Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 13
Landlæknir sendir heilbrigðisráðherra ábendingu
Eflingheimahjúkr-
unar mikilvæg
SAMVINNA stóru sjúkrahúsanna,
stefnumótun um hlutverk smærri
stofnana, efling heimahjúkrunar og
uppbygging sjúkrahótela eru meðal
ún-æða sem landlæknir bendir á að
íhuga þurfi vegna fjárhagsvanda
stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík í
gi-einai-gerð til heilbrigðisráðherra.
Landlæknir sendi ráðherra grein-
argerðina í gær en þar dregur hann
saman niðurstöðm’ frá stjómendum
stóm sjúki-ahúsanna um stöðu spítal-
anna og mat þeima á því hvaða áhrif
fjárhagserfiðleikar sjúki’ahúsanna
gætu haft á starfsemina.
í greinargerð Sigurðar Guð-
mundssonar landlæknis kemur fram
að stjórnendum sjúkrahúsanna þyki
víða pottur brotinn og skorta aðstöðu
og úrræði til bættrar þjónustu. „Hins
vegar er alveg ljóst að sú þjónusta
sem sjúklingar fá er almennt mjög
góð og fyllilega sambærileg við ná-
grannalönd. Afköst hafa aukist, bið-
listar styst, kærumálum hefur ekki
fjölgað gegn spítölunum, nýjungar
em teknai’ upp, o.s.frv. Þjónustan er
ekki í hættu á þessu stigi, starfsfólk
sinnir störfum sínum af metnaði og
umhyggju. Ekkert hefur komið fram
sem bendir til að starfsfólk sé að
braðla með almannafé í þeim verkum
sem sinnt er á sjúkrahúsunum. Allt
bendir til að við fáum það fyrir fjár-
muni okkar sem við ætlumst til,“ seg-
ir landlæknir.
I samtali við Morgunblaðið segir
landlæknh’ að í árlegri umræðu um
fjárhagsvanda sjúkrahúsa gleymist
þessi atriði oft, þ.e. að þar sé unnið
frábært starf og undanfarin ár hafi
biðlistar verið að styttast og afköst
aukist. Ekki hafi komið fram að
braðlað sé með fjárveitingar og hann
segh- um launamálin að þar komi
fleiri að en starfsmenn sjúkrahúsa.
Alþingi hafi ákveðið að mæta núver-
andi vanda og í framhaldi af því sé
rétt að íhuga ýmis úrræði. Þá segir
hann að færa megi rök fyrir því að
laun heilbrigðisstarfsfólks, einkum
lækna og hjúkranarfræðinga á stóru
sjúkrahúsunum, hafi fyrir aðlögunar-
samninga verið úr tengslun við hlið-
stæð laun annai’s staðar í þjóðfélag-
inu og við störf sömu stétta utan
sjúkrahúsanna.
Sigurður bendir á að óljóst sé að
hve mildu leyti unnt sé að auka að-
hald í rekstri frekar en nú sé gert áð-
ur en þjónusta skerðist og megi
draga þá ályktun að þanþol starfs-
fólks gagnvart meira aðhaldi sé orðið
lítið sem ekkert. Landlæknir segir
einnig að heilbrigðisþjónustan sé
ekki dýi’ari en í öðram löndum.
„Eigi að síður er nauðsynlegt að
leita leiða til að veita aukna þjónustu
fyrir sama fé. Það verður vart gert
nema með tilfærslu á verkefnum og
verkaskiptingu milli stofnana auk
þess sem ástæða er til að íhuga verk-
efnatengdar fjáiveitingar,“ segir
landlæknir.
Meðal úrræða nefnir hann vera
samvinnu stóra sjúki-ahúsanna og
segir hann kosti samvinnu og verka-
skiptingar marga. Sérhæfð bráða-
þjónusta yrði á sama stað, einingar
væra stærri sem leiða myndi til auk-
inna tækifæra til þróunar, auðveld-
ara væri að afla nýrra tækja og nýt-
ing hagkvæmari og fágætar og nýjar
sérgreinar nýttust betur. Einnig
væra meiri möguleikar á sérhæfingu
starfsfólks, aðstaða til rannsókna og
kennslu batnaði og unnt væri að
spara í stjórnun. Þá bendir landlækn-
h- á nauðsyn stefnumótunar smænn
stofnana, eflingu heimahjúkrunar og
heimaþjónustu, uppbyggingu sjúki’a-
hótela, eflingu dagdeilda og 5 daga
deilda, þróun sérfræðistarfa utan
spítala og að íhuga þurfi breytt fyrir-
komulag fjáiveitinga með tengsl við
verkefni og afköst í huga.
Dýralæknar
staðfesta sjúkdóm
í Dölum
Lungna-
pest
drepur
sauðfé
LUNGNAPEST kom nýlega
upp á bænum Gunnarsstöðum
í Hörðudal í Dalasýslu. Tíu
kindur á bænum drápust af
völdum sýkingarinnar , en fé
hefur nú verið bólusett.
Sigurður Sigurðarson,
dýralæknir á Keldum, segir
ræktun hafa staðfest að um
lungnapest var að ræða.
Bakterían nefnist pasteurella
haemolytika og er sú sama og
greindist á bænum Kalmans-
tungu í Hvítársíðu í Borgar-
firði nú í vor.
Búið er að bólusetja allt fé
á bænum og segir Sigurður fé
á nærliggjandi bæjum einnig
verða bólusett.
Óvíst hvernig sjúkdómur-
inn barst í bæinn
„Við áttum okkur ekki á því
ennþá hvernig sýkingin hefur
borist á bæinn,“ segir Sigurð-
ur. Hann segir þó vitað að
kindur sem taki smitið í sig
veikist ekki endilega, heldur
geti gengið með sýkilinn og
dreift smiti í nær hálft ár.
„Þannig að kindur sem veikj-
ast að vori geta smitað þegar
þær koma í hús að hausti,“
útskýrir Sigurður.
Ekki hefur komið upp sýk-
ing annars staðar í Dalasýslu
svo vitað sé að sögn Sigurðar.
Féð verður bólusett í tvígang
til að reyna að koma í veg
fyrir útbreiðslu pestarinnar,
sem fyrst varð vart hér á
landi í Borgarfirði í vor.
Að sögn Sigurðar verður
fylgst vel með framvindu
mála mála á svæðinu á næstu
vikum.
Sif Konráðsdóttir lögfræðingur
Ekki tekið á
kæruatriðum
SIF Konráðsdóttir héraðsdómslög-
maður segir að í úrskurði siðanefnd-
ar Læknafélags Islands um kæru á
hendur Högna Óskarssyni lækni sé
ekki tekið á þeim kæraatriðum, sem
umbjóðandi hennar bar undir stjórn
Læknafélagsins. Óskað var eftir
úrskurði siðanefndar vegna skýrslu
læknisins en í henni var lagt mat á
skýrslu sálfræðings, sem lögð var
fram í dómsmáli í Hæstarétti um
hvort kærandi í dómsmálinu væri
haldinn áfallastreitu.
Sif segir að í úrskurði siðanefndar
sé tekið á þremur atriðum, sem
nefndin sjálf hafi ákveðið að taka
upp. „Eins og fram kemur ákveður
siðanefndin að fjalla ekki um faglegt
mat á umfjöllun og efnistök læknis
og vísar í því sambandi í lög um
læknaráð. Þangað getur einstakl-
ingur ekki skotið máli, einungis yf-
irvöld heilbrigðismála, dómstólar og
ákæruvald," sagði hún.
Stjórnin taki afstöðu
„Nú er málið hjá stjórn Læknafé-
lagsins, eins og því var upphaflega
vísað af mínum skjólstæðingi.
Stjórnin hlýtur að taka afstöðu til
þess hvaða atriði hafi ekki fengið
umfjöllun og þá til þess hvað stjórn-
in vill gera í því sambandi. Þetta eru
grundvallaratriði um siðareglur.“
Andlát
HALLDOR
GÍSLASON
HALLDÓR Gíslason
íyiTverandi skipstjóri
er látinn 100 ára að
aldri. Árið 1941 bjarg-
aði hann ásamt skipsfé-
lögum sínum 33 mönn-
um af ms. Beaverdale,
sem skotið vai’ niður út
af Suðvesturlandi. Einn
af skipbrotsmönnunum
kom hingað til lands á
dögunum til að þakka
Halldóri björgunina og
varð fundui’ þeirra á
Hrafnistu fjölmiðlaefni
hér á landi og í Bret-
landi.
Halldór fæddist í Reykjavík 19.
ágúst árið 1899, sonur Gísla Einars-
sonai- sjómanns og Vilborgar Hall-
dórsdóttur. Hann hóf sjómennsku á
fermingaraldri á skútum með föður
sínum og lauk farmannaprófi frá
Stýrimannaskólanum árið 1919. Eftir
það vai’ hann á toguram og varð skip-
stjóri á bv. Gulltoppi árið 1930-1945.
Halldór var síðan skip-
stjóri á ýmsum togur-
um fram til ársins 1947
og þar á meðal á m.bv.
Kópanesi, sem hann átti
hlut í. Arið 1947 tók
hann við nýsköpunar-
togaranum Keflvíkingi
og var með hann fram
til ársins 1955. Eftir það
var hann með bv. Röðul
6n árið 1956 fór hann
með ýmsa togara frá
Reykjavík, Norður- og
Austurlandi í 1-2 veiði-
ferðir. Einnig með er-
lend skip í rannsóknar- og vísindaleið-
angra við ísland og Grænland. Hann
var síðast hjá Hafrannsóknarstofnun-
inni með bv. Þorstein þorskabít, en
hætti allri sjómennsku árið 1963.
Halldór var einn af stofnendum
Hampiðjunnar hf. og átti sæti í stjóm
hennar um skeið. Hann var sæmdur
heiðursmerki Sjómannadagsins í
Reykjavík árið 1970.
Rúnar Gunnarsson ráðinn dagskrár-
stjdri innlendrar dagskrár
Hefur starfað
hj á Sj ónvarpinu
frá upphafi
ÚTVARPSSTJÓRI
hefur ráðið Rúnar
Gunnarsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóra
Sjónvarpsins, í stöðu
dagskrárstjóra inn-
lendrar dagskrár frá
og með 1. janúar nk.
Rúnar hefur starfað
nær óslitið hjá Sjón-
varpinu frá stofnun
þess árið 1966, þar af
sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóri sl. ell-
efu ár.
Rúnar er lærður
ljósmyndari frá
Brokks institute of
photograpy í Banda-
ríkjunum og Studio Guðmundar
hér á landi auk þess sem hann nam
kvikmyndagerð við Dramatiska
institutet í Svíþjóð. Hann starfaði
fyrst sem kvikmyndatökumaður
við Sjónvarpið þegar hann hóf þar
störf, síðan útsendingarstjóri
frétta, dagskrárgerðarmaður,
deildarstjóri íþróttadeildar og að-
s(oðarframkva*mdas(jóri.
„Ég er búinn að vera nær ellefu
ár aðstoðarframkvæmdastjóri og
hafði áhuga á að færast nær sjálfri
dagskrárgerðinni og framleiðsl-
unni,“ sagði hann.
Rúnar sagðist myndu leggja
fram hugmyndir að dagskrá fyrir
útvarpsráð en að ráðið legði meg-
inlínur varðandi dagskrá sjónvarps
og útvarps. Síðan væri það út-
varpsstjóra að fela honum fram-
haldið.
Hyggst þétta
kvölddagskrána
„Auðvitað hefur sá sem gegnir
stöðu dagskrárstjóra innlendrar
dagskrár ákveðið svigrúin," sagði
Rúnar. Benti hann á að útvarpsráð
hefði samþykkt að breyta ramma
dagskrárinnar 3. jan-
úar nk. Meðal annars
hefði verið ákveðið að
15-20 mín. um-
ræðuþáttur um dæg-
urmál yrði í beinni út-
sendingu úr myndveri
strax á eftir fréttum
kl. 19.35 og að seinni
fréttir í sjónvarpi
yrðu færðar fram til
kl. 22. „Auk þess má
segja að reynt verði
að þétta þennan kjör-
tíma milli kl. 20-22 í
Sjónvarpi," sagði
hann. „Þetta er byrj-
unin en samþykktur
rammi fyrir vetrar-
dagskrána að öðru leyti mun gilda
út þennan vetur. Svo verður að
koma í ljós hvað mér og öðrum
samstarfsmönnum, framkvæmda-
stjóra, útvarpsstjóra og útvarps-
ráði dettur í hug, en ég mun starfa
mjög náið með þeim.“
Sluppu
ómeidd úr
árekstri
TVÖ börn, tveggja og fimm ára, sem
sátu í barnabílstól og barnabílsæti
bifreiðar, sluppu ómeidd úr árekstri
tveggja bifreiða á gatnamótum
Höfðabakka og Bíldshöfða í gær-
morgun skömmu fyrir klukkan ell-
efu. Fjarlægja þurfti skemmdar bif-
reiðirnar af vettvangi með krana-
bifreið og sex voru fluttir á slysa-
deild með sjúkrabifreið, þar af ellefu
ára gamalt barn með eymsli og börn-
in tvö sem fóra í fylgd foreldra sinna.
Rúnar
Gunnarsson
Tilvaltn
jolagpf
Leðurgönguskór
Vandaðir gönguskór
með Gri-tex
öndunarefni
Jólatilboð
5.990 kr.
HÚSASMIDJAN
Slmi 525 3000 • www.husa.is