Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jafnréttismál verði við-
fangsefni beggja kynja
SÉRSTÖK áhersla er lögð á það í
frumvarpi til laga um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla,
sem lagt hefur verið fram á Al-
þingi, að jafnréttismál þurfi að
vera viðfangsefni beggja kynja því
sýnt þyki að bæði kynin njóti góðs
af auknu jafnrétti í samfélaginu.
Við samningu frumvarpsins var
ennfremur sérstaklega hugað að
skyldum sem íslensk stjómvöld
hafa undirgengist á grundvelli
EES-samningsins, að því er segir
í athugasemdum við lagafrum-
varpið.
Frumvarp til nýrra jafnréttis-
laga var lagt fram á 123. löggjaf-
arþingi en varð ekki útrætt þá. Er
frumvarpið lagt fram nú allnokk-
uð breytt, en það hefur sætt end-
urskoðun í felagsmálaráðuneyt-
inu.
Fram kemur í athugasemdum
við frumvarpið að meginástæðan
fyrir endurskoðun jafnréttislaga
sé tvíþætt, annars vegar þær
breytingar sem orðið hafa í jafn-
réttismálum, jafnt breytingar á
verkefnum og aðferðafræði, frá
því að núgildandi lög tóku gildi
1991 og hins vegar sú staðreynd
að þrátt fyrir lög um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla
hafi lítið miðað í jafnréttisátt á
ýmsum mikilvægum sviðum sam-
félagsins. Því hafi verið auðsætt
að við endurskoðunina þyrfti bæði
að athuga skipan jafnréttismála í
stjómsýslunni og afmörkun þeirra
verkefna sem vinna skyldi að.
Auk skyldna sem íslensk stjórn-
völd hafa undirgengist á grund-
velli EES-samningsins var einnig
tekið nokkurt mið af alþjóðlegum
sáttmálum, framkvæmdaáætlun
'lLÍ -.'L. f|§ :: ■ J-.
ALÞINGI
Sameinuðu þjóðanna og Norrænu
samstarfsáætluninni í jafnréttis-
málum 1995-2000. Sérstaklega
var hins vegar lögð áhersla á að
jafnréttismál þurfi að vera við-
fangsefni beggja kynja.
„Fram til þessa hafa konur ver-
ið mun virkari í baráttunni fyrir
jafnrétti kynjanna en undanfarin
ár hafa karlar kvatt sér hljóðs og
krafist réttar síns á eigin forsend-
um,“ segir í athugasemdum með
frumvarpinu. „Grunntónninn í
jafnréttissamfélagi er að konum
og körlum séu sköpuð jöfn tæki-
færi til að nýta krafta sína sjálfum
sér og samfélaginu til góða og að
fólki sé ekki mismunað á grund-
velli kynferðis."
Jafnréttisstarf styrkt á
öllum sviðum samfélags
Helstu nýmæli frumvarpsins
eru þau að lagt er til að jafnréttis-
mál heyri áfram undir félagsmála-
ráðuneytið en sérhvert ráðuneyti
skipi jafnréttisfulltrúa sem hafi
umsjón með jafnréttismálum á
málasviði ráðuneytis síns. Er
þetta gert til að styrkja jafnréttis-
starf á öllum sviðum samfélagsins,
enda varði jafnrétti kynjanna alla
málaflokka ef grannt er skoðað.
Einnig er lagt til að Skrifstofa
jafnréttismála, sem skv. núgild-
andi lögum er skrifstofa Jafnrétt-
isráðs og kærunefndar jafnréttis-
mála, verði sérstök stofnun sem
heyri undir félagsmálaráðuneytið
og fái skilgreind verkefni. Jafn-
réttisráð verði áfram skipað með
svipuðum hætti og tíðkast hefur
hingað til en þó er lagt til að fjár-
málaráðuneytið bætist við sem til-
nefningaraðili í ljósi þess hversu
stór atvinnurekandi það er.
í fjórða lagi er í frumvarpinu
lagt til að stjórnendur stofnana
eða fyrirtækja þar sem fleiri en 25
manns starfa skuli gera jafnréttis-
áætlanir sem taki m.a. til launa og
almennra starfskjara eða kveði
sérstaklega á um jafnrétti kvenna
og karla í starfsmannastefnu
sinni.
I frumvarpinu er ennfremur að
finna ákvæði um samræmingu
fjölskyldu- og atvinnulífs og jafn-
framt er kynferðisleg áreitni skil-
greind og skilgreindar ákveðnar
skyldur atvinnurekenda og skóla-
stjórnenda til að koma í veg fyrir
hana, svo og hvernig staðið skuli
að meðferð máls komi slíkt upp á
vinnustað eða í skóla.
Menntamálaráðherra er gert að
fara með jafnréttismál er varða
menntun eins og verið hefur, en
auk þess félags- og íþróttastarf.
Sérstaklega er kveðið á um rann-
sóknir í kynjafræðum og er það í
fyrsta sinn sem slíkt er gert í lög-
um. Loks er í frumvarpinu að
finna sérstakt ákvæði um grein-
ingu tölfræðiupplýsinga eftir
kynjum.
Morgunblaðið/Þorkell
Fjárlögin rædd
ÞRIÐJA umræða um fjárlög næsta að atkvæðagreiðsla fari fram í dag
árs fór fram á Alþingi í gær og stóð en ekki er ljóst hvenær Alþingi lýk-
hún fram á nótt. Er gert ráð fyrir ur störfum fyrir jól.
Samningur EFTA og
PLO verði fullgildur
UTANRÍKISRÁÐHERRA, Hall-
dór Ásgrímsson, hefur lagt fram á
Alþingi tillögu til þingsályktunar um
fullgildingu bráðabirgðasamnings
milli ríkja Fríverslunarsamtaka
Evrópu (ÉFTA) og Frelsissamtaka
Palestínu (PLO) fyrir hönd Þjóðar-
ráðs Palestínu, sem undiriitaður var
í Leukerbad 30. nóvember 1998.
í athugasemdum við tillöguna seg-
ir m.a. að tilgangurinn með gerð
bráðabirgðasamningsins við PLO sé
hluti af því ferli að tryggja jafnvægi
milli EFTA-ríkjanna og Evrópu-
sambandsríkjanna í viðskiptum við
löndin við sunnanvert Miðjarðarhaf.
Samningurinn kveður á um frí-
verslun milli EFTA-ríkjanna og
PLO með iðnaðarvörur, fisk og aðrar
sjávarafurðir og unnar landbúnaðar-
vörar. „Fjallað er um verslun með
óunnar landbúnaðarvörar í tvíhliða
samningum á milli einstakra EFTA-
ríkja og PLO. Þá hafa EFTA-ríkin
skuldbundið sig til þess að veita PLO
tæknilega aðstoð við kynningu og
framkvæmd samningsins. Samning-
urinn felur í sér að frá og með gild-
istöku hans fella EFTA-ríkin og
PLO niður alla innflutningstolla og
gjöld á iðnaðarvöram sem upprann-
in eru í aðildarríkjum samningsins,"
segir m.a. í athugasemdum tillög-
unnar.
I sjálfum samningnum kemur
fram að hann öðlast gildi á fyrsta
degi þriðja mánaðar eftir að stað-
festingar- eða fullgildingarskjalinu
hefur verið komið til vörsluaðila, að
því tilskildu að samningurinn öðlist
gildi hjá palestínskum yfirvöldum
eigi síðar en þann dag.
Síðasta umræða um fjárlög stóð fram á nótt
Þensla í hagkerfinu
ofarlega í hugum
þingmanna
ÞRIÐJA og síðasta umræða um
fjárlög ársins 2000 fór fram á Al-
þingi í gær og stóð hún fram á nótt.
Er gert ráð fyrir að atkvæða-
greiðsla fari fram í dag en ekki er
ljóst hvenær Alþingi lýkur störfum
fyrir jól. Á enn eftir að taka þings-
ályktunartillögu um framhald fram-
kvæmda við Fljótsdalsvirkjun til
annarrar umræðu og var ekki ljóst í
gær hvort hún hæfist í kvöld eða á
föstudag.
Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar og þingmaður Fram-
sóknarflokks, gerði grein fyrir
framhaldsnefndaráliti meirihluta
fjárlaganefndar í upphafi umræð-
unnar í gær og fór hann jafnframt
yfir einstakar breytingartillögur.
Jón rifjaði upp að nú væri gert
ráð fyrir að tekjuafgangur ríkis-
sjóðs ykist úr 15 milljörðum í 16,7
milljarða. Sagði hann þetta gefa
ríkinu tækifæri til að greiða er-
lendar eða innlendar skuldir en
mikilvægt væri hins vegar að farin
yrði sú leið sem helst yrði til að
draga úr þensluáhrifum í þjóðfélag-
inu. Ein hugsanlegra leiða, að mati
Jóns, væri að binda um sinn þessa
fjármuni í Seðlabankanum.
Jón gerði lítið úr þeirri gagnrýni
stjórnarandstöðunnar að lausatök
væru í ríkisfjármálum. Sagði hann
ekki hafa verið bent á neitt í breyt-
ingartillögum meirihluta fjárlagan-
efndar sem mætti niður falla. „Ef
alvara fylgdi máli stjómarandstöð-
unnar ættu tillögur að liggja fyrir
um það hvort ætti að hækka skatta
í þessari stöðu eða fella niður út-
gjaldaliði sem eru í framvarpinu
eða breytingartillögum fjárlaga-
nefndar. Ekkert slíkt hefur séð
dagsins ljós,“ sagði hann.
Ánægjulegra að ráðstafa
tekjuafgangi
Jón sagði miklar tekjur í samfé-
laginu, atvinna væri næg og afkoma
fyrirtækja góð. Allt hefði þetta orð-
ið til þess að tekjur ríkissjóðs hefðu
aukist. „Það er ekki rétt eins og lát-
ið hefur verið að liggja að allur
tekjuauki á árinu 1999 og árinu
2000 sé kominn til vegna veltu-
áhrifa í samfélaginu,“ sagði Jón.
Hann hélt áfram: „Við sundurgrein-
ingu á tekjuáætlun fjáraukalaga
kom í ljós að skattar fyrirtækja
höfðu vaxið umfram áætlanir vegna
batnandi afkomu og minnkandi
tapsfrádráttar, og tekjuskattur ein-
staklinga hafði vaxið vegna hækk-
andi tekna. Þetta sýnir þau um-
skipti sem orðið hafa í samfélaginu
á síðustu árum. Þetta ber að hafa í
huga þegar rætt er um ástæður
þeirra frávika sem voru á tekju-
hliðinni á árinu 1999.“
Fram kom hjá Jóni að hann teldi
ekki saka þótt meiri tekjur væru í
spilunum heldur en gert hefði verið
ráð fyrir. Mikilvægt væri að vísu að
spár væru nákvæmar en gæta yrði
varfærni í tekjuspám. „Það er
ánægjulegra viðfangsefni að ráð-
stafa tekjuafgangi ríkissjóðs heldur
en að mæta samdrætti í tekjum,“
sagði hann. „Það er alveg ljóst að sú
umgjörð sem nú er um atvinnulífið
hefur orðið til þess að auka þjóðar-
tekjur, örva framleiðslu og gerir
fyrirtækjum kleift að bæta kjörin.
Þess vegna er afkoma ríkissjóð svo
góð nú sem raun ber vitni. Þetta
skyldi ekki gleymast þegar efna-
hagsmálin era rædd.“
Hin hliðin sagði Jón að væri við-
skiptahallinn en spáð er um 38
milljarða viðskiptahalla á árinu
2000. Sagði hann nauðsynlegt að
draga úr fjármagni í umferð og
örva til sparnaðar í þjóðfélaginu.
Telja yrði fólk á að binda sparnað
fremur en eyða honum.
Tekjuafgangur þyrfti að
vera tvöfalt meiri
Stjórnarandstaðan var klofin í
málinu en Einar Már Sigurðarson,
þingmaður Samfylkingar, mælti
fyrir framhaldsnefndaráliti fyrsta
minnihluta fjárlaganefndar.
Einar sagði 16,7 milljarða tekju-
afgang vissulega mikinn afgang en
þó ekki nægan, raunar þyrfti hann
að vera tæplega tvöfalt meiri - eða
um 30 milljarðar ki'óna - ef takast
ætti að spyrna fótum við þenslu í
efnahagslífinu. Sagði Einar að allar
tölur í nýrri þjóðhagsspá gerðu ráð
fyrir óhagsstæðari þróun mála en
lagt var upp með í frumvarpi til
fjárlaga fyrir árið 2000.
Einar sagði ýmsar blikur á lofti
sem ástæða væri til að óttast. Spáð
væri geigvænlegum viðskiptahalla,
um 38 milljarðar á þessu ári í stað
28 sem áætlaðir vora í byrjun októ-
ber, og hann ætti sennilega enn eft-
ir að aukast.
„Ekki lítur dæmið betur út þegar
kemur að skuldasöfnuninni," sagði
Einar. „Nú er talið að heildarskuld-
ir hins opinbera á næsta ári nemi
tæpum 53% af vergri landsfram-
leiðslu. Þetta er svipað hlutfall og
var á árinu 1997. Ríkisstjórnin er í
þeirri sérkennilegu efnahagslegu
sjálfheldu að eiga talsverðan afgang
á fjárlögum en geta ekki nýtt hann
til að greiða niður skuldir, hvorki
innanlands, vegna hættunnar á
aukinni þenslu, né erlendis vegna
gjaldeyrisstöðunnar.“
Ályktaði Einar í lokin að þrátt
fyrir að ríkisstjórnin hefði í orði
tekið undir aðvaranir varðandi þró-
un efnahagsmála væri ekki að sjá
að þær aðvaranir hefðu ráðið för í
því fjárlagafrumvarpi sem nú ætti
að afgreiða. Ábyrgð rikisstjórnar-
innar væri því mikil.
Einar Oddur Kristjánsson, fjár-
laganefndarmaður Sjálfstæðis-
flokks, sagði í andsvari að vissulega
deildu stjórnarliðar áhyggjum
vegna þróunar efnahagsmálanna.
Nú yrði að sporna gegn innflutn-
ingi, sporna gegn þenslu þar sem
hætta væri á að hagkerfið ofhitnaði.
Alvarleg hættumerki
Jón Bjarnason, sem er fulltrúi
vinstrigrænna í fjárlaganefnd,
mælti einnig fyrir framhaldsnefnd-
aráliti í gær og gagnrýndi hann
harðlega þann losarabrag á mati á
þjóðhagslegum forsendum fjárlaga-
frumvarpsins, en Jón sagði að allt
of skammur tími hefði verið gefinn
til að meta upplýsingar sem nefnd-
inni hefðu borist. Þó mætti af gögn-
unum vel greina alvarleg hættu-
merki í efnahagslífinu.
Jón sagði tekjur ríkisins mótast
alltof lítið af varanlegum virðis-
auka. Of stór hluti tekna væri til
kominn vegna mikillar neyslu í
þjóðfélaginu og nú væri svo komið
að þrátt fyrir mikinn tekjuafgang
og fyrirheit um að greiða niður
skuldir væri það einfaldlega erfið-
leikum háð.
ítrekaði Jón þá skoðun sína að
fyrir þyrftu að liggja skýi'ar og al-
gildar reglur um eftirlit með stoín-
unum til að tryggja að þær héldu
sér innan fjárlaga. Eftirlitsskylda
fjárlaganefndar væri þar ekki und-
anskilin.
Verklagsreglur í undirbúningi
í fjármálaráðuneyti
Guðmundur Árni Stefánsson,
þingmaður Samfylkingar, sagði rík-
isstjórnina að mörgu leyti sjálfa
hafa valdið þenslu í efnahagslífinu
með óvarlegum yfirlýsingum sínum
um góðæri. Sagði hann varðandi
umræðu um ábyrgð forsvarsmanna
heilbrigðisstofnana vegna umfram-
eyðslu að þar væri að mörgu leyti
verið að hengja bakara fyrir smið.
Það lægi jú fyrir að 70% útgjalda
heilbrigðisráðuneytisins væru til
komin vegna launakostnaðar og það
hefði verið íjármálaráðherra sem
samdi um launahækkanir á sínum
tíma.
Annar þingmaður Samfylkingai',
Össur Skarphéðinsson, tók í sama
streng en lýsti eftir verklagsreglum
um ábyrgð forsvarsmanna stofnana
sem lofað hefði verið við 2. umræðu
um fjárlögin. Upplýsti Geir H.
Haarde fjármálaráðherra í and-
svari að þessar reglur væru í undir-
búningi í fjármálaráðuneytinu og að
hann myndi senn bera þær upp 1
ríkisstjórn og þær yrðu síðan send-
ar forstjórum stofnana. Þær sner-
ust ekki um að „hausskera" neinn
forstjóra, eins og Guðmundur Árni
hafði komist að orði, heldur skil-
greindu þær sameiginlegt verkefni
ráðuneyta og forstjóra.