Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 83

Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 83 FÓLK í FRÉTTUM Sígild myndbönd Philip Kaufman MARKGREIFINN De Sade er með kunnari persónum kynlífssögunnar enda sadismi - kvalalosti, eitt af- brigði kynhvatanna, við hann kennt. Nautnaseggur þessi hefur komið við sögu kvikmyndanna a.m.k. einu sinni áður, þegar B-mynda fyrir- tækið AIP hugðist leika sér með stóru strákunum og reyndi að smíða alvöru stórmynd. Taldi lífshlaup hins umdeilda franska aðalsmanns það sem fólkið mundi keppast um að sjá. Svo varð ekki, De Sade var stór skellur - þó John Huston hafi lagt sig allan fram í titilhlutverkinu og AIP hallaði sér aftur að sínum mönnurn, Vincent Price, Peter Lor- re, og þeim gæðablóðum öllum. Því er þetta rifjað upp að fyrir skömmu hófust tökur á Quills, kvikmynda- gerð leikrits um markgreifann ill- raunda. Við stjórnvölinn enginn annar en sá fornfrægi leikstjóri Philip Kaufman, sem lítið hef- ur farið fyrir um árabil. Kaufman átti hverja afbragðs- myndina á eftir annarri, allt fram til 1990, er Henry and June sló hann út af laginu, og þrem árum síðar Rising Snn, svipuð vonbrigði þrátt fyrir væntingar. Síðan ekki söguna meir, vonandi er Eyjólfur að hressast. Kaufman er fæddur 23. október 1936. Afkomandi þýskra innflytjenda af gyð- ingaættum og dvaldi um skeið a unglingsárunum á sam- yrkjubúi í ísrael. Lauk prófi í sögu frá háskólanum í heima- horg sinni, Chicago. Hóf laga- nám við Harvard en lauk því ekki, heldur staðfesti ráð sitt og flutti til San Fransisco 1960. Reyndi næst fyrir sér sem rithöfundur og far- kennari við bandaríska skóla í Evr- ópu, þar sem áhugi hans vaknaði á kvikmyndum. Þetta var á grósku- Wmum frönsku og ítölsku nýbylgj- unnar. Hélt heim til Chicago og sett- ist aftur á háskólabekk, nú í kvikmyndadeildinni. Frumraun hans, Goldstein, vakti umtalsverða athygli og vann til verðlauna á Cannes ’64. Sjálfur Jean Renoir lét hafa eftir sér að myndin væri sú besta sem hann hefði séð koma frá Bandaríkjunum í tvo áratugi. Engu að síður fékk Feaiiess Frank (’64), önnur mynd leikstjórans, ekki dreif- ingu hjá stórveldunum í Hollywood. Það var ekki fyrr en sú þriðja, topp- vestrinn The Great Northfíeld, Minnesota Raid (72), kom til sög- unnar að Kaufman var samþykktur í Hollywood, enda myndinni afar vel tekið af gagnrýnendum og áhorf- endum. Næsta viðfangsefni, The White Dawn (74),,byggði Kaufman á eigin handriti. Óvenjuleg og trú- verðug mynd (tekin á Norður- heimskautssvæðinu), um viðskipti hvítra veiðimanna og Inúíta um síð- ustu aldamót. Að því koknu hvarf Kaufman aftur til villta vestursins, byrjaði að leikstýra handriti sínu, The Outlaw Josey Wales, með Clint Eastwood. Stjörnunni líkaði ekki samstarfið og tók yfir. Kaufman er aðeins sagður meðhöfundur þessa snjalla vestra. Nú var komið að fyrstu aðsóknar- uiyndinni, endurgerð myndar Dons Siegel Invasion Of the Body Hunt- ers (78), sem fyrir löngu var talin sí- gild. Hún fékk ekki aðeins góða að- sokn heldur óspart hrós gagnrýnenda. Sjálf Pauline Kael lá ekki á liði sínu: „Jafnvel besta kvik- mynd sinnar tegundar, sem gerð hefur verið,“ lét þessi vandfýsni og áhrifamikli. gagnrýnandi The New Yorker, hafa eftir sér. Kaufman náði til jaðarfylgisins með „cult-“mynd- inni The Wanderers (79), spennandi, en þó ljóðrænni mynd um átök ungl- ingagengja í New York á sjöunda áratugnum. Kaufman var orðinn einn af áhugaverðustu Hollywood-leikstjór- unum, en fékk þó ekki tækifæri til að leikstýra firnagóðu handriti sínu sem nefndist Rniders Of the Lost Ark (79), og fór sigurför um heiminn Philip Kaufman hefur verið í öldudal eftir glæstan feril. Von- andi verður „Quills" til að koma honum aftur á beinu brautina. með Harrison Ford undir leik- stjórn Spiel- bergs. Næsta verk hans, stór- myndin The Right Stuff(83), skipaði honum á bekk með þeim langbestu og vann til fjölda Óskarsverð- launa. Leikstjór- inn tók sér fimm ár til að glíma við næsta verkefni, Óbærilegan létt- leika tilverunnar (88), kvikmynda- gerð bókar Milans Kundera sem er almennt talin hans meginverk. Fjar- lægðin af toppnum á botninn getur verið furðulítil því mistökin Henry and June (90), fylgdn í kjölfarið. Byggð á dagbókum frönsku bersögl- isskáldkonunnar Anáis Nin (Emm- anuelle), um ástarsamband sitt og hjónanna Henrys Miller (bandarísk- ur rithöfundur sem lengst af sat í út- legð í París því bækur hans töldust ómengað kiám og hann óuppdreginn klámhundur í heimalandinu), og konu hans. Hún átti að verða eró- tískt meistaraverk, en leikararnir, Uma Thurman sem eiginkona skáldsins, Maria de Madeiros sem Nin, en þó fyrst og fremst engan veginn kynþokkafullur en ólánlegur Fred Ward í hlutverki Millers, fara langt með að rústa myndina. Sem státar engu að síður af afbragðsbún- ingum og leiktjöldum og tónlist Marks Adler er minnisstæð. Nú var ferill, sem örfáum árum áður stóð í blóma, skyndilega á heljarþröm. Næsta mynd, Rising Sun (93), bætti lítið úr skák. Kaufman fékk upp í hendurnar spennandi og vel skrif- aða metsölubók eftir Michael Crichton og toppleikara, Sean Connery og Wesley Snipes, til að fara með aðalhlutverkin. Allt kom fyrir ekki. Það vantar meira líf í annars snyrtilega gerða afþreyingu sem olli nokkrum vonbrigðum við miðasöluna. Samt sem áður er það sami framleiðandi, Fox, sem stend- ur á bak við Quills, svo menn virðast ekki enn hafa glatað trú sinni á Kaufman. Hvort hann nær aftur fyrri hæðum, sem einkenndust af markvissri, bandarískri nákvæmni og kunnáttusemi í nýjustu kvik- myndatækni, samfara þekkingu og skilningi á listrænni og hugsandi leikstjórn Evrópumanna, verður Quills að skera úr um á næsta ári. Óbærilegur léttleiki tilverunn- ar - The Unbearable Lightness of Being (88) ★★★★ Listilega gerð bíóútgáfa af sögu Milan Kunderas um líf og ástir Tómasai- læknis (Daniel Day Lewis), vorið fræga í Prag. Unaðs- leg mynd, fyndin og sorgleg, ljós og myrk, létt og þung. Tæpir þrír tímar að lengd en maður finnur sjaldnast fyrir því. Menntamannamynd, sem sjaldséðar eru nú á tímum, full af erótísku andrúmslofti í frábærri myndatöku Sven Nykvist. Atburðirnir í Prag fyrir og eftir innrásina eru bakgrunnur ástarsögunnar um Tómas og Teresu og Sab- inu og Lewis. Juliette Bin- oche og Lena Olin eru guð- dómlegar, ekkert minna. Óvenju sterkur, óvenju fal- legur, óvenju áhrifamikill kvikmyndaviðburður frá hin- um skynsama Kaufman. Nýt- ur sín betur á tjaldi. THE RIGHT STUFF (83) ★★★V!2 Geimferðasaga Bandaríkjanna rakin í langi-i en alltaf áhugaverðri, sögulegri stórmynd, gerðri eftir heimildasögu Tom Wolfe. Kaufman rekur á svolítið sérstakan hátt og launfyndinn persónulega sögu fyrstu geimfaranna frá því þeir eru tilraunaflugmenn sumir hverjir og þar til þeir verða þjóðhetjur í gegn- um fyrstu geimferðirnar. Hefur á sér næstum tregablandinn, þjóð- sagnakenndan blæ, innblásin af sönnum frumheijaanda og hetju- lund og koma margar frægar per- sónur við sögu. Einkar skynsamlega haldið á málum og leikaraliðið ekki af verri endanum: Sam Shepard, Dennis Quaid, Scott Glenn, Ed Harris, Fred Ward, Barbara Hers- hey, o.fl., o.fl. THE GREAT NORTHFIELD, MINNESOTA RAID (72) ★★★% Fyrsta eftirtektai-verða mynd hins fjölhæfa Kaufmans fjallar um nafntoguðustu útlaga vestursins, James og Young bræðurna og hina sögulegu, síðustu ránsferð þeirra til Great Northfield, sem endaði með skelfingu. Kaufman dregur upp ferska mynd af þessum óbótamönn- um og sýnir þá í nýju og mannlegra ljósi en tíðkast hefur. Cliff Robert- son og Robert Duvall bæta um bet- ur með skýrri persónusköpun í aðal- hlutverkunum. Frumlegur vestri, snilldarvel tekinn af Bruce Surtees og tónlist David Grusin er minnis- stæð. Nánast dulúðug, ljóðræn blanda af ólánsmönnum með reisn, óbyggðum, gæðingum, tónlist, átök- um og ofbeldi. Ein fárra mynda sem hafa tekið vestraformið til umtals- verðar endurskoðunar. Sæbjörn Valdimarsson Bingó í kvöld kl. 19.00 Aukaumferð, rafmagnstæki frá Glóey og útvarp og sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni. Sér reyklaus salur. Upplýsingar í síma 588 2111. Öllum opið. Ásgarður, Glæsibæ. „The White Dawn“ (74) er trúverðug mynd um árekstra á milli hvítra hvalveiðimanna og In- úíta fyrir röskri öld. Tekin í óbyggðum Norð- urheimskautssvæðisins af snillingnum Micha- el Chapman. Daniel Day-Lewis Sölustaðir: Reykjavfk: Nettó Mjódd • Nóatún Hringbraut • Ellingsen Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Hjá Marfu ísafjörður: Olíufélag útvegsmanna Hvammstangi: Kaupfélag V-Húnvetninga Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga Siglufjörður: Strax Ólafsfjörður: Strax Akureyri: Nettó - Hrfsalundur Húsavfk: Þingey Hvolsvöllur: K.Á. Hella: K.Á. Vestmannaeyjar: K.Á. Dreifingaraðili: Rún heildverslun. Sfmi 568 0656. MARATHON J? OLYMPIA g
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.