Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 39 Frá Clöru til Claude TOIVÍLIST III j« m d i s k a r AUÐUR HAFSTEINS- DÓTTIR, GUÐRÍÐUR ST. SIGURÐARDÓTTIR Clara Schumann, Jean Sibelius, Edvard Grieg, Maurice Ravel, Claude Debussy. Upptökur fóru fram í september 19991 Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Útgáfa og dreifing: Japis 1999 JAP 9971-2 . CLARA Schumann, Sibelius, Grieg, Ravel og Debussy ættu að vera nokkur trygging fyrir heil- steyptri efnisskrá - frá rómantík (líka skandinavískri) til fransks impressionisma. Og svo er vissu- lega reyndin í lifandi og oft „blóð- ríkum“ flutningi þeirra Auðar Haf- steinsdóttur og Guðríðar St. Sigurðardóttur, sem báðar hafa notið viðurkenningar á undanförn- um árum sem afburða hljóðfæra- leikarar - og kannski ekki síst í kammermúsik (mér verður hugsað til Auðar og Trio Nordica). Hér sýna þær enn hæfni sína og innsæi í tónlistina. Allir vita að Clara Schumann var frábær píanisti, einn sá besti og eftirsóttasti á sinni tíð, en færri er kunnugt um að hún var einnig ágætt tónskáld, enda þótt sem slík hyrfi hún í skugga mannsins síns, Róberts. Tónsmíðar hennar (amk. sem hér um ræðir) eru mjög í anda eiginmannsins og kannski ekki síð- ur Brahms, sem var reyndar náinn vinur beggja, Hér er áherslan á innsæi fremur en „yfirborðs- kennda flugeldasýningu“ - einnig í flutningi (Clara var þekkt á sinni tíð sem brautryðjandi í slíkum leikstíl á píanóið). Segja mætti að einmitt þetta sé lykilatriði í þeirri „músiseringu" sem við fáum að heyra á þessum ágæta hljómdiski. Smáverk Sibeliusar vitna um þetta og ekki síst þriðja (og seinasta) fiðlusónata Griegs. Hún er um margt heillegri (strangari í form- inu) en hinar tvær, sem e.t.v. kunna að vera öllu „þjóðlegri", en um leið svolítið sundurlausari. Guðný Guðmundsdóttir og Peter Mátené léku allar þrjár inn á disk hér um árið, einnig mjög vel, en þó að stundum sé freistandi að fara í samanburð á góðum listamönnum í sama verkinu, sleppi ég því í þetta sinn, en bendi þeim sem vilja kynnast öllum sónötunum á eldri diskinn. Hraðaval er mjög sann- færandi í þessum flutningi, ekki of hægt í tveimur fyrstu þáttunum, sem tryggir þeim gott flæði (fyrsti kaflinn kraftmikill og tilfínninga- þrunginn - a la Brahms), og ekki of hratt í síðasta - þar sem „dofr- inn“ er mættur í góðu skapi, enda kaflinn einkar vel leikinn. Einsog reyndar sónatan öll. Og þá kemur að fransmönnun- um. Eftir Maurice Ravel gefur að heyra vögguljóð um nafn Gabriel Fauré - 1922 og Stutt verk í hab- aneruformi - 1907, og eftir Deb- ussy Sónötu fyrir fiðlu og píanó í g-moll (1917), sem var eitt síðasta verk tónskáldsins. Bæði bera verk- in höfundunum fagurt vitni, hin fyrri dæmigerður Ravel: nostur- samleg vinnubrögð, áferðarfalleg og oft frumleg; sónatan vitnar um „impressioníska" hugsun tón- skáldsins hvað varðar frjálsleg efn- istök og litríkt tónmál, endaþótt hún sé bæði skýr og heil í forminu. Samt nóg rými fyrir dreymni og ákefð, jafnvel innblástur. Allt er þetta mjög vel leikið þó að á stöku stað vakni spurning um jafnvægi milli hljóðfæra, ekki síst í lág- stemmdum og viðkvæmum atrið- um, þar sem píanóið virðist aðeins of sterkt. Ekki dregur þetta samt úr ágæti heildarinnar svo orð sé á gerandi. Upptaka góð og lifandi. Oddur Björnsson Tilvalin • '1 • •• p ]olagjof m©ufiiK£íc Kokteilhristari Arþúsunda kokteilliristarinn. Uppskriftir fylgja Jólaverð 1.495 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is 1600W Opið allar helgar Æ\2 bolla yb bolla 3 bolla EXPERT er stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja í Evrópu - ekki aðeins á Norðurlöndum. - A.N NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Kaffikanna CG9io Aleggshnífur fRyksuga VLE370 LG-Örbylgjuofn kr. 12.900. BrauðristTE2 crohe kr. 8.400. Urœrivélspi90 verðfrákr. Samlokugrill Maxi-20 Pönnur LG-Sjónvarp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.