Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Kjarni málsins
ÞRIÐJUDAGINN
7. desember birtist í
Morgunblaðinu grein
eftir Jón Steinar Gunn-
laugsson undir yfir-
skriftinni „Um „fram-
göngu veijandans“.“
Þar segir meðal ann-
ars: „Eg fæ ekki betur
séð en umræðurnar
séu hættar að snúast
-íim hvort dómurinn
3hafi verið rangur, en
teknar að snúast um að
ég megi ekki útskýra
hvers vegna hann var
réttur." Hann orðar
umfjöllun sína um mál-
ið við tjáningarfrelsi en
umfjöllun almennings við götudóma.
Ennþá er Jón Steinar að reyna að
draga athyglina frá kjarna málsins
að aukaatriðunum. Hann reynir
ítrekað að breiða yfir þær veiku for-
sendur sem dómsniðurstöður meiri
hluta Hæstaréttar eru byggðar á. Að
því tilefni vil ég fara nokkrum orðum
um aðalatriði málsins, en öll þjóðin
þekkir orðið viðkomandi dómsmál.
Þar sem það kemur ekki fram ann-
ffls staðar vil ég benda á að „litla
íbúðin“ sem Jóni Steinari er svo tíð-
rætt um er rúmlega 100 fermetra,
fjögurra herbergja hæð í húsi, með
stóru holi.
Forsendurnar fyrir því að sýkna
ákærða eru að stúlkan
hafi verið að segja
ósatt. Memihluti
Hæstaréttar fslands
kemst að þeirri niður-
stöðu að stúlkan hafi
sagt ósatt og þar með
beri að sýkna ákærða.
Röksemdarfærsla
meiri hluta Hæstarétt-
ar ber vott um ófagleg
vinnubrögð og hvað
eftir annað er röks-
emdarfærslan í mót-
sögn við dómsniðurs-
töður.
Niðurstöður sýknun-
ar meirihluta Hæsta-
réttar eru byggðar á
eftirfarandi:
1. Sérfræðilegum álitsgerðum
geðlæknanna Asgeirs Karlssonar og
Valgerðar Baldursdóttur, dr. Jóns
Friðriks Sigurðssonar sálfræðings
og Maríu K. Jónsdóttur taugasál-
fræðings.
Röksemdarfærsla meirihluta
Hæstaréttar: „Umsagnir þeirra
sérfræðinga, sem leitað var til við
meðferð málsins fyrir héraðsdómi,
styi'kja það mat meirihluta dómsins,
að framburður kæranda sé trúverð-
ugur. Það dregur hins vegar úr
styrkleika þeirrar niðurstöðu að
héraðsdómur var ekki einhuga um
að sakfella ákærða. Hinu sama
Hæstaréttardómur
Af málinu í heild er ekki
að sjá annað en að við-
komandi dómarar, segir
Ólöf Guðný Valdimars-
dóttir, hafí verið staðnir
að mjög ófagiegum
vinnubrögðum svo ekki
sé meira sagt.
gegnir um álitsgerð Högna Óskars-
sonar geðlæknis. Þá liggur fyrir, að
ákærði hefur viðurkennt framferði
gagnvart dóttur sinni, sem er ekki til
þess fallið að styrkja framburð hans
um það að hann hafi í engu gengið
lengra en hann heldur fram.“
Alitsgerð Högna Óskarssonar og
eitt mótatkvæði í héraðsdómi vega
þyngra en álit þriggja sérfræðinga á
heilbrigðissviði og viðurkennt fram-
ferði föðurins gagnvart dótturinni.
Skýrslur Hrefnu Ölafsdóttur félags-
ráðgjafa eru ekki einu sinni nefndar.
Ekkert mat er lagt á skýrslu geð-
læknis sem rannsakaði ákærða enda
óvíst að hún varpi nokkru ljósi á geð-
heilsu ákærða þar sem einungis var
um átta viðtalstíma að ræða. Högni
Óskarsson var talinn vanhæfur sér-
fræðingur í héraðsdómi sem læknir
ákærða. Því var ekki mótmælt af
verjanda ákærða. Pétur Guðgeirs-
son, sem skilaði sératkvæði í héraðs-
dómi og vildi sýkna ákærða, var
sammála meirihluta héraðsdóms um
að ákærði skyldi greiða allan sakar-
kostnað, þar með talin málsvarnai'-
laun verjanda sína og réttargæslu-
manns kærandans.
2. Ákærði var látinn víkja úr þing-
höldum, á meðan kærandi gaf
skýrslu sínar fyrir dómi.
Umsögn meirihlutans: „Akæru-
valdið tók undir ósk kæranda um að
ákærði yrði látinn víkja af dóm-
þingi.“
Niðurstaða meirihlutans: „Með
því væri látið í ljós, að ákæruvaldið
væri reiðubúið að axla ábyrgð af því,
að sönnunargildi skýrslu kæranda
kynni að verða annað en væri hún
gefin að ákærða viðstöddum.“ Ótrú-
legt.
3. Þrjár nýjar álitsgerðir sérfræð-
inganna Þuríðar J. Jónsdóttur
taugasálfræðings, Grétars Guð-
mundssonar sérfræðings í tauga-
lækningum og Högna Öskarssonar
geðlæknis.
UTSALA - UTSALA
40-50% afsláttur
aðeins þessa viku
Dæmi uin verð Áður Nú
Rúllukragapeysa 3.200 1.900
-mtr Bómullarpcysa m/rennilás 4.000 2.400
Mohairpeysa 3.600 2.200
Bodybolur 2.500 1.500
Skyrta m. 3/4 cnnum 2.000 1.700
Hettubolur 2.600 1.600
fi ' >r ■ Sítt pils m. reiinum 2.700 1.600
Slinkysett, bolur+pils 5.800 3.500
SraSK fgK Síður samkvæmiskjóll 5.500 3.300
Habit jakki 5.800 3.500
Buxur m. hliðarvösum 3.800 2.300
'Íii f#k. Vatteaður jakki m. loðkraga 5.500 2.700
H VL og margt, margt fleira
i neno E .íí
Síðumúla 13, sími 5682870,
108 Reykjavík.
Ólöf Guðný
Valdimarsdóttir
Opið alla laugardaga til jóla kl. 10-14.
MáUL
FLUTNINGAR
HÉDINSGÖTU 2
S: 581 3030
Kevrum á
ivrt
eftirtalda staði:
Akureyri • Bíldudal • Bolungarvík • Dalvík
Drangsnes • Egilsstaði • Eskifjörð • Flateyri
Hellu • Hofsós • Hólmavík • Hvammstanga
Hveragerði • Hvolsvöll • ísafjörð • Klaustur
Neskaupstað • Ólafsfjörð • Patreksfjörð
Reyðarfjörö • Sauðárkrók • Selfoss • Seyöisfjörð
Siglufjörð • Snæfellsbæ • Suðureyri • Súðavík •
Tálknafjörð • Varmahlíð • Vestmannaeyjar
Vík«Pingeyri»Þykkvabæ
Umsögn meirihluta hæstaréttar:
„Þess ber þó að gæta við mat á sönn-
unargildi þessara gagna, að höfund-
ar þeirra hafa ekki komið fyrir dóm
til að staðfesta og skýra þau.“
Dómsniðurstaða meirihluta
Hæstaréttar: „Eins og mál þetta
liggur fyi'ir verður ekki miðað við, að
kærandi hafi hlotið vægan heila-
skaða í umferðarslysi 2. maí 1996 og
framburð hennar og kæru eigi af
þeim sökum að taka með fyrirvara."
Þessi síðasta setning er í mótsögn
við dómsniðurstöður meirihlutans.
Greinargerðirnar geta ekki talist
hlutlausar þar sem þær eru unnar
fyrir verjanda ákærða. Það liggur í
hlutarins eðli að verjandinn hefði
ekki lagt þær fram í Hæstarétti ef
þær hefðu ekki rýrt sönnunargildi
fyrirliggjandi gagna, því þá hefðu
þær ekki nýst honum í vörninni.
Þrátt fyrir framansagt hefur grein-
argerð Högna Óskarssonar afger-
andi áhrif á sýknudóm meirihluta
Hæstaréttar. Alitsgerðirnar þrjár
fylla eina af tveimur og hálfri blað-
síðum í dómsniðurstöðum meirihlut-
ans.
4. Bréf ákærða til móðurfjöl-
skyldu kæranda.
Umsögn meirihluta Hæstaréttar:
„Þá verður ekki talið, að í bréfi
ákærða til móðurfjölskyldu kæranda
9. júlí 1997, sem að mestu er rakið í
héraðsdómi, sé að finna viðurkenn-
ingu hans á misnotkun á dóttur
sinni, en þar kveðst ákærði hafa
brugðist henni og brotið gegn henni
með þeirri gægjuhneigð, sem hann
hefur frá upphafi viðurkennt.“
Dómsniðurstaða meirihluta
Hæstaréttar: „Eins og bréf þetta er
orðað verður að líta svo á, að í því fel-
ist ekki annað og meira en staðfest-
ing á þessari viðurkenningu."
Skilgreiningar dómaranna
þriggja í Hæstarétti á afbrigðilegri
kynhegðun ákærða sem þeir kalla
gægjufíkn eru á skjön við skilgrein-
ingar sérfræðinga í kynferðisaf-
brotamálum. Að dómararnir skulu
gagnrýnilaust byggja dómsniður-
stöður á þessari skilgreiningu, sýnir
enn og aftur þekkingarleysi og
óvönduð vinnubrögð dómaranna.
5. Ásakanir um kynferðisbrot
ákærða gagnvart yngri dóttur sinni
og bróðurdóttur. Ásökun um brot
gagnvart vinkonu dótturinnar.
Um þetta segir meirihluti Hæsta-
réttar: „Sönnunarfærsla í málinu
hefur ekki leitt til þess, að unnt sé að
leggja til grundvallar, að ásakanir
um kynferðisbrot gagnvart yngri
dóttur sinni og bróðurdóttur verði
taldar sannaðar. (Reyndar er um
systurdóttur ákærða að ræða eins og
fram kemur í dómsgögnum. Innsk.
höf.) Þá er jafnframt ósannað, að
ákærði hafi brotið gegn vinkonu
dóttur sinnar umfram það, sem
gægjuhneigð hans leiddi til umrætt
sinn og hann hefur gengist við.“
Þarna dregur meirihluti Hæsta-
réttar trúverðugleika þriggja vitna í
málinu í efa og gerir lítið úr vitna-
leiðslum þeirra. Meðal annars er tal-
að um gægjuhneigð þótt m.a. komi
skýrt fram í vitnaleiðslum að ákærði
káfaði á brjóstum vinkonunnar og
gerði sig líklegan til frekari athafna.
6. Langt er um liðið frá áætluðum
brotum ákærða og því örðugt um
sönnunarfærslu.
Umsögn meirihluta Hæstaréttar:
„Kærandi bar ekki fram kæru á
hendur föður sínum fyrr en í febrúar
1997 eða tæpum tveimur árum eftir
að athæfi hans á að hafa lokið.“
TRIUMPH-ADLER
FX610I FAXTÆKI
Fyrirferðalítið faxtæki fyrir
heimilið og skrifstofuna
Bleksprautuprentun
fyrir venjulegan * i
pappír
Kr. 27.900 m/vsk
m = SKRH'STOFUVORUB
J. ÓSTVIUDSSON HF.
"rS == Skipholti 33,105 Reykjavik, simi 533 3535
Bent skal á að þá var stúlkan að-
eins 17 ára og ótti við misnotkun föð-
urins gagnnvart yngri systurinni
hvatti hana til að leggja fram kæru.
Þetta er þekkt dæmi við sambæri-
legar aðstæður.
7. Ágreiningur um umgengnisrétt.
Umsögn meirihluta Hæstaréttar:
„Á þessum tíma var kominn upp
ágreiningur um umgengnisrétt við
yngri dótturina í kjölfar þess að
hann hóf sambúð með annarri
konu.“
Fullyrðing um ágreining um um-
gengnisrétt í kjölfar sambúðar
ákærða með annarri konu ei' fullyi'ð-
ing ákærða á aðstæðum konu sem
skildi við hann að eigin frumkvæði
þegar upp komst um framferði hans.
Meirihluti Hæstaréttar tekur full-
yrðinguna góða og gilda og gefur
henni fullt vægi í dómsniðurstöðum
þótt hún sé tilkomin með þessum
hætti.
8. Ákærði kom regulega á heimili
mæðgnanna eftir sambúðarslitin.
Umsögn meirihluta Hæstaréttar:
„Ákærði kom reglulega á heimili
mæðgnanna eftir sambúðarslitin í
maí 1995, umgekkst þar yngri dóttur
sína og hélt jafnframt með þeim jól
það árið.“
Á þessum tíma var margt ennþá
óljóst í málinu og móðirin hafði enga
lagalega heimild til að meina föður-
num að umgangast yngri dótturina.
Með því að ákærði kom á heimili
mæðgnanna gat móðirin haft full-
komið eftirlit með dætrum sínum i
návist hans.
9. Ástúðlegt bréf skrifað haustið
1995.
Umsögn meirihluta Hæstaréttar:
„Þá skrifaði kærandi honum ástúð-
leg bréf haustið 1995, sem ekki þykir
unnt að horfa fram hjá við sönnunar-
mat, þrátt fyrir skýringar hennar,
sem greint er frá í héraðsdómi."
Þetta bréf er orðið eitt af aðal-
sönnunargögnum um sakleysi
ákærða. Framburður stúlkunnar er
ennþá einu sinni virtur að vettugi.
Hér vil ég benda á orð Braga Guð-
brandssonar, forstöðumanns Barna-
verndarstofu, um að allir eigi sér
drauma um gott fjölskyldulíf hvort
sem þeir fá þá uppfyllta eða ekki.
Bréfið þarf ekki að bera vott um
annað.
10. Eindregin neitun ákærða.
Eindregin neitun ákærða fær fullt
vægi dómaranna þriggja í sýknu-
dómnum en ekki er minnst á stað-
fastan framburð kæranda í dóms-
niðurstöðum þeirra.
Það sem einkennir dómsniður-
stöður meirihluta Hæstaréttar er
einhliða mat á fyrirliggjandi gögn-
um. Þar eru markvisst dregin fram
atriði sem styðja sýknun ákærða
jafnvel þótt augljóst sé að sum
þeirra eiga við engin rök að styðjast.
Þar með talin viðbótargögn verjanda
ákærða um geðheilbrigði kæranda,
sem sérfræðingur sem hafði kynnt
sér dómsniðurstöður og hafði sam-
band við mig kallaði fölsuð gögn.
Gert er lítið úr þeim atriðum sem
renna stoðum undir trúverðugleika
frásagnar kæranda og sönnunar-
færsla ítrekað dregin í efa. Engan
veginn er gætt þess jafnræðis sem
er forsenda fyi'ir því að fella hlut-
lausan dóm. Áuk þess ber dómsnið-
urstaðan með sér þekkingarleysi
þessara þriggja dómara á kynferðis-
afbrotamönnum og börnum sem orð-
ið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Af málinu í heild er ekki að sjá
annað en að viðkomandi dómarar
hafi verið staðnir að mjög ófaglegum
vinnubrögðum svo ekki sé meira
sagt. Það kemur glöggt í ljós þegar
röksemdarfærsla þeirra er borin
saman við röksemdarfærslu hæsta-
réttardómaranna Garðai-s Gíslsonar
og Hjartar Torfasonar. Það er lág-
markskrafa þegar dómur fellur í
dómskerfmu að röksemdarfærsla sé
í samræmi við dómsniðurstöður og
að rökin fyrir niðurstöðunum séu
haldbær. I dómsniðurstöðum meiri-
hluta Hæstaréttar er hvorugt þess-
ara atriða uppfyllt nema að litlu
leyti. Eg vil því leyfa mér að beina
þeim tilmælum til dómaranna
þriggja, Péturs Kr. Hafstein, Guð-
rúnar Erlendsdóttur og Haraldar
Henryssonar, að þau segi af sér sem
dómarar í Hæstarétti.
Höfundur er arkitekt.