Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 80

Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 80
80 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Athugasemd frá Val MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá stjóm Knattspyrnufélagsins Vals: „Að gefnu tilefni vill stjórn Knattspymufélagsins Vals koma eftirfarandi á framfæri. Knattspymufélagið Valur er íþróttafélag og tekur ekki afstöðu til þjóðfélagsmála á öðrum sviðum eða til pólitískra deilumála. Án nokkurs samráðs eða heimild- ar frá stjórn félagsins hefur nafn Vals verið nefnt í tengslum við deil- ur um fyrh-hugaðar virkjanir á há- lendi Islands. Það hefur leitt til margra fyrir- spurna til félagsins og valdið mis- skilningi um starf þess. Stjóm Vals harmar þann leiða misskilning.“ Islandsflug ÍSLANDSFLUG býður upp á til- boð vikuna 13.12.-18.12. „Þeir sem fljúga samdægurs fram og til baka á flugleiðunum Akureyri-Reykjavík-Akureyri, Reykj avík-Akureyri-Iteykj avík, V estmannaeyj ar-Reykj avík-Vest- mannaeyjar, Egilsstaðir-Reykja- með tilboð vík-Egilsstaðh-* fá farið á lægstu fargjöldum og bíl til afnota í kaup- bæti. * Ath. Þar sem aðeins eitt flug er á dag til Egilsstaða er miðað við flug til baka daginn eftir og fæst bíll th afnota i sólarhring," segir í fréttatil- kynningu frá Íslandsílugi. Jólapottar Hjálpræðis- hersins á fjórum stöðum JÓLAPOTTAR Hjálpræðishersins eru komnir á fjóra staði á höfuð- borgarsvæðinu. Einn er í Fjarðar- kaupum, annar í Kringlunni, sá þriðji fyrir utan Liverpool á Lauga- veginum og sá fjórði fyrir utan Pósthúsið í Austurstræti. Hjálp- ræðisherinn treystir þvi að vel muni sjóða í pottunum þannig að hægt verði að styrkja alla þá sem þess þurfa. Jólastyrkjum verður úthlutað í samkomusal Hjálpræðishersins laugardaginn 18. desember kl. 9.30- 16. Fulltrúar fjölskyldna mega koma kl. 9.20-12 og einstaklingar kl. 13-15, aðeins þeir sem hafa sótt um geta komið og fengið styrk. Sama dag fæst fatnaður gefins í Flóa- markaðsbúðinni, en nauðsynlegt er að vera með tilvísun sem má sækja samdægurs í sal Hjálpræðishersins. Kaffi-list opnað á nýium stað VEITINGAHÚSIÐ Kaffi-list verður opnað á ný í nýju húsnæði á Laugavegi 20A, föstudaginn 17. desember. „Kaffi-list á Laugavegi 20A er hannað af Guðjóni Bjarnasyni í samvinnu við eigendurna, Agust- ín Cortés og Þórdísi Guðjónsdótt- ur. Fastagestir og aðrir velunnarar staðarins eru boðnir velkomnir í opnunarhóf á Kaffi-list kl. 17-19 eða 19-21 föstudaginn 17. desem- ber,“ segir í fréttatilkynningu. Kringlunni 8-12 sími 568 6211 EUROSKO VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Gleymum ekki Geðhjálp VEIKINDI eru ávallt erf- ið. Sumir tábrotna og aðrir fá tannpínu. Oheppnir veikjast af salmónellu eða inflúensu. Krabbamein getur verið ógnvænlegt. Alnæmi er alltaf þung- bært. Líkamleg fötlun hef- ur marga fylgifiska. Geð- fötlun getur oft verið óbærileg. Allir þekkja sjúkleika af ólíkum toga, en það gera sér ekki allir grein fyrir hversu jöfn við erum í raun þegar veik- leiki hrjáir okkur eða ást- vini. I áföllum, slysum, veikindum og við andlát fer ekki á milli mála í huga okkar Islendinga að í mannviti Hávamála liggur leyndur dómur sem segir „maður er manns gaman“ - við þurfum hvert á öðru að halda í blíðu og stríðu. Á síðastliðnum áratug- um hafa orðið miklar fram- farir og ör þróun í heil- brigðisvernd í landinu, nánast bylting. Island er meðal fremstu þjóða í heil- brigðismálum - og sækir fram. Þó getum við sagt: betur má ef duga skal - enda sókn besta vörnin. Og forvörn í fyrirrúmi get- ur gert heilbrigðiskerfi landsins hlutfallslega ódýrara og enn markviss- ara. Heilbrigðisráðherra af- henti Geðhjálp stórfeng- lega gjöf fyrir nokkrum mánuðum með húsinu við Túngötu 7 í Reykjavík. Fé- lagar og velunnarar tóku til hendinni við breytingar, inréttingar (en í þessu tígulega húsi var margt látið haldast í upprunalegu horfi) og hvers kyns end- urnýjun sem kostað hefur margar milljónir í bein- hörðum peningum. Ný að- staða hefur skapast. Fé- lagsmiðstöð og athvarf fyr- ir marga, mötuneyti, vísir að tölvuveri, áfangaíbúðir og önnur starfsemi hefur litið dagsins ljós á skömm- um tíma með mikilli vinnu óeigingjarnra manna sem hafa lagt hönd á plóginn og styrk fjölda aðila sem allir eiga þakkir skildar fyrir stórhuga framtak til heilla og farsældar. Vísindamenn um allan heim hafa lagt sig í líma við að rannsaka geð- sjúkdóma af margvíslegum toga og miklar framfarir á síðustu árum lofa góðu. Heilastarfsemin er eitt flóknasta fyrirbæri manns- líkamans og heilinn mesta undur veraldar ef svo má að orði komast. Og allt hef- 'ur sinn tíma. Geðfatlaðir sem aðrir sjúkir bíða enn betri tíma. Margir bíða eft- ir fjölbreyttari endurhæf- ingu. Fjöldi bíður eftir sambýli, íbúð eða áfanga- stað. Aðrir bíða endur- menntunar og nýira leiða í menntakerfinu. Mikill fjöldi bíður eftir meiri möguleikum tengdum sjúkrahúsum og dagdeild- um/göngudeildum. Og rekstur og kostnaður við Túngötu kostar milljónir og margir hafa rétt hjálp- arhönd. Þökk sé þeim. En allir geðfatlaðir og að- standendur þeirra bíða þó ef til vill fýrst og fremst eftir farsælla viðhorfi við veikindum sem alltof margir líta hornauga. Lyfjaframleiðendur og heildsalar, útgerðarfólk, iðnaðarframleiðendur, vís- indamenn í erfðarannsókn- um, Kiwanismenn og ann- að velgjörðarfólk, stofnan- ir, ráðuneyti og einstak- lingar: Gleymum ekki Geð- hjálp. I þjóðfélagi okkar eru enn alltof margir sem sjá aldrei heilan glaðan dag. Vit og skipulags- leysi í snjómokstri borgarinnar ÞETTA minnir mig á visst sjúkrahús sem lét sjúk- linga sína moka sandi í botnlausar fötur til að stytta þeim stundir. Snjó- mokstri borgarinnar er þannig háttað, að þeir moka af götum á bílastæði en sums staðar af bfla- stæðum á götur. Svo þegar liðinu hleypur kapp í kinn moka þeir bara draslinu á almenna göngustíga, sam- anber frá Tunguseli upp í Stíflusel að strætisvagna- skýli. Þá er illmögulegt að komast þarna nema sem fuglinn fljúgandi. Svo segja þessir herrar: Takið ykkur skóflu í hönd! Vilja þeir þá ekki hafa það eins og Chaplin hafði það hérna áður fyrr, - þá mokaði hann frá sínum tröppum yfir á tröppur náungans? Eg hélt að borgin ætti að sjá um gangstíga fyrir fólk jafnt sem ökutæki. Svo þegar hringt er í þá er sagt að þetta verði athug- að en ekkert gerist. Mér finnst þetta algjört tillitsleysi við hinn al- menna borgara og öku- menn. 230626-4059 Dýrahald Chihuahua ÓSKA eftir að fá gefins chihuahua-hund eða smá- hund á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 697-6670. Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... ATHYGLISVERT var að fylgj- ast með viðtali Egils Helgason- ar við Davíð Oddsson forsætisráð- herra á sjónvarpsstöðinni Slgá ein- um sl. sunnudag. Víkverji hafði raunar vænst þess að Egill gengi hart fram í að spyrja Davíð um ýmis pólitísk deilumál, en i stað þess var viðtalið meira á persónulegum nót- um. Eftirtektarverð var sú yfirlýs- ing Davíðs að hann hefði á sínum tíma greitt atkvæði gegn þeirri til- lögu um Ráðhús sem valin var, en Davíð var á sínum tíma formaður dómnefndar sem valdi úr tillögun- um. Davíð nefndi þetta til að sýna fram á að það væri ekki rétt, sem stundum væri haldið fram, að hann réði öllu. xxx VÍKVERJI hefur alla tíð haft blendnar tilfinningar til Ráð- hússins í Reykjavík. Húsið er að mörgu leyti fallegt, en staðsetningin er hins vegai’ umdeilanleg. Við hönnun Ráðhússins var tekin sú ákvörðun að gefa blaða- og frétta- mönnum gott vinnupláss til að þeir gætu fylgst með fundum borgar- stjórnar. Þar eru klefar og borð fyr- ir á annan tug fréttamanna til að vinna samtímis. Borgarstjórn fund- ar að jafnaði tvisvar í mánuði og það heyrir til undantekninga ef fleiri en tveir fjölmiðlar nýta sér aðstöðuna í Ráðhúsinu. Mjög erfitt er hins veg- ar að breyta skipulagi hússins þannig að hægt sé að nýta frétta- mannaaðstöðuna í annað. Raunar skilst Víkverja að húsið hafi nokkuð mikið verið hannað utan um stjórn- sýslu Reykjavíkurborgar eins og hún var í upphafi síðasta áratugar. Nokkuð erfitt hafi því reynst að laga húsið að breytingum sem stöðugt eru að verða á stjórnsýslu borgarinnar. Þetta hlýtur að teljast veigamikill galli á húsinu. xxx YFIRLÝSING Davíðs í þætti Egils Helgasonai' um undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hlýtur einnig að sæta tíðindum. Davíð sagði að stjómvöld myndu ekkert mark taka á undirskriftunum. Vík- verji er þeirrar skoðunar að Um- hverfisvinir hafi gert gi'undvall- armistök þegar þeir kynntu söfnún- ina. Þá sögðu forsvarsmenn hennar að markmið þeirra væri að safna a.m.k. 70 þúsund undirskriftum. Þar með gáfu þeir andstæðingum virkjunar vopn í hendur því þeir munu væntanlega segja að söfnunin hafi mistekst ef 60 þúsund Islend- ingar skrifa undir því að markmið söfunarinnar hafi þá ekki náðst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.