Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 53
MINNINGAR
+ Svavar Árnason
fæddist á Borg-
arfirði eystra 11.
mars 1911. Hann lést
á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 9. desember
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Katrín Lára Stefáns-
dóttir, f. 14. júní
1883, d. 18. maí 1976
frá Setbergi og Árni
Sigurðsson, f. 14.
ágúst 1888, d. 25.
apríl 1937 frá Ey-
vindará, Borgarfirði
eystra. Systkini
Svavars eru: Stefán, látinn; Ól-
afía, látin; Þuríður og Margrét
Lilja eru búsettar í Reykjavík.
Svavar kvæntist 19. febrúar
1944 Ástu Þorláksdóttur, f. 2.
mars 1909, d. 8. janúar 1992.
Svavar og Ásta eignuðust eina
dóttur Ástríði Svölu, f. 5. ágúst
1944. Svala er gift Sigurði Vil-
hjálmssyni, f. 15. október 1939.
Svala og Sigurður eignuðst fjór-
ar dætur: 1) Óskírð, f. 10. sept-
ember 1965, d. 11. september
1965. 2) Ásta María, f. 12. febr-
Elsku afi minn.
Nú ert þú búinn að kveðja þennan
heim og það er nær óbærilegt að
hugsa til þess að þú sért ekki lengur
til staðar fyrir okkur öll og verðir
ekki meir. Eg var ekki gömul þegar
ég byrjaði að ferðast ein með rútunni
til að eyða helgunum með þér og
ömmu. Þegar ég var hjá ykkur var
ég eins og prinsessan á bauninni. Þú
tókst á móti mér á rútustöðinn og við
leiddumst hönd í hönd heim til þín,
það var svo gott að leiða þig því þú
varst alltaf með svo heitar hendur.
Þegai- heim til ykkar ömmu var kom-
ið þá beið amma alltaf eftir mér með
heitt fótabað og svo nuddaði hún á
mér fæturna upp úr spritti. Þetta
sagði amma vera svo róandi fyrir
börn, þá mundi ég sofa svo vel. Þú,
afí minn, hafðir alltaf miklar áhyggj-
ur af því að maður væri svangur og
þegar ég vaknaði hjá þér á morgn-
ana ilmaði húsið af heitu kakói og
ristuðu brauði sem þú færðir mér
ætíð á bakka í rúmið. Þessar stundir
mínar hjá ykkur voru mínar bestu
stundir, við fórum í sund, en í sund-
laugina fórst þú á hverjum degi alla
tíð. Mörgum stundum eyddum við
saman niðri við tjörn, á sumrin gáf-
um við öndunum brauð en á veturna
leiddir þú mig um alla tjöm á skaut-
um. Alltaf virtust þið amma hafa all-
an ykkar tíma fyrir mig, eins og við
værum bara þrjú í allri veröldinni.
Ekki var ég gömul þegar mér var
farið að finnast fátt skemmtilegra en
búðarráp og þú afí minn labbaðir
alltaf með mér niður í bæ svo ég gæti
skoðað í búðarglugga.
Þegar ég komst á unglingsárin og
fór að fara með Björg vinkonu í
Reykjavík enduðu þessar skemmti-
ferðir okkar oftar en ekki með heitu
kakói og smurðu brauð í eldhúsinu
hjá þér.
Eftir að ég varð fullorðin og eign-
aðist fjölskyldu fylgdist þú vel með
öllu og lagðh' mér lífsreglurnar.
Börnin mín voru gimsteinarnir þínir
og um manninn minn hugsaðir þú
um eins og væri hann væri þinn son-
ur. Umhyggja þín og kærleikur
gagnvart okkur var takmarkalaus.
Daglega hringdir þú til að athuga
með okkur og stundum oft á dag, það
var þér mikið hugðarefni hvernig
fiskaðist hjá Sigga og ef ég vissi ekki
hvernig hefði fískast hvern dag þá
varðst þú öskureiður og spurðir
hvernig þetta væri eiginlega með
mig, hvernig í ósköpunum stendur á
því að þú fylgist ekki betur með en
þetta manneskja, sagðir þú þá alltaf.
Einnig þótti þér það alveg óskiljan-
legt ef mamma og Erla vissu ekki
hvernig fiskaðist.
Áhugi þinn fyrir vinkonum mínum
vai- líka mikill og spurðir þú alltaf um
þeirra hagi.
Þegar ég lít yfir farinn veg þá er
alveg sama til hvað tíma ég hugsa,
alltaf birtist þú í huga mér.
úar, d 29. aprfl
1972. 3) Steinunn
Una, f. 5 ágúst 1971,
sambýlismaður Sig-
urður Haraldsson.
Börn þeirra eru
Svala Dís og Sigurð-
ur Freyr. 4) Erla
Svava, f. 20. ágúst
1977, sambýlismað-
ur Bjarni Einarsson.
Svavar átti áður
soninn Ingva. Ingvi
er giftur Huldu
Gunnþórsdóttur
eiga þau fjögur
börn og tíu barna-
börn.
Svavar var vélstjóri að mennt
og sjómennska varð hans ævi-
starf. Öll stríðsárin sigldi Svavar
á togurum og mótorbátum. Til
nokkurra ára var hann á olíu-
skipinu Kyndli og á varðskipi.
Eftir að Svavar hætti sjó-
mennsku var hann um tíma um-
sjónarmaður Verkamannabú-
staðanna í Reykjavík.
Utför Svavars fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Þú varst mér svo góður vinur og
afi. Þrátt fyrir þennan aldursmun
gátum við talað saman um alla heima
og geima. Öll löngu símtölin okkar
og allar okkar samverustundir mun
ég geyma í hjarta mér, elsku afi
minn. Eg sakna þín.
Þín
Una.
Elsku besti afi minn!
Það sem ég á eftir að sakna þín
geta gengin orð lýst. Mér finnst ég
svo miklu fátækari eftir að þú ert
farinn. Þú varst svo einstakur og
engum líkur. Þú hafðir alltaf svo
mikinn áhuga á öllu sem ég og við öll
vorum að gera. Þínar daglegu hring-
ingar voru mér svo mikils virði, sér-
staklega þegar tekið er mið af hinu
hraða og ópersónulega samfélagi
sem við búum í, þar sem fólki hættir
til að gleyma náungakærleikanum.
Ekki þú, afi minn, þú gleymdir okk-
ur aldrei og varst alltaf að hugsa um
okkur. Og elsku afi minn, hafðu ekki
áhyggjur, þú átt eftir að vera með
mér áfram, í hjarta mínu, í gegnum
súrt og sætt í framtíðinni.
Eg á svo margar góðar minningar
um þig, að það er mér gjörsamlega
ómögulegt að velja einhverja eina
fram yfir aðra til þess að greina frá
hér. Og mér finn öll orð, í okkar fal-
lega tungumáli, vera of lítilvæg til að
geta lýst þér. Fyrst og fremst langar
mig að þakka þér fyrir allar góðu
stundimar og bara allt. Þú varst svo
frábær í alla staði, elsku afi minn,
takk fyrir.
Ég vona að þú sért á góðum stað
og að þér líði vel.
Þín
Svava.
Elsku langafi.
Takk fyrir allar góðu stundirnar.
Þú varst alltaf svo góður við okkur
og þótt við værum óþekk var það
bara mömmu að kenna, við voi-um
alltaf jafn góð í þínum augum. Hugur
þinn var alltaf hjá okkur og um-
hyggja þín fyrir okkur var endalaus.
Þú hringdir á morgnana til að at-
huga hvort allir væru hraustir og til
að láta mömmu vita hvernig veðrið
yrði svo hún gæti klætt okkur sam-
kvæmt því. Um klukkan 10 á hverju
einasta kvöldi hringdir þú til að at-
huga hvort við værum sofnuð og
hvað við hefðum fengið að borða.
Þegar þú komst til okkar um helgar
var alltaf svo gaman, því þá fórum
við alltaf saman labbandi út í bakarí
og þú keyptir bakkelsi með kaffinu.
Á jólunum var alltaf mesta spennan
að bíða eftir þér, þú komst alltaf méð
mest spennandi pakkana og voiu
þeir þannig innpakkaðir að það tók
tímana tvo að opna þá að ógleymdum
heilræðisvísunum sem fylgdu hverj-
um pakka.
Okkur hefur langað svo að heim-
sækja þig á spítalann undanfarna
mánuði en mamma hefur ekki leyft
okkur að að koma því að þú varst svo
veikur.
Elsku langafi, við eigum eftir að
sakna þín svo mikið og við skiljum
ekki alveg af hverju þú fórst en
mamma segir að nú sértu hjá lang-
ömmu og Astu Maríu frænku og öll-
um englunum og að nú sértu ekki
veikur lengur. Okkur langar að
senda þér bestu bænirnar okkar.
Bænin frá Svölu Dís er:
Láttu nú ljósið þitt,
logaviðrúmiðmitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaðuJesúmæti.
Bænin sem Siggi Freyr vildi
senda þér er:
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu
blíði Jesú að mér gáðu.
Svala Dís og Sigurður Freyr.
f dag verður jarðsunginn og til
moldar borinn frá Neskirkju Svavar
Árnason sjómaður, síðast til heimilis
á Hofsvallagötu 16 hér í borg. Mig
langar að kveðja hann með nokkum
orðum, því sannarlega á hann skilin
hin bestu eftirmæli eftir langa og
farsæla ævi, góðan vinnudag og lífs-
hlaup sem einkenndist annars vegar
af samvisku- og vinnusemi og hins
vegar af ástúð og umhyggju fyrir
ástvinum sínum. Það var svo með
Svavar eins og marga aðra, að til að
ala önn fyrir þeim sem hann unni
varð hann oft að vera þeim fjarri.
Það er m.a. hlutskipti sjómannsins.
Eiginkona og einkadóttir stóðu hon-
um að sjálfsögðu hjarta næst, en
einnig sonur austur á fjörðum. Þá
átti hann systur hér í Reykjavík og
móðir hans bjó hér einnig og lifði til
hárrar elli. Af framansögðu má ljóst
vera að Svavar var góður heimilis-
faðir, enda bar heimili þeirra Ástu
þess fagurt vitni. Þar ríkti reglusemi
og snyrtimennska ásamt góðvild og
gestrisni og þar var gott að koma.
Næri má því geta hverrar ástar og
umhyggju Ástríður Svala, auga-
steinn þeirra, naut í uppvextinum.
Við fráfall Svavars leitar hugur
þess sem þetta ritar nokkra áratugi
aftur í tímann og í hugann kemur
fjölskyldusaga, sem hvorki er meiri
né merkilegri en aðrar slíkar, en eigi
að síður mjög kær þeim sem hlut
eiga að máli og eftir lifa. Ásta Þor-
láksdóttir, eiginkona Svavars, var
ein sjö systkina sem fædd voru norð-
ur í Húnavatnssýslu í byrjun aldar-
innar.
Systurnar voru sex og einn bróðir.
Allar fluttu systurnar til Reykjavík-
ur og móðir þeirra einnig við lát föð-
urins, en bróðirinn eini varð eftir.
Allar nema ein stofnuðu þær hér
heimili og eignuðust börn og eru af-
komendurnir nú orðnir æði margir
og hið mannvænlegasta fólk. Syst-
urnar voru samrýndar og studdu
hver aðra í lífsbaráttunni og sam-
merkt með þeim öllum var mikil um-
hyggja fyrir börnunum; bæði sínum
eigin og systrabörnunum. Um Svav-
ar Árnason má segja að í þessu
tvennu eins og reyndar öllu öðru
studdi hann Astu konu sína heils
hugar. Hann lagði sig betur fram en
aðrir um að kynnast öllum frænd-
systkinunum, og fjölskyldum þeirra,
og ræktaði kynnin við okkur eins
lengi og honum var unnt. Svona var
Svavar, og fyrir það er honum nú
þakkað að leiðarlokum. Því er þetta
rifjað upp hér, að með honum er
þessi kynslóð fjölskyldunnar nú öll
horfin; hann varð sá síðasti.
Þakklæti er nú ofarlega í huga
okkar, því velferð afkomendanna var
þeim sannarlega ofar í huga en allt
annað.
Svavar Árnason var sjómaður
megnið af starfsævinni, lengst af mó-
toristi og vélavörður á bátum og
skipum af ýmsum toga; varðskipum,
olíuskipum, togurum og fiskibátum.
Eftir að sjómennsku lauk varð hann
húsvörður í verkamannabústöðun-
um á Hofsvallagötu þar sem heimili
þeirra Ástu stóð síðustu áratugina.
Svavar hafði ríka stéttarvitund og
var stoltur af að tilheyra íslenskri
sjómanna- og verkalýðsstétt, enda
var hann stéttinni til sóma alla ævi.
Hann var maður samhjálpar, sam-
stöðu, og baráttu þeirra sem undir
högg eiga að sækja og var talsmaður
velferðar fyrir þá sem á þurfa að
halda, og að menn eigi að fá að
standa uppréttir. Sumir tala mjög
gegn þessum hugmyndum, og telja
þær bera vott um mikla kröfugerð til
samfélagsins. Þegar á bjátar eru
þeir hinir sömu hins vegar stundum
fljótir að banka á dyr hinna ýmsu
stofnana.^ Þessu var öfugt farið með
Svavar Árnason. Þrátt fyrir sann-
færingu sína um samhjálp bar hann
gæfu til þess að geta staðið á eigin
fótum allt fram undir hið síðasta.
Hann bjó einn á Hofsvallagötunni
árum saman og sá um sig sjálfur
þrátt fyrir háan aldur.
En enginn maður stendur lengi
óstuddur og gæfa hans var ómældur
stuðningur Svölu dóttur hans, Sig-
urðar tengdasonar og dætra þeirra.
Alla tíð einkenndi ást og umhyggja
þessa fjölskyldu og Svala endurgalt í
ríkum mæli þá elsku sem hún naut í
uppvextinum. Hún virðist einnig
hafa innrætt dætrum sínum þau lífs-
gildi sem fyrir henni voru höfð í
æsku. Samband þeirra við afa sinn
var einstakt og þau létu nokkra fjar-
lægð í búsetu ekki aftra sér frá því að
eiga ástúðlegt samband og dagleg
samskipti síðustu árin og oft heim-
sótti hann þær suður með sjó.
Svavar var félagslyndur maður og
viðræðugóður,og naut þess að hitta
fólk og spjalla. Hann hafði einarðar
skoðanir á flestum hlutum og var
óhræddur að viðra þær við hvern
sem var. Hann var alla tíð mikill
hófsmaður á alla hluti og nægjusam-
ur. Hann átti því láni að fagna að
vera heilsugóður alla ævi. Því miður
var því ekki eins farið með Ástu konu
hans; hún átti löngum við heilsuleysi
að stríða. Við þær aðstæður birtust
mannkostir Svavars Árnasonar.
Hann tók því mótlæti með miklu
æðruleysi og gerði allt sem hann gat
til að létta henni lífið. Aldrei kvartaði
hann né miklaði fyrir sér erfiðleika,
heldur einkenndist viðhorf hans af
samúð með þeim sem þjást.
Allt fram undir hið síðasta tókst
hann á við hvern dag með miklu jafn-
aðargeði. Hann er því kvaddur með
virðingu.
Svölu frænku minni, fjölskyldu
hennar og öðrum aðstandendum
vottum við, ég og Guðrún kona mín,
samúð okkar.
Sverrir Sveinsson.
Það var vorið 1990 sem við hittum
Svavar fyrst, en það ár opnuðum við
hárgreiðslustofuna okkar á neðri
hæðinni hjá Svavari. Þegar verið var
að standsetja stofuna og vinna langt
fram eftir var það eitt kvöldið að
bankað var á dyrnar hjá okkur og við
auðvitað alveg vissar um að verið
væri að kvarta undan hávaða, en það
var öðru nær, fyrir utan stóð Svavar
og kom færandi hendi með ilmandi
heitar vöfflur með rjóma og bauð
okkur velkomnar.
Svavar kom oft og iðulega eftir
þetta, hvort sem hann var að færa
okkur nýbakað bakkelsi eða spjalla
yfir kaffibolla. Svavar var ávallt til-
búinn að rétta hjálparhönd ef vand-
ræði voru á bænum. Svo sem ef vant-
aði skiptilykil og skrúfjárn eða þess
háttar þá var Svavar aldrei langt
undan. Svavar kallaði stundum á
okkur í kaffi og sýndi okkur ávallt
hlýhug. Þótt mörg ár skildu okkur að
voru stundirnar með Svavari ávallt
notalegar.
Við biðjum Guð að styrkja fjöl-
skyldu hans og ástvini.
Elsku Svavar hafðu hjartans þökk
fyrir allar þínar stundir með okkur,
þín verður sárt saknað.
Eg sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt
þig umveQi blessun og bænir
égbiðaðþú sofirrótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælt eraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Stelpurnar á Stofunni.
Eftir að yngsti sonur minn fæddist
fór að líta inn í kaffisopa til okkar af
og til frændi úr fjölskyldunni. Þar
sem ég ólst sjálf ekki upp innan um
afa og ömmur, fannst mér afar vænt
um þennan áhuga gamla mannsins.
Ég var mikið heima við og hann
mjög duglegur að fá sér göngutúr til
mín, þótt drjúgur spotti væri. Með
þessum frænda, honum Svavari, sem
við nú kveðjum í dag og litla strákn-
um mínum, honum Hauki, byggðist
upp sérstök vinátta.
Alltaf var gleðin jafn mikil þegar
Svavar kom í heimsókn, þá var hellt
uppá kaffi og leikið sér. Þegar Hauk-
ur hætti með pelann fór hann að
drekka kaffi, svo hann var afar kátur
með gestakomur, því þá yrði hellt
uppá könnuna en aldrei jafn glaður
og þegar Svavar kom því þá leyfðist
svolítið sem annars var stranglega
bannað. Svavar nefnilega kenndi
stráknum að byggja hús og hallir úr
molalsykri og svo var litlum bflum
keyit um borðið inn á milli þeirra.
Ég reyndi einu sinni að banna þetta,
enþað var bara einu sinni, því þá
hastaði Svavar á mig og sagði að það
mætti nú líklegast leika við barnið.
Þegar svo Haukur stækkaði og fór
að vera meira úti í leikjum sínum,
sátum vð Svavar oft við eldhúsborðið
og ræddum saman og þótt Haukur
væri vaxinn upp úr molasykursbygg-
ingum gaf hann sér alltaf tíma fyrir
kaffibolla með Svavari frænda. Svav-
ar var með eindæmum duglegur að
bjarga sér og sínum málum. Ef
saumspretta kom á föt eða stytta
þurfti buxur þá bara settist hann við
saumavélina og gekk frá því máli,
ekkert vol né víl.
I vor þegar hann var orðinn veikur
fannst honum verst að geta ekki
komið og tekið til hendinni í nýja
húsinu okkar. Svona var Svavar, allt-
af til í að hjálpa þar sem þess var
þörf.
Við kveðjum nú þennan frænda
okkar með söknuði en skilningi þó, á
að eftir veikindin og rúmlegu í
marga mánuði, hljóti hvíldin að vera
langþráð og velkomin hjá honum.
Mér finnst þetta ljóð segja svo mikið
og um leið og við biðjum góðan guð
að gefa aðstandendunum styrk í
sorginni, kveðjum við Svavar
frænda.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnastþér.
(Ingibjörg Sig.)
Hinsta kveðja,
Laufey, Haukur og fjölskyldan.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinai' til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
SVAVAR
ÁRNASON