Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 78
... 78 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Hundalíf
Ljóska
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Iþróttamaður
ársins 1999
Frá Anders Hansen:
SENN líður að því að íþróttafrétta-
menn velji þann íþróttamann sem
helst er talinn verðskulda heiðurs-
nafnbótina íþróttamaður ársins
1999. Að venju verða margir kallað-
ir enda jafnan margra góðra afreka
að minnast þegar litið er um öxl til
síðustu tólf mánaða, þótt vissulega
vanti oft herslumuninn eins og ís-
lenskir íþróttaunnendur verða oft
að sætta sig við þegar att er kappi
við erlent afreksfólk. í einni grein
skorti þó ekkert á; engan herslu-
mun vantaði, heldur var um glæsi-
lega sigurgöngu að ræða. Hér er átt
við íslenska hestaíþróttamenn, sem
gerðu góða ferð á Heimsleika ís-
lenskra hesta í Þýskalandi sl. sum-
ar. Þar voru unnin góð afrek og
margir sætir sigrar, enginn þó eins
sætur og hjá hinum kunna afreks-
manni, Sigurbirni Bárðarsyni, sem
vann tvo heimsmeistaratitla og
setti nýtt heimsmet að auki.
Mikill mannfjöldi _ sótti þessa
heimsleika og forseti íslands ásamt
fleira stórmenni heiðraði mótið með
heimsóknum.
Enginn vafí er á að Sigurbjörn
Bárðarson er best allra íþrótta-
manna kominn að titlinum íþrótta-
maður ársins 1999, og fullyrða má
að hefði hann unnið sambærileg af-
rek í öðrum íþróttagreinum, svo
sem sundi, frjálsum íþróttum, júdó
eða nánast hverju sem er, væri eng-
inn vafi á hver titilinn hlyti. En
margir unnendur hestaíþrótta hafa
af því nokkrar áhyggjur að hesta-
íþróttir sitji ekki við sama borð og
aðrar íþróttir hjá íþróttafréttari-
turum stóru fjölmiðlanna. Þar er
greinilegt að töluvert skortir á
skilning á eðli og umfangi hesta-
íþrótta. Þó er þetta tómstunda-
íþrótt hundruð þúsunda manna víða
um heim, hörð keppnisíþrótt bæði
áhugamanna og atvinnumanna og
síðast en ekki síst rammíslensk
íþrótt sem borið hefur hróður ís-
lands lengra og víðar en flestar aðr-
ar. Lítinn skilning á hestaíþróttum
má til dæmis sjá í umfjöllun dag-
blaða, útvarpsstöðva og sjónvar-
psstöðva. Þar heyrir nánast til und-
antekninga ef úrslit hestamóta eru
birt samdægurs. Einnig var mjög
áberandi að stuttur þáttur um
Heimsleika íslenska hestsins var
fyrst sýndur í Sjónvarpinu mánuð-
um eftir að mótinu lauk! Þó var
þátturinn styttri en sem nemur
hálfum knattspyrnuleik! Þegar litið
er til þeirra klukkustunda og jafn-
vel daga sem erlendir viðburðir fá í
sjónvarpi er þetta varla boðlegt.
Knattspyrna í Englandi, Italíu,
Þýskalandi, nær alltaf án þátttöku
nokkurs Islendings fær ríflegan
skerf af dagskránni, hið sama á við
um leiki bandarískra körfuboltaliða
að ekki sé nú minnst á kappakstur
og golfviðburði, þar dugir ekkert
minna en heilu og hálfu sólarhring-
arnir og jafnvel fréttir látnar víkja!
Enn má minna á, að þeir blaða-
menn, sem sinna fréttum af hesta-
mótum hafa ekki atkvæðisrétt í
kjöri um íþróttamann ársins! Það
vekur nokkra furðu, þar sem hesta-
íþróttir eru innan vébanda Iþrótta-
sambands íslands og eru opinber-
lega viðurkenndar íþróttagreinar.
Sjálfsagt þurfa hestamenn að
auka þrýsting á íþróttafréttamenn
og forráðamenn fjölmiðla til að ná
fram hugarfarsbreytingu enda
skipta þrýstihópar hvers kyns sí-
fellt meira máli. Hvað sem því líður
munu hestaáhugamenn fylgjast
grannt með þegar kjörinn verður
iþróttamaður ársins.
Þar eru margir góðir íþrótta-
menn í kjöri, en aðeins einn vann
tvo heimsmeistarartitla á árinu og
setti heimsmet að auki. Það gerði
hestaíþróttamaðurinn Sigurbjörn
Bárðarson.
ANDERSHANSEN
Árbakka, 851 Hellu.
Morgunblaðið,
konur og áramót
Frá Sigríði Logadóttur:
ÁRAMÓTIN nálgast, meira að segja
árþúsundaskipti og jafnvel aldamót.
Eitt að því sem skapar mér
ánægju um áramót er að lesa Morg-
unblaðið troðfullt af umfjöllun um at-
burði líðandi árs. En þessi ánægja á
það til að breytast í gremju þegar ég
kem að þeim hluta blaðsins þar sem
viðtöl við frammámenn þjóðarinnar
birtast. Fyrirsögnin í þessum hluta
blaðsins er iðulega „Hvað segja þeir
um áramót?“ Ég get ekki munað eft-
ir áramótamogga þar sem fyrirsögn-
in hefur verið „Hvað segja þau um
áramót“ einfaldlega vegna þess að
Morgunblaðið hefur eingöngu rætt
við karlmenn. Nú kann það að vera
svo að konur séu fámennar fremst í
þeim flokki manna sem kallast fram-
mámenn atvinnulífsins og þjóðarinn-
ar. Því verður þó ekki breytt að kon-
ur eru helmingur þjóðarinnar, þær
taka þátt í atvinnulífinu af fullum
þunga og eiga því allan rétt á því að
skoðanir þeirra og viðhorf til líðandi
árs og aldar birtist í víðlesnasta blaði
landsins.
Ég vona að mér takist að lesa
Moggann minn um áramótin með
gleði og ánægju án nokkurrar
gremju, sérstaklega þegar ég kem
að þeim hluta blaðsins sem bera mun
fyrirsögnina „Hvað segja þau um
áramót.“
SIGRÍÐUR LOGADÓTTIR,
Markarílöt 21, Garðabæ.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.