Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 20

Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ecco fyrir alla fjölskylduna Verð 8.995,- Stærðir: 41-46 Verð 7.995,- Stærðir: 41-46 Verð 6.495-7.495,- Stærðir: 36-46 Verð 11.990,- Stærðir: 36-41 Verð 8.495,- Stærðir: 36-41 Verð 6.995-7.995,- Stærðir: 22-35 Opið öll kvöld til kl. 22.00 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA KRINGLAN við Snorrobrau) - Reykjovík Krínglunni 8-12 - Reykjovík Sími 551 8519 Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Morgunblaðið/Linda Ásdísardóttir Kristín Eiríksdóttir afhenti Signrði Steindórssyni gjöfina. Stórgjöf til Eyrar- bakkakirkju Eyrarbakka-Sunnudaginn 12. des- ember var aðventukvöld í Eyrar- bakkakirkju. Sr. Úlfar Guðmunds- son, sóknarprestur og prófastur í Árnesprófastsdæmi, stjórnaði sam- komunni. Kirkjukórar Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkna sungu við undirleik Hauks Gíslasonar, organ- ista. Ung stúlka, Hildur Sigur- grímsdóttir, Iék jólaiög á fiðlu við undirleik organistans. Ræðumaður kvöldsins var Óskar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri. Við athöfnina afhenti Kristín Ei- ríksdóttir, leikskólastjóri, fyrir hönd Kvenfélags Eyrarbakka, for- manni sóknarnefndar, Sigurði Steindórssyni, 800 þúsund kr. að gjöf til kirkjunnar. Sigurður þakk- aði fyrir þessa gjöf og sagði hana ekki vera það eina sem Kvenfélag Eyrarbakka hefði gert fyrir kirkjuna, því félagið hefði alltaf sýnt kirkjunni mikla vinsemd og áð- ur gefið henni stórar gjafir. Kvað hann þessa gjöf koma sér ákaflega vel því enn væri nokkuð eftir að greiða í orgelinu sem sett var upp í kirkjunni fyrir fáum ár- um. Einnig væri alltaf þörf á fé til viðhalds enda kirkjan meira en ald- argömul. Kvenfélag Eyrarbakka var stofn- að 1888 og er því með elstu starf- andi félögum landsins og hreint ekki nein ellimörk á því að sjá. Haustveðrið í Stykkishólmi í kaldara lagi Stykkishólmi-Í Stykkis- hólmi hófust fyrst sam- felldar veðurathuganir á íslandi árið 1845. Það var Árni Thorlacius kaupmaður sem byrjaði að skrá upplýsingarnar niður um veðrið og því liggja fyrir upplýsingar um veður í Hólminum í 154 ár. Því eru veðurathugan- ir í Stykkishólmi mikil- vægar fyrir allan saman- burð. í Stykkishólmi er veðrið tekið á þriggja tíma fresti, nema á nótt- unni. Hjón Sigurður Kristinsson og Sesselja Sveinsdóttir ásamt börnum sjá um af lesa af mælunum og hafa gert það síðustu 4 ár og áður höfðu þau einnig sinnt veðurathugunum í nokk- ur ár. Fréttaritara hefur fundist haustið nokkuð úrkomusamt og hlýtt. Leitað var til þeirra hjóna og Veðurstofu um upplýsingar um hvemig veðrið hafi verið í raun. Þá kom í ljós að veðrið hefur verið mjög venju- bundið miðað við árs- tíma og í nóvember var úrkoman 37,7 mm sem er aðeins 42% af meðaltali árannal931-1960, en það tímabil er notað til samanburðar. Fyrsti snjórinn féll 2. nóvember í september var meðalhiti í Stykk- ishólmi 7,2 gráður, í október 4,9 gráður og í nóvember 1,9 gráður og er meðalhiti þessa mánuði frá 0,3 gráðum til 0,7 gráðum undir meðal- hita og haustið því í kaldara lagi. Ur- koman í september var 64 mm og er það 84% af meðalúrkomu. Október var aftur á móti úrkomusamur. Þá mældist 100 mm úrkoma sem er 15% meira en í meðalári. Fyrsti snjórinn á þessu hausti kom 2. nóvember. A þessu sést að varlega er hægt að treysta veðurminninu og því örugg- ara að hafa staðfestar tölur tU sam- burðar. Afmælisveisla VÍS á Hornafirði Höfn -Vátryggingafélag Islands fagnar 10 ára afmæli félagsins á þessu ári. Haldið hefur verið upp á afmælið allt þetta ár á mismunandi stöðum á landinu á misjöfnum tima ársins. Af tilefni afmælisins bauð umboðsmaður VIS á Höfn, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, til fagnaðar í húsakynnum félagsins í Landsbanka íslands. Þar var margt um manninn, léttar veitingar í boði og ýmislegt til skemmtunar, ljúf tónlist leikin af Heiðari Sigurðssyni og upplestur Guðjóns Sigur- valdasonar leikstjóra. Það var því sannkölluð hátíðarstemmning hjá VÍS á Hornafirði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Þau þurfa að fara að líta á veðurmælana á þriggja stunda fresti. Það hafa þau gert feðg- inin Sigurður Kristinsson og Hildur Sigurð- ardóttir síðustu fjögur árin. Ný hafna- nefnd skipuð í SEPTEMBER á þessu ári skiluðu af sér sameiginlegu nefndaráliti tvær nefndir um gjaldskrá hafna og um framtíðarskipan hafnamála. Báð- ar þessar nefndir voru skipaðar af samgönguráðuneytinu. í nefndarálitinu komu fram hug- myndir um grundvallarbreytingar á skipan hafnamála hér á landi þar sem áhersla var lögð á sjálfstæði hafna og minni ríkisafskipti. Nefnd- arálit þetta er að finna á vefslóð ráð- uneytisins www.stjr.is/sam eða vef- slóð Siglingastofnunar www.sigling.- is/. Ráðuneytið hefur nú afráðið að framhald skuli verða á þeirri vinnu sem að framan greinir. Til þess að svo megi verða hefur ráðuneytið ákveðið að skipa nefnd sem undirbúi og semji frumvarp til nýrra hafna- laga. Verkefni þessarar nefndar verður að útfæra þær hugmyndir sem fram komu í skýrslunni frá því í septem- ber. Nefndinni er því ætlað að skila af sér frumvarpi til laga með grein- argerð sem leggja megi fram til kynningar á Alþingi helst á vorþingi ef mögulegt er. Nefndin skal leitast við í vinnu sinni að hafa náið samráð og sam- starf við sem flesta hagsmunaaðila er hafnamál snerta þannig að sjónar- mið þeiira komi skýrt fram. í nefndina eru skipaðir Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, sem jafnframt er formaður hennar, Árni Þór, formaður Hafnasambands sveitarfélaga, Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Hörður Blöndal, hafnastjóri Hafna- samlags Norðurlands, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæj- ar. Með nefndinni munu einnig starfa Hermann Guðjónsson, for- stjóri Siglingastofnunar, og Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Ritari nefnd- arinnar verður Sigurbergur Björns- son, forstöðumaður hjá Siglinga- stofnun Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.