Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Kristinn
Umfangsmikill viðbúnaður
vegna 2000-vandans
Eingreiðslur
fyrir vinnu á
nýársnótt
HUNDRUÐ Islendinga verða við
vinnu á nýársnótt til að tryggja að ár-
þúsundaskiptin gangi snuðrulaust
fyrir sig. Rafiðnaðarsamband íslands
hefur mælst til að félagsmönnum þess
verði greidd fastagreiðsla auk launa
fyrirvikið.
Guðmundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins, segir að um
tvenns konar vinnufyrirkomulag sé
að ræða. I sumum tilfellum séu menn
á bakvakt, tilbúnii- að mæta komi eitt-
hvað upp á, en eins séu aðiir sem
þurfi að eyða nýársnótt á vinnustað.
Algengt er, að sögn Guðmundar, að
greiddur sé 20.000 króna bónus fyrir
þessa bakvakt auk bakvaktarálags.
Peir sem verði í fullri vinnu geti hins
vegar valið milli 50.000 króna ein-
greiðslu eða vikufrís á föstum laun-
um.
Rafiðnaðarmenn hafa samið við
fyrirtæki eins og Landsvirkjun,
Landssímann, Isal og Rarik. Þær
fjárhæðir sem Rafiðnaðarsambandið
mælir með eru þó eingöngu til leið-
beiningar og kveðst Guðmundur ekki
vita um hvað sé samið hjá hveiju fyr-
irtæki fyrir sig.
Greiða skal stórhátíðarálag
Hjá Landsvirkjun og Landssíman-
um fengust þær upplýsingar að samið
hefði verið við starfsmenn um ein-
greiðslu. Ekki fékkst þó uppgefið
hver sú greiðsla yrði. A milli 50-60
manns verða á vakt hjá hvoru fyrir-
tæki fyrir sig þetta kvöld.
Ríkið mun greiða þeim starfs-
mönnum sínum sem verða á vakt á
nýársnótt samkvæmt kjarasamning-
um og fengust þær upplýsingar hjá
fjármálaráðuneytinu að fyrirspum
Bandalags háskólamanna hefði verið
svarað á þá leið að starfsmenn ríkis-
stofnana og -fyrirtækja sem verða á
vakt á nýársnótt hljóti ekki greiðslur
umfram stórhátíðai'álag og ákvæði
kjarasaminga. Um 40% ríkisstarfs-
manna sé í vaktavinnu og því ekki
óeðlilegt að fólk sé í vinnu á þessum
tíma.
■ Umfangsmiklar/ 46
VOXTKSLtiKlR
Lánshæfí ríkisins óbreytt að mati erlendra fyrirtækja
Ofþenslu efnahags-
lífsins þarf að hemja
Vetrar-
verkí
skamm-
deginu
KULDI og trekkur hafa minnt
landsmenn á tilveru Kára konungs í
skammdeginu undanfarið.
Verkamennimir við Vestur-
landsveg láta það þd ekki á sig fá
og halda ótrauðir áfram störfum
sínum í skugga hraðaviðvörunar,
^sem er vel við hæfi íþeirri hálku
sem gjarnan fylgir þessum árstíma.
Það styttist þó í vetrarsólstöður
sem verða þann 22. desember, en
þá tekur sól að hækka á lofti og bið-
in eftir sumri getur hafist á ný.
LÁNSHÆFI íslenska ríkisins er
óbreytt samkvæmt bandarísku
matsfyrirtækjunum Moody’s og
Standard & Poor’s, sem kynntu
nýtt lánshæfismat fyrir íslenska
ríkið í gær. Standard & Poor’s boð-
ar að fyrirtækið hækki lánshæfis-
mat íslenska ríkisins á næstunni,
náist tiltekin markmið við stjórn
efnahagsmála.
„Fyrirtækin tvö staðfesta sitt
fyrra mat og álit um horfurnar. Mat
Moody’s er einu þrepi hærra en
mat Standard & Poor’s. Síðar-
nefnda fyrirtækið boðar hækkun
matsins á næstunni, en þó því að-
eins að það takist að hemja ofþenslu
í efnahagslífinu og draga úr við-
skiptahalla. Enn fremur vekur at-
hygli að fyrirtækið leggur áherslu á
að lokið verði einkavæðingu ríkis-
banka,“ segir Ólafur ísleifsson,
framkvæmdastjóri alþjóðasviðs
Seðlabankans.
„I skýrslum matsfyrirtækjanna
er sagður kostur og löstur á stöðu
mála. Annars vegar er farið viður-
kenningarorðum um stöðu ríkisfjár-
mála og hagstjórn hér á landi á
undanfömum árum. Eins er okkur
styrkur að pólitískri samstöðu um
meginstefnu í efnahagsmálum. Hins
vegar er varað við ofþenslunni, vax-
andi verðbólgu og viðskiptahalla,
auk vaxandi skuldasöfnunar þjóðar-
búsins á sama tíma og ríkið hefur
greitt niður sínar skuldir,“ segh' Ól-
afur.
Moody’s lýsir áhyggjum af að
skorta muni aðhald í launamálum,
sérstaklega í komandi kjaraviðræð-
um. Bent er á að erlend skuldahlut-
fóll hafi versnað þó að þjóðarfram-
leiðsla og útflutningur hafi vaxið
ört. Vöxtur erlendra eigna hafi þó
vegið upp vöxt erlendra skulda sem
valdi því að hreinar erlendai- skuldir
séu nú minni en þær voru árið 1994.
Launahækkanir hafa
áhrif á mat
Moody’s segir að ef ekki takist að
hemja launahækkanir í komandi
kjaraviðræðum kunni horfur um
lánshæfismat að versna.
Standard & Poor’s telur til þrjú
atriði undir mat sitt og jákvæðar
horfur þess. Þetta era sterk staða
opinberra fjármála, skynsamleg
hagstjórn og það þriðja er langvar-
andi félagslegur og stjórnmálalegur
stöðugleiki. Mikil erlend skulda-
byrði þjóðarinnar, veik erlend
lausafjárstaða og smæð og opnun
hagkerfisins eru hins vegar þættir
sem takmarka lánshæfismatið.
■ Óbreytt mat/D2
Fj ölskyldugarður
Starfsfólk
tekur við
rekstri
BORGARRÁÐ Reykjavíkur
hefur gert þjónustusamning til
fimm ára við rekstrarstjóra og
starfsfólk Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins og tekur samning-
urinn gildi eftir áramót.
Ingvar Sverrisson, formaður
rekstrarstjómarinnai', sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær
að samningurinn væri sennilega
sá fyrsti sem borgin gerði við
eigin fyrirtæki. Hann væri þó að
nokkru leyti byggður á samn-
ingum sem ríkið hefði gert við
nokkur fyrirtæki, t.d. Kvenna-
skólann í Reykjavík. Ingvar
sagði að með samningnum yrði
rekstur garðsins frjálsari og
möguleikar myndu skapast á að
ná fram auknum tekjum. Hugs-
anlegum hagnaði verði varið í
uppbyggingu garðsins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segist telja að með
nýju rekstrarumhverfi verði
auðveldara að fá kostunaraðila
til samstarfs og þannig opnist
nýir möguleikar á að auka fjöl-
breytni starfseminnar.
■ Borgin f ramselur/15