Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 57
+ Jón Gunnar
Arndal fæddist
26. október 1930.
Hann lést 4. desem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskapellu
14. desember.
Vetur konungur hef-
ur boðað komu sína
með kulda og snjó, að-
ventan gengin í garð.
Það er spenna í loftinu,
æ fleiri ljós prýða
byggingar, ljósum
fjölgar í gluggum, und-
irbúningur hafínn til að fagna enn
einum jólum. Það er komið kvöld og
við vinur minn Jón Gunnar látum
fara vel um okkur á hlýlegu heimili
hans í Hamrahlíð 17 og skrifum
kveðju frá honum til vina og kunn-
ingja vítt og breitt. Hver hefði rennt
grun í að það yrði hans hinsta
kveðja til vina og kunningja? Það er
liðið á nóttu og ég kveð vin minn
hressan og brosandi. Tveim tímum
síðar er hann allur.
Mér er ljúft að minnast vinar
míns Jóns Gunnars. Hann var vel
greindur, mikill persónuleiki, hvers
manns hugljúfi. Að lifa í myrkri ár
eftir ár, aldrei var kvartað, allt á já-
kvæðum nótum. Hann var mikill
fagurkeri, átti gott safn tónlistar á
hljómplötum og geisladiskum. Hann
hafði sérstakan áhuga fyrir blóm-
um, það blómstraði allt í gluggunum
heima hjá honum í Hamrahlíðinni á
meðan aðrir tíndu dauðu blöðin af
heima hjá sér. Hann átti hlýlegt og
mjög fallegt heimili, allt í röð og
reglu, sannkallaður fagurkeri.
Jón Gunnar var mik-
ill og sterkur trúmað-
ur. Hann var ekki há-
vær um skoðanir sínar
en fylginn sönnum
málstað. Hann til-
heyrði söfnuði sjöunda
dags aðventista, sótti
sína kirkju reglulega.
Það er hverri kirkju-
deild eða samfélagi
nauðsyn að eiga full-
trúa sem með starfi
sínu og samskiptum
við samferðamenn sína
veita birtu fram á veg-
inn, mildir í dómum og
eru hvers manns hugljúfi. Það er
gullin talenta sem vinur okkar Jón
Gunnar átti, fulltrúi sem með sanni
mátti segja að lýsti af.
Hann trúði orðum Ritningarinn-
ar, að dauðinn væri svefn og að
Kristur myndi uppvekja hann á
efsta degi. Hinum trúuðu er Kristur
upprisan og lífið. I frelsara okkar er
endurheimt það líf sem glataðist
vegna syndarinnar því að hann hef-
ur lífið í sjálfum sér til að lífga þá
sem hann vill. Hann hefur rétt til að
gefa ódauðlegt líf. Lífið sem hann
gaf þegar hann var í mannlegri
mynd tekur hann aftur og gefur
mannkyninu. „ Ég er kominn,“ seg-
ir hann, „til þess að þeir hafi líf og
hafi nægtir.“ „Hvern þann sem
drekkur af vatninu sem ég mun gefa
honum mun aldrei að eilífu þyrsta,
heldur mun vatnið sem ég mun gefa
honum verða að lind er sprettur upp
til eilífs lífs.“ „Sá sem etur hold mitt
og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf
og ég mun upp vekja hann á efsta
degi.“ Jóh. 10.10; 4,14; 6.54.
Hinum trúaða er dauðinn lítil-
ræði. Kristur talar um hann eins og
hann væri léttvægur. „Ef nokkur
varðveitir mitt orð, skal hann aldrei
að eilífu sjá dauðann." „Sá mun
aldrei að eilífu smakka dauðann."
Kristnum manni er dauðinn aðeins
svefn, augnablik þagnar og myrk-
urs. Lífið er falið með Kristi í Guði,
og „þegar Kristur vort líf opinber-
ast, þá munuð þér og ásamt honum
opinberast í dýrð“. Jóh. 8,51-52;
Kól. 3,4. Röddin sem hrópaði af
krossinum: „Það er fullkomnað",
barst til hinna dauðu. Hún rauf
veggi grafanna og vakti hina sof-
andi til upprisu. Þannig verður það
þegar rödd Krists heyrist af himni.
Sú rödd mun rjúfa grafirnar og
opna legstaðina og hinir dánu í
Kristi munu upp rísa. Við upprisu
frelsarans opnuðust fáeinar grafir
en við síðari komu hans munu allir
hinir dýrmætu dánu heyra raust
hans og koma fram til dýrlegs
ódauðlegs lífs.
Fyrir hönd vina- og líknarfélags-
ins Bergmáls vil ég færa þakkir og
innilegar samúðarkveðjur til vina
og aðstandenda, enn höfum við séð
á bak góðum félaga. Enn hljómar
boðskapur Ritningarinnar og ætti
það að vera hinsta kveðja til vina
Jóns Gunnars.
„Ekki viljum vér bræður láta yð-
ur vera ókunnugt um þá, sem sofn-
aðir eru, til þess að þér séuð ekki
hryggir eins og hinir, sem ekki hafa
von. Því að ef vér trúum því, að Jes-
ús sé dáinn og upprisinn, þá mun
Guð sömuleiðis fyrir Jesúm leiða ás-
amt honum fram þá, sem sofnaðir
eru; því að það segjum vér yður og
höfum fyrir oss orð Drottins, að vér
sem lifum og erum eftir við komu
Drottins, munum alls ekki fyrri
verða en hinir sofnuðu. Því að sjálf-
ur Drottinn mun með kalli, með höf-
uðengils raust og með básúnu Guðs,
stíga niður af himni, og þeir sem
JON GUNNAR
ARNDAL
+ Jón Björnsson
fæddist í Gerði í
Vestmannaeyjum 18.
janúar 1913. Hann
lést á Vífilsstöðum 6.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar lians
voru Björn Eiríkur
Jónsson, f. 16. desem-
ber 1884, d. 30. aprfl
1979 og Hallbera
Valgerður Illuga-
ddttir, f. 28. október
1888, d. 14. nóvember
1934. Systkini Jóns:
Guðbjörg Árný, f. 31.
desember 1910, d. 19.
maí 1921; Indlaug Valgerður, f.
23. október 1910, d. 9. nóvember
1990; Guðbjörn Árni, f. 7. október
1923, d. 5. maí 1984. Með seinni
konu, Brynheiði Ketilsdóttur, á
Björn þrjá syni, Hallberg, f. 17.
Kæri nágranni og vinur. Það er
margt sem hefur drifið á þína daga
og ár sem þú hefur lifað.
Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í
Gerði í Vestmannaeyjum, en þar var
búskapur stundaður frá fornu fari.
Jón þótti snemma liðtækur til allra
verka. Fjórtán ára gamall fór Jón
með Magnúsi Tómassyni austur á
Bakkafjörð en þar reru þeir á trillu
um sumarið og verkuðu allan fisk
sjálfir í salt. Jón fór nokkur sumur til
síldveiða fyi'ir Norðurlandi og var
hann hjá aflamanninum Guðjóni
Tómassyni frá Gerði á Fylki VE 14
sem þótti stórt skip í þá daga. Jón
vann við skipaafgreiðslu Tómasar í
Höfn en þá flutu flutninga- og far-
þegaskip ekki inn á höfnina í Vest-
mannaeyjum ogvoru skipin afgreidd
úti á vík eða undir Eiði eftir veðri.
Notaðir voru uppskipunarbátar sem
ms. Helga VE 180 dró fram og til
baka, allar vörur voru handlangaðar
upp úr bátunum við bryggju og var
þetta oft þrælavinna.
Það má segja að aðalstarf Jóns
hafi verið sjómennska á hans bestu
árum. Níu vetraravertíðir reri Jón á
maí 1940, d. 25. sept-
ember 1971, Arnferð
Heiðar, f. 7. júlí 1947
og Guðlaug Gretar,
f. 10. júní 1950.
Jón kvæntist Odd-
nýju Larsdóttur 2.
október 1916. For-
eldrar Oddnýjar
voru Ólöf Bergþóra
Stefánsdóttir, f. 22.
aprfl 1883, d. 12. des-
ember 1968, og Lars
Sören Jónsson, f. 30.
október 1873. Börn
Jóns og Odduýjar
eru: 1) Hlöðver, f. 25.
júlí 1935, d. 8. aprfl 1997. 2) Ólöf
Lára, f. 23. júlí 1945. 3) Jakobína,
f. 12. aprfl 1949.
Utför Jóns fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
sama bátnum samfellt og var alltaf
sami mannskapur þar um borð, en
þetta var ms. Lundi VE 141. For-
maður var Þorgeir Jóelsson en auk
hans voru bræður hans Sigurður og
Guðmundur og þrír Oddstaðabræð-
ur, Kristófer, Pétur, Jón í Þorlan-
gagerði, og Jón í Gerði, Nonni nik og
Otti. Eina vertíð voru þeir aflakóng-
ar í Vestmannaeyjum.
Þegar Stokkseyrarferðir fluttu
fólk og vörur milli lands og eyja á ár-
unum 1940 til 1954 var Jón með Sig-
urjóni Ingvarsyni á ms. Gísla Jóns-
syni VE 100 í þessum sumar-
flutningum. Síðast starfaði Jón á
grafskipi Vestmannaeyja í góðum
starfsmannahópi sem ávallt var hjá
höfninni.
Örlaganóttina 23. janúar 1973 fóru
Jón og Odda, kona hans, upp á land
undan hamförunum og lentu þau í
Hveragerði. Til að byrja með vann
úti í Eyjum við björgunarstörf og
fleira en árið 1975 flytjast þau til
Hafnarfjarðar og keyptu Heiðvang
1. Jón hafði fengið sér vinnu hjá
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og
starfaði þar til starfsloka, 70 ára. Á
Heiðvanginum myndaðist samstaða
og vinátta á milli Vestmannaeying-
ana sem þar settust að eftir eldgosið
í Eyjum.
Jón og Odda ræktuðu húslóð sína
svo af bar og fengu þau eitt árið
verðlaun fyrir snyrtimennsku.
En fyrir sólu dró er þau misstu
Hlöðver son sinn, en hann var þeim
ekki bara sonur heldur líka vinur og
hjálparhella sem þau gátu alltaf leit-
að til.
Jón var mjög bai-ngóður og oft
fóru börnin okkar í heimsókn til
þeirra, yfir götuna, til að spjalla við
þau og og aldrei komu þau tómhent
frá þeim. Alltaf áttu þau ópal eða
annað góðgæti handa þeim og eigum
við góðar minningar um góðan vin.
Þá er komið að leiðarlokum. Við
kveðjum þig hinstu kveðju í dag,
kæri vinur.
Blessuð sé minning þín.
Jón Bryngeirsson og fjölskylda.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skila-
frestur sem hér segir: í sunnu-
dags- ogþriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á föstudag.
í miðvikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað þarf
gi-einin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir birt-
ingardag. Berist grein eftir að
skilafrestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna skilafrests.
JÓN
BJÖRNSSON
dánir eru í trú á Rrist, munu fyrst
upp rísa; síðan munum vér sem lif-
um, sem eftir erum, verða ásamt
þeim hrifnir burt í skýjum til fundar
til Drottin í loftinu; og síðan munum
vér vera með Drottni alla tíma.
Huggið því hver annan með þessum
orðum.“ Þess. 4,13-18.
Það er ekki langt síðan að við Jón
Gunnar vorum að ræða saman og þá
sagði hann: „Ég er fullviss um það
að ég fæ að sjá aftur.“ Þá kom upp í
hugann gullfallegur sálmur Elín-
borgar Guðmundsdóttur:
0, þegar ég með öðrum augum sé
aftur þau spor, sem hér á jörðu sté,
skil það, sem ekki skiljanlegt þá var,
skil, að mig trúr og góður hirðir bar.
Ó, þegar Jesú auglit fæ að sjá,
ósk mín og vonir rætast Guði hjá,
sem lítið bam mig leiðir hann við hlið
og lofar mig að skilja aldrei við.
Ó, þegar ég við æðri og fegri sól
allt fæ að sjá, er húm og skuggi fól.
Ljóst mér þá verður, leitt að hafði sá,
leiðina vel er þekkti byrjun frá.
Sjá þetta hér, mín sál, og dvel í trú
sæl við þá hugsun, bráðum rætast nú
ljúfustu vonir lífs, og stillist þrá,
lifandi Guði býrðu sjálfum hjá.
Kæri vinur, hafðu hjartans þökk
fyrir samfylgdina. Stóri vinahópur-
inn kveður og þakkar liðnar sam-
verustundir. I trúarvissuvon bíðum
við dagsins er Kristur birtist í skýj-
um himins.
Þessi er vor brennheit trúarvissuvon,
vonin að Drottinn komi brátt.
Trú þá oss veitir hæstur himna son,
heilaga trú á orðsins mátt.
Brátt slær þögn á þennan heim,
þjóðir játa einum hreim:
Krýnum allir konung þann,
Kristur Jesús heitir hann.
Þessi er vor brennheit trúarvissuvon,
vonin að Drottinn komi brátt
Hvíl þú í friði kæri vinur í umsjá
Guðs falinn, umvef ættingja og vini
kærleiksörmum.
Karl Vignir Þorsteinsson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og systir,
INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 17. desember kl. 13.30.
Jóna Guðmunda Helgadóttir,
Ingólfur Helgason,
Halldóra Helgadóttir,
Elías Ingjaldur Helgason,
Gestur Helgason,
Valur Helgason,
Elín Kristín Helgadóttir,
Stefnir Helgason,
Ragnar Halldórsson,
Pálmi Hlöðversson,
Aldís E. Gunnlaugsdóttir,
Sólveig E. Jónsdóttir,
Friðrik E. Hafberg,
Freydís S. Magnúsdóttir,
Kristjana Ólöf Fannberg,
Halldóra Kristín Emilsdóttir,
Sveinn S. Gústafsson,
Unnur Ólafsdóttir,
Gróa Ingimundardóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGVELDUR JÓNA JÓNSDÓTTIR,
Bjólu,
verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 18. desember kl. 14.00.
Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30.
Jón Ingi Ágústsson,
Einar Óskar Ágústsson,
Arnþór Ágústsson,
Erla Svavarsdóttir,
Jóna Kristín Sigurðardóttir,
Guðríður Bjarnadóttir,
Hrafnkell Ársælsson,
Ragnhildur Pálsdóttir,
Guðbjartur Ágústsson,
Ingvar Ágústsson,
Sæmundur Birgir Ágústsson, Svanborg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
HRÓLFS JÓHANNESSONAR
frá Kolgröf,
Freyjugötu 26,
Sauðárkróki,
fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
18. desember kl. 13.00.
Jarðsett verður í Víðimýrarkirkjugarði.
Börn, tengdabörn, afa- og langafabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGURBJARGAR HELGADÓTTUR,
Lindasíðu 4,
Akureyri.
Svanhvít Björk Ragnarsdóttir, Örn Ingvarsson,
Kolbrún Björk Ragnarsdóttir, Páll Jónsson,
Valdís Brynja Þorkelsdóttir, Jóhann Eyþórsson,
barnabörn og barnabarnabarn.