Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 50

Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 50
v 50 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 Verjumst póp- úlismanum! Fulltrúalýðrœðið og flokkakerfið eru nauðsynleg vernd og fyrirstaða gegn ágangi sérhagsmunaafla ogsíbreytilegs almenningsálits sem fjölmiðlarnir magna. Kenneth Clarke, fyrr- verandi fjármála- ráðherra Bretlands, segir á einum stað frá samtali sem hann átti við aldinn bandarískan stjómskörung. Bandaríkjamaður- inn sagði að ungir stjómmála- menn leituðu oft ráða hjá sér. „En þeir spyrja mig ekki lengur hvað ég haldi þeir eigi að gera,“ bætti hann við: „Það eina sem þeir virð- ast hafa áhuga á er hvað þeir eigi að segja.“ Ymsum þykja ummæli sem þessi lýsandi fyrir þróun stjómmála víða í hinum vestræna heimi; innihald skipti orðið minna máli en umbúðirnar. Auglýsinga- menn ráði ferðinni í kosninga- baráttu og búi til „ímyndir" af stjómmálamönnum og flokkum sem þeir halda að gangi í kjósend- ur. í þrjú ár gerði breski Verka- mannaflokkurinn umfangsmikiar skoðanakannanir hjá tilteknum markhópum sem líklegir vom til að ráða úrslitum þingkosninga og tók framsetningin á stefnu flokks- ins fyrir kosningamar 1995 mjög mið af niður- VIÐHORF stöðum þess- _____ ara athugana. Eftir Jakob F. Ogalkunnaer Ásgeirsson hversu sumir Bandaríkja- forsetar í seinni tíð hafa verið upp- teknir af skoðanakönnunum. Þessi þróun er að ýmsu leyti óæskileg. Abyrgð á stjómar- athöfnum verður t.d. óljós ef stefna stjómmálamanna tekur um of mið af skoðanakönnunum á hverjum tíma. Auk þess verður landsstjómin ómarkviss ef stjóm- málamenn fá ekki svigrúm til að láta reyna á stefnu sína og tíma til að láta óvinsælar ráðstafanir bera ávöxt. Stjómmálamenn fá því ekki lengur tækifæri til að leiða þjóðir sínar, heldur verða að verkfærum síbreytilegs almenningsálits. Ekki má samt gera of mikið úr þessari þróun sem stundum er kennd við pópúlisma. Við sjáum merki hans alloft, en ennþá er það svo að menn gefa sig almennt ekki að stjómmálum á Vesturlöndum nema þeir búi yfir djúpstæðri stjórnmálasannfæringu. Hins veg- ar er ágangur sérhagsmunaafla og síbreytilegs almenningsálits á þessari fjölmiðlaöld geysimikill. Fulltrúakerfið gefur stjómmála- mönnum þó mikilvægt svigrúm og flokksaginn veitir þeim vissa vemd. Fjögur til fimm ár era víð- ast hvar milli kosninga í þingræð- isríkjum og stjómmálamenn geta því leyft sér að taka ákvarðanir sem þeir trúa að séu í þjóðarhag þegar til lengri tíma er litið þótt þær séu óvinsælar í svipinn. Þar sem stjómmálaflokkar era öflugir fá stjómmálamenn auk þess nokk- urt skjól fyrir ágangi ofstækis- manna og sérhagsmunahópa sem margir hveijir era fjársterkir og svífast einskis til að hafa sitt fram. Það er íslenskum stjórnmála- mönnum mjög til lofs að þeir hafa lítt beitt aðferðum markaðsfræða til að ganga í augun á kjósendum. Að vísu var R-listinn bókstaflega stofnaður til að hrepppa völd og fólk úr fjóram flokkum sló af skoð- unum sínum til að standa betur að vígi í baráttunni um völdin. Sam- fylkingin hefur líka haft í frammi ýmsa slíka tilburði, enda ofbauð gömlum alþýðubandalagsmönnum sá feluleikur með skoðanir sem til stóð og þeir gengu á braut; grand- vallarskoðanir í stjórnmálum vega þyngra í landsmálapólitíkinni en á sveitarstjómarstiginu. Vissulega styðjast íslenskir stjómmálaflokk- ar við vitneskju auglýsingamanna og tækni í sölumennsku til að koma boðskap sínum á framfæri í kosningabaráttu, en boðskapurinn mótast í minna mæli af skoðana- könnunum en víða í öðram löndum og stjómmálamennimir sjálftr sýnast tiltölulega óspjallaðir af auglýsingamennskunni. Hér á landi virðist flokkakerfið auk þess standa föstum rótum þrátt fyrir spádóma ýmissa spek- inga undanfarin ár um að það væri í dauðateygjunum. En í seinni tíð hefur borið nokkuð á áróðri fyrir svokölluðu „beinu lýðræði" - sem auðvitað er ávísun á pópúlisma. Beint lýðræði felst í því að taka ákvarðanir úr höndum þjóðkjör- inna fulltrúa og skjóta þeim undir þjóðaratkvæði. Undanfamarvik- ur höfum við haft fyrir augum og eyram hvemig stjómmálaumræð- an væri ef beint lýðræði væri auk- ið. Þá væri í rauninni eins og um stanslausa kosningabaráttu væri að ræða - en án þess aðhalds sem stjómmálaflokkarnir veita. I Eyjabakka-málinu hafa fjár- sterkir aðiljar efnt til mikillar und- irskriftarherferðar og auglýst í sjónvarpi. Forsætisráðherra upp- lýsti á Skjá 1 sl. sunnudag að íþróttafélögum hefði verið borgað fyrir að safna undirskriftum! Sig- uijón M. Egilsson, blaðamaður, sagði frá reynslu sinni af að- gangshörðum undirskriftasafnara í pistli sínum á Bylgjunni í síðustu viku. Frásögn Sigurjóns vekur eðlilega grunsemdir um að fjöl- margir hafa verið beittir óeðlileg- um þrýstingi til að skrifa undir. Staðið hefur verið fyrir skipulögð- um blaðaskrifum skemmtikrafta og listamanna til að móta al- menningsálitið - og sumir fjölmið- lar hafa hamast eins og naut í flagi. Það er því ekki að undra að helstu talsmenn „beins lýðræðis" skuli vera - auk stjómleysingja (sem tortryggja allar valdastofn- anir) - sérhagsmunagæslumenn og ofstækismenn (sem eiga sér ekki aðra hugsjón en að þeirra sérhagsmunir/sérskoðanir ríki), vonsviknir áhugamenn um stjóm- mál (sem sjá ekki fram á að kom- ast til áhrifa eftir hefðbundnum leiðum) og ritstjórar dagblaða (sem yrðu hinir sönnu valdakóng- ar þegar stjórnmálamennimir væra orðnir berskjaldaðir fyrir duttlungum almenningsálitsins). A heimasíðu sinni víkur Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra, réttilega að nauðsyn þess að auka vitneskju almennings á sögu og eðli þess fulltrúalýðræðis sem hef- ur reynst okkur svo vel. í því sam- hengi er ástæða til að vekja at- hygli á bókum og ritgerðum stjórnmálafræðinganna Gunnars Helga Kristinssonar og Ólafs Þ. Harðarsonar. Þótt menn kunni að deila um eitt og annað í ályktunum þeirra, hafa þeir jafnan fjallað af yfirvegun og skynsemi um íslensk stjómmál og íslenska stjómkerfið. Hvorugur þeirra stundar pólitískt trúboð og í skrifum þeirra gætir í engu hinnar hvimleiðu lítilsvirð- ingar á stjórnmálamönnum og starfi þeirra sem stundum tröllríð- ur fjölmiðlaumræðunni. MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Margrét Á. Sig- urðadóttir Blön- dal fæddist í Reykja- vík 18. september 1919. Hún lést á St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði 10 desember si'ðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Gróa Þórðardóttir Péturssonar útvegs- bónda í Oddgeirsbæ, f. 18. desember 1885, d. 13. mars 1953, og Sigurður Þorsteins- son, skipstjóri og út- gerðarmaður á Steinum á Bráðræðisholti, f. 24. febrúar 1882, d. 13. nóvember 1940. Systkini hennar voru Einar, f. 2. ágúst 1906, látinn; Guðmund- ur Þórður, f. 28. september 1908, látinn; Sigurlaug, f. 2. september 1910, látin; Soffía, f. 28. nóvember 1912, látin; Jón, f. 12. mars 1915, látinn; Guðrún, f. 10. september 1917, látin; Enuna, f. 26. október 1921, búsett í Bandaríkjunum; Að- albjörg, f. 9. maí 1924, búsett í Reykjavík; Þorsteinn, f. 3. desem- ber 1926, látinn; Gunnar, f. 2. apr- íl 1929, búsettur í Reykjavík. Margrét giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum Tryggva Gunnari Blöndal, f. 3. júlí 1914, skipstjóra hinn 1. júlí 1939. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Björnsdóttir og Magnús Benedikt Blöndal. Börn þeirra eru: 1) Benedikt Föstudaginn 10. desember sl. kvaddi þetta jarðlíf tengdamóðir mín, Margrét S. Blöndal, eftir erfiða sjúkdómslegu. Þrátt fyrir að maður hafi vitað að hverju stefndi kemur dauðinn eins og þungt högg og minningar liðinna ára hellast yfir, bæði góðar og slæmar. Margrét tengdamóðir mín var sjöunda í röðinni af ellefu börnum hjónanna Gróu Þórðardóttur og Sig- urðar Þorsteinssonar á Steinum á Bráðræðisholti. Foreldrar hennar vora mikið dugnaðarfólk, Sigurður var útgerðarmaður og skipstjóri en Gróa sá um heimilið eins og títt var um konur á þessum tíma auk þess sem hún vann við saltfiskverkun en elstu börnin hjálpuð oft og tíðum móður sinni við þá vinnu. Æsku- heimilið var því bæði stórt og mann- margt þó að húsakynnin þættu ekki merkileg í nútíma þjóðfélagi. Mar- grét ólst upp við gott atlæti og ást- ríki foreldra sinna og minntist þeirra æ af mikilli hlýju og væntum- þykju. Margrét fór ung að heiman, fór þá austur að Laugarási í Biskups- tungum þar sem hún dvaldi í nokkur ár í vist hjá þeim Sigurlaugu og Ól- afi Einarssyni héraðslækni sem þar bjuggu og nam þar m.a. hannyrðir sem hún stundaði af miklu listfengi. Eftir hana liggja ótal listaverk á því sviði því tengdamóðir mín var með afbrigðum vandvirk og nákvæm við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Árið 1937 var Margrét komin til Reykjavíkur þar sem hún vann í Hanskagerðinni. Hún ákvað síðsum- ars að fara í skemmtiferð með Súð- inni til Akraness ásamt nokkram vinkonum sínum, sem reyndist held- ur betur örlagaríkt. í þessari sömu ferð var einnig ungur námsmaður úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík Tryggvi Gunnar Blöndal að nafni, sem einnig var háseti á Súðinni, hann bauð henni upp í dans og þar með vora örlög þeirra beggja ráðin. Þau giftu sig 1. júlí 1939 og fyrsta heimili þeirra var á Vesturgötu 55. Tryggvi lauk námi í Stýrimanna- skólanum þetta sama ár og var oft- ast langdvölum í burtu frá heimilinu sökum starfa sinna á sjónum. Þau höfðu þá þegar eignast sitt fyrsta barn og Margrét vandist því að vera ein með heimilið og börnin sem síð- ar fæddust, langtímum saman eins og sjómannskonum er gjaman títt. Blöndal, f. 20. apríl 1939, kvæntur Rögnu Hallvarðs- dóttur Blöndal, þeirra börn eru Mar- grét Blöndal, maður hennar er Morten Westfelt, eiga þau tvö börn. Hallfríður Guðrún Blöndal, maður hennar er Sigurður K. Sigurðs- son, eiga þau þijú börn og Katrín Blöndal, maður hennar er Þorgeir Magnússon, eiga þau tvo syni. 2) Stúlka, f. 9 maí 1941, dó í fæðingu. 3) Sigurður Garðar, f. 29. aprfl 1944, kvæntur Irmu Blöndal, synir þeirra eru Tryggvi Hannes Blöndal hann á einn son og Kristján Blöndal. 4) Margrét Þóra Blöndal, f. 31. október 1949, gift Sigurjóni Finnssyni, börn þeirra eru Helga Hermína, maður hennar er Gunnlaugur Jónsson, eiga þau tvö börn. Finnur Tryggvi, unnusta hans er Þóra Björk Bjarnadóttir og Ása Mar- grét. Margrét var mestalla ævi sína heimavinnandi húsmóðir, hún tók m.a. virkan þátt í Kvennfélaginu Hrönn þar sem hún var heiðursfé- Iagi Útför Margrétar verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Margrét varð fyrir þeirri miklu sorg að missa næstelsta bam þeirra Tryggva, sem var stúlka, við fæð- ingu, hún komst aldrei alveg yfir þann missi og þá sára lífsreynslu sem hún gekk í gegn um á þeim tíma. Þegar ég undirritaður kynnt- ist Margréti var hún enn á best aldri rétt tæplega fimmtug, ég hafði þá verið í nokkurn tíma að sniglast í kringum yngsta barn hennar og einkadóttur, Margréti Þóra. Frú Margrét tók mér varlega í fyrstu og sennilega hefur hún haldið að þetta væri einhver bóla sem hjaðnaði og þessi drengstauli hyrfi á braut einn góðan veðurdag jafn skyndilega og hann birtist, en það var nú aldeilis ekki. Kynni okkar hafa nú varað í yfir 32 ár og þótt tengdamóðir mín hafi bæði verið skapmikil og stjórnsöm urðum við góðir vinir og virtum hvort annað. Hún hafði stundum á orði þegar mikið lá við: „Þú ert nú eini tengdasonur minn“ og ég svar- aði: ,,Já, og þú færð engan annan.“ Við Olfusvatn í Grafningi átti hún sér sælureit, þar byggðu þau Tryggvi sér lítinn sumarbústað árið 1962 og hófu ræktun. í dag er þetta svæði skógi vaxið land og ber þeim hjónum fargurt vitni. Það má með sanni segja að margt var það sem lék í höndum tengdamóður minnar, hvort sem það var garðrækt, út- saumur eða matseld, hún gekk að þessu öllu með mikilli samviskusemi og vandvirkni. Gestrisni hennar verður lengi í hávegum höfð, fyrir austan í sumarbústaðnum fór hún létt með að halda stórar veislur fyrir fjölmarga gesti, ég minnist sérstak- lega gullbrúðkaups þeirra hjóna fyr- ir 10 áram þegar öll fjölskyldan sameinaðist á þessum fallega stað og átti saman dýrðar daga. Þá naut hún sín svo sannarlega að fá að vera með alla hjörðina sína hjá sér, stjórna pínulítið liðinu og gefa öllum skaranum nóg af mat og drykk. Þetta átti nú aldeilis vel við mína konu! Margar era þær minningarn- ar sem ég á um hana tengdamóður mína á okkar löngu göngu saman en þær ætla ég flestar að geyma hjá mér, þessi skrif eru aðeins örlítill þakklætisvottur til hennar fyrir að hafa verið vinur minn í öll þessi ár og gefið mér hlutdeild í lífi sínu, sem hefur verið að mörgu leyti lærdóms- ríkt. Ég veit að þau verða þung sporin hans tengdaföður míns í dag, þegar hann fylgir ástkærri eigin- konu sinni til hinstu hvílu eftir rúm- lega 60 ára samveru, en minning- arnar ylja og ég bið góðan Guð um að styrkja hann og varðveita svo og okkur öll í þessari fjölskyldu sem syrgjum í dag. Tengdamóður minni bið ég góðrar heimkomu, hvíli hún í Guðs friði. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Sigurjón Finnsson. Víst er þetta löng og erfíð leið og lífið stutt og margt sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt og seinast stendurðu einn við luktar dyr. (Steinn Steinarr.) Nú er komið að kveðjustund, elsku amma, þín mun verða sárt saknað en við vitum að þú ert komin á betri stað og vonum við innilega að þar muni þér líða vel. Nú þegar við systkinin sitjum hér saman og eram að reyna að koma frá okkur fátæk- legum orðum á blað hellast yfir okk- ur minningar um þig og er okkur sérstaklega minnisstætt hversu gestrisin þú varst og það má með sanni segja að enginn hafi farið svangur frá þínu heimili í áranna rás. Einnig er ofarlega í huga okkar stundirnar sem við áttum með þér í sumarbústaðnum ykkar afa, en þar hafið þið afi ræktað tré í tæplega fjöratíu ár og mun sú vinna halda minningu þinni á lofti um ókomna tið. Þar varst þú alltaf í essinu þínu, því þú elskaðir að vera þar og hugsa um trén þín og fuglana sem ætíð vora í kring um þig. I bústaðnum var alltaf mikill gestagangur og var oft og tíðum ótrúlegt hvaða kræsingar þú gast hrist fram úr erminni með nánast engum fyrirvara og höfðu margir það áorði hversu góðan mat þú eld- aðir. Það vora líka margar veiðiferð- irnar sem vora farnar niður að vatni með þér og afa þar sem þú ósjaldan reyndist vera aflakló dagsins. Það var ótrúlegt að fylgjast með þér, hvað þú þekktir vel staðhætti og vatnið og nýttir þér þá þekkingu óspart við veiðarnar. Minningamar sem við eigum um þig munu ávallt sitja fast í huga okkar og hjarta, við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum saman. Við biðjum Guð að gæta elsku afa okkar sem misst hefur svo mikið. Nú kveðjum við þig, elsku amma, og megi allir góðir vættir fylgja þér. Hvíl í friði. Helga Hermína, Finnur Tryggvi og Ása Margrét Sigurjónsbörn. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. MARGRETA. SIGURÐARDÓTTIR BLÖNDAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.