Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ecco fyrir alla fjölskylduna Verð 8.995,- Stærðir: 41-46 Verð 7.995,- Stærðir: 41-46 Verð 6.495-7.495,- Stærðir: 36-46 Verð 11.990,- Stærðir: 36-41 Verð 8.495,- Stærðir: 36-41 Verð 6.995-7.995,- Stærðir: 22-35 Opið öll kvöld til kl. 22.00 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA KRINGLAN við Snorrobrau) - Reykjovík Krínglunni 8-12 - Reykjovík Sími 551 8519 Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Morgunblaðið/Linda Ásdísardóttir Kristín Eiríksdóttir afhenti Signrði Steindórssyni gjöfina. Stórgjöf til Eyrar- bakkakirkju Eyrarbakka-Sunnudaginn 12. des- ember var aðventukvöld í Eyrar- bakkakirkju. Sr. Úlfar Guðmunds- son, sóknarprestur og prófastur í Árnesprófastsdæmi, stjórnaði sam- komunni. Kirkjukórar Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkna sungu við undirleik Hauks Gíslasonar, organ- ista. Ung stúlka, Hildur Sigur- grímsdóttir, Iék jólaiög á fiðlu við undirleik organistans. Ræðumaður kvöldsins var Óskar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri. Við athöfnina afhenti Kristín Ei- ríksdóttir, leikskólastjóri, fyrir hönd Kvenfélags Eyrarbakka, for- manni sóknarnefndar, Sigurði Steindórssyni, 800 þúsund kr. að gjöf til kirkjunnar. Sigurður þakk- aði fyrir þessa gjöf og sagði hana ekki vera það eina sem Kvenfélag Eyrarbakka hefði gert fyrir kirkjuna, því félagið hefði alltaf sýnt kirkjunni mikla vinsemd og áð- ur gefið henni stórar gjafir. Kvað hann þessa gjöf koma sér ákaflega vel því enn væri nokkuð eftir að greiða í orgelinu sem sett var upp í kirkjunni fyrir fáum ár- um. Einnig væri alltaf þörf á fé til viðhalds enda kirkjan meira en ald- argömul. Kvenfélag Eyrarbakka var stofn- að 1888 og er því með elstu starf- andi félögum landsins og hreint ekki nein ellimörk á því að sjá. Haustveðrið í Stykkishólmi í kaldara lagi Stykkishólmi-Í Stykkis- hólmi hófust fyrst sam- felldar veðurathuganir á íslandi árið 1845. Það var Árni Thorlacius kaupmaður sem byrjaði að skrá upplýsingarnar niður um veðrið og því liggja fyrir upplýsingar um veður í Hólminum í 154 ár. Því eru veðurathugan- ir í Stykkishólmi mikil- vægar fyrir allan saman- burð. í Stykkishólmi er veðrið tekið á þriggja tíma fresti, nema á nótt- unni. Hjón Sigurður Kristinsson og Sesselja Sveinsdóttir ásamt börnum sjá um af lesa af mælunum og hafa gert það síðustu 4 ár og áður höfðu þau einnig sinnt veðurathugunum í nokk- ur ár. Fréttaritara hefur fundist haustið nokkuð úrkomusamt og hlýtt. Leitað var til þeirra hjóna og Veðurstofu um upplýsingar um hvemig veðrið hafi verið í raun. Þá kom í ljós að veðrið hefur verið mjög venju- bundið miðað við árs- tíma og í nóvember var úrkoman 37,7 mm sem er aðeins 42% af meðaltali árannal931-1960, en það tímabil er notað til samanburðar. Fyrsti snjórinn féll 2. nóvember í september var meðalhiti í Stykk- ishólmi 7,2 gráður, í október 4,9 gráður og í nóvember 1,9 gráður og er meðalhiti þessa mánuði frá 0,3 gráðum til 0,7 gráðum undir meðal- hita og haustið því í kaldara lagi. Ur- koman í september var 64 mm og er það 84% af meðalúrkomu. Október var aftur á móti úrkomusamur. Þá mældist 100 mm úrkoma sem er 15% meira en í meðalári. Fyrsti snjórinn á þessu hausti kom 2. nóvember. A þessu sést að varlega er hægt að treysta veðurminninu og því örugg- ara að hafa staðfestar tölur tU sam- burðar. Afmælisveisla VÍS á Hornafirði Höfn -Vátryggingafélag Islands fagnar 10 ára afmæli félagsins á þessu ári. Haldið hefur verið upp á afmælið allt þetta ár á mismunandi stöðum á landinu á misjöfnum tima ársins. Af tilefni afmælisins bauð umboðsmaður VIS á Höfn, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, til fagnaðar í húsakynnum félagsins í Landsbanka íslands. Þar var margt um manninn, léttar veitingar í boði og ýmislegt til skemmtunar, ljúf tónlist leikin af Heiðari Sigurðssyni og upplestur Guðjóns Sigur- valdasonar leikstjóra. Það var því sannkölluð hátíðarstemmning hjá VÍS á Hornafirði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Þau þurfa að fara að líta á veðurmælana á þriggja stunda fresti. Það hafa þau gert feðg- inin Sigurður Kristinsson og Hildur Sigurð- ardóttir síðustu fjögur árin. Ný hafna- nefnd skipuð í SEPTEMBER á þessu ári skiluðu af sér sameiginlegu nefndaráliti tvær nefndir um gjaldskrá hafna og um framtíðarskipan hafnamála. Báð- ar þessar nefndir voru skipaðar af samgönguráðuneytinu. í nefndarálitinu komu fram hug- myndir um grundvallarbreytingar á skipan hafnamála hér á landi þar sem áhersla var lögð á sjálfstæði hafna og minni ríkisafskipti. Nefnd- arálit þetta er að finna á vefslóð ráð- uneytisins www.stjr.is/sam eða vef- slóð Siglingastofnunar www.sigling.- is/. Ráðuneytið hefur nú afráðið að framhald skuli verða á þeirri vinnu sem að framan greinir. Til þess að svo megi verða hefur ráðuneytið ákveðið að skipa nefnd sem undirbúi og semji frumvarp til nýrra hafna- laga. Verkefni þessarar nefndar verður að útfæra þær hugmyndir sem fram komu í skýrslunni frá því í septem- ber. Nefndinni er því ætlað að skila af sér frumvarpi til laga með grein- argerð sem leggja megi fram til kynningar á Alþingi helst á vorþingi ef mögulegt er. Nefndin skal leitast við í vinnu sinni að hafa náið samráð og sam- starf við sem flesta hagsmunaaðila er hafnamál snerta þannig að sjónar- mið þeiira komi skýrt fram. í nefndina eru skipaðir Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, sem jafnframt er formaður hennar, Árni Þór, formaður Hafnasambands sveitarfélaga, Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Hörður Blöndal, hafnastjóri Hafna- samlags Norðurlands, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæj- ar. Með nefndinni munu einnig starfa Hermann Guðjónsson, for- stjóri Siglingastofnunar, og Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Ritari nefnd- arinnar verður Sigurbergur Björns- son, forstöðumaður hjá Siglinga- stofnun Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.