Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 33
LISTIR
Lögreglukórinn við Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar.
L ögr eglukórinn
syngur jólalög
JÓLATÓNLEIKAR Lögreglukórs
Reykjavíkur verða í Seltjarnar-
neskirkju íkvöld, fímmtudags-
kvöld, kl. 20.30.
Flutt verða jólalög og sum þeirra
er verið að flytja í nýrri útsetningu
í fyrsta skipti á Islandi, segir í
fréttatilkynningu. Gestakór Lög-
reglukórsins er Landsbankakórinn.
Stjórnandi kóranna er Guðlaugur
Viktorsson. Undirleik annast Pavel
Smid.
Á þessu ári varð Lögreglukórinn
65 ára.
Nýjar plötur
• FLUGMAÐUR er ljóðaplata
með lestri Andra Snæs Magnason-
ar á eigin ljóð-
um, bæði nýjum
og gömlum.
Hljómsveitin
MÚM notast við
gítar, harmon-
iku, fartölvu,
gamalt Casio-
hljómborð, meló-
diku og Game
Boy-tölvuspil til
að skapa ljóðrænar stemmningar,
segir í fréttatilkynningu.
Ennfremur segir að ljóð Andra
Snæs einkennist af hugmyndaflugi
og óvæntum tenginum og hafi víða
verið notuð til að kveikja áhuga
fólks á ljóðlist. Andri Snær Magna-
son er fæddur 1973. Saga hans af
Bláa hnettinum kom út nýverið og
er tilnefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Útgefíindi er
Leiknótan ehf. en Skífan sér um
dreifíngu. Verð: 1.690 kr.
Nýjar bækur
• ÁTTA harðspjaldabækur ætlað-
ar yngstu kynslóðinni eru eftir
Magnús Scheving
og Jón Pál Hall-
dórsson, sem
teiknaði myndir.
I fréttatilkynn-
ingu segir að per-
sónur Latabæjar
vakni til lífsins í
myndskreyttum
Magnús bókunum og tak-
Scheving ist á við að kenna
yngstu kynslóðinni hvernig eigi að
hugsa um sig og aðra. Nenni Níski
vill eiga allt. Maggi Mjói borðar
ekki mat. Solla Stirða nær ekki í
tærnar. Halla Hrekkjusvín gengur
laus. Útgefandi er Latibær. CCP
hafði umsjón með verkinu og
Filmuvinnsluna sá Prentsmiðjan
Oddi um. Verð. 650 kr. hvor bók.
• HAGVÖXTUR ogiðnvæðing. Pró-
un landsframleiðslu á Islandi 1870-
1945 er eftir Guð-
mund Jónsson.
Ritið er hið þriðja
í rítröðinni Sérrit
sem Þjóðhags-
stofnun gefur út.
Bókin greinir
frá rannsókn á
landsframleiðslu
og öðrum hag-
Guðmundur stærðum á mesta
Jonsson umbrotatímabili í
hagsögu íslands. Þá tók hið alda-
gamla landbúnaðarsamfélag að víkja
fyrir nútímalegu iðnaðarþjóðfélagi,
sem skapaði þjóðinni allt önnur lífs-
skilyrði en hún hafði átt að venjast. í
ritinu er þessum breytingum lýst frá
hagfræðilegu sjónarhorni með því að
skoða þróun landsframleiðslu og ein-
stakra þátta hennar, verðmætasköp-
un í atvinnuvegum og atvinnu-
skiptingu landsmanna. Upplýsingar-
nar eru fengnar úr þjóðhags-
reikningum sem höfundur hefur
tekið saman fyrir hvert ár tímabils-
ins 1870-1945 og eru tölulegar niður-
stöður þeirra birtar ítarlega sundur-
liðaðar. Þar er m.a. að finna áætlun
um vinnsluvirði í öllum helstu at-
vinnugreinum landsmanna. Niður-
stöður rannsóknarinnar eru skoðað-
ar í samhengi við almenna hagþróun
og Island borið saman við önnur
lönd Evrópu. Guðmundur er lektor í
sagnfræði við Háskóla íslands.
Bókin er 399 bls. Verð: 2.000 kr.
Jólagfafir fyrír butasaumskonur:
Bútapakkar, bækur,
sníð, vcrkfærí,
gjafabréf og fleíra.
VIRKA
A-'ýr Mörkin 3, sími 568 7477
FYRIR KONUR
Á ÖLLUM ALDRI
Louise L. Hay
er höfundur 18
metsölubóka, þar á
meðal Hjálpaðu
sjálfum þér.
Bókin
Sjálfstyrking
kvenna er
leiðarvísir til
velgengni í
lífinu fyrir allar
konur.
Fæst í öllum helstu
bókaverslunum.
SiÁLrSTYRKING
kvenna
. irvisir ti!
h>-‘rallargm;y
JjJ^
LEIÐARLJÓS
Opið:
fimmtudag 16.des. 10-20
Föstudag 17.des. 10-22
laugardag 18.des. 10-22
sunnudag 19.des. 13-22
mánudag 20.des. 10-22
Sunnuhlíð sími:462 4111
Faxafeni 8 sími: 533 1555
Peysa
Skyrta
Buxur
Bolur
3.490-
2.740-
5.990-
998-