Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Dýrð Endur-
reisnar
Ballöðutúlkun
með meistarabrag
TONLIST
H I j ó m d i s k a r
SCOLACANTORUM
Scola cantorum principium Reykja-
vík. Stjórnandi: Hörður Askelsson.
Verk eftir Thomas Tallis, Johann
Hermann Schein, Carlo Gesualdo,
William Byrd. Upptökur: Hall-
grímskirkja, Reykjavik 2/1997
(Byrd), 4/1997 (Gesualdo, 11/1998
(Tallis), 10/1999 (Schein). Upp-
tökur annaðist Stafræna hljóðupp-
tökufélagið. Tæknimaður: Sveinn
Kjartansson. Ráðgjöf við upptökur:
Inga Rós Ingólfsdóttir (Byrd, Gesu-
aldo), Sverrir Guðjónsson (Schein).
Utgefandi: Hallgrímskirkja.
Scola cantorum er kammerkór
sem hefur starfað við Hallgríms-
kirkju frá 1996. Stofnandi og stjóm-
andi er Hörður Askelsson. Kórinn
hefur haldið tónleika víða, en
skemmst er að minnast er kórinn
hreppti efsta sæti í alþjóðlegri keppni
kirkjukóra í Picardie í Frakklandi
haustið 1998. í kjölfarið hélt kórinn
fema tónleika í Picardie haustið 1999.
Viðfangsefni kórsins era fyrst og
fremst tónlist endurreisnarinnar
(sbr. hljómdiskinn), barokktímans og
20. aldar. Og hér era komnar á
hljómdisk fyrstu upptökur með söng
kórsins með yndislegum og stór-
merkum trúarlegum verkum frá 16.
og 17. öld eftir fjóra meistara þess
tíma, Englendingana Thomas Tallis
(1505-1585) og William Byrd (1543-
1623), Þjóðverjann Johann Hermann
Schein (1586-1630) og ítalann Don
Carlo Gesualdo fursta af Venosa
(1561-1613).
Að loknum þessum inngangi er
skemmst að segja um tónlistina og
sönginn á hljómdiskinum að hér er
boðið til hressingar handa sálinni og
veislu fyrir eyrað á dásamlegu póly-
fónísku tónmáli, þar sem reynir á
harmóníska og „krómatíska" snilli
síð-endurreisnarinnar (eða ef menn
vilja hafa það barokk). Öll eiga tón-
skáldin það sammerkt (fyrir utan að
vera uppi á svipuðum tíma) að vera
með annan fótinn í madrigal-hefðinni
ítölsku. Enski madrigalinn, sem
Byrd er einn frægasti fulltrúi fyrir,
var að vísu enskur og lagaður að
enskri hefð (einnig textalega), oftast
veraldlegri - mansöngvar, oft um
svik og ástarraunir, drykkjuvísur og
saknaðarljóð o.s.frv., allt framreitt af
háum smekk og fínum, bæði texta-
lega og músiklega. Byrd var einn af
stofnendum enska madrigal-skólans,
en hann (eins og margir meiriháttar
tónsmiðir á þessum tímum) var í
þjónustu kirkjunnar sem organisti og
skrifaði kirkjulega kóraltónlist (sem
við höfum hér sýnishom a0 á svo háu
pólyfónísku plani að hann hefur verið
nefndur hinn enski Palistrina. Samdi
einnig tónlist fyrir strengja-hljóm-
borðshljóðfæri og „veraldleg" kór-
verk, allt mjög vandað og fínt. Tallis
var einnig í þjónustu kirkjunnar.
Hann var „a Gentleman of the Chap-
el Royal“ - þar sem hann starfaði,
ásamt Byrd, sem organisti á valdatíð
Hinriks VIII og síðan Elísabetar.
Hann var kennari Byrds og að vonum
mikils metinn sem tónskáld. Svipað
má segja um Schein, sem var lengstaf
kantor við Thomasarkirkjuna í Lei-
pzig (kirkju Bachs hundrað árum síð-
ar) og samdi bæði kirkjutónlist og
veraldlega, að hann (og fleiri kollegar
hans þýskir) var mjög opinn fyrir
nýjungum í ítalskri tónlist, einkum
madrigölum (.“Italian-Madrigalisehe
Manier", einsog hann orðaði það).
Ekki hafði þó Schein farið til ítaÚu til
náms einsog (til skamms tíma öllu
frægari) samtímamaður hans og vin-
ur, Heinrich Schútz, en ítölsku áhrif-
in vora allsráðandi. En ég ætla mér
ekki að sleppa mér útí kjaftasögur
um þessi miklu og yndislegu tón-
skáld, enda gæti það breyst í spennu-
sögu þegar kæmi að Gesualdo fursta
af Venosa, „módernistans" meðal
madrígalista, þar sem harmónían var
þanin til hins ýtrasta. Dramatískur,
með djarflegri og háþróaðri króma-
tík, stfll hans var eiginlega einangrað
fyrirbrigði, sem notið hefur vaxandi
athygli og áhuga í seinni tíð. - Annars
hefði ekki verið úr vegi að fjallað
hefði verið um höfunda, tímann og
tónlistina, í annars vönduðum bækl-
ingi með diskinum (textar á viðeig-
andi tungumáli: ensku, þýsku og lat-
ínu; einnig íslensku og frönsku).
En hvað um það. Hér höfum við
djúpa og hreina - og jafnvel „fram-
lega“ (Schein, Gesualdo) - kirkjutón-
list sem vitnar um dýrð og endur-
reisn tónlistarinnar, í mjög fínum
flutningi.
Hörður Áskelsson, kantor við
Hallgrímskirkju, kom frá námi í
Þýskalandi til starfa við kirkjuna árið
1982. Hörður er ekki aðeins frábær
organisti, hann er ekkert síðri sem
kórstjómandi, um það vitnar allt
hans merka starf við kirkjuna, tón-
leikahald og hljóðritanir, þ.á m. þessi
nýi hljómdiskur.
Scola cantorum er einhver fínasti
kór sem starfað hefur á Islandi (geri
ekki upp á milli þeirra albestu, nefni
engin nöfnl). Hann telur nú 24 með-
limi, raddirnar virðast fremur ungar,
allt greinilega menntað og tónlistar-
lega þjálfað fólk.
Upptökur góðar (kannski hentar
þessi stóra kirkja minni kóram bet-
ur), og tæknivinna óaðfinnanleg.
Oddur Björnsson
ERLENDAR
BÆKUR
Sp«nniisaga
Vandræði íParadís
„Trouble in Paradise“
eftir Robert B. Parker. No Exit,
Press 1999.324 síður.
BANDARÍSKI spennusagnahöf-
undurinn Robert B. Parker er ein-
staklega iðinn rithöfundur og það líð-
ur varla svo árið að ekki komi frá
honum bók. Hann skrifar í harð-
soðnu amerísku hefðinni og er spor-
göngumaður Chandlers og Ham-
metts að því leytinu. Þekktastur er
Parker fyrir söguhetju sína Spencer,
sem er spæjari góður og harðhaus af
gamla skólanum en bækur um hann
hafa verið þýddar á íslensku. Þegar
Parker er ekki að segja frá glæpa-
TOIVLIST
Geisladiskar
TRÍÓ SIGURÐAR
FLOSASONAR
Sigurður Flosason altsaxófón,
Eyþór Gunnarsson píanó og
Lennart Ginman kontrabassa.
Hljóðritað íReykjavík 16. og 17.8.
1999. Mál og menning 1999.
Á HLJÓMPLÖTUM eldri djass-
leikara íslenskra er sjaldgæft að
finna frumsamin lög - það era þá
helst einfaldir blúsar. Þar ræður
staðalefnisskrá djassins ríkjum. Á
síðari árum hefur þetta breyst hér
sem erlendis og á flestum íslenskum
djassdiskum hafa frumsamin tón-
verk verið yfirgnæfandi - hvort sem
mönnum hefur legið mikið á hjarta
eða ekki.
Á fyrri diskum Sigurðar Flosason-
ar, Gengið á hljóðið og Gengið á lag-
ið, eru eingöngu lög eftir hann en nú
hefur Sigurður gefið út þriðja disk
sinn og eru verkin öll af klassískri
efnisskrá djassleikara. Níu eftir
bandaríska söngdansahöfunda og
svo Gentle rain eftir Luiz Bonfa og
The Duke Ellington’s sound of love
eftir Charles Mingus.
Það þarf áræðinn mann sem trúir
á mátt sinn og megin til að hljóðrita
disk sem þennan og túlka lög sem
margir af helstu ballöðusnillingum
djassins hafa gert að sínum. Ungur
var Sigurður óvenjulega næmur
ljóðrænn túlkandi, átti frekar í vand-
ræðum í hraðara tempói og hljóp
skáldfákurinn þá stundum upp. Slíkt
hvarf með auknum þroska - en ljóðið
held ég verði að búa í mönnum frá
fæðingu eigi það að ná þeim þroska
sem við heyrum hjá helstu ballöðu-
snillingum djassins, s.s. Johnny
Hodges, Ben Webster, Lester
Young, Stan Getz, Miles Davis og
Chet Baker svo nokkrir séu nefndir
- og þótt ég sé ekki að jafna Sigurði
við þessa menn er hann ballöðuleik-
ari í fremstu röð.
Einhver fyrsti stórballöðuleikur
Sigurðar er ég man eftir var er hann
málum Spencers, og ekki síður
kvennamálum, fjallar hann um lög-
reglustjórann Jesse Stone í strand-
bænum Paradís í Massachusetts.
Jesse er ekki síður að fást við erfið
glæpamál en Spencer og segja má að
kvennamálin hans séu í einum hnút
en mjög vandlega rakin af höfundin-
um.
Góð afþreying
Parker er einn af bestu spennu-
sagnahöfundum Bandaríkjanna og
það er alltaf fengur að bók frá hon-
Sigurður Flosason
blés kornungur verk Billys
Strayhorns, Blood count, sem
Johnny Hodges gerði ódauðlegt og
Stan Getz blés líka magnað. Seinna
túlkaði Sigurður annan Strayhorn-
ópus meistaralega með Stórsveit
Reykjavíkur, Day dream, svo dæmi
séu nefnd.
Á kvintettdiski Sigurðar, Gengið á
lagið (1996), er trúlega besti ópusinn
ballaðan Liðin tíð. Þar leika aðeins
Eyþór og Lennart með honum og
þar var fræinu sáð að Himnastigan-
um.
Þessh’ menn leika meistaralega
saman og Sigurður grípur hugmynd-
ir þeirra á lofti og þeir hans. Lögin
era öll leikin í hægu eða meðalhægu
tempói og kann margur að sakna
hraðari ópusa - en það var greinilega
ekki ætlun Sigurðar og hann veit
fullvel hvað hann er að gera. Það
þarf ekki að heyra marga takta af
skífunni til að skynja að hér er ekk-
ert léttmeti á ferð til að leika í veisl-
um við glasaglaum. Hér er alvöra list
á ferð, en um leið aðgengileg og
um. Svo er um Vandræði í Paradís
eða „Trouble in Paradise", sem ný-
lega kom út í vasabroti frá No Exit
Press-útgáfunni. Hún er Jesse Ston-
es-saga og segir frá heljarmiklum
áformum hættulegra glæpamanna
um að ræna fólk og fyrirtæki á nærl-
iggjandi eyju, Stiles-eyju, þar sem
aðeins búa fyrirmenni, hinir ríku og
frægu og fallegu. Sagan er snöfur-
mannlega skrifuð eins og búast mátti
við frá hendi höfundarins, hann er
ekki að dvelja við neinn óþarfa held-
ur keyrir fléttuna áfram sem mest
hann má og býr til spennandi sögu,
stundum fyndna og stundum misk-
unnarlausa en alltaf læsilega og
skemmtilega, meyr nokkuð og með
gott innsæi í sálarkreppu mannsk-
epnunnar. Parker veit hvernig á að
búa til góða afþreyingu.
Það er aðeins ein brú sem skilur
Stiles-eyju frá meginlandinu og hún
stendur skammt frá bænum Paradís
þar sem Jesse Stone er kóngur í ríki
sínu. Glæpamaðurinn James Mackl-
in, sem nýsloppinn er úr fangelsi, sér
nokkurn ágóða í því að ræna bank-
ann á eyjunni og ríka fólkið sem þar
dvelur í lystisemdum sínum og telur
sig eiga nokkuð góða möguleika á að
sleppa heill frá því.
Hann veit að vísu ekki að lögreglu-
skemmtileg. Hér er tekist á við
hljómana og ódýram leiðum og sjálf-
spilandi hafnað.
Tónn Sigurðar var oftast hvellur,
skær, sterkur og óstýrlátur á áram
áður, en hann hefur agað hann í tím-
ans rás og er fyrsta skífan hans kom
út hafði hann náð tökum á sérstökum
og persónulegum tóni sem einkennt
hefur hann æ síðan. í standördum
hefur hann gjaman blásið í anda
Lees Konitz og Arts Peppers, en nú
finnst mér eins og einn af fyrstu
áhrifavöldum Sigurðar, Paul Des-
mond, skíni meira 1 gegn. Ekki að
um stælingu af neinu tagi sé að ræða
heldur ríkir þessi þurri martinitónn,
stundum svo skrjáfþurr að blástur-
inn bærir tónamjöðinn ekki ólíkt og
hjá Ben Webster - nema án hins
volduga titrings. Þó er Sigurður oft-
ast með breiðari tón en Desmond.
Diskurinn hefst á sannkallaðri
perlu, Willow weep for me, sem Sig-
urður og Lennart leika tveir. Þar
ríkir mefra að segja göngubassi á
stundum hjá Lennart og hljómar
slegnir a la NHÖP og blandast sér-
stökum stíl Lennarts, sem greinilega
eflir altistann til dáða. Seinni dúett
þeirra, Gone with the wind, er ekki
eins magnaður. Tríóið leikur á öðr-
um lögum disksins og er þar einna
fegurst flutt ballaða Hoagys Car-
michaels, Winter moon, sem alltof
sjaldan heyrist. Þarna leika þeir fé-
lagar eins og í þeim búi ein sál þótt
þeir séu jafn ólíkir og dagur nóttu.
Þetta er aðal djassins.
Ópusarnir ellefu era að sjálfsögðu
ekki allir jafn tær snilld. Það vantar
t.d. herslumuninn í Only trast your
heart og Time after time, en Stair-
way to the stars er verðugur lokaóp-
us. Hljómar Eyþórs magna upp bal-
löðuna eins og blá tilfinningin í sóló
hans. Svo er klassískur klúbbendir á
laginu - bara án alls vandræða-
gangs. Þessir piltar vita svo sannar-
lega hvað þeir era að gera og hafa
hæfileika til að koma því frá sér. Ég
hef sjaldan heyrt jafn heilsteypta
djassplötu íslenska og hún á svo
sannarlega erindi hvar sem menn
kunna að njóta alvöra djasstónlistar.
Vernharður Linnet
stjórinn í Paradís er náungi sem kall-
ar ekki allt ömmu sína, hefur mikla
reynslu af að fást við hörðustu
glæpamenn frá því hann starfaði
sem rannsóknarlögreglumaður í Los
Angeles og veit hvernig apakettir
eins og James Macklin hugsa.
Þrjár í takinu
Macklin safnar í kringum sig að-
stoðarmönnum sem hver á að sjá um
sitt verkefni í leiðangrinum eins og
að sprengja upp brúna, sjá um flótta-
leiðina, gæta gíslanna, en einn af
þeim er apache-indíánaninn Wilson
Cromartie, hættulegastur kump-
ánanna.
Parker skrifar bækur fyrst og
fremst fyrir karlmenn og um karl-
menn og Jesse Stone er því markinu
brenndur. Hann er 35 ára gamall, á
erfitt með að hemja áfengisneyslu
sína, hefur upplifað margt sem lög-
reglumaður og er með hvorki meira
né minna en þrjár konur í takinu
vegna þess að einhvern veginn þá
laðast þær að karlmennsku hans,
þori og kannski einmanaleika.
En Parker hefur ekki síður gaman
af að fjalla um kvenfólkið í sögum
sínum og gerir það af engu minni
skilningi og virðingu en þegar hann
fjallar um söguhetju sína, Jesse
Stone. Það er þekkileg mildi yfir
samskiptum Jesse við kvenfólkið og
það er eins og Parker eyði sífellt
meiri tíma í að fjalla um og skoða
konur og samband þeirra og karla
líkt og sjálf fléttan eða glæpamálið
og glæpahundarnir skipti minna
máli. Ef eitthvað er að marka Vand-
ræði í Paradís er það hin ánægjuleg-
asta þróun.
Arnaldur Indriðason
Lady Avenue
náttkjólar
Mikið úrval af
náttfatnaði úr ekta
silki og bómull
Jakkar frá kr. 5.900
Buxur firá kr. 1.690
Pils frá kr. 2.900
Blússur frá kr. 2.800
Nýbýlavegi 12 - Kópavogi - Sími 554 4433
Innrásin í
Paradís