Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 39
Frá Clöru til Claude
TOIVÍLIST
III j« m d i s k a r
AUÐUR HAFSTEINS-
DÓTTIR, GUÐRÍÐUR ST.
SIGURÐARDÓTTIR
Clara Schumann, Jean Sibelius,
Edvard Grieg, Maurice Ravel,
Claude Debussy. Upptökur fóru
fram í september 19991 Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar. Upptaka og
hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson.
Útgáfa og dreifing: Japis 1999 JAP
9971-2 .
CLARA Schumann, Sibelius,
Grieg, Ravel og Debussy ættu að
vera nokkur trygging fyrir heil-
steyptri efnisskrá - frá rómantík
(líka skandinavískri) til fransks
impressionisma. Og svo er vissu-
lega reyndin í lifandi og oft „blóð-
ríkum“ flutningi þeirra Auðar Haf-
steinsdóttur og Guðríðar St.
Sigurðardóttur, sem báðar hafa
notið viðurkenningar á undanförn-
um árum sem afburða hljóðfæra-
leikarar - og kannski ekki síst í
kammermúsik (mér verður hugsað
til Auðar og Trio Nordica). Hér
sýna þær enn hæfni sína og innsæi
í tónlistina.
Allir vita að Clara Schumann var
frábær píanisti, einn sá besti og
eftirsóttasti á sinni tíð, en færri er
kunnugt um að hún var einnig
ágætt tónskáld, enda þótt sem slík
hyrfi hún í skugga mannsins síns,
Róberts. Tónsmíðar hennar (amk.
sem hér um ræðir) eru mjög í anda
eiginmannsins og kannski ekki síð-
ur Brahms, sem var reyndar náinn
vinur beggja, Hér er áherslan á
innsæi fremur en „yfirborðs-
kennda flugeldasýningu“ - einnig í
flutningi (Clara var þekkt á sinni
tíð sem brautryðjandi í slíkum
leikstíl á píanóið). Segja mætti að
einmitt þetta sé lykilatriði í þeirri
„músiseringu" sem við fáum að
heyra á þessum ágæta hljómdiski.
Smáverk Sibeliusar vitna um þetta
og ekki síst þriðja (og seinasta)
fiðlusónata Griegs. Hún er um
margt heillegri (strangari í form-
inu) en hinar tvær, sem e.t.v.
kunna að vera öllu „þjóðlegri", en
um leið svolítið sundurlausari.
Guðný Guðmundsdóttir og Peter
Mátené léku allar þrjár inn á disk
hér um árið, einnig mjög vel, en þó
að stundum sé freistandi að fara í
samanburð á góðum listamönnum í
sama verkinu, sleppi ég því í þetta
sinn, en bendi þeim sem vilja
kynnast öllum sónötunum á eldri
diskinn. Hraðaval er mjög sann-
færandi í þessum flutningi, ekki of
hægt í tveimur fyrstu þáttunum,
sem tryggir þeim gott flæði (fyrsti
kaflinn kraftmikill og tilfínninga-
þrunginn - a la Brahms), og ekki
of hratt í síðasta - þar sem „dofr-
inn“ er mættur í góðu skapi, enda
kaflinn einkar vel leikinn. Einsog
reyndar sónatan öll.
Og þá kemur að fransmönnun-
um. Eftir Maurice Ravel gefur að
heyra vögguljóð um nafn Gabriel
Fauré - 1922 og Stutt verk í hab-
aneruformi - 1907, og eftir Deb-
ussy Sónötu fyrir fiðlu og píanó í
g-moll (1917), sem var eitt síðasta
verk tónskáldsins. Bæði bera verk-
in höfundunum fagurt vitni, hin
fyrri dæmigerður Ravel: nostur-
samleg vinnubrögð, áferðarfalleg
og oft frumleg; sónatan vitnar um
„impressioníska" hugsun tón-
skáldsins hvað varðar frjálsleg efn-
istök og litríkt tónmál, endaþótt
hún sé bæði skýr og heil í forminu.
Samt nóg rými fyrir dreymni og
ákefð, jafnvel innblástur. Allt er
þetta mjög vel leikið þó að á stöku
stað vakni spurning um jafnvægi
milli hljóðfæra, ekki síst í lág-
stemmdum og viðkvæmum atrið-
um, þar sem píanóið virðist aðeins
of sterkt. Ekki dregur þetta samt
úr ágæti heildarinnar svo orð sé á
gerandi.
Upptaka góð og lifandi.
Oddur Björnsson
Tilvalin
• '1 • •• p
]olagjof
m©ufiiK£íc
Kokteilhristari
Arþúsunda
kokteilliristarinn.
Uppskriftir fylgja
Jólaverð
1.495 kr.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
1600W
Opið allar helgar
Æ\2 bolla
yb bolla
3 bolla
EXPERT er stærsta heimilis-og
raftækjaverslunarkeðja í Evrópu
- ekki aðeins á Norðurlöndum.
- A.N NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Kaffikanna CG9io
Aleggshnífur
fRyksuga VLE370
LG-Örbylgjuofn
kr. 12.900.
BrauðristTE2 crohe
kr. 8.400.
Urœrivélspi90
verðfrákr.
Samlokugrill Maxi-20
Pönnur
LG-Sjónvarp