Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 15

Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Borgin framselur rekstur fjölskyldu- og húsdýragarðsins Reykjavík BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt þjónustu- samning til fimm ára við rekstrarstjórn og starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins. Ingibjörg Sólrún Gísla- dótth- borgarstjóri segist telja að með nýju rekstrarumhverfi verði auðveldara að fá kost- unaraðila til samstarfs og þannig opnist nýir möguleikar á að auka fjölbreytni starf- seminnar. Ingvar Sverrisson, sem er formaður rekstrar- stjórnarinnar, segir að borg- arbúar verði varir við árangur af nýju rekstraríyrirkomulagi næsta sumar. Sérstök rekstrarstjórn hef- ur verið yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. I henni sitja Ingvar Sverrisson, vara- formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, og Guðmundur Póroddsson, orkuveitustjóri, tilnefndir af borgarstjóra, og Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri ÍTR. Borgarstjóri sagði að þessi þjónustusamningur væri ekki frábrugðinn samningum, sem t.d. hefðu verið gerðir um rekstur skóla. Rekstrarstjórnin muni taka að sér rekstur garðsins í sam- vinnu við starfsfólk hans. Hún sagði að ekki væri litið á rekstrarstjórnina sem póli- tískt skipaða stjóm. Ingvar Sverrisson, formað- ur rekstrarstjórnarinnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að þetta væri sennilega fyrsti þjónustu- samningur sem borgin gerði við eigið fyrirtæki en hann væri í takt við, og að nokkru leyti byggður á, samningum sem ríkið hefur gert við nokk- ur fyrirtæki, t.d. Kvennaskól- ann í Reykjavfk. Frjálsari hendur Ingvar sagði að með samn- ingnum, sem gert er ráð fyrir að öðlist gildi um áramót, fái menn frjálsari hendur um reksturinn og möguleika á að ná fram auknum tekjum. Hann sagði að hugsanlegum hagnaði af rekstrinum yrði varið í uppbyggingu Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins; þremenningarnir í rekstrar- stjórn ættu þar ekki persónu- legra hagsmuna að gæta. Eins muni starfsmenn fá aukið vægi í rekstrinum og til greina komi að skoða árangursteng- ingu launa. Ingvar sagði að ÍTR hefði þegar, með góðum árangri, rutt nokkuð brautina í gerð þjónustusamninga við óskylda aðila, t.d. við KSÍ um Laugardalsvöllinn, ÍBR um Skautahöllina og Fák um Reiðhöllina. Á þeim vettvangi hefði þegar náðst góður ár- angur í rekstri. Með rekstrarsamningnum muni opnast möguleikar á að reka Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn eins og eðlilegt fyrir- tæki. E.t.v. sé þetta fyrsta skrefið í því að einkavæða garðinn en Ingvar sagði að samkvæmt samningnum yrði engin breyting á ábyrgð og eignarrétti borgarinnar á eignum og rekstri garðsins. Þá sé í samningnum ákvæði um endurskoðun efth- eitt ár; þá verði hægt að meta hvort rétt þyki að stíga skrefið til baka eða halda e.t.v. lengra á braut einkavæðingar. 60 m.kr. framlag Á þessu ári kostar rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins í heild sinni um 103 miilj- ónir króna, að sögn Ingvars. Tekjur námu um 41 m.kr. en framlag borgarinnar um 62 m.kr. Þjónustusamningurinn, sem kemur th afgreiðslu á fundi borgarstjómar Reykja- víkur í dag, gerir ráð fyrir 60 milljóna króna framlagi borg- arinnar til rekstursins en jafn- framt að framlagið muni lækka um 6% á ári á samn- ingstímanum. Jafnframt ábyrgist borgin 20 m.kr. fram- lag á ári í 3 ár til fjárfestinga. Ingvar sagði að eftir stað- festingu borgarstjórnar yrði farið að undirbúa rekstur samkvæmt samningnum og sagði Ijóst að borgarbúar yrðu varir við breytingar næsta sumar. Annir í snjómokstri STARFSMENN sveitarfélag- anna hafa átt annríkt við snjó- mokstur undanfarna daga, í einhveiju mesta fannfergi undanfarinna ára. Sveitar- félögin hafa útkallsvakt allan sólarhringinn við snjómokst- ur og í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi hefst vinna við snjómokstur og hálkueyðingu klukkan 4 á morgnana og stendur langt fram á kvöld. Reynir Kristjánsson, yfir- verkstjóri hjá Hafnarfjarðar- bæ, segir að snjómokstur þar í bæ hafi kostað upp í milljón krónur á dag í áhlaupinu enda hafí þetta verið „mesta skot í mörg ár“. Guðbjartur Sigfússon, verkfræðingur hjá gatna- málastjóra, sagði að nú væru flestir verktakar sem hægt væri að ná í við snjómokstur í borginni, ásamt starfsmönn- um hverfamiðstöðvanna. Karl Árnason, skrifstofu- stjóri í áhaldahúsi Kópavogs- bæjai’, sagði að þessa dagana legðu starfsmenn bæjarins áherslu á að sandbera hálku- bletti til að forða gangandi og akandi vegfarendum frá óhöppum. Um 25 manns, þar af 8-10 verktakar, viima að hálkueyðingu og snjómokstri í bænum frá morgni til kvölds. , . . Morgunblaðið/Sverrir Stika var bundm við brunahana í Setbergshverfi, vegfar- endum til viðvörunar og til að haninn fyndist undir snjón- um ef á þyrfti að halda. Hundaræktarfélag- Islands sendir Hafnarfjarðarbæ erindi Oska eftir gælu- dýrakirkjugarði í Hafnarfírði Hafnarfjörður HUNDARÆKTARFÉLAG Islands hefur sent bæjaryf- irvöldum í Hafnarfirði er- indi, þar sem spurst er fyrir um mögulegt landsvæði undir gæludýrakirkjugarð. Erindið var lagt fyrir bæj- arráð fyrir viku og vísaði það málinu til umsagnar skipulags- og umferðar- nefndar. „Það er enginn gæludýra- kirkjugarður í landinu," sagði Þórhildur Bjartmarz, formaður Hundaræktarfé- lags Islands, í samtali við Morgunblaðið. „Hingað til hafa dýrin aðallega verið urðuð eða fólk fengið að setja þau niður í sumarbú- staðarlöndum hjá vinum og kunningjum.“ Erlendis eru fleiri möguleikar Erlendis eru möguleik- arnir oft fleiri. Þar er hægt að láta dýralækna ganga frá dýrinu, hægt er að brenna þau eða grafa. Að sögn Þór- hildar, sem sjálf hefur að- gang að landsvæði fyrir sína hunda vestur á Snæfells- nesi, er ekki hægt að láta brenna dýr hér og aðeins þeir sem hafa aðgang að landsvæði geta grafið dýrin sín. Hún sagði að því væri langbest ef fólk hefði að- gang að gæludýrakirkju- garði, þar sem það gæti fengið að grafa dýrin sín og hefði möguleika á því að sinna gröfunum seinna meir, en oft tengdust dýr og menn sterkum tilfinningaböndum. Þórhildur sagðist ekki vita hversu mikið landsvæði þyrfti undir Þórhildur Bjartmarz, for- maður Hundaræktarfé- lags Islands, ásamt hund- inum sínum, Spot. gæludýrakirkjugarð né hvað framkvæmd og rekstur slíks garðs myndi kosta. Bærinn sjái alfarið um garðinn „Hugsunin er sú að bær- inn sjái alfarið um garðinn," sagði Þórhildur og bætti því við að bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði hefði verið sent bréf vegna þess að í bænum væru miklar byggingar- framkvæmdir í gangi og þar væri víða að finna mjög fal- legt landsvæði, t.d. við hest- húsin í Sörlaskjóli, suður af Mosahlíðarhverfi. Að sögn Þórhildar eru gæludýrakirkjugarðar mjög algengir erlendis, t.d. á Norðurlöndum. í blaði Hundaræktarfélagsins í haust kom fram að í Noregi væri að finna slíka garða, t.d. væri einn einkarekinn og að þar borgaði fólk 2.500 krónur fyrir gröf og 1.000 krónur fyrir legstein. í Bretlandi eru um 50 gælu- dýrakirkjugarðar. Borgarstjóri Reykjavfkur hafnar gagnrýni Tryggva Harðarsonar á skuldsetningu Orkuveitunnar Iþyngir ekki rekstri Orkuveitunnar Reykjavík INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri Reykja- víkur, vísar á bug staðhæf- ingum Tryggva Harðarson- ar, bæjarfulltrúa í Hafnar- firði, um að viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur í nágrannasveitarfélögunum séu látnir greiða niður skuld- ir borgarinnar, auk skulda eigin sveitarfélaga og að borgin stundi óbeina skatt- heimtu án lagaheimildar með því að láta Orkuveituna tak- ast á herðar skuldbindingar sem ekki tengjast rekstri fyr- irtækisins. Borgarstjórnar- meirihlutinn hefur ákveðið að færa niður eigið fé Orkuveit- unnar með 4 milljarða kr. lán- töku. „Mér finnst Tryggvi Harð- arson seilast ansi langt í rök- semdafærslunni," sagði borg- arstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það mætti leiða rök að því að hann sé í raun að halda því fram að Reykvíkingar eigi ekki þetta fyrirtæki, Orkuveitu Reykja- víkur, og í framhaldi af því, ef borgin mundi ákveða að selja íyrirtækið ættu Reykvíking- ar ekki að njóta þeirra tekna sem af því sköpuðust. Við er- um auðvitað að losa um eigið fé borgarinnar í fyrirtækinu og færa það niður. Við erum ekki að láta Orkuveitu Reykja- víkur yfirtaka skuldir borgar- sjóðs. Það mætti jafna þessu til að ef seldur væri hluti í fyr- irtækinu, eins og nú er verið að gera með ríkisbankana, þá mundi ágóði af sölu fyrirtæk- isins auðvitað renna í borgar- sjóð. Á þessu er enginn eðlis- munur,“ sagði borgarstjóri. Arðgreiðslur lækkaðar á móti En kalla afborganir og vaxtagreiðslm- af 4 milljarða króna lánum ekki á að rekstri Orkuveitunnar sé íþyngt og gjaldskrá fyrh'tækisins sé þess vegna hærri en ella? „Nei,“ segir Ingibjörg Sól- rún. „Það hefur verið gengið þannig frá málum að þetta á ekki að hafa nein áhrif á greiðslustöðu Orkuveitu Reykjavíkur vegna þess að arðgreiðslur fyrirtækisins verða lækkaðar um sem nem- ur kostnaðinum sem Orku- veitan hefur af þessu skulda- bréfi. Þegar ákveðið var að færa niður eigið fé voru tvær forsendur; annars vegar að eiginfjárhlutfall yrði ekki lægra en 70% og hins vegar að þetta mundi ekki íþyngja Orkuveitunni og arðgreiðslur mundu lækka sem nemur þeim kostnaði sem Orkuveit- an hefur af skuldabréfinu." Þá segir borgarstjóri að mótsagnh’ séu í gagnrýni Tryggva Harðarsonar; ann- ars vegai- mótmæli hann því að tekinn sé arður af eigninni en hins vegar geri hann tilkall til ai’ðs fyrir hönd Hafnar- fjarðai’. „Ef hann heldur því fram að arðgreiðslur séu yfir- leitt lögleysa, þá er það jafn- mikil lögleysa þegar Hafnai’- fjörður á í hlut og þegar Reykjavík á í hlut þótt það byggist á einhverjum samn- ingi.“ Hverju svai-ar borgarstjóri því að með arðgi’eiðslum eða skuldsetningu sé um að ræða óbeina skattheimtu án laga- stoðar? „Þetta er gömul umræða og ný. Það var tekin saman um þetta lögfræðileg álits- gerð af borgarlögmanni, þar sem hann færir rök fyrir því að það sé fyllilega heimilt og eðlilegt að ætla sér arð af eig- in fé í fyrirtækinu. Þar kom m.a. fram að rekstur hita- veitu og rafmagnsveitu sé ekki skylduverkefni sveitar- félaga og það hafi alltaf verið gengið úr frá því í áætlunum þessara fyrii’tækja að þau ætluðu sér eðlilegan arð af starfseminni. Það er ekki ver- ið að innheimta þjónustugjald heldur selja vöru við tilteknu verði. I lögum um fyrirtæki, sem eru nýrri en Hitaveitan og Rafmagnsveitan, t.d. Landsvirlq'un og Hitaveitu Suðumesja, er beinlínis gert ráð fyrir að af þeim sé eðlileg arðsemi. Þetta var Hafnfirð- ingum ljóst þegar þeir gerðu samninginn við Hitaveitu Reykjavíkur 1973.“ Hafnarfjarðai'bær og Reykjavíkurborg deildu um þetta mál á síðasta ári án þess að deilumar væm leiddar til lykta. „Við sendum þeim okk- ar lögfræðilegu álitsgerðir og heyrðum síðan ekki meir,“ segir borgarstjóri. „En það sem menn gleyma í þessari umræðu er að þessi nágrannasveitarfélög njóta þess að búa við þá gjaldskrá sem Orkuveita Reykjavíkur getur boðið upp á. Þeim ber engin skylda til að kaupa af Orkuveitu Reykjarikur. Þeir hafa hins vegar valið það og njóta sömu lágu gjaldskrár og Reykvíkingar. Orkuveita Reykjavíkur hefur auðvitað fjárfest verulega til þess að geta annað þörf þessara sveitarfélaga; mér finnst að það gleymist í umræðunni hjá þessum ágætu nágrönnum mínum.“ 3,1 milljarðs fórnar- kostnaður við að þjón- usta nágrannana í þessu sambandi nefndi Ingibjörg Sólrún að sveitar- félögin sunnan Reykjvíkur notuðu heita vatnið frá Nesjavöllum og þegar ráðist hefði verið í Nesjavallavirkj- un, til þess m.a. að geta þjón- ustað þessi sveitarfélög, hefði því farið fjarri að hún gæti staðið undir sér. „Hún var niðurgreidd af þeim notendum sem fengu heita vatnið annars staðar frá, sem em Reykvíkingar. í rauninni er fómarkostnaður Hitaveitu Reykjavíkur vegna þjónustu og sölu á heitu vatni til sveitarfélaganna á suður- svæðinu 3,1 milljarður króna fyiir árin 1993-1997. Það mætti færa rök fyrir því að Reykvíkingar hefðu borgað of háa gjaldskrá til þess að hægt væri að sinna þessum sveitarfélögum,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.