót 1999-2000 í
tæpt ár vll ég ræða nokkur atriði sem
mér hafa orðið ljós.
I upphafi þessa árs var ég sann-
færður um það að næstu áramót
væru hin einu sönnu aldamót og allt
annað væri bara asnaleg hugmynda-
fræði. Þar sem mér hefur lærst að
tugur byrji á 0 og endi á 9 og næsti
tugur byrji á 10 og endi á 19, hef ég
lesið mig í gegnum margar af þess-
um greinum með mjög þröngsýnu
hugarfari. Loks varð mér ljóst að „0“
var að sjálfsögðu ekki til fyrr en
löngu eftir Kristsburð (sem flestir
vita að tímatalið er miðað við) og því
var aldrei til árið núll, bai'a 1 fyrir
Krist og 1 eftir Krist. Jesú litli fædd-
ist þegar árið 1 fyrir Krist var búið
og árið 1 eftir Krist var að byrja.
Sem sagt, fyrsta árið í tímatalinu var
ekki búið fyrr en annað árið byrjaði
(árið 2). Af þessu leiðir að fyrsta öld-
in var ekki búin fyrr en árið 1001 var
búið. Því má segja tímatalslega að
einn tugur byrji á 1 og endi á 10 og
næsti tugur byrji á 11 og endi með
20.
Sem dæmi um það hvernig forn-
uppgötvuð talnakerfi eru túlkuð á
tölvuöld þrátt fyrir að þau hafi verið
fundin upp án 0 er t.d. klukkan (ef
hún er 2x12 tímar í staðinn fyrh’ 24
tímar), sem byrjar á 1 sek (þ.e. þegar
búin er að líða 1 sek af tímanum) og
endar á 11 tímum, 60 mínútum og 60
sek (þ.e. þegar 59 sek eru búnar). Ef
afturámóti núllið væri talið, þá byrj-
ar hún á 0 sek og endar á 11 tímum,
60 mínútum og 59 sek. .Stafrænar
klukkur byrja þó yfirleitt kl. 00:00:00
og enda á 23:59:59, sem sagt með nú-
tíma talnakerfi þar sem núll er fyrsta
talan. Þarna eru bæði tímatölin túlk-
uð í öðru formi.
Þar sem ekki er hægt að þræta um
það að í rauninni eru bara liðin 1998
ár og 12 mánuðir frá Kristsburði en
ekki 1999 ár og 12 mánuðir, eru hin
„tímatalslegu" og í hugum margra
hin einu sönnu aldamót ekki fyrr en
næsta ár er búið, þ.e. 2000-2001.
Ef svo horft er á málið með augum
þeirra sem álíta næstu áramót alda-
mót snýr dæmið allt öðruvísi við. Þar
sem búið er að finna upp núllið, er
það staðreynd að tugur byrjar í raun
á 0 og endar á 9. Allt stærðfræðinám
og tölvunám byggist upp á þessari
hugmynd. Tölvur og stærðfræðingar
hafa stimplað inní heilann á okkur
öllum að 0 sé byrjunin á öllu.
(Allir nota „nýja“ kerfið í dagleg-
um störfum, dæmi; saumakonur
þurfa á núllinu að halda þegar þær
niæla snið, smiðir þegar þeir mæla
spýtur o.fl. , pípulagningamenn við
sínar mælingar, garðyrkjumenn í
sínum störfum o.fl. o.fl. Bara það að
baka köku krefst þess að telja frá
0-9.)
Einstaklingur sem heldur því fram
að áramótin 2000-2001 séu aldamót,
hlýtur að halda uppá 50 ára afmælið
sitt daginn sem hann er búinn að
vera 50 ára í heilt ár því í rauninni
var hann aldrei 0 ára heldur fæddist
hann á fyrsta árinu sínu og var ekki
eins árs fyrr en annað árið hans byrj-
aði, sem sagt fæddist hann 1 árs skv.
„gamla“ tímatalinu.
Ef við myndum t.d. byrja nýtt
tímatal í dag held ég að allir væru
sammála um að byrja það á 0 en ekki
1, enda er það bara „gamaldags"
hugsunarháttur, ekki satt ?!
Að því ógleymdu að áramótin
1999-2000 eru miklu flottari útlits-
lega séð en 2000-2001 sem líta út eins
og hver önnur áramót sem ekkert er
sérstakt við þó svo að það séu hin
i'aunverulegu áramót þar sem 2000
ár eru frá fæðingu Krists.
Og svona útúrdúr, þá voru áramót-
in, 31. des., til áður en Kristur fædd-
ist sem þýðir að hann hefur annað-
hvort fæðst 7 dögum fyrir árið 1, eða
358 dögum eftir árið 1, ég veit ekki
alveg við hvað er miðað ...nema þá að
hin „raunverulegu" áramót séu þá
24. des., eða daginn sem Jesú á að
hafa fæðst!
í rauninni eru jafn mikil rök fyrir
að segja að aldamótin séu þamæstu
áramót og að telja árið 1999 sem 1998
því í rauninni eru bara liðin rúmlega
1998 ár frá Kristsburði en ekki rúm-
lega 1999 ár eins og ég útskýrði áðan.
Þess má geta að í kringum Krists-
burð var talnakerfi ekki eins og við
þekkjum það í dag heldur voru það
ýmiskonar tákn sem táknuðu hverja
tölu, t.d. rómversk tákn. Rómverska
talnakerfið byrjar á I, svo kemur II,
III, VI o.s.frv. í hugum þeirra sem
bjuggu til þessi kerfi var tilgan-
gslaust að búa til tákn fyrir eitthvað
sem ekki er til...þ.e „0“.
Þegar allt kemur tO alls eru þessi
tvenn áramót mjög merkileg, HVOR
TVEGGJA, og persónulega stefni ég
á að halda næstu áramót (99-00), með
hugarfari nútímamanns, sem er
svosem skíttsama hvort 0 hafi ein-
hverntíma ekki verið til, sem alda-
mót!
ÓMAR ÁGÚSTSSON,
nemi í rafeindavirkjun,
Hraunbæ 178, Reykjavík.
7J/n arcfansíe/Ái’ir
d 3íófeí QrÁ
laujarcfayirm 8. janúar 2000.
Jíáí/óin £efsí Áí. 19. OO meú forc/mjÁÁ.
Glæsilegur kvöldverður
Einstök dagskrá
• Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir,
undirleikur Anna Guðný Guðmundsdóttir
• Einleikur á fiðlu: Sigrún Eðvaldsdóttir
• Lifandi Vínartónlist.
Veislutríóið ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur
leikur vínarvalsa fram eftir nóttu.
Happdrætti: Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði.
Spennandi vinningar.
Verð aðgöngumiða kr. 6.500,
með gistingu og morgunmat kr. 8.000.
Miðapantanir á Hótel Örk í síma 483 4700.
Tryggið ykkur miða í tíma.
Samkvæmisklæðnaður.
Opið á laugardag til kl. 22
• • • mkm
við Óðinstorg
101 Reykjavík
simi 552 5177
jólatilboð fimmtudag til sunnudags
Svartir velúrgallar, heimagallar og blússur
25% afsláttur
marion
Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147
■B5i_
Nú í aldarlok eru fjallgöngur og útivist vinsæl
dægradvöl hjá sívaxandi hóp fólks. I þessari bók er
lýst í máli og myndum leiðum á alls konar fjöll,
há sem lág, erfið og auðveld. Gönguleiðir eru sýndar
á korti og litljósmynd er af hverju fjalli.
Vönduð og fróðleg bók skrifuð fyrir almenning af
fjallamönnum sem safnað hafa reynslu í óbyggðaferðum
og fjallapríli um áratuga skeið.
ORMSTUNGA
www.ormstunga.is
Mikið úrval af
spariskóm
H-TI-H KAISI-R
ri:Ti:i{ kaisi-h
i*i: i i:it KAisi-ii
pirriiK KAisi-u
I: I |-:u KAISIill
l*l:TI:II KAlSliU
PIÍTIill KAISI-ll
Verð 8.995-9.995
Opiö öll kvöld til
KL. 22.00
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA
við Snorrabraut ■ Reykjnvík
Simi 551 8519
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Reykjnvik
Simi 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTrUR
SiórlinfVlít I ”, vid (iiillinbrií, .s. S67 4844
www.llisö’nis.is • lietfaiig: rtis(''lim.i.s