Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Polarfonia Classics nýtt fyrirtæki á sviði geislaplötuútgáfu hér á landi
Markmiðið að bæta
kjör flytjenda
NÝSTOFNAÐ útgáfufyrirtæki á
sviði geislaplatna, Polarfonia Class-
ics, sendir frá sér sínar fyrstu plötur
fyrir jólin. Hyggur fyrirtækið, sem
stofnað er og rekið af Þórarni Stef-
ánssyni píanóleikara, á frekari út-
gáfu á næsta ári.
Þórarinn kveðst hafa sett Polar-
fonia Classics á laggirnar vegna
áhuga á útgáfumálum og til að
freista þess að bæta kjör flytjenda.
„Ég er píanóleikari að upplagi, og
verð það auðvitað áfram, en auk þess
hef ég skrifað um menningarmál og
tónlist fyrir blöð og tímarit og unnið
við útvarp, bæði hér heima og í
Þýskalandi. Hef með öðrum orðum
kynnst tónlistarlífmu frá mörgum
hliðum og stofnun Polarfonia Class-
ics er eiginlega rökrétt framhald af
því og í samræmi við reynslu mína
og þekkingu. Það höfðar ekki síður
sterkt til mín að skapa eitthvað nýtt í
samvinnu við aðra tónlistarmenn
með þessum hætti. Ég legg upp úr
nánu og persónulegu sambandi við
þá sem ég vinn með. Aðalatriðið er
að traust ríki milii allra aðila, alveg
frá tónlistarmönnunum og upptöku-
fólkinu að dreifíngaraðilanum og
kúnnanum."
Þórarinn segist hafa fylgst með ís-
lenskri útgáfu á klassískri tónlist úr
fjarlægð síðastliðin tíu ár og þó svo
margt gott hafi verið gert í þeim
málum er hann þess sinnis að ytri
aðstæður sem tónlistarfólkinu eru
búnar séu ekki nógu hagstæðar.
Kjörin séu ekki nógu góð. „Þar sem
ég þekki þessa vinnu ágætlega frá
sjónarhóli flytjandans langar mig að
reyna að bæta kjör flytjenda, bæði
fjárhagslega en ekki síður með tilliti
til dreifingar. A þessu stigi veit ég
ekki hvort þetta kemur til með að
ganga upp en mig langar að reyna.
Markaðurinn hér heima er auðvitað
lítill og erfiður en reynslan af útgáfu
þessa árs og næsta mun leiða í ljós
hvort markmið mín eru raunhæf."
Byrjaði á
Guitar Islancio
Það var á Grænlandi síðastliðið
vor að Þórarinn ákvað að taka af
skarið og ráðast í plötuútgáfu. Var
hann þar á ferð með fjölda lista-
manna á vegum Norræna hússins.
„Útgáfustarfsemi af þessu tagi hafði
blundað í mér um hríð og mikil þró-
un og hugsun átt sér stað áður en ég
kom til Grænlands. Ég vissi hins
vegar hvorki í hvaða formi þetta yrði
hjá mér né hvenær ég myndi láta til
skarar skríða. Tríó Björns Thorodd-
sens ásamt Agli Ólafssyni var þarna
með Heimsreisu Höllu, mjög
skemmtilega efnisskrá, og við fórum
að ræða saman um útgáfumál al-
mennt. Eitt leiddi af öðru og um mitt
síðastliðið sumar hafði Björn sam-
band við mig og spurði hvort ég hefði
hugsanlega áhuga á að koma að út-
gáfu á plötu með tríói sem kallaði sig
Guitar Islancio og er skipað þeim
Gunnari Þórðarsyni og Jóni Rafns-
syni auk Bjöms. Þó upphaflega hug-
myndin hjá mér hefði veiið að ein-
blína á klassíska tónlist ákvað ég að
koma að útgáfu þessarar plötu, enda
djass í mínum huga sígild tónlist."
Segir Þórarinn þetta hafa víkkað
sinn sjóndeildarhring í útgáfu.
„Þessi útgáfa gekk í alla staði vel og
ég er staðráðinn í að sinna djassi í í
framtíðinni."
Hjólin voru farin að snúast og
Þórarni ekkert að vanbúnaði að hella
sér út í næsta verkefni, tvöfalda
geislaplötu með söng Garðars Cor-
tes tenórsöngvara, þar sem Erik
Werba leikur á píanó. Eins og fram
hefur komið era hér annars vegar á
ferð tónleikaupptökur frá 1984 og
hins vegar hljóðritun Ríkisútvarps-
ins á svo til sömu efnisskrá um líkt
leyti.
„Það var úr vöndu að ráða, þar
sem við höfðum í höndunum tvær
mjög mismunandi hljóðritanir á
sömu efnisskránni, báðar góðar. Við
létum að lokum slag standa, gáfum
þær báðar út, en ég tel víst að sama
efnisskrá hafi ekki í annan tíma ver-
ið gefin út með þessum hætti hér á
landi. Það er mikill fengur í þessu
fyrir tónlistaráhugamenn sem geta
skoðað muninn á flutningi á tón-
leikapalli og í hljóðveri."
Þriðja geislaplatan undir merkj-
um Polarfonia Classics er rétt ókom-
in út en hún hefur að geyma söng
Sigríðar Björnsdóttur frá Kleppu-
stöðum.
„Söng Sigríðar, sem komin er á ní-
ræðisaldur, kynntist ég í hljóðveri
Ríkisútvarpsins í haust. Hún hafði
lagt í suðurferð núna um hábjarg-
ræðistímann, eins og hún sagði sjálf,
það er að segja síðasta sumar, að
undirlagi vina og vel-
unnara til að varð-
veita röddina sína á
hljóðbandi. Gerð var
demóupptaka sem
Gerður G. Bjarklind
leyfði mér að heyra
og hreifst ég strax af
þessari björtu, tæru
rödd sem mjög
óvenjulegt er að svo
fullorðin kona skuli
búa yfir.“
Draumur Sigríðar
mun hafa verið að
einhver sæi sér fært
að leika upptökurnar
í útvarpi, sem
Ríkisútvarpið hefur
gert í talsverðum mæli, en Þórarinn
vildi stíga skrefið til fulls og gefa
þær út á geislaplötu. „Ég setti mig
því í samband við Sigríði á Hólma-
vík, þar sem hún býr, og tók hún er-
indi mínu fagnandi. Með dyggri að-
stoð frænda hennar, Sigmars B.
Haukssonar og Árs aldraðra, sem
veitti fjárstyrk, er platan svo að
koma út núna fyrir jólin.“
Stór verkefni
á næsta ári
Tvær plötur til viðbótar, með ein-
leik Halldórs Haraldssonar píanó-
leikara annars vegar og Guðnýjar
Guðmundsdóttur fiðluleikara hins
vegar, áttu jafnframt að koma út á
vegum Polarfonia Classics fyrir jólin
en var frestað um fáeina mánuði.
Stærsta einstaka verkefni næsta
árs hjá útgáfunni verður tvöföld
geislaplata með sönglögum við texta
eftir Halldór Laxness. Flytjendur
verða söngvararnir Sólrún Braga-
dóttir, Bergþór Pálsson og sennilega
Elsa Waage og CAPUT-hópurinn og
Þórarinn sjálfur. Segii' hann þetta
mjög spennandi verkefni. „Undir-
búningur er langt kominn en mun
taka nokkra mánuði í við-
bót. Þetta verður mjög
stór útgáfa og henni mun
fylgja bæklingur upp á
150-200 blaðsíður. Allir
textar verða þýddir á
dönsku, þýsku og
ensku.“
Þórarinn hefur einnig í
hyggju að gefa út plötu
þar sem Sigrún Eðvalds-
dóttir flytur fiðlukon-
serta eftir Tsjaíkovskí og
Síbelíus. Þorsteinn Gauti
Sigurðsson mun hljóðrita
píanósónötu eftir Samuel
Barber í febrúar til út-
gáfu með öðru efni og
endurútgefin verður
plata með einsöngslögum í flutningi
Gai’ðai'S og Krystynu Cortes, svo
fátt eitt sé nefnt.
Þórarinn segir tilganginn með
stofnun Polarfonia Classics jafn-
framt að stuðla að aukinni samvinnu
íslenskra og annarra norrænna tón-
listarmanna. „I því sambandi má
nefna að aumarið 2000 mun ég er að
setja af stað tónleikaröð, Nordvest
Musik, þar sem fram munu koma
norrænir tónlistarmenn á tónleikum
á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum.
Tvennir af þessum tónleikum, ann-
ars vegar tónleikar Sólrúnar Braga-
dóttur og Einars Sten-Noklebergs
og hins vegar tónleikar Sigrúnar Eð-
valdsdóttur og Rolands Pöntinens,
verða gefnir út af Polarfonia Class-
ics. Þá stendur til að Einar Jóhann-
esson klarínettuleikari og Yggdras-
il-kvartettinn vinni saman á sama
grundvelli árið 2001. Hugsanlega
eiga þessir aðilar eftir að koma fram
víðar á Norðurlöndunum og víst er
að útgáfan mun njóta góðs af þátt-
töku þessara stóru nafna í norrænni
tónlist þar sem möguleikar á dreif-
ingu erlendis verður auðveldari með
þau í farteskinu."
Þórarinn
Stefánsson
Verö 3.995,
Áður^WT-
Stærðir 41-46
Verð 1.495,
ÁðuLiwsr-
Stærðir 19-26
Verð 2.795,
Áðuows;-
Stærðir 36-41 Á
Verð 2.995,
ÁðurjWÝST-
Stærðir 36-46 J
Verð 2.995,
ÁðurjW^-
Stærðir 24-35 j
Verð 3.595,
Áðuri^-
Stærðir 36-41 A
20%
AUKAAFSLÁTTUR
Á ÖLLUM SKÓM VIÐ KASSA TIL JÓLA
Spariskór, kuldaskór, inniskór, klossar, götuskór, moonboots,
vinnuskór og íþróttaskór á alla fjölskylduna
Tónlist um eina ögurstund
TONLIST
íslenskaóperan
SÖNGTÓNLEIKAR
Emma Bell sópran, Finnur Bjarna-
son tenór og Ólafur Kjartan Sig-
urðarson bariton sungu lög eftir
Purcell, Mozart og Britten; Gerrit
Schuil lék á píanó. Þriðjudagskvöld
kl. 20.30.
ÞAÐ er ævinlega talsverð eftir-
vænting sem fylgir því að heyra í
ungu söngvurunum okkar sem að
jafnaði starfa erlendis, og koma
kannski bara örfáum sinnum á ári
heim til að syngja. Það er vissulega
gaman að fylgjast með hvernig
gengur; heyra hvernig raddir á
þroskabraut koma undan erlendum
vetri; heyra hvernig fólki fer fram.
Þrír ungir söngvarar sungu í Is-
lensku óperunni á þriðjudagskvöld-
ið; Emma Bell sópran frá Englandi
og þeir Finnur Bjarnason tenór og
Ólafur Kjartan Sigurðarson bari-
ton sem báðir hafa numið og starf-
að meðal Engla og Saxa síðustu ár-
in. Emma Bell er sögð ein
efnilegasta söngkona Breta um
þessar mundir, og söngur hennar í
óperunni staðfesti að sú saga er á
rökum reist. Finnur og Ólafur
Kjartan hafa báðir verið dálæti
söngvinnra íslendinga, sem flykkt-
ust í Gamla bíó til að heyra í þeim
og söngkonunni bresku.
Efnisskrá tónleikanna var afar
smekklega saman sett. Þar voru
lög eftir Purcell og Mozart, mörg
fremur lítið þekkt, en eftir hlé voru
eingöngu sönglög og þjóðlagaút-
setningar eftir Benjamin Britten.
Allir voru þessir kappar miklir óp-
erusmiðir, en jafnframt frábærir
við smíðar smæstu forma sönglist-
arinnar.
Vonir og væntingar rættust í Óp-
erunni. Tónleikarnir voru góðir, og
söngvararnir og Gerrit voru í fyrir-
taks formi. Engu virðist hafa verið
logið á Emmu Bell í mærandi sögu-
sögnum síðustu daga. Þetta er frá-
bær ung söngkona, með stórkost-
lega rödd og mikla tækni. Helst
styrkur hennar er þó fólginn í
framúrskarandi túlkun og hæfileik-
anum til að gefa hverju einasta orði
og atkvæði sinn rétta lit. Þegar El-
ly Ameling hélt námskeið fyrir
söngvara hér fyrir nokkrum árum,
talaði hún mikið um það sem hún
kallaði „the principle of landseap-
ing“. Þar átti hún við það að til
þess að lag hafi svipmót, þurfi að
móta landslag þess; landslag hverr-
ar hendingar, þannig að úr verði
músíkölsk túlkun. í söng Emmu
Bell var ekkert tilviljunum háð,
landslagið var meitlað og mótað.
Hver einasti andardráttur var á
réttum stað og sérhvert orð hlaðið
músíkalskri merkingu. Söngur
hennar reis víða hátt, eins og í lagi
Purcells, Sweeter than roses, og í
lagi Mozarts um Fjóluna; en hæst í
lögum Brittens Seascape og Noct-
urne úr lagaflokknum On this Is-
land frá 1937, og í þjóðlaginu um
eskilundinn, The Ash Grove, sem
var beinlínis hrollvekjandi í fegurð
sinni.
Finnur Bjarnason er gífurlega
efnilegur söngvari. Allt hefur hann
til brunns að bera; fallega rödd,
músíkgáfu og hæfileikann til að
túlka. Það er ekki langt síðan Finn-
ur hugðist verða baritonsöngvari,
en síðustu misserin hefur hann ver-
ið að þjálfa röddina í að verða ten-
órrödd. Enn virðist röddin ekki
fullkomlega sátt við þessi umskipti;
hún er ekki alveg komin á sinn stað
og nýtur sín kannski þess vegna
ekki til fullnustu. Hvað sem úr
verður, er Finnur þegar feiknar-
góður söngvari og syngur af miklu
listfengi og innlifun. Hans hápunkt-
ur á tónleikunum var ótvírætt þjóð-
lagið undursamlega O Waly, Waly í
útsetningu Brittens. Söngur Finns
var áhrifamikill, og fljótandi undir-
spil Gerrits stigmagnaðist í hljóm-
rænum sekvensum framandi
hljóma. Þetta er mögnuð útsetning
hjá Britten og flutningur lagsins
hjá Finni og Gerrit stórkostlegur.
Ólafur Kjartan Sigurðarson er
sannkallaður náttúrutalent í tón-
listinni. Einstök músíkgáfa er hon-
um í blóð borin; og það er frábært
að sjá og heyra hvað hann nýtur
þess að performera. Rödd hans er
enn í mótun; verður stöðugt þétt-
ari, hljómmeiri, öflugri, og jafnvel
dýpri, sem er merkilegt í ljósi þess
að árum saman var Ólafur Kjartan
tenór! Enn vantar jafnari áferð í
röddina, en það virðist allt á réttri
leið. Sterka hlið hans er sönggleðin
og smitandi músíkalitet. Eins og
ekkert væri, þreif hann upp
mandólín og lék undir með Finni í
einu af lögum Mozarts. Ólafur
Kjartan er stemmningsmaður í
söngnum, og svipti sér milli há-
dramatískra laga með alvarlegum
undirtón og broslegra gaman-
söngva án þess að það virtist nokk-
uð tiltökumál, og náði að skapa
sterka stemmningu í hvoru
tveggju. Hann gerði margt afar vel
á þessum tónleikum, en uppúr stóð
lag Purcells, Music for a while, -
Tónlist um eina ögurstund, sem var
hrífandi fallega ílutt.
Samspil söngvaranna og Gerrits
var mjög gott og leikni hans og
listfengi í þeirri samvinnu eins og
best er hægt að hugsa sér. Falleg-
ur og dýnamískur ásláttur og það
sem djassistar myndu kalla „per-
fect timing" eru hans aðalsmerki í
músíkinni. Manni finnst ósjálfrátt
að svona píanistar hljóti sjálfir að
vera góðir söngvarar, úr því þeir
geta andað og hrærst svo algjör-
lega í fasa við söngvarana.
Þetta voru í alla staði fínir tón-
leikar og tónleikagestir vel
stemmdir; -svo vel að þeir áttu oft
erfitt með að hemja klapp milli
laga, og voru greinilega svekktir að
fá ekki að klappa nægju sína.
Bergþóra Jónsdóttir