Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 71 SJÓNMENNTAVETTVANGUR aðra. Síðan hefur margt vatn runn- ið til sjávar og vinnubrögðum hrak- að til allra muna, sér hvorutveggja stað í skólum og á sýningum um alla álfuna. Á þessu hefur ótal sinn- um verið vakin athygli í lisrýni er- lendis og ég fjarri því höfuðpaurinn. Ungir austan hafs og vestan hrópa er svo er komið á sígilda menntun , sem búið er að kústa úr listaskól- um. Þá virðist það umdeilanleg | menntun og dómgreind, að stíga 1 ekki fæti inn fyrir dyr listhúss, þar sem á boðstólum voru (og eru) ekta myndir eftir Þórarinn B. Þorláks- son, Ásgrím Jónsson, Jón Stefáns- son, Kjarval, Jóhann Briem, Krist- ján Davíðsson, Karl Kvaran og marga fleiri en kaupa á sama tíma lélegar falsanir eftir suma þessa menn eins og átti sér stað bæði um Kjarvalsstaði og Listasafn íslands. Kenna síðan seljenda og fölsurun- 1 um um en ekki sjálfum sér! Um leið og valtað er yfir eldri gildi þykir sjálfsagt að rífa niður alla faglega múra og eru hér hyglis- sjúkir sýningarstjórar aðgangs- harðastir, en hins vegar varðar heimsendi ef þessu er öfugt farið. Vísa á áttunda áratuginn er það þótti jaðra við dauðasynd að stinga upp á málverkum á núlistasýningar. Þá voru afspyrnu vondar ljósmynd- | ir í tísku ásamt klaufaskap í hand- 1 verki, en nú hafa sum þessara myndverka verið endursmíðuð af fagmönnum (!), einnig hér á landi. Mest sér þó stað í myndverkafjall- inu svonefnda í Hollandi, sem menn hafa verið í standandi vandræðum með, vildu helst brenna eða sprengja á loft upp. Ekki ber tiltakanlega mikið á hlutlægni né vilja sýningarstjóra til að koma til móts við borgarbúa, t.d. með reglulegum uppstokkunum í II líkingu við það sem gerist erlendis og er þó mun brýnni þörf á því í einangruninni hér á útskerinu, til yfirlits og samanburðar. Hef ég ein- mitt tekið að mér að skrifa um slíka árvissa framninga og kaupstefnur erlendis, ekki síst vegna þess að hér veður allt uppi í blekkingum um það hvað raunverulega er að ske. Ástæða til að vísa til þess, að hið svonefnda, graffiti, eða veggjakrot sem er sprottið af ýmsum stað- bundnum orsökum erlendis hefur verið lyft á stall hérlendis á sama tíma og sérútbúnar þyrlur sveima yfir erlendum stórborgum í leit að pörupiltunum. Þá getur að lesa í sporvögnum í Berlín, að hverjum þeim sem getur bent á skemmdar- varg veitist 1.000 marka umbun þ.e. 40.000 kr. Tvennt ólíkt að uppgötva og upp- lifa eitthvað nýtt og lifa fyrir tilbún- ar fjarstýrðar nýjungar sem eru í fæstum tilfellum nýjungar, og eitt- hvað er Eiríkur úti að aka ef hann hefur ekki tekið efth- heilaþvætti hér, enda kennslugrein í markaðs- fræðum, svona líkt og dulbúið klám. Hvað með deilur sem víða geisa vegna skólamála og lélegrar grunn- menntunar, óhugnanlega fáfræði ís- lenzkra framhaldskólanema á al- menna hluti og listir. Höfuðsökina tel ég sem fleiri að eigi fólk sem ál- ítur að fræðigreinar og fundarhöld skipti mestu, en ekki hinn lifandi púls lífsins. Slíka nefnum við lista- menn fundarhaldafíkla og rasspúða, raunsanna skrifstofu- og embættis- menn kerfisins hverjar sem mennt- unargráður þeirra nú eru. Ein'kur finnur aldeilis höggstað á mér er hann víkur að meintum gifs- styttum, en ég hef einmitt séð slík- ar glanshúðaðar og fannst ekki par fínt. Þótti vera að rífa niður og ráð- ast á sjálfan Rodin, er ég var and- stæður gljáhúð verka hans hér um árið, en svo kom upp úr kafinu að heimskunnir listsögufræðingar höfðu áður tekið í sama streng, þótt meðferðin forkastanleg. Hér eru því óumdeilanlega á ferð skoðanir en ekki ofsóknir. Til er nokkuð sem nefnist patína, sem er sú húð sem er borin á styttur eftir að þær koma úr mótinu og það hefur blekkt mig eitt augnablik, en ég legg mjög mikið upp úr hreinum vinnubrögð- um og réttri áferð. Ásmundur hefur sennilega skvett gifsblöndu á steyp- una og þær þannig fengið mattan og lifandi svip, hann var líka mjög fyrir hrein form og mjúka áferð. Hins vegar er vandinn minnstur að greina steypuna í stærri verkum listamannsins í garðinum. Höfuð- máli skiptir, að áferðin er nú allt önnur en fyrrum, jafnvel svo að mér hnykkti við, einmitt eitthvað svo lík marsipani. Fyrir margt löngu fórum við Emilía, ljósmynd- ari blaðsins, á flakk og tók hún fyrir mig myndir af myndastyttum víða í borginni. Þá benti ég á í grein minni að áferðin á Móðurást Ás- mundar í anddyri Borgarsjúkra- hússins væri með mun meiri glans en útgáfan í garðinum við Sigtún, jafnvel svo minnti á glassúr, taldi hana mun síðri. Og vel á minnst er þessi hrífandi stytta horfin frá sín- um upprunalega stað þar sem hún naut sín svo frábærilega líkt og Vatnsberinn. Að lokum vil ég vísa til og minna á, að framníngurinn er auglýstur sem yfirlitssýning, en gesturinn fær þó ekkert milli handanna ekki einu sinni einblöðung sem er nokkuð klént. Eiríkur Þorláksson veit af fenginni reynslu sem listrýnir blaðsins um skeið, að með skilvirkri sýningarskrá er nær útilokað að slíkur misskilningur geti átt sér stað. I starfi var Eiríkur sára- óánægður með upplýsingafátæktina á sýningum borgarinnar svo það kemur úr hörðustu átt að hann skuli sjálfur falla í sömu gryfju, og nota svo fyrsta tækifæri sem gefst til að hneykslast stórlega á endan- legri atburðarás. Bragi Ásgeirsson sœtir sofar Smiöjuvegi 9 • S. 564 1475 Afl til aö breytast Líkami fyrir lífiö útskýrir á skýran og ein- faldan hátt hvernig hægt er aö komast í gott form og eignast líkama fyrir lífið - þú átt bara eitt eintak. Ég mæli meö þessari bók. Magnús Scheving HVÍTTMRT hðnnun fjQgfcpr*ntun Breyttu hugsun þinni - breyttu likama þinum - breyttu lífi þinu DRESS MANN Ath Sendum í póstkröfu. Laugavegi 18b Sími 562-9730 Fax 562-9731 Grænt númer 800-5730 Kringlunni Sími 568-0800 Fax 568-0880 Grænt númer 8006880 TILBODIN GILDA EINNIG í VERSLUN OKKAR í KRINGLUNNI ATH. OPIfl Á SUNNUDÖGUM13 -17 í KRINGLUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.